Morgunblaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR15. MAÍ 1994 B 11 Combo Hauks Morthens í Svíþjóð 1963. Frá vinstri Reynir Signrðs- son, Haukur, Hjörleifur Björnsson, Guðmundur Steingrímsson og Gunnar Ormslev. ■ / LOK júní koma rúmlega þijátíu vestur-íslensk ungmenni til landsins. Þau eru á aldrinum ellefu til sautján ára og hafa und- anfarin ár sótt íslenskar sumar- búðir sem haldnar eru fyrstu vik- una í ágúst, rétt fyrir utan Gimlibæ í Manitoba-fylki í Kanada. Tilgangurinn með þess- um sumarbúðum (þær hafa verið haldnar samfleytt í 20 ár) er að fræða ungt fólk af íslenskum ætt- um um uppruná sinn. í því skyni koma stjórnendur búðanna og kennarar sér saman um ákveðið þema sem einkennir síðan alla Kennslu. Þeim er kennd íslenska, leiklist, myndlist og föndur, íþrótt- ir, sund í Winnipeg-vatni og söng'- ur. Unga fólkið og aðrir sem að ferðinni standa hafa unnið margt í fjáröflunarskyni og nú á aðeins eftir að útvega þeim samastað á meðan á íslandsdvöl þeirra stend- ur. Það er búið að finna heimili fyrir nokkra, sem er auðvitað best, því með þeim hætti komast þeir í nána snertingu við menninguna og málið, en enn á eftir að koma mörgum fyrir. Hópurinn mun að- eins dvelja í tvær vikur á landinu, fyrri vikuna í Reykjavík og þá síðari í Keflavík eða Njarðvík. Það fólk, sem getur eitthvað aðstoðað þessa ungu Vestur-íslendinga, er vinsamlegast beðið um að hringja í síma 91-73940 eða 92-12821 í Njarðvík. Þar vorum við í hóteli sem er eins og turnkastalinn í ævintýri Þyrni- rósar. Þegar maður leit út um gluggan í átt til Rússlands sá mað- ur yfir einskismannsland og síðan varðturna Rússanna.“ Ferðir hljómsveitarinnar út urðu fjölmargar og Guðmundur rifjar upp að hann hafí meðal annars far- ið með Hauki til Bandaríkjanna til að spila á íslendingafögnuðum. Ný kynslóð aðdáenda Haukur Morthens settist að í Danmörku um tíma, enda náut hann hylli þar. Hann festi þó ekki yndi í Kaupmannahöfn og sneri heim að lokum, en lék þar síðast með eigin hljómsveit í skemmti- staðnum Vin & 01god árið 1987. Níunda áratuginn var Haukur fast- ráðinn til að syngja í Skíðaskálan- um í Hveradölum á sumrin, en síð- ast var hann á Naustinu. Þá var vaxin upp ný kynslóð aðdáenda Hauks og plötur hans voru orðnar eftirsóttir safngripir, því þær voru illfáanlegar. Meðal þerra sem héldu mikið upp á Hauk voru Sykurmol- arnir heimsfrægu, sem gerðu sér ferðir upp í Skíðaskála til að sjá hann syngja, en til gamans má geta þess að Sykurmolarnir léku lög með Hauki Morthens í upphafi allra tónleika sinn erlendis í mörg ár og því hafa hundruð þúsunda ung- menna um heim allan heyrt í Hauki Morthens. Skemmst er einnig að minnast vinsælda Sigtryggs Bald- urssonar undir nafninu Bogomil Font á síðasta ári, en hann byggir sinn söngstíl og lagaval að mestu á Hauki Morthens. Á minningartónleikunum um Hauk Morthens í kvöld koma fram margir af vinsælustu söngvurum þjóðarinnar til að heiðra minningu hans; Hallbjörg Bjarnadóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson, Svanhildur Jakobsdóttir, Björgvin Halldórsson, Ragnar Bjarnason, Stefán Hilmars- son, Stefán Jónsson, 'Anna Mjöll Ólafsdóttir, Garðar Guðmundsson, Skapti Ólafsson, Kristinn Hallsson, - kjarni málsins! Magnús Þór Jónsson, Jóhann Helgason, Jóhanna Linnett, Hjördís Geirsdóttir og fleiri. Hljóðfæraleik- arar verða Guðmundur Steingríms- son, Ólafur Gaukur, Árni Scheving, Reynir Sigurðsson, Þórir Baldurs- son, Ómar Axelsson, Ámi Elvar, Björn R. Einarsson og fleiri. Sungin verða helstu lög sem Haukur gerði fræg á sínum tíma og lög frá sömu árum, en eitt laganna verður ekki sungið, Til eru fræ, enda það svo samofið persónu Hauks Morthens að ekki geta aðrir sungið það svo vel sé. Ágóði af tónleikunum rennur í menningar- og styrktarsjóð Hauks Morthens, en honum er meðal ann- ars ætlað að kosta útgáfu á söng Hauks en þar er mikið verk óunnið. mniarion Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði • Sími 651147 FuU búð af sumarvörum 40 gerðir af bómuUarbolum. Hlírabolir frá kr. 950,- Stuttermabolir frá kr. 1.200,- Leggings buxur frá kr. 1.200,- Síðar víðar blússur frá kr. 3.800,- Blazer jakkaruir komnir aftnr. Verð kr. 7.900,- Fínt í útskriftirnar - Tökum vel á móti ykkur Dæmi um verö: Aldrei betra verð.. Enginn milliliður beint frá framleiðanda 5% stadgreiðsluafslattur Stakar buxur frá 3.900, Skór frá 3.900,- Jakkaföt frá 11.900,- Skyrtur frá 2.900,- Stakir jakkar frá 7.900, Laugavegi, sími 17440 Kringlunni, sími 689017 Benidoirm í allt sumar Laus sæti: 24. maí, 22.júní, 13.júlí,27.júlí Bjóðum vel staðsetta og góða gististaði Fáðu upplýsingar um verðið hjá okkur 6V ' FERÐASKRI FSTOFA REYKJAVÍKUR AÐALSTRÆTI 16 101 REYKJAVÍK sími 621490.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.