Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 42
42 SUNNUOAGUR 2S./MAÍ '1994 FOLK Anna Nicole Smith MORGUÍNBLAÐIB Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÞAÐ eru líka föt á krakka, og einnig var boðið upp á ýmsar kræsingar. Aðalbjörg Björgvinsdóttir skenkir Önnu Lárusdóttur og Margréti Ólafsdóttur kaffi. Vordagar í Borgar- kringlunni ►MIKIÐ var um að vera í Borg- arkringlunni fimmtudagskvöldið 19. maí. Fyrirtækin sameinuðust um allsherjar kynningarhátíð. Fyrstu þrjú hundruð gestirnir fengu rósir, boðið var upp á tískusýningu og hljómsveit skemmti gestum fram á nótt. Fyrirsætan og leikkonan Anna Nicole Smith. er eftirsótt fyrirsæta og aðalleikkona kvik- myndarinnar „Beint á ská 33 1/3“ ►DRAUMUR fyrirsætunnar Önnu Nicole Smith um að hljóta heimsathygli sem leikkona hefur ræst. Hún leikur aðalkvenhlut- verkið í nýrri kvikmynd, „Beint á ská 33 l/3“, sem bráðum verður tekin til sýninga hér á iandi. „Draumur minn hefur alltaf verið að ná frama bæði sem fyrirsæta og leikkona." Það kemur líklega fáum á óvarttil hvaða Ieikkonu Anna Nicole lítur mest upp til. „Marilyn Monroe erí sérstöku uppáhaldi hjá mér. Eg á allar kvikmyndir sem hún lék í.“ I tískubransanum í dag eiga helst allar fyrirsætur að vera barn- lausar, tágrannar og flatbijósta. Þessi lystarstolsímynd á ekki við um Önnu Nicole sem er einstæð móðir og fagnaðarefni öllum kon- um sem vega yfir fjörutíu kíló. Henni var hafnað af fyrirsætu- skrifstofum vegna þess að hún þótti of þung. Hún greip þá til þess úrræðis að fækka fötum á síðum „Pla- yboy“. Paul Marc- iano einn af yfir- lönnum Guess kom augaá hana þar og réði hana til sín. Síðan '% þá hefur ferillinn legið upp á við. STING brosti í kampinn við athöfnina. Býflugu-Sting sæmdur heiðursdoktorsnafnbót HLJÓMLISTARMAÐURINN Sting var nýverið sæmdur heið- ursdoktorsnafnbót við Tónlistarháskólann í Berklee. Sting flutti aðalræðuna fyrir útskriftarnemendur og á eftir honum talaði tónlistarforseti skólans, Eliot Berk. Berk skemmti nem- endum með lýsingum á því hvernig Sting öðlaðist viðurnefni sitt. Það spannst út frá röndóttri skyrtu sem hann tróð upp í á upphafsárum söngferils síns. Svipaðar rendur prýða aðra dýrategund heldur en hljómlistarmenn og öllu skeinuhættari, nefnilega býflugur. Kvikmynda- leikkonur eftirsóttar í fyrirsætustörf ÞAÐ færist í aukana að kvikmynda- stjörnur séu fengnar í fyrirsætustörf. Jafnvel svo að fyrirsætu- skrifstofurnar Elite og Ford hafa opnað nýjar deildir til að sinna þessum þætti sérstaklega. Áður fyrr voru kvikmynda- stjörnur ekki sólgnar í að sitja fyrir. Æðsti stjóm- andi Elite, Monique Pill- ard, segir tíðarandann hafa verið þannig að fyrir- sætur töldust ekki góðar leikkonur, þær þóttu ekki nógu greindar. Nú hefur það snúist við og góðar leikkonur sækjast eftir fyrirsætustörfum og fyrirsætur hafa sannað sig á leiklistarsviðinu. Hæfí- leikafólk eins og Cindy Crawford hefur einnig aukið veg stéttarinnar. Af þekktum leikurum sem hafa lagt fyrirsætustörf fyrir sig má Leikkonan Nastassja Marisa Tomei Kinski. er eftirsótt. nefna þau Patriciu Arqu- ette og Matthew Modine fyrir Armani og Nastössju Kinski fyrir Anne Klein. Bráðlega mun svo Melanie Griffith slást í hópinn fyr- ir Revlon og Daryl Hannah fyrir Karl Lagerfeld. Leik- konan Marisa Tomei hefur ekki verið ráðin neinsstað- ar, en hún er efst á óska- lista Ivans Bart sem vinn- ur fyrir Ford. „Það væri afar ánægjulegt ef Marisa Tomei gengi til liðs við okkur. Hún er hin nýja Audrey Hephurn okkar allra. Við gengum í skóla saman. Ef einhver getur fengið hana til að hafa sam- band við okkur, segið henni að Ivan sé að leita að henni." Matthew Modine og Patricia Arquette. HASKOLABIÓ SfMI 22140 Háskólabíó UPP A LIF OG DAUÐA ÍSKALDUR SUMARSMELLUR RUTGER HAUER UPP Á LÍF OG DAUÐA ER HVÍTASUNNUTRYLLIRINN í ÁR. ÆSILEG SPENNUMYND SEM GERIST í JÖKULKÖLDUM AUÐNUM ALASKA. Frægt fólk situr við skriftir Skáldsögumar koma út í sumar MARTINA Navratilova fremsta tenniskona heims til margra ára er við það að ljúka skáld- sögu sem nefnist „The Total Zone“ og kemur út í ágúst. Hún fjallar um unga tennisstjörnu, Au- drey Armat, sem úr fjarlægð virðist Iifa drauma- lífi hverrar unglingsstúlku. I raun varpa þó mis- þyrmingar og kúgun skugga á líf hennar. Meg Tilly, sem hlotið hefur tilnefningu til Óskarsverðlauna, hefur skrifað skáldsögu sem nefnist „Singin Songs“ og kemur út í júní. Við- fang hennar er þroskasaga stúlku frá barnæsku til fullorðinsára í heimi öngþveitis, kúgunar og hverfullar ástar. Mickey Rooney, leikari og fyrrverandi barna- stjarna, hefur klárað skáldsögu sem kemur út í júní og nefnist „The Search for Sunny Skies“. Hún fjallar um eldri mann, Sunny Skies, sem er fastur í sinni eigin fortíð sem vinsæl átta ára barnastjarna. Þegar hann neyðist til að horfast í augu við raunveruleikann eru afleiðingarnar hörmulegar. Tenmsstjarnan og nuna rithöfundurinn Martina Navratilova. Leikkonan Meg Tilly. Leikarinn síbrosandi, Mickey Rooney.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.