Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Rutger Hauer ískaldur í hressilegri spennumynd um geggjaðan eltingarleik við fanga í auðnum Alaska. Æsileg fjallaatriði minna á Cliffhanger. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. Bönnuð innan 16 ára LOKAÐ HVITASUNNUDAG - SYNINGAR ANNAN I HVITASUNNU SARA litla hefur enga löngun til að Norman snerta fiskinn. Sehwarzkopf Búðir fyrir sjúk böm ►NORMAN Schwarzkopf, yfirhershöfðingi Bandaríkja- hers í Persaflóastríðinu, hef- ur fengið sér nýtt viðfangs- efni. Hann og leikarinn Paul Newman hafa sett á fót búðir fyrir börn sem eiga við þrálát veikindi að stríða. Ætlunin er að færa þessum þjáðu börnum stundarfrið. Schwarzkopf hefur heitið því að kenna börnunum að veiða, en sjálfur er hann forfallinn veiðimað- ur. Auk þess verður börnun- um boðið í sund og gönguferð- ir. Eftirsótt fyrirsæta sem sýnir aldrei andlitið ►TRISHA Webster er fyrir- sæta, en á dálítið annan hátt en fólk á að venjast. Hún sýnir aldr- ei á sér andlitið í auglýsingum, enda áttaði hún sig snemma á því að tekjumöguleikarnir lægju ekki þar heldur í líkamanum. I nektaratriðum leikara í auglýs- ingum leysir hún leikarana af hólmi. Hennar líkamshlutar koma í stað þeirra. Hendur hennar hafa komið í staðinn fyr- ir hendur Förruh Fachwett, fæt- ur hennar í staðinn fyrir fætur Geenu Davis og leggir hennar í staðinn fyrir Ieggi Susan Saran- don. Atvinna hennar felst í fal- legum líkama og hún gerir sér fyllilega grein fyrir því. Hún segist aldrei gera neitt sem geti orsakað meiðsl eða brotið fing- urnögl. „Ég geng alltaf með hanska og spila aldrei íþróttir. Ég nota bréfaopnara til að opna póstinn minn og lyklatil að opna gosdósir. Maður venst þessu og starfið er þess virði.“ FOLK Fyrirsætan Trisha Webster. Ekki er hægt ann- að en að dást að höndum Trishu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.