Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Hermann Sig- urður Björns- son, fyrrverandi póstafgreiðslumað- ur á ísafirði, fædd- ist á ísafirði 4. des- ember 1917. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Isafirði 14. maí 1994. Hermann var sonur hjónanna Björns Björnssonar skipstjóra (f. 7. júlí 1889, d. 19. júlí 1964) og Ingveldar Hermannsdóttur (f. 4. júní 1887, d. 5. maí 1963). Hermann átti fjögur systkini í þessari aldursröð: Herdís, Guð- rún Elíasbet, Ólafur og Marta. Þrjú systkinanna eru nú látin, en Herdís og Ólafur lifa bróður sinn. Hermann kvæntist Sigríði Aslaugn Jónsdóttur frá Hafnar- firði og lifir hún mann sinn. Börn þeirra eru sex. Utför Hermanns verður gerð frá Isa- fjarðarkirkju á þriðjudag. ÞÉGAR kveðja skal tryggan __bemskuvin og gamlan leikfélaga 'nvarflar hugurinn að sjálfsögðu til þeirra gömlu góðu daga þegar áhyggjulaus leikur var meginverk- efni hvers dags. Foreldrar mínir bjuggu þá í Tangagötu 4 á Isafirði, en foreldrar Hermanns í húsi er nefndist Bjarnarborg við enda Tangagötu. Á milli þessara húsa var „hóllinn", sem var tilvalin sleða- brekka fyrir smápolla, þótt ekki væri nema um 2 metrar á hæð. í garðshorninu við Bjamarborg smíð- uðum við Hermann okkur kofa úr kassaíjölum. Við vorum sammála um að nauðsynlegt væri að hafa hurð fyrir kofanum, en þá vantaði lamir á hurðina. Við gengum því saman til föðurbróður míns Þor- bjamar skósmiðs og sníktum hjá honum tvo leðurbúta, sem við negldum á hurðarflekann. Ekki vor- um við alveg sáttir við þessar lam- ir, því hurðin seig niður og féll ekki vel að stöfum. Við gengum því aft- ur til Þorbjöms, og báðum um tvo leðurbúta til viðbótar í lamir. Þegar hann spurði hvemig við ætluðum að nota þá, svöruðum við því til, að viðbótarlamimar ætluðum við að negla hinum megin á hurðarhler- ann. Þorbjöm benti okkur þá á að 'ef við negldum leðurpjötlurnar báð- um megin, þá gætum við ekki kom- ist inn í kofann eða út úr honum. Reynslunni ríkari héldum við aftur heim í kofann okkar. Þannig hafði leikurinn aukið skilning okkar á eðli hlutanna. Fljótlega fórum við að kynnast umhverfinu. Þar var fjaran og sjór- inn við eyrina ávallt freistandi, en stundum komum við stígvélafullir og holdvotir heim svo að ekki varð komist hjá að fá ákúmr. Þegar við höfðum náð meiri þroska fengum við stundum lánaðan hjá föður mín- um lítinn pramma, sem notaður var við dráttarbrautina. Pramminn var --piungur í róðri, en hann var þeim kostum búinn að vera svo stöðugur að ógerlegt var fyrir okkur smá- strákana að hvolfa honum. Þá stofnuðum við ásamt fleiri strákum lítið ferðafélag, auruðum saman til að kaupa tjald og fórum í göngu- ferðir og útilegur. Þetta voru allt mikil ævintýri, og ennþá er bjart yfír bernskuárunum í minningunni. Svo tók skólinn við og sumarvinna, sem tvístraði hópnum. Hermann fór á síldarbát en ég vann við skipa- smíðar. Á menntaskólaárunum var fjarri heimahögum að vetrinum, en á sumrin vorum við félagamir saman þegar tækifæri gafst. Það var svo sumarið 1939 að við Hermann ákváðum að fara saman í mikla gönguferð, um Jökulfirði, Hornstrandir, Strandir og ísafjarð- ardjúp. Að morgni 1. júlí 1939 lögð- um við af stað með Djúpbátnum frá — ísafírði til Grunnavík- ur í Jökulfjörðum og gengum þaðan til Hesteyrar og að Sæ- bóli í Aðalvík. Að kvöldi 4. júlí gengum við fyrir Hvarfnúp til Efri-Miðvíkur. Næsta dag, 5. júlí, skarst Hermann þar á fæti á ljá í túninu. Var því ekki um annað að ræða en að fá hest fyrir hann til Hesteyr- ar og þaðan með báti til Isafjarðar, en ég hélt göngunni áfram. Næsta vetur skildu leiðir okkar Hermanns í bili. Ég fór utan til náms og starfs í Danmörku, en eft- ir heimkomuna að stríði loknu hélst vinátta okkar leikfélaganna órofín alla tíð, þótt báðir hefðum við anna- sömum störfum að sinna. Oft höfðum við Hermann rætt um það, að gaman væri að skreppa aftur saman til Aðalvíkur, þar sem leiðir skildu í Hornstrandaferð okk- ar 1939. Það varð þó ekki fyrr en 23. júlí 1992 að við fórum saman með Djúpbátnum til Aðalvíkur. Síð- degis þann dag gengum við frá Sæbóli upp að Staðarkirkju. Næstu nótt gistum við að Sæbóli í sumar- bústað frænku Hermanns, en sigld- um svo daginn eftir með Djúpbátn- um til ísafjarðar. Við nutum báðir í ríkum mæli samverunnar í þessari ferð, og minntumst ferðarinnar á þessar slóðir 1939. Hermann starfaði fyrst við lager- störf og akstur hjá Kaupfélagi ís- firðinga, en síðan lengst af sem póstafgreiðslumaður á Isafírði. Auk þess var hann um árabil ökukenn- ari og í framvarðarsveit brunaliðs- ins. Eftir að hann lét af störfum hjá póstinum vegna aldurs gegndi hann oft ýmsum störfum hjá Djúp- bátnum, allt frá því að hlaupa í skarðið sem háseti á bátnum, eða að ganga í störf forstjórans, þegar hann þurfti að bregða sér frá. Vin- sæll og vinmargur kom Hermann sér alls staðar vel enda hjálpsamur og tryggur og auk þess vel fær í flestan sjó. Hermann var líka hamingjusam- ur heimilisfaðir. Ástríka eiginkonu sína Sigríði Áslaugu Jónsdóttur, kölluð Bíbí, sótti Hermann til Hafn- arfjarðar. Þau eignuðust sex mynd- arleg börn, sem öll eru gift og bú- sett víða um land, og barnabömin og barnabamabömin orðin stór hópur. Bömin eru þessi: Erling Þór (Hafnarfírði), Sesselía Áslaug (Vestmannaeyjum), Ásthildur Inga (ísafírði), Björn Hermann (ísafírði), Jón Gestur (Hafnarfírði) og Ásdís Sigríður (Sauðárkróki). I Skóginum inn af ísafírði áttu þau Hermann og Bíbí vel búinn sumarbústað, sem börnin og tengdabömin höfðu nýlega samein- ast um að endurbyggja í gróðursæl- um reit gamla bústaðarins. Þar undu þau sér vel öll sumur á liðnum árum, og þangað var alltaf ánægju- legt að heimsækja þau hjónin. Það var því mikið áfall fyrir þau þegar snjóflóðið mikla úr Seljalandsdal sópaði í burtu sumárbústaðnum og tijágróðrinum, sem þau höfðu hlúð að alla sína hjúskapartíð. Það lýsir þeim hjónum vel, að þau tóku mun nærri sér andlát Kristjáns, forstjóra Djúpbátsins, sem fórst í snjóflóðinu, en hann og kona hans voru meðal bestu vina þeirra á ísafírði, heldur en missir sumarbústaðarins, sem þeim þótti svo vænt um. Hermann og Bíbí bjuggu í stóru einbýlishúsi á ísafirði en vegna sjúkleika Bíbíar höfðu þau seit hús- ið og keypt íbúð í Hlíf, húsi aldr- aðra á ísafirði. Þar annaðist Her- mann hana af mikilli ástúð og umhyggju nokkur ár, en nú undan- farið hefur hún dvalist á sjúkra- deild þar sem hún nýtur stöðugrar hjúkrunar. Það er sárt að kveðja tryggan bernskuvin og leikfélaga en margra góðra gleðistunda er að minnast þegar horft er til baka yfír farinn veg. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt þess kost að eiga Hermann S. Björnsson að vini allt frá barnæsku og til hinstu stundar. Það var ánægjulegt að eiga símtal við Her- mann aðeins tveimur dögum fyrir andlát hans og rifja upp gamla daga, en ekki kom mér þá til hugar að það yrði síðasta samtal okkar leikbræðra. Innilegar samúðarkveðjur vil ég færa þér kæra Bíbí og öllum böm- unum, tengdabömum, barnaböm- um og barnabarnabörnum og systk- inum frá okkur hjónum. Þeir sem þekktu Hermann vita hve mikið þið öll hafíð misst, en minningin um þennan góða dreng mun lifa með okkur öllum. Hjálmar R. Bárðarson. Morgnarnir í Skóginum voru yndislegir. i blárri kojunni var gott að vakna og fýlgjast með fullorðna fólkinu hefja daginn. Fyrir utan grasflötin og kartöflugarðurinn, í fjallshlíðunum lengra í burtu skringilegir snjóskaflar. Stundum flaug flugvél yfír. Þá var afi inni á velli, búinn að keyra með póstpokana og sækja nýja. Afí og 1-44 og kannski Mugg- ur. En skógurinn er horfínn og núna afí Hermann. Stundimar liðnar. Við eigum ekki eftir að fara út í Múla og tína aðalbláber út á skyrið fyrir afa og hlaupa á móti honum niður að hliði, með berin í dollu. Þær verða ekki fleiri sundlaugarferðim- ar eða bíltúrarnir út í bæ. Harðfísk- sendingarnar að vestan og bæjar- blöðin koma ekki oftar. Og það koma ekki fleiri bréf með skondnum sögum skrifuðum með rithöndinni hans afa. Allar stundimar úti á palli, sólin kannski að setjast og kvöldið að færast yfír, afí við grillið og í kyrrð- inni aðeins fuglasöngur og sögumar hans afa. Sögurnar vom margar og góðar. Afa fannst líka gaman að segja frá og gerði það vel. Það var alltaf líf í tuskunum í kringum Hermann Björnsson. í honum var miðpunkturinn, næstum óháð stað eða stund, og mikið tal- að, sungið og hlegið. Að fara í fýlu, það var ekki hægt og þar að auki bannað. En nú er hann afí dáinn. Hann skildi okkur eftir rík af góðum minningum. En alveg óviðbúin. Elsku amma Bíbí, mamma og pabbi, Erling og Gréta, Ása og Palli, Ásthildur og Kristján Rafn, Bjöm og Jenný, Bóbó og Berta, öll frændsystkinin. Ég vildi vera hjá ykkur og sendi mín innilegustu hugskeyti, að hætti ömmu og afa. „Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir.“ (Hannes Pétursson) Það var gott að sofna í Skógin- um. Við kojuna sat afí og strauk þykkum lófa yfir lítinn koll, meðan hann söng „lítið stórveldi“ inn í svefninn og bað Guð að geyma. Nú bið ég Guð að geyma afa. Það verður örugglega gaman - ef afí fær að ráða. Áslaug Sigríður. Afi, hann var ótrúlegur. Hann var alls staðar og þekkti alla. Vann m.a. lengi í kaupfélag- inu, ennþá lengur á pósthúsinu, kenndi á bíl í mörg ár, var í slökkviliðinu í yfir 50 ár, stundaði sund reglulega og fleira og fleira. Hann var einstakur og sannkallaður máttarstólpi samfélagsins. Ein af þessum hvundagshetjum sem gera öllum lífíð léttara með glaðværð og hjálpsemi. Hann þurfti ekki titla eða feit embætti ti! að láta á sér bera, hann var hann sjálfur. Starfsferill afa einkenndist númer eitt tvö og þijú af mannlegum samskiptum og var það hans lang sterkasta hlið. Honum tókst alltaf að lenda í hróka- samræðum, já, bara við manninn við hliðina á sér. Nýjasta dæmið sem ég man eftir var þegar við Stefán, stjúpsonur minn, og afí fór- um á mótorhjólasýningu Sniglanna nú um páskana. Við gengum um svæðið og áður en ég vissi af var afí kominn í hrókasamræður við leðurklæddan mótorhjólatöffara. Segja honum frá mótorhjólaferðinni sem hann fór við annan mann til Akureyrar um 1940 á Harley Davidson-mótorhjóli, hörku hjóli. Þessi minningarorð eru rituð á minnisblokk frá Háskóla íslands og skýtur það nokkuð skökku við því skólaganga afa var ekki löng. Hans háskóli var lífíð sjálft og reynslan hans kennari. Hann lét mann vita að ekki fengi maður allt upp í hend- urnar, það þyrfti að vinna fyrir hlut- unum. Stundum þótti manni hann strangur þegar maður var að suða í honum um hitt og þetta, en hann vissi betur. Enda voru þau amma búin að ala upp sex böm. Þó langt væri á milli okkar, ég í Hafnarfirði og hann á ísafírði, áttum við mjög margar samveru- stundir. Ég fór vestur til ömmu og afa næstum á hveiju sumri fyrstu 20 árin. Nú hrannast upp minninga- brot frá þessum stundum, heimili ömmu og afa á Engjaveginum, sumarbústaðurinn í skóginum, heimsóknimar á slökkvistöðina og pósthúsið, páskaheimsóknirnar, ár- in sem ég var í Neðri-Tungu, öku- kennslan og margt fleira. Hæst ber í minningunni ferðin sem við afi fórum saman { Aðalvíkina fyrir nokkmm ámm, árlegu kirkjuferð- ina. Þar sagði afí frá forfeðmm okkar sem bjuggu á Læk, lífsbar- áttu þerira, gleði og sorgum. Ég man hvað þú varst stoltur þegar þú kynntir mig fyrir samferðafólki okkar og sagðir: Þetta er Hermann, elsta bamabarnið mitt. Já, þú hafð- ir svo sannarlega áhrif á mig og kenndir mér margt, gamli refur, eins og ég fékk að kalla þig. Ég mun hér eftir sem hingað til bera stoltur nafn þitt og föður þíns og verður það hornsteinn minninga minna um þig. Fyrir hönd okkar Hansínu og Stefáns færi ég ömmu, pabba, Ásu, Ásthildi, Birni, Bóbó, Addý og að- standendum öllum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Hermann Björn Erlingsson. Með örfáum orðum langar mig að minnast Hermanns afa míns. Ég talaði við afa aðeins tveimur dögum áður en hann dó. Mig gmn- aði ekki að það yrði síðasta samtal okkar. Ég sagði honum þá að ég ætlaði að heimsækja hann og ömmu vestur á ísafjörð bráðlega, en skjótt skipast veður í lofti. Á hveiju sumri frá unga aldri var það mesta tilhlökkunarefni mitt að fara vestur á Isafjörð til afa og ömmu og dveljast hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. Ekki síst að fá að vera með þeim í Tungu- skógi. Þar áttu þau sumarbústað og fluttu sig þangað í maí á hveiju vori. Afí smíðaði bústaðinn 1942 og hóf þá um leið að gróðursetja tré sem mynduðu með tímanum fallegan skóg. Það var því eins og reiðarslag fyrir gömlu hjónin þegar snjóflóðið í vetur sópaði burtu þess- um unaðsreit þeirra um hálfrar ald- ar skeið. Þrátt fyrir að afa liði eins og hann hafði misst stóran hluta af sjálfum sér við þetta áfall æðrað- ist hann ekki. Afi starfaði yfir 50 ár hjá slökkviliði ísaljarðar og þekkti þar hvern krók og kima, en ekki síst sögu hvers bíls sem þar var og þegar maður kom í heimsókn á stöðina fékk maður alltaf ókeypis fyrirlestur um þá. Hann var líka ökukennari og það var upplifun fyrir peyja eins og mig að fá að sitja aftur í í ökutímum hjá afa. Síðari árin hafði afí mikið yndi af ferðalögum, einkum hér innan- lands. Mér er minnisstætt hve ánægður hann var er við fórum tveir saman að skoða Nesjavalla- virkjun fyrir nokkrum misserum. HERMANN SIGURÐ- UR BJÖRNSSON Þótt ferðalagið væri ekki langt naut afi þess út í hörgul. Afí studdi ömmu vel í veikindum hennar undanfarin ár og vil ég að endingu óska henni guðs blessunar nú þegar hún sér á bak ástkærum lífsförunauti sínum. Þórður Örn Erlingsson. Við viljum með nokkrum orðum minnast afa okkar Hermanns Sig- urðar Bjömssonar. Nú er afí horfinn frá okkur og kominn á þann stað sem góðar sál- ir eru hýstar, þar er líklegt að auga- steinninn, Inga Bima systir okkar, hafí tekið á móti honum með sama hætti og samband þeirra alltaf var. Hann er í góðum höndum núna, eins og amma segir. Á uppvaxtarárum okkar var allt- af jafn gott að koma til afa og ömmu á „Engjó“ þar sem þau bjuggu nær allan sinn búskap, eða inn í skóg þar sem paradís þeirra var. Afi var löngum friðlaus á vorin þar til hann gat farið inn í skóg að dytta að ýmsu eftir veturinn og búa allt í haginn fýrir sumardvöl- ina, því honum leið ekki vel fyrr en þau amma vom búin að koma sér fyrir í Sléttuhlíð. En nú hefur margt breyst á skömmum tíma, fyrst hverfur paradísin í skóginum, svo hverfur afí á braut fyrr en nokk- urn gat órað fyrir. Er við rennum yfír minningarnar er margt sem kemur upp í huga okkar, t.d. er við vorum lítil og fór- um með afa í sund í bítið á morgn- ana. Eftir dágóðan sundsprett vipp- aði hann sér upp á bakkann og tók léttar æfingar og söng með svo undir tók í höllinni. Eins er gaman að minnast þegar við fjölskyldan fórum með afa og ömmu til Kan- arí, þar var margt brallað þó sér- stakiega í kringum afmælisdagana. Gaman var að heyra afa segja frá, hann hafði aragrúa af sögum á takteinunum, bæði frá uppvaxtar- árunum sem og öðrum atburðum. Afí var ákveðinn maður og fékk sínu jafnan framgengt, hann vann sín verk jafnan af elju og dugnaði sem sjá má af því að hann var í Slökkviliði ísafjarðar í yfir 50 ár, þar af nokkur sem slökkviliðsstjóri. I kjölfar þessa var hann gerður að heiðursfélaga í slökkviliðinu. Hann vann lengi í kaupfélaginu og einnig í mörg ár á pósthúsinu. Eftir að hann var kominn á ellilaun og búinn að vera heima dálítinn tíma, gafst hann upp og fór aftur að vinna nokkra tíma á dag, fyrst hjá kaupfé- laginu, einnig leysti hann af á skrif- stofu Djúpbátsins. Afí og amma keyptu sér íbúð á . Dvalarheimilinu Hlíf árið 1988, gaman var að fylgjast með ákafan- um í afa þegar hann var að ákveða íbúðarkaupin, fylgst var með hveiju handbragði iðnaðarmanna og mikið spáð og spjallað, enda fór svo að þau voru fyrst til að flytja í þennan hluta hússins. Elsku amma, missirinn er mikill og sár en minningarnar eru margar og þær munu lifa með okkur alla tíð. Muggur og Helga Bryndís. Hermann Sigurður Björnsson fæddist í Skipagötunni á ísafirði „frostaveturinn mikla og bleian fraus á mér“ eins og hann sjálfur sagði, þriðji í röð fjögurra barna hjónanna Björns Björnssonar og Ingveldar Ólafsdóttur. Hann fædd- ist inn á alþýðuheimili sem hafði viðurværi af sjómennsku og físk- vinnslu og alla tíð fylgdist hann með sjónum af miklum áhuga og. kunni sögu flestra báta og afla- manna á Islandsmiðum frá upp- hafi. Hann stundaði sjóinn sjálfur á yngri árum, í Djúpinu og á síld fyrir norðan. Starfsferil byijaði Hermann í saltfiskverkun undir verkstjórn föð- ur síns, Björns frá Bæjum, vann síðan við akstur og vélagæslu hjá kaupfélaginu en starfaði lengstan hluta ævinnar hjá Pósti og síma á ísafirði. Er dró að starfslokum hætti Hermann á póstinum, ákvað að draga úr starfi frekar en að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.