Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Vettvangur til að berjast Samtök foreldra langveikra barna í buröarliönum eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur VERIÐ er að vinna að stofnun samtaka foreldrahópa barna sem haldin eru langvinnum sjúkdómum. Allir sem að þessu vinna hafa barist fyrir réttindum barna sinna hver á sínum vettvangi en ætla nú að sameinast í baráttunni fyrir bættum aðbúnaði og réttindum langveikra barna á Islandi, sem þeir telja að hafi verið utanveltu í kerfinu. Guðrún Ragnars barnahjúkrunarfræð- ingur er formaður Umhyggju, félags til stuðnings sjúkum börn- um, en það félag hefur forgöngu um að stofna fyrrnefnd sam- tök. „í langan tíma höfum við verið að hugsa um að finna grund- völl til þess að foreldrar langveikra barna geti unnið saman, þessi samtök eiga að vera vettvangur til þess, eins konar stuðn- ingskerfi þar sem foreldrar geta leitað eftir ráðleggingum og fengið stuðning hver hjá öðrum,“ sagði Guðrún í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Margir foreldar hafa unnið gott starf í þágu barna með hina ýmsu sjúk- dóma en baráttan hefur verið sérhæfð og sniðin að þörfum barna með ákveðna sjúkdóma, t.d. sykursýki, flogaveiki, krabbamein o.fl.,“ sagði Guðrún ennfremur. „Hugmyndin er að hin nýju samtök verði sameigin- legur vettvangur fyrir öll þessi minni foreldrafélög til þess að berj- ast fyrir rétti veikra barna því þótt ýmislegt sé sérhæft í meðferð hinna ýmsu sjúkdóma er það miklu fleira sem er sameiginlegt í meðferð bama með langvinna sjúkdóma. Réttur veikra barna til fjárhags- legs sjálfstæðis er mikilvægur, þannig eiga þau möguleika á að standa jafnfætis heilbrigðum börn- um hvað ijárhagslegan grundvöll snertir. Til þess að ná fram þessu markmiði þarf að samræma reglur. Einkum þarf skýrari og réttlátari reglur í sambandi við umönnunar- bætur og hækka þær til muna. Tryggja þarf rétt barna til viðun- andi læknismeðferðar og að þau fái góðan aðbúnað, bæði á sjúkrahús- um og utan þeirra, t.d. ef þau fara í sumardvöl. Einnig þarf að tryggja að veik böm úti í þjóðfélaginu hafi sama rétt og önnur börn til náms, leikja og starfa. Síðast en ekki síst er nauðsynlegt að skapa foreldrum aðstæður til þess að geta verið hjá börnum sín- um heima og er þá átt við bæði fjárhagslega aðstöðu sem tryggja má með hærri og hnitmiðaðri umönnunarbótum, eins og áður greinir, og svo með félagslegri að-' stoð, svo sem heimilishjálp, heima- hjúkrun og fleim af því tagi,“ sagði Guðrún Ragnars. Undirbúnings- fundur vegna stofnunar fyrr- greindra samtaka var þann 11. maí sl. en stofnfundur verður haldinn á næstunni. í baráttu við kerfið Drífa Leonsdóttir á dreng sem fæddist með galla á þvagleiðurum. Af þeim sökum þurfti drengurinn að gangast undir aðgerð til þess að beina þvaginu í poka utan á mjöðmunum, svokallaðan stoma. „Frá upphafí áttum við foreldrarnir i baráttu við kerfið vegna veikinda drengsins. Fæðingarorlofi mínu lauk eftir sjö mánuði, mér tókst þó að fá aukamánuð vegna veikinda barnsins, en ég gat ekki sett hann í almenna gæslu vegna sýkingar- hættu og þar með hættu á varanleg- um nýrnaskemmdum, “ sagði- Drífa.„Af fjárhagslegum ástæðum átti ég mjög erfitt með að hætta starfi utan heimilis. Við vorum svo heppin að móðir mín var að fara á eftirlaun og tók að sér að gæta drengsins. Umönnunarbótum frétti ég fyrst af frá annarri móður þegar F.v. Guðrún Ragnars og Drífa Leonsdóttir. Morgunbiaðið/Svemr Sonur Drifu Leonsdóttur. Þva- gleiðara hans þurfti að Ieiða út úr líkamanum. drengurinn var árs gamall, upplýs- ingastreymið frá kerfinu um svona mál er mjög lélegt. Það tók þar að auki langan tíma að fá bæturnar afgreiddar. Ég er ríkisstarfsmaður og á því aðeins sjö veikindadaga samkvæmt samningum til að vera heima hjá sjúku barni. Ég á þtjú börn önnur þannig að dagarnir sjö dugðu skammt. Af því að drengurinn er svona sjúklingur þarf hann enn meira á umhyggju minni að halda þegar hann veikist. Það þarf nauð- synlega að rýmka þennan veikinda- dagarétt í tilvikum sem þessum, það hefur t.d. verið gert í Danmörku og víðar. Börn með langvinna sjúkdóma þurfa ekki síður á leikskólaplássum að halda en önnur börn og jafnvel frekar. Þau hafa ekki forgang í þessum efnum eins og staðan er í dag en tekið er tillit til þeirra sums staðar. Það þarf að setja samræmd- ar reglur sem tryggja slíkan for- gang. Barn eins og sonur minn, sem hefur farið fimm sinnum í aðgerð og er reglulega undir óþægilegu eftirliti, þarf á þeirri félagslegu örv- un að halda sem samvistir við önn- ur börn veita, til þess að milda hina sársaukafullu lífsreynslu sem oft er hlutskipti langveikra barna. Ég hef tekið þátt í að mynda foreldra- hóp barna með stoma. Það er mikil- vægt að hitta fólk sem á í svipaðri baráttu og maður sjálfur, en það þarf máttugri samtök en það til þess að berjast til sigurs fyrir rétt- indum og þörfum barna með lang- vinna sjúkdóma á íslandi,“ sagði Drífa Leonsdóttir. m Áfram með Árna 1 Lilja Hrönn Hauksdóttir verslunareigandi \ '1 Erna María Jónsdóttir nemi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.