Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 27
26 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MAÍ1994 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. HYÍTASUNNA TALIÐ er að meir en tvö hundruð þúsund manns, að- allega óbreyttir borgarar, hafi verið drepnir í borgarastyrjöld sem geisað hefur síðustu vikur í Mið-Afríkuríkinu Rúanda. Þeir sitja heldur ekki á friðarstóli á Arabíuskaganum þar sem Norð- ur- og Suður-Jemenar berast á banaspjót. Og ekki er séð fyrir endann á bræðravígum í hjarta Evrópu, Bosníu-Herzegóvínu. Nánast úr öllum heimshornum berast tíðindi af hörmungum, sem rekja rætur til ófriðar, sjúkdóma og skorts, sem úr mætti bæta að hluta eða öllu leyti. Árásir og misþyrmingar á saklausu fólki eru heldur ekkert einsdæmi í íslensku samfélagi. Hvers vegna er verið að fjasa um þessi „móðuharðindi af mannavöldum" á hvítasunnu, kirkjuhátíð til minningar um þann atburð er heilagur andi kom yfir postula Krists? Einfaldlega vegna þess að heilagur andi Guðs, sem er kærleikur, þarf að koma yfir þjóðir og einstaklinga til þess að mannkynið haldi vöku sinni um þau heimspekilegu, siðferðilegu og trúarlegu gildi, sem velferð þess hvílir á. ÉG GERI • ráð fyrir hug- renningatengslum; að vel gæti verið eitthvað sem einhver hugsaði festist mér allt í einu í minni án þess ég hafi á því neina skýringu. Hugsun er einsog allt annað, hún verður ekki tekin aftur; hún verður ekki ógjörð; ekkifrekaren það sem sprettur af hugsun verður eyðilagt; flugvél, bíll, kjamorkusprengja. Shakespeare lék sér með verknaði sem ekki yrðu ógerðir, HUGSUNIN BÝR UM SIG, •varðveitist einsog annað í náttúrunni; einsog spor; einsog beinagrindur; einsog steingerving- ar; þannig hafa risareðlur fortíðar- innar varðveitzt. Þær verða ekki ógerðar þótt útdauðar séu. Þegar ég orti ljóðabókina Vor úr vetri hvarflaði ekki að mér annað en ég ætti þetta nafn einn. Þessi hug- mynd, Vor úr vetri, kom til mín einsog hvísl. Ég notaði orðin í ljóði og gaf svo bókinni þetta heiti, Vor úr vetri. Ég var þess fullviss þetta væri hvergi til annars staðar. Svo liðu mörg ár, fjölmörg. Þá las ég minningargrein í Morgunblaðinu og mig rak í rogastans. Greinin var um Guðrúnu Jónínu Eyjólfsdóttur sem fædd var 17. febrúar 1887 en lézt 24. marz 1989, konu sem ég hafði aldrei heyrt getið og vissi ekki að væri til. En ég hefði átt að vita það því hún var amma Atla Heimis Sveinssonar, tónskálds, og hann skrifaði greinina að henni lát- inni; fallega grein um merka konu. Og þá fór að rifjast upp fyrir mér ég hefði líklega séð þessa konu enda þekkti ég til fólks Atla. Mundi eftir foreldrum hans á Túngötunni og talaði stundum við föður hans Maðurinn býr óumdeilt yfir mörgum og miklum hæfileikum. Hann hefur heldur betur sótt í sig veðrið á 20. öldinni á sviðum menntunar, vísinda og þekkingar. Tæknin hefur gert honum kleift að gjörnýta, jafnvel ofnýta, auð- lindir jarðar. Hún hefur þurrkað út fjarlægðir svo ferðast má heimshoma milli á fáeinum klukkustundum. Það er jafnvel gjörlegt að þeysa á vélfáki um loftin blá til tunglsins. í þróuðum löndum býr fólk, sem betur fer, við gjörbreytta og betri aðbúð í húsnæði, starfsaðstöðu og heilsu- gæzlu en fyrr á tíð. En „innri“ þróun mannsins, siðferðileg þróun hans, trúarleg þróun hans, kær- leiksþróun hans, hefur ekki hald- izt í hendur við tækniþróunina. Postulasagan (2,7-11) greinir svo frá viðbrögðum fólks, víðs vegar að úr hinum byggða heimi, sem statt var í Jerúsalem á þess- um löngu liðna tíma, þegar heilag- ur andi kom yfir postulana: „Eru þetta ekki allt Galíleu- menn, sem hér eru að tala? Hvern- ig má það vera, að vér, hver og einn, heyrum þá tala vort eigið tungumál? Vér erum Partar, Med- ar og Elamítar, vér erum frá sem hjólaði oft um bæinn og var þannig einskonar fýrirboði umhverfíssinna. í þessari grein segir Atli Heimir að Guðrún Jónína amma hans hafí verið ójarðbundin og hugur hennar allur snúzt um fegurð, tón- list og skáldskap einsog hann kemst að orði. Séra Matthías var í miklu uppáhaldi hjá henni. Hún kynntist skáldinu á Akureyri og hann orti þetta í póesíbók hennar: Vestureyja baldursbrá, borin yfír kaldan sjá. Næri þig Drottins náðarljós, Nú ertu orðin Eyrarrós. Sýndu unga silkihlín sömu dáð og mamma þín: reyndu að gera vor úr vetri og veröldina dálítið betri. Ég átti ekki orð. Þama var kom- ið nafnið á ljóðabókinni minni, í ljóði ortu mörgum áratugum áðuren ég fæddist, skrifað í póesíbók sem ég hafði aldrei heyrt talað um, hvaðþá séð. Og ég fór að taka alvarlega þau spakmæli Árna vinar míns Óla, eftir þónokkra lífsreynslu - að mað- ur eigi aldrei að vera hissa á neinu. ÞAÐ KOM MÉR EKKI •heldur neitt á óvart þegar ég sá að bæði Boswell og Thoreau nefna ísland í ritum sínum en hinn fyrrnefndi segir dr. Johnson hafi haft áhuga á að fara út hingað eftir að hann hafði kynnzt Skot- landi. Thoreau nefnir ísland á einum stað í Walden. Það er í 16. kafla, um vatnið að vetrarlagi. Þar talar hann um einshvers konar komteg- und sem þá fyrir skömmu hafði Mesópótamíu, Júdeu, Kappadók- íu, Pontus og Asíu, frá Frýgíu og Pamfýlíu, Egyptalandi og Líbýu- byggðum.við Kýrene, og vér, sem hingað erum fluttir frá Róm. Hér eru bæði Gyðingar og þeir sem tekið hafa trú Gyðinga, Kríteying- ar og Arabar. Vér heyrum þá tala á vorum tugum um stórmerki Guðs.“ Það má lesa úr þessari frásögn, þegar postularnir töluðu mörgum þjóðtungum, að kærleikur hins algóða Guðs, kærleiksboðskapur kristninnar, á erindi við mannkyn- ið allt, sérhveija þjóð og sérhvern einstakling, hvaða tungu sem hann talar. Og sannarlega á þessi boðskapur ríkulegt erindi enn í dag við þjóðir heims, á þessum síðasta áratug svokallaðrar tæknialdar, þegar hundruð millj- óna fólks búa við óviðunandi að- stæður, hóflega orðað. Það má og lesa út úr þessari frásögn að allar þjóðir og allir menn eru jafnir fyrir skapara sin- um, getá heyrt og skilið boðskap hans, ef vilji stendur til þess. Sér- hver getur gengið inn um þær „dyr“ sem Kristur er, þangað sem öllum er vel tekið, einnig „týnd- um“ dætrum og sonum. Þar sem mennirnir rísa hæst, eins og í læknavísindum í þágu náungans, eins og í margs konar hjálparstarfi við þurfandi fólk og þjóðir, eins og í trúarlegri leit að ljósinu og sannleikanum, eins og í fegurstu listaverkum sem lifa kynslóðir, þar tala þeir tungum heilags anda, tungum allra þjóða; þar flytja þeir boðskap hvítasunn- unnar um frið á jörðu. Það er hollt að hafa þann boðskap í huga, ekki aðeins á kirkjuhátíðum eins og jólum, páskum og hvítasunnu, heldur sérhvern dag sem guð gef- ur. Það á að vera vor í hugum okkar íslendinga sem í umhverf- inu þessa dagana. Morgunblaðið óskar lesendum sínum og lands- mönnum öllum gleðilegrar og slysalausrar hvitasunnuhátíðar. verið flutt til Nýja Englands í til- rauna skyni. Sáðmennimir komu að Walden-vatni en Thoreau segist ekki vita hvort þeir hafí komið til að sá vetrarrúg eða einhverri ann- arri komtegund, nýinnfluttri frá íslandi. Þetta ættu nú áhugamenn um landbúnað einhvem tíma að athuga. Það er hlýlegt að sjá ísland nefnt þama í kuldakastinu miðju, svo merkilegur höfundur og mikils- metinn sem Thoreau er í Bandaríkj- unum og víðar nú um stundir. Þegar íslands er getið að góðu gleðjumst við í hjartanu. Vísinda-, lista- og íþróttamenn bera hróður landsins víða. Það er ánægjulegt að sjá hvað íslenzkum rithöfundum er vel tekið í útlöndum. Það yljar okkur ávallt þegar ísland er nefnt þótt við vitum að valt er veraldargengi. Og þessi „heilbrigði þjóðarmetnaður" getur verið hálfvandræðalegur á stund- um. Við þekkjum ekki alltaf mun á pjatti og verðmætum. Tungan og landið era dýrmætasta eign okkar, við erum byijuð að sporna gegn uppblæstri, en ræktum við tung- una? Hvar er Páll Sveinsson tung- unnar? Hvar er melgresi tungunn- ar? Er framburður kenndur sérstak- lega í skólum; eða réttar áherzlur? Era nemendur látnir flytja kvæði tii að fínna hjartslátt og hrynjandi tungunnar? Eða er muldrið og sönglið látið nægja? Verður íslenzka töluð á Þingvöllum 2044; eða 2074; eða 3044? Við höfum áhyggjur af þorskinum, en höfum við áhyggjur af tungunni? Verður ísland framtíð- arinnar þorsklaus verstöð ís-ensk- unnar? Verður það stærsta moldar- barð heims, við eldfjöll og jökulræt- ur? Eða kliðmjúkt skjól ræktaðrar arfleifðar einsog Hulduljóð Jónasar? M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 21. maí OSNINGABARÁTT- an í Reykjavík hefur verið ótrúlega dauf það sem af er. Raun- ar hefur dofnað yfír henni síðustu daga, enda komið rækilega í ljós, að engin raunveruleg átök eru um einstök borgarmálefni. Þetta er áreiðanlega í fyrsta sinn í marga ára- tugi, ef ekki frá upphafí, að staðan í málefnum höfuðborgarinnar er á þann veg, að minnihluti, sem sækist eftir meirihluta, finnur hvergi fótfestu í mál- efnabaráttu um völdin í borginni. Við þessar aðstæður hefði mátt ætla, að frambjóðendur R-listans hefðu tekið upp baráttu við Sjálfstæðisflokkinn á allt öðrum forsendum; þ.e. að heyja baráttuna á grundvelli landsmála vegna atvinnuleysis, kjaraskerðingar og kreppuástandsins almennt. Þeir hefðu getað haldið því fram, að almennir kjós- endur ættu að sýna hug sinn vegna erfiðleika á landsvísu í sveitarstjórnar- kosningum. Þetta hafa þeir ekki gert og ástæðan er einföld: þeir geta það ekki vegna þess, að Alþýðuflokkurinn er einn þeirra flokka, sem stendur að R-listanum og ekki er hægt að búast við því, að fulltrúar Alþýðuflokksins á listanum taki undir slíkan málflutning enda ber Alþýðuflokkurinn ábyrgð á landsstjórninni ekki síður en Sjálfstæð- isflokkurinn. Raunar má búast við, að Alþýðuflokksmenn mundu mótmæla slíkum málflutningi harðlega og þar með væri samstarf R-lista flokkanna sprungið. Annað dæmi um það hversu erfitt er fyrir R-listann að fóta sig á viðkvæm- um landsmálum má fínna í grein eftir Ingu Jónu Þórðardóttur, einn af fram- bjóðendum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í Morgunblaðinu í dag, laug- ardag. í stuttri grein lýsir Inga Jóna því, hvernig Sigrún Magnúsdóttir, sem skipar efsta sæti á R-listanum, hafí vik- izt undan því að svara í útvarpsþætti spurningu um jafnan atkvæðisrétt milli Reykjavíkur og landsbyggðarinnar. Inga Jóna segir: „í fyrstu fór frambjóð- andinn undan í flæmingi og færðist undan að svara spurningunni með því að segja, að þetta væri ekki á verksviði borgarstjórnar Reykjavíkur. Það er að vísu rétt en eðlilegt hlýtur að teljast, að borgarfulltrúar í Reykjavík hafi skoð- un á þessu mikilvæga mannréttinda- máli. Sigrún sagðist ekki vilja svara því með jái eða nei, hvort jafna ætti kosn- ingaréttinn. Þar yrði að skoða mjög marga aðra þætti, landsbyggðin væri afskipt með þjónustu, langt frá stjórn- kerfínu o.s.frv. Því væri „ekkert óeðli- legt“ að atkvæði þar hefðu meira vægi.“ Sigrún Magnúsdóttir getur ekki svar- að þessari spurningu af hreinskilni í kosningabaráttunni af þeirri ástæðu annars vegar, að hún er flokksbundin Framsóknarmaður og flokkur hennar byggir áhrif sín í íslenzkum þjóðmálum á fylgi landsbyggðarfólks en hins vegar vegna þess, að talsmenn Alþýðuflokks- ins a.m.k. mundu mótmæla skoðunum hennar, ef hún héldi sjónarmiðum Fram- sóknarflokksins fram af fullri hörku. Segja má með sanni, að frambjóðend- ur R-listans séu með báðar hendur bundnar vegna þess, að svo mikill skoðanamunur er um landsmál á milli frambjóðendanna og flokkanna, sem standa að hinu sameiginlega framboði, að tækju þeir upp umræður um þau málefni í kosningabaráttunni mundi allt fara í bál og brand á milli þeirra sjálfra. Hér er kannski komin skýring á því, hvað kosningabarátta R-listans hefur verið ótrúlega bragðdauf. Þeim hefur mistekizt að skapa ágreining við Sjálf- stæðisflokkinn í borgarmálum og þeim hefur mistekizt að draga fram nokkur þau mistök Sjálfstæðismanna í borgar- stjórn Reykjavíkur, sem gripið hafa at- hygli kjósenda. Sennilega hefði það dugað þeim bezt í kosningabaráttunni að heyja hana á grundvelli landsmála og erfíðrar stöðu á þeim vettvangi en aðild Alþýðuflokksins að framboðinu gerir það ókleift. Af þessum sökum hafa þeir gripið til þess ráðs, sem vinstri menn hafa alltaf talið ógeðfellt, þ.e. til persónudýrkunar. Kosningabarátta þeirra hefur algjörlega snúizt um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur en öðrum frambjóðendum haldið til hlés. Er það skoðun vinstri manna, að kosningar eigi að snúast um persónur en ekki málefni? Það er eitthvað nýtt ef svo er. Enda er það svo og raunar hefur fyrri reynsla sýnt það, að pólitík- in á íslandi er háð í svo miklu návígi, að enginn einstaklingur, hversu hæfí- leikamikill sem hann er, stendur undir því til lengdar að kosningabarátta snú- izt um persónu hans. Það hljóta að vera vinstri mönnum mikil vonbrigði að sjá hvernig kosninga- barátta þeirra hefur þróazt eða öllu heldur, að hún hefur orðið að engu. Þetta er fólkið, sem jafnan hefur haldið því fram, að hugmyndirnar og málefna- baráttan væri þeirra megin en stendur nú frammi fyrir því að reka málefna- snauða og innantóma kosningabaráttu, sem snýzt um eina manneskju. Til hvers að kjósa R-listann? Reykvískir kjósend- ur hafa ekki enn heyrt eða séð rökin fyrir því. HINS VEGAR ER athyglisvert að f , fylgjast með þess- 1 kosninga- ari kosningabar- baráttunni áttu að öðru leyh- Menn velta því fyrir sér, hvort hún sé vísbending um það, sem koma skal. Átökin í íslenzkum stjórnmálum hafa verið mjög hörð í hálfa öld og raunar lengur. Þjóðin var í fjóra áratugi klofín í afstöðu til utan- ríkismála. Að sumu leyti má segja, að íslendingar hafí ekki verið ein þjóð. Línurnar voru mjög skýrar: kommúnist- ar og vinstri menn annars vegar, lýð- ræðissinnar hins vegar. Nú er kalda stríðinu lokið. Sovétríkin fallin og íslendingar eru að verða ein þjóð, hálfri öld eftir stofnun hins ís- lenzka lýðveldis. Þessi breyting hefur óhjákvæmilega mikil áhrif á stjórnmála- baráttuna hér innanlands. Enda eru að koma upp fleiri og fleiri mál, þar sem þverpólitísk afstaða kemur skýrt í ljós. Það verður fróðlegt að sjá, hvernig kosningabaráttan vegna næstu þing- kosninga fer fram í ljósi þessara breyt- inga. Nýjungin, sem komið hefur fram af fullum krafti í þessari kosningabaráttu er hins vegar beiting auglýsinga, í blöð- um, útvarpi og sjónvarpi. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur verið umsvifameiri á þessum vettvangi en R-listinn en síð- ustu daga er augljóst, að vinstri menn eru að bregðast við sókn Sjálfstæðis- manna á þessum vígstöðvum og hafa hafíð kosningabaráttu í auglýsingum af meiri krafti en áður. Þetta er eðlileg þróun og ekkert við henni að segja í sjálfu sér. Eftir að flokkarnir hafa ekki lengur aðgang að dagblöðum eða öðrum fjölmiðlum, sem beitt er í þeirra þágu, hljóta þeir að leita annarra leiða til þess að koma sjónarmiðum sínum á fram- færi og þá eru auglýsingar eðlileg leið til þess. Hið sama hefur gerzt í nálæg- um löndum. En þessu fylgir tvennt; í fyrsta lagi vaknar auðvitað sú Auglýsingar spurning, hvort þeir, sem hafa aðgang að meira fjármagni en aðrir geti „keypt“ kosningar í krafti fjármagns. Nú er það að vísu alveg ljóst, að í okkar þjóðfé- lagi kaupir enginn kosningar. En auðvit- að hljóta þeir, sem vilja halda leikreglur lýðræðisins í heiðri, að velta þessari hlið málanna fyrir sér. í Bandaríkjunum t.d. gilda mjög strangar reglur um fjár- mögnun kosningabaráttu. Þar gilda reglur um það, að einstaklingar og fyrir- tæki megi ekki leggja meira en ákveðna upphæð fram í kosningabaráttu ein- stakra frambjóðenda eða flokka. Og lík- lega er nokkuð rík upplýsingaskylda um þau fjárframlög. En jafnframt hefur verið tekinn upp sá háttur, að frambjóð- endur t.d. í forsetakosningum fá ákveð- in framlög úr opinberum sjóðum á móti almannaframlögum. Með þessum hætti er leitast við að jafna aðstöðumun, tryggja leikreglur lýðræðis og koma í veg fyrir ásakanir um, að flokkar og frambjóðendur geti unnið kosningar í krafti fjármagns. Að þessu þarf að huga hér í ljósi þess, hvernig kosningabarátt- an í Reykjavík hefur þróazt. í öðru lagi er reynslan erlendis einn- ig sú, að auglýsingar geta farið út fyr- ir eðlileg mörk í hita leiksins. Fyrir viku lá Sjálfstæðisflokkurinn undir harðri gagnrýni vegna auglýsingar, sem flokk- urinn birti hér í Morgunblaðinu. Svo- nefndum „neikvæðum“ auglýsingum hefur verið beitt í kosningabaráttu t.d. í Bandaríkjunum með góðum árangri fyrir þá, sem hafa notað þær, þótt bar- áttuaðferðin þyki ekki geðfelld. Sumir töldu umrædda auglýsingu flokkast undir slíkar auglýsingar en skoðanir voru skiptar og þeir voru líka margir, sem töldu ekkert athugavert við auglýs- inguna. Það er til marks um pólitískan styrkleika hjá Árna Sigfússyni, borgar- stjóra, að hann tók þegar í stað ákvörð- un um að hætta birtingu umræddrar auglýsingar og sagði í samtali við Morg- unblaðið sl. miðvikudag: „Mér er ljóst, að hún er misskilin af sumum, þar sem hún er talin til persónulegra árása á einstakling. Það var og er alls ekki ætlunin og hef ég óskað eftir, að hún verði ekki birt.“ En jafnframt benti borgarstjóri á, að persónulegar árásir eru ekkert betri, þótt þær séu settar fram annars staðar en í auglýsingum er hann sagði í sama samtalí: „Persónulegar árásir í þessari kosningabaráttu hafa eingöngu komið frá R-lista frambjóðendum. Reynt hefur verið að níða niður persónu Ingu Jónu Þórðardóttur og Gunnars Jóhanns Birg- issonar með fullyrðingum um óheilindi þeirra. Nú síðast var reynt að skapa tortryggni í minn garð með störfum mínum fyrir Stjórnunarfélagið og nám- skeiðum, sem hafa verið haldin fyrir borgina. Þessu var skýrt svarað fyrir viku síðan og óhróðurinn hrakinn. Þetta höfum við upplifað og það er ekki ætlun okkar að svara í sömu mynt. Ef um- rædd auglýsing hefur verið skilin á þann veg, þá tökum við hana úr um- ferð.“ Það er gjarnan svo, að þeir sem harð- ast ganga fram í persónulegum árásum á aðra kveinka sér, ef þeir sjálfir verða fyrir gagnrýni. Þetta á við um einstaka frambjóðendur R-listans ekki sízt. Dæmi um þessa viðkvæmni má sjá í Tímanum í dag, laugardag, en það blað er helzta málgagn R-listans í kosninga- baráttunni. Þar er fjallað um auglýs- ingu, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur notað í útvarpi, þar sem ummæli Sig- rúnar Magnúsdóttur í sjónvarpsþætti sl. haust eru spiluð, þ.e. rödd hennar sjálfrar er notuð. Nú má vel vera, að hér komi til lögfræðileg álitamál, sem fróðlegt væri að fá skorið úr. En að því frátöldu er staðan þessi: Tækni í fjölmiðlun hefur fleygt fram. Stjórnmálaflokkar geta auðveldlega stundað það með kerfisbundnum hætti að taka ummæli andstæðinga upp á segulbönd og myndbönd og nota þessi ummæli gegn þeim sjálfum með þeim hætti, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur augljóslega gert í umræddri auglýsingu. Er eitthvað athugavert við þetta, ef lög- fræðilega spursmálið er látið liggja á milli hluta? í þessu tölublaði Morgun- blaðsins er birt yfirlýsing frá R-listan- um, þar sem þessi notkun er talin lög- brot og vísar talsmaður R-listans til 33. gr. útvarpslaga til rökstuðnings þessari staðhæfingu. Sú lagagrein er hins vegar svohljóðandi: „Óheimilt er útvarps- notanda að hagnýta sér útvarpsefni til fjárgróða t.d. með upptöku þess, útgáfu eða með því að selja aðgang að viðtæki sínu.“ Hér er augljóst, að vísað er til fjárgróða og væntanlega dettur engum í hug, að Sjálfstæðisflokkurinn njóti fjárgróða af birtingu þessarar auglýs- ingar! Svo tekið sé hliðstætt dæmi þá hefur fréttastofa Stöðvar 2 a.m.k. nokkrum sinnum sýnt í fréttatímum myndir af forystumönnum í stjórnmálum og á öðrum vettvangi, þar sem ummæli þeirra fyrir nokkrum mánuðum og miss- erum eru sýnd í samhengi við það, sem þeir segja nú. í fljótu bragði má minna á, að þannig hafa verið sýndar gamlar fréttamyndir af Davíð Oddssyni, forsæt- isráðherra, lýsa ákveðnum skoðunum, sem fréttastofan taldi, að samrýmdust ekki því, sem hann síðar sagði. Fyrir nokkrum vikum var t.d. í umfjöllun um íslandsbanka_ sýnt brot úr viðtali við bankastjóra íslandsbanka á sl. sumri í þeim tilgangi að sýna fram á, að það sem bankastjórinn sagði þá hefði ekki komið fram síðar. Enginn hefur gert athugasemdir við þessi vinnubrögð fíölmiðils sem eru í raun og veru nákvæmlega það sama og t.d. dagblöð gera þegar þau birta fyrri ummæli manna í samhengi við það, sem þeir segja nú. Morgunblaðið hefur t.d. aðgang að ummælum forystu- manna í íslenzkum þjóðmálum á síðum blaðsins í tölvutæku formi frá árinu 1986 og hver sem er getur gerzt áskrif- andi að þessu gagnasafni blaðsins og notað upplýsingar úr því með þessum hætti. Hvað er athugavert við það, að stjórnmálaflokkar noti slík ummæli á prenti í auglýsingum jafnt sem blaða- greinum eða í ljósvakamiðlum alveg eins og slík ummæli eru notuð t.d. í umræð- um í þinginu? Þetta er sjálfsagt að ræða því að búast má við að þessi tækni ryðji sér hratt til rúms, en í fljótu bragði verður ekki séð að neitt sé athugavert við þessi vinnubrögð nema ef vera skyldi að á málinu séu lagalegar hliðar, sem ekki hafa verið viðraðar. Kosningabaráttan í Reykjavík hefur því þrátt fyrir allt orðið til þess að málefni sem þessi eru komin á dagskrá, þótt hún hafí ekki reynzt uppbyggileg að öðru leyti. Innantóm orð Ingi- bjargar Sólrúnar - athafnir Arna Sig- fússonar INGIBJÖRG SÓU- rún Gísladóttir, borgarstjóraefni R-listans, skrifaði grein hér í Morg- unblaðið sl. mið- vikudag, þar sem hún boðaði at- hafnir R-listans í stað aðgerðaleysis Sj álfstæðismanna í atvinnumálum. Hún lýsti athöfnum R-listans á þennan veg: „Sveitarfélögin geta hins vegar ekki horft upp á það aðgerðalaus, að fyrirtækin leggi upp laupana, hvert á fætur öðru og dugmikið og vinnufúst fólk sé dæmt til að mæla göturnar. Þau hljóta að gera það, sem í þeirra valdi stendur til að fá hjól atvinnulífsins til að snúast... Við viljum beita pólitískum aðgerðum til að ýta atvinnulífinu í borg- inni af stað en þegar af stað er komið verða fyrirtækin auðvitað að spjara sig sjálf. Við viljum styðja við bakið á fólki og fyrirtækjum, sem búa yfir frum- kvæði og sköpunarkrafti. Við viljum axla ábyrgð í atvinnumálum með fólkinu í borginni. Við neitum að horfa aðgerða- laus upp á það, að þúsundir karla og kvenna í Reykjavík séu dæmd úr leik á vinnumarkaði ... Sjálfstæðisflokkurinn setti allt sitt traust á markaðinn og svaf Þyrnirósarsvefni, þegar hann brást ... Við viljum athafnir í stað aðgerða- leysis ...“ Þetta eru falleg orð en innantóm og það sem verst er: í þeim felast engar hugmyndir. Hvorki Ingibjörg Sólrún Gísladóttir né nokkur annar frambjóð- andi R-listans hafa sett fram eina ein- ustu raunhæfa hugmynd um aðgerðir í atvinnumálum til þess að standa undir þessum fallegu orðum frambjóðandans. En þar að auki er borgarstjóraefni R- listans svo seinheppin, að raunhæfar hugmyndir, sem Árni Sigfússon setti fram fyrir nokkrum vikum og Reykja- víkurbréf Morgunblaðsins fyrir viku taldi, að væru þeim annmörkum háðar, að hlutur ríkisvaldsins þyrfti til að koma, eru að verða að veruleika. Allir sem nálægt atvinnurekstri koma vita, að fögur orð Ingibjargar Sólrúnar skipta engu máli, þegar þeim er ekki a.m.k. fylgt eftir með raunhæfum hug- myndum. En þeir sem standa í atvinnu- rekstri vita jafnframt að þær hugmynd- ir, sem Árni Sigfússon, borgarstjóri, setti fram fyrir nokkrum vikum um flýti- fyrningar eru raunhæf leið til þess að örva fjárfestingar fyrirtækja og auka þar með atvinnu. Nú eru þessar hug- myndir orðnar að veruleika fyrr en nokkurn grunaði. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að á þessu ári og næsta ári muni fyrirtæki geta notað flýtifyrningar vegna fjárfestinga á þessum tveimur árum. Þetta getur haft úrslitaþýðingu í sambandi við fjárfestingar fyrirtækja. Hér var það Ámi Sigfússon, borgar- stjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins, sem setti fram raunhæfa hugmynd í atvinnumálum, sem nú er orðin að veru- leika en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem boðar í orði athafnir R-listans gagn- vart aðgerðaleysi Sjálfstæðisflokksins, situr eftir án þess að hafa einu sinni sett á blað hugmyndir, sem hægt er að notast við. Þar að auki hefur stefnumörkun Halldórs Blöndals, samgönguráðherra, fyrir nokkrum vikum varðandi vega- framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, einnig fundið hljómgrunn og samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sl. fimmtudag er nú stefnt að því að fjár- magna þær framkvæmdir með sérstök- um hætti. Hér hafa því tveir forystu- menn Sjálfstæðisflokksins sett fram á nokkrum vikum raunhæfar hugmyndir í atvinnumálum, sem eiga eftir að draga úr atvinnuleysi í Reykjavík og raunar víðar. Hinn sameinaði listi vinstri manna situr uppi með orðaflauminn einan. Það eru athafnir sem skipta máli í þessum efnum og ekki fer á milli mála, hvor aðilinn það er í kosningabaráttunni í Reykjavík, sem stendur fyrir athöfnum og raunhæfum hugmyndum, og hvor það er, sem situr uppi aðgerðalaus og því miður einnig gersamlega hug- myndalaus. „ Af þessum sök- um hafa þeir grip- ið til þess ráðs, sem vinstri menn hafa alltaf talið ógeðfellt, þ.e. til persónudýrkun- ar. Kosningabar- átta þeirra hefur algjörlega snúizt um Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur en öðrum frambjóðendum haldiðtil hlés. Er það skoðun vinstri manna, að kosningar eigi að snúast um persón- ur en ekki mál- efni? Það er eitt- hvað nýtt ef svo er. Enda er það svo og raunar hef- ur fyrri reynsla sýnt það, að póli- tíkin á íslandi er háð í svo miklu návígi, að enginn einstaklingur, hversu hæfileika- mikill sem hann er, stendur undir því til lengdar að kosningabarátta snúizt um per- sónu hans.“ 't

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.