Morgunblaðið - 15.05.1994, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR15. MAÍ 1994 B 9
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Keppni
milli eldri
borgara
Spilaður var tvímenningur hjá fé-
lagi eldri borgara í Kópavogi föstudag-
inn 6. maí 1994.18 pörmættu ogvar
spilað í 2 riðlum.
A-riðill, 10 pör, úrslit:
Jósef Sigurðsson - Júlíus Ingibergsson 132
Alfreð Kristjánsson - Gunnar Hjálmarsson 123
Siguijón H. Siguijónsson - Cyrus Hjartarson 122
Meðalskor 108
B-riðill, 8 pör:
Bragi Salómonsson - Hannes Alfonsson 95
Bergur Þorvaldsson - Þórarinn Árnason 91
Ásthildur Sigurgislad. - Lárus Amórsson 91
Meðalskor 84
Þriðjudaginn 10. maí 1994 var spil-
aður tvímenningur. 22 pör mættu og
var spilað í 2 riðlum, A og B.
úrslit í A-riðli urðu:
Júlíus Ingibergsson - Jósef Sigurðsson 216
Bergur Þorvaldsson - Þórarinn Ámason 188
Eysteinn Einarsson - Garðar Sigurðsson 179
Karl Adolfsson - Eggert Einarsson 176
Meðalskor 156
B-riðill:
Heiður Gestsdóttir - Stefán Björnsson 97
JóhannaÁmadóttir-EinarJónsson 95
Ingiríður Jónsdóttir - Jóhanna Gunnlaugsdóttir 82
Meðalskor 84
Þann 23. apríl sl. var spiluð sveita-
keppni milli bridsdeilda Félags eldri
borgara í Kópavogi og Reykjavík.
Reykjavíkurdeildin vann í þessari
keppni með 5 vinningum gegn 3. Spil-
að var um veglegann bikar, sem deild-
irnar keyptu sameiginlega, og er mein-
ingin að spilað verði um hann árlega.
Spilað var á Gjábakka, félagsmiðstöð
aldraðra í Kópavogi.
BRIDS
Bridsfélag Breiðholts
Þriðjudaginn 10. maí var firma-
keppni hjá félaginu. Spilaður var ein-
menningur. Efst urðu eftirtalin fyrir-
tæki:
Stjömusalat Baldur Bjartmarsson
Kjötborg, Ásvallagötu Guðjón Jónsson
Hreyfill sf. Maria Ásmundsdóttir
Litaver Bergur Ingimundarson
Einmenningsmeistari varð:
Magnús Oddsson 111
Næstu urðu:
BaldurBjartmarsson 107
Lilja Guðnadóttir 102
GuðjónJónsson 100
GuðmundurGrétarsson 100
Næsta þriðjudag, 17. maí, verður
síðasta spilakvöld starfsársins. Spilað
verður rúbertu-brids. Þá fer fram
verðlaunaafhending fyrir aðalkeppnir
vetrarins.
Bridsfélag Reyðarfjarðar
og Eskifjarðar
Sumarbrids er hafinn. Spilað var í
fyrsta skipti þriðjudaginn 10. maí í
Félagslundi, Reyðarfirði. Urslit urðu:
Böðvar Þórisson — Þórarinn Sigurðsson 127
FriðjónVigfússon-JónasJónasson 126
Guðmundur Pálsson - Þorvaldur Hjarðar 125
Aðalsteinn Jónsson - Gísli Stefánsson 114
Ragna Hreinsdóttir - Svala Vignisdóttir 109
Það verður spilað Sumarbrids á
hveijum þriðjudegi kl. 20 í Félags-
lundi á Reyðarfirði. Allir velkomnir.
Bridsfélag Reykjavíkur
Sl. miðvikudag, 11. maí, var hlé
gert á aðaltvímenningnum en þess í
stað spilaður einskvölds tvímenningur
með Mitchell-formi. Úrslit kvöldsins
urðu þannig:
N/S-riðill
Unnur Sveinsd. - Inga Lára Guðmundsdóttir 264
Albert Þorsteinsson - Sæmundur Bjömsson 258
Vigfús Pálsson - Valdimar Elíasson 256
A/V-riðill
Sigtryggur Jónsson - Friðrik Sigurðsson 247
Hafþór Kristjánsson - Rafn Thorarensen 240
Hlynur Garðarsson - Gunnlaugur Karlsson 238
Nk. miðvikudag verður haldið
áfram með aðaltvímenninginn og spil-
aðar 10 umferðir. Spilað er í húsi BSÍ
í Sigtúni 9 og hefst spilamennskan
kl. 19.30 '
Æfingakvöld byijenda
Sl. þriðjudagskvöld 9. maí var æf-
ingakvöld byijenda og var spilaður
Mitchell í tveimur riðlum og urðu úr-
slit kvöldsins eftirfarandi:
N/S-riðill
Finnbogi Gunnarsson - Unnur Jóhannesson 221
Björk Lind Oskarsd. - Amar Eyþórsson 219
Guðný Hálfdanarsd. - GuðmundurÞórðarson 181
Hrund Einarsd. -SverrirÞorvaldsson 181
Agnar Guðjónsson - Markús Úlfsson 176
A/V-riðill
Steindór Grétarsson - Baldur Garðarsson 222
Álfheiður Gíslad. - Pálmi Gunnarsson 211
Sævar Helgason - Bergþór Bjamason 204
KolbrúnThomas-EinarPétursson 201
Gísli Jónsson - Sigurður Sigurðsson 198
Nk. þriðjudagskvöld verður sein-
asta æfingakvöld vetrarins og er
spilað í húsi BSÍ í Sigtúni 9. Húsið
er opnað kl. 19 og spilamennskan
hefst kl. 19.30.
Vetrarstarfinu lokið hjá
Bridsdeild Sjálfsbjargar
Nú er nýlokið þriggja kvölda ein-
menningi með sigri Halldórs Þor-
valdssonar, sem hlaut samtals 359
stig. Halldór Aðalsteinsson varð í
öðru sæti með 329 stig og Einar
Hermannsson varð þriðji með 291
stig.
Þriggja kvölda tvímenningi lauk
18. apríl. Spilað var á 10 borðum
og urðu úrslit þessi:
Norður/Suður:
Jón Egilsson - Halldór Þorvaldsson 7 4 2
Gísli Guðmundsson - Eyjólfur Hjörleifsson 689
Páll Vermundss. - Þorvaldur Axelsson 682
Austur/Vestur:
Skúii Sigurðsson - Ómar Óskarsson 735
Sveinbjöm Arnarson - Jens Gústafsson 693
Karl Karlsson - Sigurður Steingrímsson 660
Sementsverksmiðjan hf.
Skuldabréfaútboð
Stjórn Sementsverksmiðjunnar hf. hefur ákveðið að leita inn á innlendan
lánsfjármarkað í því skyni að draga úr vægi erlendra gjaldmiðla í skuídum
. og til að lækka vaxtakostnað fyrirtækisins.
Útgáfudagur, útboðstími og nafnverð skuldabréta
Útgáfudagur og fyrsti söludagur skuldabréfanna er 16. maí 1994. Útboðstími
er tii 16. júlí 1994. Heildarverðmæti útboðsins er 100 milljónir króna að nafnvirði.
Undirflokkar, lánstími og eíningar
Gefin verða út skuldabréf í tveimur flokkum, að verðmæti 50 milljónir hvor.
Skuldabréf í flokki 1/1994A eru ti! 6 ára og skuídabréf f flokki 1/1994B tii 10 ára.
Bréfin verða gefin út í 1,5 og 10 milljóna króna einingum.
Gjalddagar, vextir, ávöxtunarkrafa og sölugengi
Gjalddagi bréfanna er 16. maí ár hvert.
Af skuldabréfum til 6 ára reiknast 7,00% vextir ofan á lánskjaravísitölu
en af skuldabréfum til 10 ára reiknast 8,00% vextir ofan á lánskjaravísitölu.
Ávöxtunarkrafa á útgáfudegi er 7,00% á 6 ára bréf og 8,00% á 10 ára bréf.
Sölugengi skuldabréfa í báöum flokkum er 1,000000 á fyrsta söludegi.
Fjárhagsiegur styrkleiki
Sementsverksmiðjan hf. var stofnuð með lögum sem tóku gildi 1. janúar 1994. Hlutafé
fyrirtækisins er 1 milljarður króna aö fullu í eigu ríkisins. í ársbyrjun 1994 var eigið fé
fyrirtækisins rúmir 1,4 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall um 68%.
Útboðsgögn, söluaðili og umsjón með útboði
Útboðslýsing og önnur gögn um útboðið og Sementsverksmiðjuna hf. liggja frammi hjá
Kaupþingi hf. sem hefur umsjón með útboðinu og annast sölu bréfanna.
Kaupþing hf.
löggilt veröbréfafyrirtœki
Kringlunni 5
Sími: 689080
Austur-Vestur
Mörgum hnykkti við undir
nýlegri, sænskri heim-
ildamynd , Konurnar í Kreml,
er fjallaði um konur ráðamanna
á tímum Sovétríkjanna. Fólk
talaði um sjónvarpsþáttinn dag-
ana á eftir, burt séð frá öllum
pólitískum tilhneigingum. Þetta
var áhrifarík heimild, enda
óvænt. Maður hlustaði í for-
undran á konur æðstu valda-
manna sjálfar, börn þeirra eða
dótturdætur segja frá örlögum
þeirra. Eiginkonur nafn-
greindra æðstu stjórnenda
höfðu skyndilega verið sendar
í fangelsi, einangrun og gúlagið
í mörg ár og eiginmenn þeirra
sögðu ekki
orð þeim til
varnar. Héldu
bara áfram að
reyna að
halda sinni
stöðu og styggja engan. Enda
virtist hluti ástæðunnar fyrir
því að Stalín hneppti slíka konu
í fangelsi hafa verið að halda
þeim við efnið. Þetta voru æðstu
konur landsins, sem sumar
höfðu verið í framvarðarsveit í
byltingunni. Og viðhorf þeirra
hefur eflaust komið mörgum
kynlega fyrir sjónir, það er und-
irgefnin undir karlaveldið. Þær
höfðu aldrei verið hafðar með,
aldrei boðnar með mönnum sín-
um í Kreml, og sumar hveijar
áttu allt eins von á slíkri með-
ferð. Trúðu jafnvel enn á þetta
kerfi í fangelsinu. Krúsjeff vildi
ekkert taka Nínu konu sína með
sér í fræga opinbera heimsókn
til Bandaríkjanna. Mikoyan ut-
anríkisráðherra réði því vegna
ímyndarinnar. Þessari þybbnu
ömmu, sem vann allra hugi, leið
hörmulega. Kunni illa við sig,
enda ekki vanist því að vera
innan um ókunnugt fólk. Undir-
okun kvenna, sem þróast hefur
um aldir í Sovéríkjunum sem
annars staðar, hafði ekkert
breyst - og ekki kvennanna
sjálfra til þess að taka öllu með
undirgefni og æmta ekki.
Þetta sama viðhorf og aldeil-
is ekki mildara er með auknum
samskiptum að birtast okkur í
sambandi við kínverskar konur.
Kannski ennþá gleggra. Árþús-
unda alger undirgefni með til-
svarandi viðhorfum í uppeldi frá
ömmu til móður til dóttur lætur
ekki svo glatt undan þótt komi
byltingar. Hvorki hjá konunum
né dagleg kúgun karlasamfé-
lagsins. Þannig hefur það verið
um aldir og hverfur ekki.
Bækur skrifaðar af kínversk-
um kvenhöfunduni sem ættar-
sögur verða nú hver af annarri
metsölubækur á Vesturlöndum.
Enda veita þær um leið innsýn
í sögulega þróun í Kína á þess-
ari öld. Opna okkur lokaðan
heim. Og maður verður dolfall-
inn. Ég og fleiri höfum lagst í
þessar bækur. Bækur Amy Tan,
sem fædd er í Ameríku og alin
upp af nýkominni kínverskri
móður í kínversku umhverfí og
siðum, eru á metsölulistum vik-
um saman og lesnar um allan
heim. The Kitchen Gods Wife
og The Joy Luck Club, sem í
íslenskri þýðingu heitir Leikur
hlægjandi láns, fjalla um bældu
leyndarmálin í lífi mæðranna
og vinkvenna þeirra og sam-
bandsleysi milli mæðra og
dætra vegna þess hve þeim eldri
gengur illa að lifa við það sem
fyrir þær hefur komið. Og hve
rótgróið er í þeim að taka öllu
og þegja yfír því. Það er svo
sjálfsagt að segja aldrei neitt
og aldrei frá neinu. Það er upp-
eldið. Og ótrúlegt er það sem
þessar konur hafa upplifað af
ýmsu tagi, því að aldagömlum
sið mátti allt gera við þær og
ráðstafa þeim. Saga hverrar
einstakrar er okkur svo fram-
andi og ógnvænleg.
Þó er það
hin viðamikla
fjölskyldu-
saga Jung
Changs, Wild
Swans, sem
lætur mann best skilja og ekki
síður skynja þetta samfélag
gegn um sögu Kína þessa öld.
Svo og arfgengan undirtóninn
í þúsundir ára, sem gerir ekki
með öllu óeðlilega þessa ótrú-
legu persónugrimmd. Þetta er
ævisaga kínverskrar fjölskyldu
Jung Changs í þijár kynslóðir,
ömmu hennar sem var konkúb-
ín, þ.e. ástkona, móður hennar
og föður sem voru í fremstu
sveit byltingarmanna Maos og
sjálfrar hennar, sem fædd er
1952 og kom 1979 til Englands
í skóla. Sjálf var hún eðli máls-
ins samkvæmt Rauðliði 14 ára
gömul, í vinnuþrælkun úti í
sveit, stálverkamaður og raf-
virki eftir því sem vindur blés
áður en hún komst í enskunám
í háskóla. Þessi saga upp á 675
blaðsíður er svo mögnuð að hún
ætti eiginlega að vera skyldu-
lesning þeirra sem vilja reyna
að skilja kínverskt samfélag.
Og kannski eru bækurnar vís-
bending um að við munum lík-
lega varla ná því að skilja þess-
ar konur eða þær okkur fyrr
en eftir fleiri kynslóðir.
Kínverskar kvikmyndir, sem
nú berast í vesturátt, hljóta
verðlaun og aðsókn. Sumar hafa
hingað komið og veitir hver ein-
hveija innsýn í þetta framandi
umhverfi. Flestar fjalla um kín-
versku konurnar og þeirra hlut-
skipti: Rauða luktin, Papaya
Verte og nú síðast Far vel frylla
mín, sem gefur innsýn í grimmi-
legt uppeldi í algerri undirgefni
og hlýðni, í þetta sinn ungra
drengja. Leikur hlægjandi láns
enn sýnd. Hver þeirra opnar
okkur vissan heim, sumar með
sérkennilegum yndisþokka, en
undirniðri grimmd við mann-
eskjuna, sem títt skírir það sem
svo gerist í samfélagslegu sam-
hengi.
Að reyna þannig að lesa og
horfa á það sem að austan kem-
ur veitir kannski obbolítil kynni
af þessum miklu framandi sam-
félögum. Og ekki veitir af hvers
konar kynnum af þessum stóra
heimi í Austurlöndum nú við
aukin viðskipti. Ekki síst þegar
við höfum ekki náð betur áttum
en svo að kunnáttumenn okkar
staðsetja Japan í Suðaustur-
Asíu. Og Norður-Kína með!
Gárur
eftir Elínu Pálmadóttur