Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 11
 ^liN.Nyp,AOUR22. B9g4 1A ? samningurinn tók gildi um síðustu áramót og nú er komið fram í maí og við höfum ekki flutt neitt út, sem heitið getur. Það er ekki af því að við höfum ekki getað selt. Við erum komnir með tengsl við stórmarkaði og komnir eins djúpt inn á markað- inn eins og við getum. Málið er ein- faldlega, að verðið er ekki nógu hátt til að standa undir framleiðslu- og flutningskostnaði. Útkoman hefur verið sú, að það hefur verið betra fyrir framleiðend- ur heima að flaka fiskinn og frysta en selja flökin fersk utan með flugi. Þetta er bara stóri sannleikurinn í þessu. Þarna liggja ekki neinar rosaupphæðir og flugfragtin er geysilega dýr. Á þessum vettvangi verðum við alltaf í samkeppni við einhveijar þjóðir, eins og Norð- menn, sem keyra sinn fisk hingað niður eftir. Það er þrisvar sinnum dýrara að flytja flök frá Islandi til Frakklands, en að flytja þau frá Noregi. Þeir keyra en við fljúgum. Það þýðir að íslenzkur ferskfisk- framleiðandi fær alltaf lægra skila- verð en norskur, en sá sem frystir fær það sama og sá norski og reynd- ar hærra vegna þess að við erum konir lengra í markaðsmálum en Norðmenn. Norðmenn eru orðnir mjög stórir í þorski og verða ráð- andi, að minnsta kosti næstu árin. Við eigum litla möguleika í sam- keppninni við þá, nema að skapa okkur einhveija sérstöðu. Við verð- um þá að flytja fersku flökin út með öðrum hætti.' Eigum ekki að byggja útflutning á „lotterí" Inn í þessa mynd kemur svo okk- ar eigin útflutningur á heilum fersk- um fiski. Það er eðlilegt að hvort tveggja eigi sér stað í senn, en þá verða útflytjendur að hafa vitneskju um það hvert væntanlegt framboð er hveiju sinni. Það eru dæmi um að hingað eru að koma fersk grá- lúðuflök á sama tíma og uppboðs- markaðurinn í Frakklandi er yfir- fylltur af heilli grálúðu. Vandamálið er, að menn eru að selja fisk í stór- um stíl á uppboðsmörkuðum, sem er ekkert annað en eins konar lott- erí. Það getur einfaldlega ekki ver- ið rétt að byggja útflutning á slíkum grunni. Frekar ætti að selja á föstu verði. Uppboðsmarkaðarnir eru hreinlega úreltir. Vær ferski fiskur- inn seldur á föstu verði, væri ör- uggt að hann færi aldrei á lægra verði en útflytjendur þyrftu. Ella myndu menn flaka fiskinn eða frysta eftir því hvað gefur bezt og eru þá að vinna án áhættu. Allt leitar þetta jafnvægis, séu menn ekki bara að spila í lotteríi." Lýsingurinn er þorskinum skeinuhættur Nú eru mikla breytingar á fisk- mörkuðum. Með þorskskortinum hafa komið inn nýjar og ódýrari tegundir, sem hafa dregið verðið niður. Auk þess er nýjum tegundum stöðugt að fjölga á markaðnum. Hvernig eigum við að bregðast við þessari þróun. Fari svo að þorsk- veiði íslendinga fari á ný upp í 300.000 tonn eða meira. Verður þá ekki erfitt að finna honum rúm á markaðnum á aftur? „Tegundirnar eru orðnar mjög margár, en líka mismunandi inn- byrðis. Hokinhalinn er ágætis fisk- ur, sem verður efalaust áfram á markaðnum, enda ódýr. Þar er bæði um að ræða iðnaðarvöru og flakapakkningar. Þá hefur lýsingur komið hér inn á markaðinn í staðinn fyrir þorsk og fitufláður alaskaufsi í staðinn fyrir atlantshafsufsa. Þannig er þetta í Evrópu, en ekki í Bandaríkjunum þar sem ala- skaufsinn hefur komið í stað þorsksins. Verð á ufsanum okkar er nú komið í botn. Það sveiflast einfald- lega með alaskaufsanum og við ráðpm ekkert við það, en það hefur engin áhrif á þorskverðið. Hjá stóru fyrirtækjunum í Evrópu hefur engin þorskpakkning horfið af markaðn- um og alaskaufsi komið í staðinn. Menn skilja skýrt á milli þessara tegunda. Lýsingurinn hefur hins vegar ýtt þorskinum út úr verk- smiðjuvinnslu úr blokk og þar er um mikið magn að ræða. Hins vegar er lýsingur af mörg- um tegundum, allt frá því að vera hræódýr og fokdýr og það er sá dýri, sem einkum veiðist við Argent- ínu og önnur tegund, sem meðal annars veiðist við Namibíu, sem eru þorskinum skeinuhættar. Stofn þessara tegunda beggja fer vaxandi og má búast miklu magni af þessum fiski inn á markaðinn, einkum frá Namibíu. Þá hafa Agerntínumenn náð samningum við Evrópusam- bandið, sem gerir það að verkum að þessi fiskur fjæðir hingað inn, bæði úr þeirra eigin veiði og veiði Spánveija, sem hafa þar leyfi til veiða. Engar „patentlausnir" Alaskaufsinn virðist smám sam- an vera að vinna markaðshlutdeild af þorskinum í Bandaríkjunum, þar sem þorskneyzla minnkar ár frá ári. Það þýðir auðvitað að þeir, sem hafa verið selja þorsk til Bandaríkj- anna, verða að beina honum annað og því hefur alaskaufsinn í raun áhrif á þróunina hér líka, því hing- að leitar þorskurinn þegar neyzlan minnkar vestra. Þarna skiptir máli hvort alaskaufsastofninn sé á upp- leið eða ekki, en veiðin er engu að síður gífurleg. Þá skiptir einnig máli hvert verð á surimi er. Alaska- ufsinn fór mjög mikið í þá vinnslu, en með verðfalli á surimi, hefur framleiðslan farið yfir í flök og flakablokkir. Hækki verð á surimi, getur það dregið úr framboði á flök- um, en litlar líkur eru taldar á að svo verði. Það er enginn patentlausn á þessu máli. Þurfum við að komast inn á markaðinn á ný, er reglan sú, að þá verður að undirbjóða keppi- nautana til að byija með til að ná markaðshlutdeild. Síðan er hægt að hækka verðið í krafti þess að um betri vöru sé að ræða en hinir bjóða. Það er á þennan hátt, sem nýju tegundirnar komust inn. Það var bara lágt verð, sem opnaði þeim leiðina inn á markaðinn. Síðan geta menn bæði þróað vinnslu og pakkn- ingar og fest sig í sessi smám sam- an. Mismunandi neyzla og viðhorf eftir löndum Þróunin í fiskneyzlu er mjög mis- munandi, ekki bara eftir löndum, heldur landshlutum líka. Hefðir í fiskneyzlu eru ótrúlega ólíkar milli Evrópulandanna svo og viðhorf til fiskneyzlu. Stærstu markaðarnir, Spánn, Þýzkaland, Frakkland og Bretland eru svo ólíkir að við liggur að þeir gætu verið hver í sinni heimsálfu. Af þessum mörkuðum gætir mest fijálslyndis í fiskneyzlu hjá Frökkum og þeir skipta mjög hratt úr einni tegund yfir í aðra. Þar má nefna hokinhalann, sem komst fyrst inn á franska markað- inn. Sömu sögu er að segja af búr- fiski og ýmsum tegundum frá Afr- íku og Suður-Ameríku. Þá hefur neyzlan færzt mjög snögglega úr ferskum fiski yfir í frystan, einkum inni á heimilunum. Bretland er á hinn bóginn mjög íhaldssamt og Þýzkaland að sumu leyti líka. Þar tekur áraráðir að kynna nýjar teg- undir. í þessum löndum standa örfáar tegundir undir neyzlunni, þorskur, ýsa og koli í Bretlandi, síld, karfi og ufsi í Þýzkalandi og á Spáni borða menn lýsinginn. Því er erfitt að tala um Evrópumarkað, sem eina heild.“ Úrval í tegundum og pakkningum að heiman ekkinóg Hvernig gengur rekstur Icelandic France og og hvað er framundan? „í fyrra var reksturinn í járnum. í ár fer þetta vel af stað, enda njót- um við þá vinnu frá síðasta ári, sem er að byija að skila sér, bæði í sölu og jjættri afkomu. Úrvalið í tegundum og pakkning- um að heiman er ekki nóg, þó mik- ið sé. Við erum með íjölbreyttar neytendapakkningar í þorski og fleiri tegundum. Smásölupakkning- ar í skelfiski, pakkningar fyrir mat- sölustaði og svo framvegis allt upp í blokkir, sem reyndar fara til frek- ari vinnslu í fiskréttaverksmiðjun- um. Þetta dugir því miður ekki til og við erum í þeirri stöðu í nokkrum tilfellum þar sem stórar keðjur vilja fá okkur til að sjá um öll fiskaðföng fyrir sig. Þá kemur í ljós að við höfum hvorki lýsing, hokinhala né búrfisk. Þá er einnig beðið um full- unna fiskrétti og við erum að vinna í þeim málum, tii dæmis með góðri samvinnu við verksmiðju SH í Grimsby. Á sama hátt erum við nú að kaupa fisk frá Friosur í Chile, sem er að hluta til í eigu Granda. Salan frá dótturfyrirtæki ÚA í Rostock, Mecklenburger Hochseef- ischerei, hefur einnig reynzt okkur mikil lyftistöng.Þá höfum við staðið fyrir því að keyptur var prufugámur af ýmsum nýsjálenzkum tegundum, sem unnar eru hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum í tilraunaskyni. Þá höfum við samið við norskt fyrir- tæki um að pakka fyrir okkur laxi í neytendaumbúðum, því framboðið að heiman er ekki nægilegt. Við verðum að byggja upp þann styrk og breidd að geta boðið heildar- lausnir og reynum að afla fisks og fiskafurða sem víðast," segir Lúð- vík Börkur. Síbustu sætin til Kanarí 9. jum fra abeins kr. 39.900 r, „ 'IH_, ■ Einstakt tilbob á gististaönum Barbados, sem naut mikilla vinsælda hjá okkur í vetur. Nú höfum vib fengiö sértilbob á abeins 5 íbúöum sem vib bjóbum á hreint einstökum kjörum. Njóttu sumarleyfisins á Kanarí í einstöku vebri og njóttu frábærrar þjónustu fararstjóra Heimsferöa. Verð kr. 39.900 pr. mann m.v. hjón me& 2 börn, Barbados, 3 vikur. Verð kr. 49.900 pr. mann m.v. 2 í íbúð í 3 vikur. Aðeí 'búði, áþ, ««.oð #ts 5 Í boði SSU sv©ré| Flugvallaskattar: Kr. 3.660 fyrir fullorbinn, kr. 2.405 f. barn. Austurstræti 17 Sími 624600 VISA Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.