Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ STEINBRJ ÓTUR L ANDSPÍT AL AN S Frá vinstri: Guðmundur Vikar Einarsson læknir, Sigríður Jó- hannsdóttir hjúkrunarfræðingur, Egill Á. Jacobsen yfirlæknir, Gunnjóna Jensdóttir hjúkrunarfræðingur, Þórður Helgason verk- fræðingur og Guðjón Haraldsson læknir. í forgrunni sést sjúk- lingaborð steinbijótsins ásamt höggbylgjugjafa hans. Grillir í ómskoðunarhausinn í miðjum púðanum ef grannt er skoðað. LANDSPÍTALINN eignaðist á síðasta ári nýrnasteinbrjót sem nefndur er Mjölnir. I þessu greinarkomi er ætlunin að segja frá tækinu, hvað er gert með því og hvaða hag sjúklingar hafa af því. Þvagfærasteinar Tíðni þvagfærasteina á Íslandi hefur verið talin svipuð og í ná- grannalöndunum. í Bandaríkjun- um hafa margar tíðnirannsóknir verið gerðar og talið að 100-200 ný tilfelli á 100 þús. íbúa séu ár- lega. Talið er að þvagfærasteinar hijái eina millj. Bandaríkjamanna árlega sem gæti svarað því að 1.000 íslendingar ættu við hið sama að stríða. Árið 1988 lögðust inn á Ríkisspítalana 175 sjúklingar sem fengu m.a. sjúkdómsgreining- una steinar í þvagvegum. Þá eru ótaldir sjúklingar á hinum sjúkra- húsunum og þeir sem ekki leggj- ast inn á sjúkrahús. Mikill kostnaður er fólginn í að .sjúklingur sé frá vinnu vegna nýrnasteina og er talið að meðal- legutími geti verið um 4-5 dagar, auk þess sem sjúklingurinn er frá vinnu í einhvern tíma þar á eftir. Ekki skulu ótaldar nýrnaskemmdir sem geta komið í kjölfarið með ómetanlegu tjóni, þjáningu og kostnaði. Meðferð þvagfærasteina Meðferð þvagfærasteina á sér langa sögu en á 14. og 15. öld komu fyrst verkfæri sem hægt var að nota til aðgerða. Á þessari öld hefur meðferð þvagfærasteina breyst mikið. í byijun voru steinar fjarlægðir með skurðaðgerð, hvort sem um var að ræða nýru, þva- gleiðara eða blöðru. Nýrnaaðgerð- ir hafa þótt miklar og erfiðar og stofna oft lífi sjúklings í hættu. Með aukinni þekkingu í svæfing- um og grundvallarþekkingu í þvagfæraskurðlækningum hefur þetta breyst mikið til batnaðar. í marga áratugi hafa steinar í þvagblöðru verið fjarlægðir með speglunartækjum. Eftir síðari heimstyijöld notuðu Rússar fyrstir rafvatnshöggbylgjusteinbijót sem jafnframt er notaður enn í dag á steina í þvagvegum. Á 8. áratugn- um var byijað að nota hljóðbylgjur við steinbrot. Nú er hægt að spegla upp þvagrás, í gegnum þvag- blöðru, upp þvagleiðara og í nýma- skál og bijóta steinana með hljóð- bylgjum eða jafnvel LASER-geisl- um. Allt frá 1985 hafa íslenskir sjúklingar verið sendir í steinbrots- meðferðir, fyrst til Óslóar en síðar til Kaupmannahafnar. Þetta var gert með allmiklum tilkostnaði og þess vegna var mönnum orðið ljóst að tímabært var að fá slíkt tæki til landsins. Áætlað var að um 100 ~meðferðir þyrftu að eiga sér stað árlega ef hagkvæmni ætti að nást. Steinbijótstæki frá Storz-verk- smiðjunum var keypt og sett upp í september sl. Mjölnir: Steinbrot með höggbylgju Þróun Á sjöunda áratugnum beindust augu manna að höggbylgjum sem mynduðust við árekstur hljóðfr- árra þotna við regndropa og „^rekstur geimskipa við smáa loft- steina. Rannsóknir beindust í upp- hafi að því hvaða áhrif þessir árekstrar hefðu á endingu og ör- yggi vélanna sjálfra. Höggbylgjur sem breiddust út eftir skrokk vél- anna vildu valda málmþreytu í Avinningur með- ferðarinnar er bæði fjárhagsleg- ur og minni þján- ing. Veikindadög- um fækkar, ferðakostnaður til útlanda hverfur og sjúkrahúsleg- um fækkar samtengingum eins og boltum, hnoðum og suðu. Seinna, eða í kringum 1970, fóru menn að rann- saka áhrif þessara höggbylgna á menn, þá sérstaklega þeirra sem dvöldust í brynvörðum flutninga- tækjum, og um leið kviknaði hug- myndin að því að nota höggbylgjur í þágu lækninga. Það sem helst kom til greina var að mylja steina í þvag- og gallvegum og einnig að örva hjartað við hjartsláttar- stopp. Þýsku flugvélaverksmiðjunar Dornier hófu þá skipulega rann- sóknarstarfsemi á notkun högg- bylgna frá tækjum utan líkamans og tókst 1971 í fyrsta sinn að bijóta nýrnastein í tilraunaupp- setningu. Næstu ár, eða fram' til 1974, voru framkvæmdar fjöldi tilrauna með fókuseraðar högg- bylgjur. Þar á eftir, eða fram til 1978, voru gerðar tilraunir sem sýndu áhrif höggbylgna á lífrænan vef, bæði lifandi og dauðan. Á þessum árum tókst að bijóta nýmasteina í hundi. Það er síðan 7. febrúar 1980 að á Grohadem háskólasjúkrahúsinu í Múnchen tókst í fyrsta sinn að bijóta nýrna- stein í manni. Tveim áram seinna var vígð við sama sjúkrahús deild sem fékkst við meðhöndlun steina með höggbylgjum. í október 1983 var síðan sett upp samskonar deild við þvagfæraklíník Katharinu- spítalans í Stuttgart en sú deild fékk þá fyrsta íjöldaframleidda steinbijótinn. í dag er meðhöndlun steina í líkamanum með högg- bylgjum vel þekkt aðferð og stund- uð á fjölda spitala um heim allan. Hvernig brýtur hljóðbylgja stein? Þegar hljóðbylgja kemur að skilum vefjar og steins, t.d. nýma- steins, fer ákveðinn hluti bylgjunn- ar í gegnum skilin inn í steininn, ákveðinn hluti bylgjunnar endur- varpast til baka og loks tapast ákveðinn hluti orkunnar í skilun- um. Við þetta myndast í hverri höggbylgju togkraftar sem rífa upp sprungur í steininn. Næsta höggbylgja veldur fleiri sprangum í fleiri áttir vegna stærri skilflöts milli steins og vefjar. Þannig moln- ar steinninn smátt og smátt utan frá. Eftir því sem höggbylgjumar eru öflugri því stærri era sprang- urnar og steinbrotin en það þarf ekki mörg högg til að mola stein- inn. Ef notaðar eru orkulitlar höggbylgjur þá eru sprungumar minni og steinninn brotnar í fínni salla. Hins vegar þarf mörg högg til að steinninn brotni allur. Fínni salli á auðveldar með að fara nið- ur þvagveg en grófari og því er reynt að nota eins orkulitlar högg- bylgjur og hægt er að komast af með. Það fer síðan eftir gerð steinsins hversu orkulitlar bylgj- urnar mega vera til að sprangur myndist yfirleitt í steininum. Hvernig er höggbylgja búin til? I steinbijótum til lækninga er algengast að mynda höggbylgju með neistabili í vatni. Neistinn sem hleypur á milli í bilinu fær hluta vatnsins til að gufa upp með sprengihraða og auka rúmmál sitt margfalt. Þetta leiðir til þess að höggbylgja breiðist út í allar áttir frá bilinu. Önnur aðferð til að mynda höggbylgjur í steinbijótum er að nota segulspólur sem hreyfa himnu svipað og notað er í hátal- ara hljómflutningstækja. Högg- bylgjan breiðist út í geira fyrir framan himnuna. Höggbylgjugjafi Mjölnis notast við segulspólur (sjá mynd). Þeim er raðað mörgum saman innan við sívalningslaga málmhimnu. Þegar sett er á þær rafspennupúls þenst þessi himna út og hringlaga högg- bylgja breiðist út í allar áttir þvert á sívalninginn. Fókusering höggbylgju á steininn Höggbylgja sem breiðist í allar áttir dreifir orku sinni og er einsk- is nýt við steinbrot. Því þarf að fókusera höggbylgjur þannig að öll bylgjan fari inn í steininn. Þetta er gert með ýmsum hætti. Ef höggbylgjugjafinn er punktbylgju- gjafi eins og neistabil þá era not- aðar skálar sem era í lögun eins og hálf ellipsa svipað og gervi- hnattaloftnet, bara dýpri. Bylgju- gjafinn er settur í annan fókus- punkt ellipsunnar og höggbylgjan endurvarpast frá yfirborði skálar- innar og stefnir öll í hinn fókus- punktinn. Stilla þarf tækinu þann- ig að steinn sjúklingsins sé stað- settur í þessum fókuspunkti. Mjölnir hefur skál sem endur- varpar sívalningslaga bylgjum hans í einn punkt (sjá mynd). Skálinni ásamt sívalningnum sem framkallar höggbylgjuna er komið fyrir neðan við sjúklingaborð þannig að fókuspunkturinn er fyr- ir ofan borðið. Borðið með sjúkl- ingnum á er síðan fært þangað til steinninn er í þessum punkti. Þá má setja höggbylgjugjafann af stað sem sendir hveija bylgjuna á fætur annarri þar til steinninn er brotinn. Staðsetning steins og fylgst með árangri meðferðar Til að finna hvar steinninn er staðsettur í líkama sjúklings má ýmist nota röntgentæki eða óm- skoðunartæki. Hvort tæki um sig hefur kosti og galla og má sjá suma steina í öðra en ekki hinu. Mjölnir hefur hvort tveggja. Rönt- gentækið er staðsett í fastri af- stöðu miðað við Mjölni. Með því er steinninn skoðaður úr tveim áttum þannig að staðsetning hans sé skýr. Síðan er borðinu með sjúklingnum á ýtt nákvæmlega skilgreinda vegalengd og er þá steinninn í fókuspunkti högg- bylgjugjafans. Inni í honum í miðju sívalningsins er ómskoðunarhaus komið fyrir. Með honum má aftur skoða steininn, leiðrétta staðsetn- inguna og fylgast með broti hans. Til viðbótar er við tækið venjuleg- ur ómskoðunarhaus til að halda á í hendi. Með honum má einnig finna steininn og fylgjast með broti hans. Höggbylgjusteinbrotsmeðferð Þvagfærasteinar era af mismun- andi gerð hvað efnasamsetningu varðar. Árangur steinbijótsins byggist á efnasamsetningunni m.a. Nokkrum erfiðleikum er háð að bijóta þvagsýrusteina og aðrar sjaldgæfar steintegundir. Stærð steinsins skiptir máli við steinbrot- ið, en sé hann stærri en 1,5 cm þarf oft að endurtaka meðferðina. Staðsetning steinsins skiptir miklu máli. Arangur er ekki eins góður ef hann er lokaður af og afrennsli er lélegt. Steinninn getur verið staðsettur í þvagleiðara þannig að erfítt er að koma bylgj- unum að steininum. Önnur stað- setningarvandamál geta haft áhrif. Sjúklingnum er bent á þetta og stundum er betra að nota aðrar aðferðir sem nefndar voru á und- an. Nokkrar aðrar takmarkanir eru á notkun steinbijótsins, s.s. blóðstorkunarsjúkdómur, með- ganga o.fl. í sumum tilvikum þarf að blöðraspegla og setja upp þvag- legg sem nær frá nýra og niður í þvagblöðru. Þetta er gert til að auðvelda afrennsli frá nýranu um stundarsakir. Margir spyija hvort höggbylgj- urnar valdi ekki vefjaskemmdum eða öðrum aukaverkunum. Áverk- inn gengur til baka. Þetta hefur verið sýnt fram á með rannsókn- um. Aðrar aukaverkanir eru sjald- gæfari eins og hjartsláttartraflan- ir. Langflestar meðferðirnar era gerðar án innlagnar. Sjúklingur- inn fær verkjalyf í æð en í fæstum tilvika er beitt svæfíngu eða deyf- ingu. Meðferðin getur tekið um eina klst. eða lengur og síðan þarf sjúklingurinn að jafna sig í nokkr- ar klukkustundir áður en hann fer heim. Stundum þarf að endurtaka meðferð. Eins og kemur fram á undan þá geta ýmsar ástæður verið fyrir slíku, s.s. stærð stein- anna og staðsetning o.fl. Eftirköst meðferðar era oftast án erfíðleika, en verkir, stíflur og sýkingar geta verið til vandræða. Ávinningur meðferðarinnar er bæði fjárhagslegur og minni þján- ing. Veikindadögum fækkar, ferðakostnaður til útlanda hverfur og sjúkrahúslegum fækkar. Góð samvinna er milli íslenskra þvag- færaskurðlækna en nauðsynlegt er að þeir meti hvort svona með- ferð sé æskileg í hveiju tilfelli fyr- ir sig. Þegar þessar línur eru skrifað- ar, hafa yfir 100 meðferðir verið framkvæmdar á sex mánuðum. Lokaorð Við viljum þakka þeim sem hafa lagt hönd á plóginn til að þjóðin gæti eignast steinbijótstækið um leið og við hvetjum landsmenn til að viðhalda hágæða læknisþjón- ustu til að minnka þjáningar og auka þjóðhagslega afkomu. Höfundar eru Guðmundur Vikar Einarsson, læknir, sérfræðingur í þvagfæraskurðlækningum Landspítalans, ogÞórður Helgason, verkfræðingur, forstöðumaður eðlisfræði- og tæknideildar Landspítalans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.