Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 47
morgunblaðið SUNNUDAGUR 22: MAÍ 1994 47 Morgunblaðið/Sverrir Með lærisveinunum HÖRÐUR Helgason þjálfari íslandsmeistara ÍA, umvafínn fyrrum lærisveinum sínum. Guðjón Þórðarson þjálfari KR til vinstri og Sigurður Lárusson þjálfari Þórs, til hægri, léku báðir undir stjórnar Harðar í sigursælu liði ÍA á níunda áratugnum. 1994 Skráning Innritun hefst þriðjudaginn 24. maí kl. 13.00 á skrifstofu Vals að Hlíðarenda. Framhaldsskráning verður svo fyrir hádegi alla virka daga. Allar nánari upplýsingar verða veittar í síma 12187 og 623730. Námskeiðin verða sem hér segir: 1. námskeið 6. júní - 16. júní, 9 dagar..kr. 8.800. 2. námskeið 20. júní- 1. júlí, 10 dagar..kr. 9.800. 3. námskeið 4. júlí - 15. júlí, 10 dagar.kr. 9.800. 4. námskeið 18. júlí - 29. júlí, 10 dagar kr. 9.800. ✓ Fjölbreytt íþróttanámskeið fyrir stráka og stelpur ✓ Samfelld dagskrá frá kl. 9-16 ✓ Gæsla frá kl. 8-9 og 16-17 ✓ HEITUR MATUR INNIFALINN í VERÐI ✓ Góðir leiðbeinendur 10% systkinaafsláttur ✓ 10% afláttur ef farið er á fleiri en eitt námskeið ✓ Visa - Eurocard ✓ Allir fá sumarbúðaboli menn fóru að setja markið hátt, þá sprakk blaðran. Markmiðið er auð- vitað að ná í sem flest stig.“ Sigurlás sagði að það sem ein- kenndi deildina núna væri meiri óvissa en áður. „Akranes og KR eru með góð og öflug lið og verða á toppnum, en maður veit ekkert um öll hin liðin. Það eru því óvenju mörg spumingamerki á sveimi í sumar. Það hefur líka hleypt spennu í um- ræðuna fyrir þetta mót og gerir mótið fyrir vikið enn skemmtilegra." Miklar breytingar hjá Fram „Þetta er líklega versta útkoma sem Fram hefur fengið í þessari spá frá upphafi, en ég er nú ekkert að svekkja mig á þessu,“ sagði Mar- teinn Geirsson þjálfari Fram, en Fram lenti í sjöunda sæti í spánni. „Þessi útkoma kemur kannski ekki á óvart. Það hafa orðið gffurlegar breytingar hjá Fram, margir leik- menn eru farnir og margir nýir komnir, nýr þjálfari og ný stjórn. En við setjum auðvitað stefnuna mun hærra og munum afsanna þessa spá.“ Aðspurður um mótið sagði Marteinn að fjögur efstu liðin í spánni, KR, ÍA, FH og ÍBK yrðu í toppbaráttunni. Valur og Fram væru meiri spurningarmerki, en þau gætu hæglega blandað sér í barátt- una í efri hlutanum. „Ég á ekki von á því að neitt lið stingi af í byijun, mótið verður jafnt og spennandi.“ Marteinn sagði að markmið þeirra .væri fimmta sætið í deildinni og allt þar fyrir ofan væri bónus. „Það er farinn í burtu sterkur kjarni, en við erum búnir að fá til baka stráka, Framar sem hafa leikið með öðrum félögum í smá tíma og staðið sig vel, og því þekkist þessi hópur vel. Styrkur okkar þegar út í baráttuna er komið mun felast í samstöðu og því að við vinnum saman eins og ein eining." Eitt spútniklið biandar sér í toppbaráttuna „Markmið okkar i sumar gef ég ekki upp, það geri ég aldrei. En þú ferð aldrei inn á fótboltavöll til ann- ars en að sigra leik,“ sagði Sigurð- ur Lárusson þjálfari Þórs. „Það set- ur auðvitað strik í okkar reikning að Hlynur [Birgisson] meiddist í vor, en hann verður vonandi tilbúinn í slaginn fyrr en upphaflega var ætlað. Það eru komnir nokkrir nýir leikmenn, og það verður að koma í ljós hvernig þeir falla inn í mynd- ina.“ Aðspurður sagði Sigurður að KR og ÍA yrðu í toppbaráttunni í sumar en fleiri lið gætu blandað sér í þá baráttu. „Valur gæti blandað sér í þennan slag og svo kemur eitthvert lið, sem stingur sér inn í þennan hóp. Það kemur eitt spútni- klið úr neðri hlutanum af þessari spá beint inn í toppbaráttuna, það er ekki spurning,“ sagði Sigurður. „Ég hef breytt æfingaprógramm- inu hjá mér mjög mikið miðað við undanfarin ár. En ég veit ekkert hvort það skilar sér til góðs eða ills, það á eftir að koma í ljós,“ sagði Sigurður. Góð blanda af ungum og reynslumiklum leikmönnum „Það verður okkar hlutverk í sumar að sýna fram á að þessi spá stenst ekki,“ sagði Ingi Björn Al- bertsson, en samkvæmt marg- nefndri spá lendir Breiðablik í níunda og næst neðsta sæti deildar- innar. „Við erum með góðan mann- skap, góða blöndu af ungum og reynslumiklum mönnum og ef við náum upp réttu hugarfari í liðinu getum við lent töluvert mun ofar en þetta.“ Aðspurður um markmið fyrir mótið sagði Ingi Björn að þeir færu út í hveija keppni fyrir sig með það að markmiði að vinna. „Við verðum að sjá hvemig tekst til, tökum einn leik fyrir í einu og sjáum hver uppskeran verður í haust. Það verður enginn leikur sem við förum í með því hugarfari að við getum ekki unnið hann.“ Ingi Björn sagði að ekki hefðu orðið miklar breytingar á leikmanna- hópnum frá því í fyrra. „En við erum búnir að fá íjóra nýja leik- menn, ungu mennimir em árinu eldri en í fyrra og tveir efnilegir í öðrum flokki em farnir að banka hressilega á dyrnar." Breiðablik tekur á móti KR á heimavelli sínum í fyrstu umferð. „KR-ingar em með frábært lið og við munum leggja okkur alla fram. Við vitum að þeir eru mjög erfíðir viðureignar enda valinn maður í hverri stöðu. Þeir eru nánast snill- ingar, en við munum reyna.“ Ingi Björn sagðist eiga von á því að deildin yrði mjög jöfn og ekkert lið myndi stinga af. „KR var spáð sigri á þessum sama fundi í fyrra, en það gekk ekki eftir. Það er tilhneig- in í þá átt að spáin gangi ekki eft- ir og við skulum sjá hvort svo verði ekki líka í ár.“ Fastir liðir eins og venjulega £35 fra Atlasklubbnum (iin verð á sumarferðum: 5000 kr. afsláttur á mann!* Handhöfum ATLAS-korta og gullkorta Eurocard stendur nú til boða 5.000 kr. afsláttur á mann í sérstakar ferðir sem taldar eru upp hér til hliðar. Nánari upplýsingar fást á viðkomandi ferðaskrifstofum. Brýnt er að korthafi geri grein fyrir sér strax við pöntun - til að tryggja sér og sínum afsláttinn! \uk þess gildir 4000 kr. al’slá11arávísmiiii sein \TI, VS- og gnllkoi lhalár l'á. Oagsclning: Afangastaður: 5. |úní Billund, Danmörku 19. |úní Bandaríkin, Suðurríkin 22. júní Benidorm 27. júnf Mallorca 27. Júnf ísland, tjaldferð 28. júní Mallorca, Cala d'Or 7. júlf Benidorm 13. júlf Benidorm 15. ágúst ísland, tjaldferð 4. sepf. Bandarfkin, nýlendurnar Fcrðaskrifstofa: Ferðaskrifstofa Alís Ferðaskrifstofa stúdenta Ferðaskrifstofa Reyk|avíkur Úrval-Útsýn Ferðask. Guðm. Jónassonar Samvinnuferðir-Landsýn Samvinnuferðir-Landsýn Ferðakrifstofa Reyk|avíkur Ferðask. Guðm. Jónassonar Ferðaskrifstofa stúdenta ♦Gildir fyrir fjölskyldumeðlimi 12 ára og eldri, börn yngri en 12 ára njóta barnaafsláttar. „Þetta eru fastir liðir eins og venjulega, en við skulum spyija að leikslokum," sagði Snorri Rútsson þjálfari Eyjamanna, þegar spáin var borin undir hann. Samkvæmt henni lenda Eyjamenn í botnsæti deildar- innar og voru í stigum nokkuð langt fyrir neðan næsta lið. „Vandamálið hjá okkur er að breytingar í hópnum hafa verið of örar síðastliðin tvö ár. Nú höfum við misst fjóra fasta- menn fyrir þetta tímabil, en fáum meðal annars fjóra í staðinn úr neðri deildunum. Og við komum vel undirbúnir til leiks og ég er alls ekki svartsýnn á sumarið." Að- spurður sagði Snorri, að þeir hefðu byijað undirbúning fyrir sumarið óvenju snemma. „Eg braut undir- búningstímabilið nokkuð upp og fór ekki alveg hefðbundnar leiðir.“ Hann tók við liðinu í haust og sagði að menn mættu búast við breyting- um, enda fylgdu alltaf nýjar áhersl- ur nýjum mönnum. „Ég á von á jöfnu móti og liðin verða að reita stig hvert af öðru. Markmið okkar er að vera um miðja deild, og það er raunhæft að okkar mati,“ sagði Snorri. Þannig getur aðild að Atlasklúbbnum sparað hjónum samtals 14.000 kr. og séu börnin tvö (12 ára eða eldri) sparar fjölskyldan samtals 24.000 lír. Það munar um minna! Með ATLAS-kortinu færð þú ýmis fríðindi, aukna þjónustu og fjölda tilboða. 'niboðsferðirnar hér að ofan eru aðeins lítið sýnishorn af fjölmörgum kostum ATLAS-kortsins. Að auki má nefna víðtæka tryggingavernd, aðgang að kortasíma Eurocard, rýmri greiðsiukjör og spennandi Bónusferðir sem heppnir korthafar eiga kost á að kaupa fyrir aðeins 30 kr. hverja ferð! M «m rétti tíminn til að íá sér ATLAS kreditkort. ATLAS nýtur serkjara! KREPITKORT HF.» ARMÚLA 28 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI: (91)68 54 99 VjS / aiSQH VijAH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.