Morgunblaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR15. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR Menn eru fangar markaðsaflanna, þannig skilið að þeir þurfa sífellt að endurnýja, jafnt þótt hinn efnis- legi hlutur sem fyrir er fullnægi öllum þörfum. TÆKNIÆr tceknin óþarfif_____________________________ Tækni oggemþatfir SPURNINGIN að ofan er vitaskuld sjaldan sett fram nema í ögrunar- skyni. Fáir efast um að sigurför mannskepnunnar um jörðina alla byggist á greind mannins og beitingu hennar til að sigrast með flókn- um aðferðum á efnislegu umhverfi sínu, sem sé á náttúrunni. Án vís- inda og þar með tækni stæði manneskjan í sporum Neanderdalsmanns- ins. Segja má að fyrsta tækniþróunin hafi orðið um það leyti sem mannskepnan fer að setjast að um kyrrt, þ.e. ástunda landbúnað á sama stað árið um kring. Forsenda hátækni er þéttbýli, þ.e. borgarsam- félag með mikilli verkaskiptingu manna ámeðal. Með siðmenningunni sem ríkir nú er tæknin að mestu leyti lífsnauðsy.n mannkyni. Því að ekki gæti nema örtlítill hluti jarðarbúa þrifist á jörðinni án tækninnar. Hitt er svo annað mál, hvort hvert smáatriði hins tækni- lega umhverfis okkar Vestur- landabúa er nauðsyn. Sú spuming hefur orðið æ áleitnari er við höfum farið að nálgast þau mörk sem náttúrun setur okkur hvað varðar nýtingu. Dálítill hluti uppreisnar unga fólksins sem hófst um 1968 snerist um það að meðal Vestur- landabúinn lifði gervilífi munaðar á kostnað náttúru og á kostnað íbúa Þriðja heimsins. Þá hlýtur að vakna sú spurning hveijar séu grundvallar- þarfir mannins. Hvað þarf að upp- fylla til að hann lifi heilbrigðu lífi í sálarlegu jafnvægi? Nokkrar líkam- legar þarfir eru auðsæjar, heilbrigt fæði, hlýja og húsaskjól. Sálrænu þarfirnar eru nokkru óátækari. Eng- inn verður nýtur þjóðgfélagsþegn nema vera í stöðugum tengslum við einhveijar örfáar fullorðnar 'mann- eskjur í bernsku sinni. Sálrænar þaifir hins fullorðna eru flóknari og óijúfanlega tengdar þjóðfélagsstöðu og atvinnu. Maðurinn hefur m.a. þörf fyrir að finna að hann hafí eitt- hvert gildi með lífi sínu, bæði í aug- um annarra og sjálfs sín. Með afar sérhæfðri atvinnuskiptingu er mis- brestur á að svo sé. Hin dæmigerða mynd gildisleysisins er að standa við færiband átta tíma á dag og fram- kvæma sömu hreyfinguna við fram- leiðslu bíls. Þessi verknaður hefur gildi, m.a. efnahagslegt, en sá sem stendur við bandið finnur ekki til þess. Gildisleysið veldur að menn fara að bæta sér það upp sem þeim fínnst á skorta. Þetta nota markaðs- öfl sér. Dæmigerð uppbótarþörf hér á landi er hið mikla sælgætisát æskufólks, þar sem það er að bæta sér upp vanræktar þarfir, m.a. hvað varðar umgengni við fullorðið fólk. Hjá hinum fullorðna ber mjög á kaupum á vöru frá bíla- og rafiðnað- inum. Heimilisbíllinn hefur öðlast stöðu langt umfram það að vera tæki til að flytja fjölskylduna á milli staða. Hann er hið efnislega tákn um hag fjölskyldunnar. Hann er þegar verst lætur uppbót eigandans fyrir magnleysi hans í samfélaginu. Eitt þess er einkennir kaup af þessu tagi er að menn eru fangar markaðsaflanna, þannig skilið að þeir þurfa sífellt að endurnýja, jafnt þótt hinn efnislegi hlutur sem fyrir er fullnægi öllum þörfum. Góð dæmi þessa eru heimilistölvur og sjón- varpstæki. Sá sem vill fara sér hægt og vera á eftir með sína eigin tækni- þróun fær það ekki. Ég tel mig sæmilega settan með mitt gamla ritkerfí orðsnilldar og „gömlu“ plast- disklingana. Þetta kerfí sér fyrir öllu sem þarf að gera í tengslum við rit- störf. Spurningin er hvort ég fæ disklingana öllu lengur. Stýrikerfið er úrelt og það endurnýja ég ekki nema gegn nokkru gjaldi. Auk þess sé ég mig tilneyddan til að eyða tíma í að læra nýja tækni, þegar kringum- stæðurnar (þ.e. markaðurinn) hafa neytt mig til að kaupa eitthvað nýrra. Þeim tíma sé ég eftir, en á líklega einskis völ þegar þar að kem- ur. Þegar kemur að .sjónvarpstækni heimilisins, eru flestar fjölskyldur gerðar fangar aðstæðnanna gegnum börnin. Myndbandstæki og afruglari eru löngu orðin „nauðsyn“ á hveiju heimili með ung börn, hver sem skoðun foreldranna kann að vera á þeim tækjum. En fyrirsjáanlegt er að „gamla“ Finlux-litsjónvarpið gef- ist upp á því heimili þar sem þetta er skrifað. Á ég þá nokkurs annars kost en að kaupa eins fermetra há- gæða-háskerpiskjá með víðóm? Þannig er neytandinn fangi márk- aðsaflanna, svo fremi sem hann er alvöru þátttakandi samfélagsins en hefur ekki tilkynnt sig úr því. eftir Egil Egilsson ÞJÓÐLÍFSÞANKAR Gr////// við kastad hœkjunnif_ Afforynjum ogfinum sálum HANN fer að verða þungbær allur þessi draugafans sem dul- hyggjutrú íslendinga hefur lagt okkur á herðar. Ekki aðeins drögumst við með skottur og móra frá þeim tíma sem landið var ekki raflýst, heldur ríða nýmóðins draugar líka húsum hér, jafnt einbýlum sem margra hæða fjölbýlishúsum og magnast atgangur- inn fremur en hitt. Það er engu líkara en ótrúlega mörgu fólki sé fyrirmunað að lifa hér lífi sínu án einhvers konar hækju, ef það leggst ekki í dryklquskap leggst það í dulræna trú - nema að hvort tveggja sé. að er beinlínis furðulegt að lesa frásagnir manna sem teljast upplýstir og með fullu viti, þar sem þeir lýsa hátíðlegir alls kyns sýnum, fyrirbærum og yfir- skilvitlegum uppákomum sem helst minna á ofskynjanir vegna lyfja eða geðveiki. Kannski er fæð- ingartíðnin -hér eftir Guðrúnu of lág og framl- Guðlaugsdóttur ígnar sálir fá hvergi inni, samkvæmt einni kenningunni eiga þær sjálfar að velja sér líkama til þess að taka sér bólfestu í. Frekar fyndist manni þó að það ætti að vera á hinn veginn þar sem sálir þurfa samkvæmt þessari kenningu að fínna sér nýjan bólstað aftur og aftur og heldur fjölgar nú fólki heldur en hitt. í þessum fræðum þykir að sögn fínast að hafa eldg- amla sál í sínum kroppi, það merkir víst að viðkomandi sé kominn langt á þroskabrautinni. Því miður virðist viðkomandi þó sjaldnast kominn nógu langt til þess að hefja sig upp úr þessum hégiljum öllum og sætta sig við að maðurinn lifir lífi sínu hér og nú, veit fátt um uppruna sinn og alls ekki neitt um það sem við tekur eftir dauðann, trú er annað en sannanleg vitneskja. Hannes Pétursson skáld segir í einu kvæða sinna eitthvað á þessa leið: Jörðin er nóg og miklu meira en nóg, aðeins ef mennirnir kynnu að lifa. Ég er viss um að ef fólk eyddi almennt eins miklum tíma í að hlú að meðbræðrum sínum og sinu umhverfi hér á jörðu eins og það eyðir í ófijóar hugleiðing- ar, námskeið og lestur um það sem við taki eftir dauðann þá yrði jarðlífíð á skömmum tíma sú himnaríkisvist sem annars hefur verið talið ómögulegt að öðlast fyrr en í Paradís. Og sé sú vist á annað borð fyrir hendi eiga menn hana ábyggilega fremur vísa ef þeir eyða tíma sínum í kærleiksverk en í sjálfhverfar íhuganir og draugatrú. Það er líka sannarlega þjóð- hagslega óhagkvæmt ef stór hluti þjóðarinnar lifir lífi sínu með ann- an fótinn í öðrum heimi, löngu áður en önd þess skreppur úr lík- amanum. Viðutan þjóð veit lítið hvað gerist fyrir framan nefið á henni, ef menn þurfa að halda vöku sinni í lífinu þurfa þjóðir það ekki síður. Halldór Laxnes segir í ritgerð 3 um Mýramenn í bók sinni: Seiseijú mikil ósköp, að þar sem kaþólska kirkjan hafi lýst forynjutrú útlæga og viðurkenni ekki afturgöngur hafi ekki orðið vart við afturgöngur þau 500 ár sem landið var kaþólskt. Sé þetta svo sýnist mér að tímabært sé að við íslendingar tökum aftur upp kaþólska trú til þess að losa okkur við þessa þungbæru drauga- og dulhyggjutrú nútím- ans, og er ég þó persónulega ekki osátt við lúterstrúna. Land- anum væri líka hollt að ganga til skrifta jafnaðarlega, það gæti kannski losað okkur við annan ófögnuð sem er drykkjuskapur- inn. Hinir þunglyndu íslendingar gætu þá opnað hjarta sinn við aðrar aðstæður en við barborðið. Mér fínnst með öðrum orðum tímabært að menn kasti hækjunni og gangi óstuddir. SifÐiTYUEX)\/Hvemig sigrum vib óttannf ______ Gtiman við hfið ALLT sem á sér stað hefur gildi. Allt sem maður gerir hefur gildi, hvort sem það tekst eða mistekst. Allt sem maður segir hefur gildi. Þögnin hefur líka gildi. Allt hefur áhrif á mann sjálfan og aðra. Það er á okkar valdi að hryggja og gleðja, elska, hata eða skeyta ekki um aðra. Koma þarf auga á hina jákvæðu hlið lífsins og einblína á hana eins og vitaljós í fjarska. lætur á sér kræla, þó seint og um Lífið hefur gildi og það skiptir meginmáli hvað við tökum okkur fyrir hendur. Allt hefur áhrif og tilgang. Þó ástæða persónulegrar tilvistar sé hulin, þá er tilvistin stað- reynd og mögu- leikamir óþijót- andi. Hver persóna hefur áhrif og gildi og tilgang í sjálfum sér. Ég stend ávallt frammi fyrir vali. Ég fyllist angist vegna þess að ég veit að ekkert verður endprtekið. Orð verða ekki aftur tekin. Ég vona að ég geri rétt. Lífíð er togstreita milli möguleika, milli hvata. Það sem ég geri verður óafmáanlegur hluti af mér. Það sem ég geri núna, það er aðalatriðið. Við vitum ekki hvort það sé til guðleg áætlun um lífíð á jörðinni. Við vitum ekki um hvað mannkyns- sagan er. Við þekkjum ekki fyrstu kaflana, né heldur hvemig hún sag- an endar. Við vitum ekki hvort við túlkum hana rétt. Það eina sem við getum verið viss um, er að við erum hér og nú. Allt annað er sem skáld- skapur. Núna er okkar tækifæri til að taka þátt í sögu lífsins á jörðinni og skapa sögu einstaklinganna. Og það sem við gerum er gjaldgengt einfaldlega vegna þess að það verður ekki aftur tekið. Það hefur gildi. Ef ég set mér markmið og stefni að því, þá hefur það merkingu fyrir mig og líf mitt hefur tilgang. Það sem hvert og eitt okkar gerir verður síðan merkingin í sögu mannsins. Ef ég næ ekki markmiði mínu, get ég fallið í þunglyndi. Ég þjáist, en þjáningin hefur líka gildi. Hún er upphaf nýs skilnings. Eg læri af þjáningunni og það voru ekki nauð- synleg mistök að reyna að ná mark- miði sem ég náði svo ekki. Áhrifín leiða mig eitthvert annað. Þunglynd- ið endar á nýrri og óvæntri braut. Jafnvel heillavænlegri. Ánægjan siðar verði. Lífíð er verkefni sem ekki verður leyst í einu vetfangi. Enginn hefur alltaf rétt fyrir sér. Mistök eru hluti af sögunni, einfaldlega vegna þess að þau eru gerð. Við eigum ekki að láta fall, jafnvel þó það sé mikið, hafa úrslitaáhrif á okkur. Það er bara að klífa lífsins fjall aftur, á öðrum stað. Fara aðra leið, jafnvel ótroðna. Til hvers að hjakka í sama farinu ef það veitir enga ánægju? Mikilvægt er að reyna að finna sér farveg í lífínu sem skapar ánægju og fullnægingu. Óánægjan hefur þó gildi. Hún leiðbeinir okkur um hvað við eigum að forðast. Það er engin ástæða til að gefast upp þó á móti blási um stundarsakir. Við verðum hrædd og kvíðin þegar við höfum ekki meðbyr. Það er logn eða mótvindur. Þó er ástæðulaust að kasta sér í sjóinn, því fyrr eða síðar hlýtur vindurinn að snúast í hagstæða átt. Þolinmæðin er gulls ígildi. Þegar við sjáum ekki til lands, er kvíðinn skiljanlegur. Landið er í nánd og bíður okkar. Kvíðinn á ekki að buga okkur. Hann eigum við að sigra, þó festuna vanti í augnablik- inu og leitin að landinu fagra drag- ist á langinn. Þegar kvíðinn er mikill, byrgir hann okkur sýn. Hann verður sem þoka. Eina ráðið við honum er að ákveða stefnu og draga upp seglin og sigla. Við setjum okkur markmið sem liggur út úr þoku kvíðans. Það skiptir meginmáli, hversu smátt sem markmiðið kann að vera. Vonin um að markmiðinu verði náð gerir skyggnið ágætt. En við verðum að muna að hin kvíðvænlega þoka skell- ur alltaf á aftur. En það er bara ábending um að tími sé til kominn að marka sér nýja stefnu. Þrátt fyr- ir allt — í hvaða ógöngur sem við kunnum að rata, er alltaf til jákvæð hlið. Listin felst í því að koma auga á hana — einblína á hana sem vita- ljós í fjarska. Sá sem sér engan tilgang með lífi sínu og finnst sem ekkert hafi lengur gildi, verður að byrja á því að slaka á. Hann dregur sig í hlé á kyrrlátum stað og íhugar. Þó allt virðist í ijúkandi rúst, þá er framtíð- in ólifuð og möguleikarnir standa enn til boða. Og fyrst hið góða hef- ur átt sér stað í fortíðinni, þá hlýtur það að geta birst aftur. Það er sjálfs- blekking að telja að lífið geti ekki batnað. Það er sjálfsvorkunnin sem viðheldur kvíðanum, en minningin um ást, von og huggun eyðir hon- um. Hver dagur iðar af möguleikum og tækifærum sem við getum grip- ið. En það eru innri hindranir sem leiða til þess að dagarnir verða sjald- an að ævintýrum. Ekki ytri! Hlekkir sálarinnar eru margir, m.a. óttinn við aðra, óttinn við öryggisleysi, ótt- inn við mistök o.fl., o.fl. með sjálfsvorkunina í broddi fylking- ar. Bijótum þá! Speki: Sá sem breytir sjálfum sér, breytir öðrum áreynslulaust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.