Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994 23 dirfsku og áræði. í stað eigin frumkvæðis virðast norrænar þjóðir telja sig hafa ómældum skyldum að gegna við stórþjóðir meginlandsins. Og menn harma það jafnvel, að módernisminn skuli hafa átt svo mikil ítök í list norð- ursins í stað Mondrians, Duc- hamps og Dada og listskólarnir eru á fullu að bæta það upp. En hvað er það annað en miðstýring áhrifa og hvar eru þá Norður- landaþjóðimar sjálfar, og þora þær ekki að standa við eigin menningu og rækta listamenn er standa utan við alfaraleiðir, án þess að vera utangarðsmenn í venjulegri merk- ingu? Og er þetta ekki ný útgáfa af kennisetningum André Brétons og Michaels Seuphors um hið eina og sanna alþjóðamál listarinnar, sem þá var auðvitað Parísarskólinn, en er svo er komið sambræðsla al- þjóðlegra listhúsa og fégírugra listprangara? En það örlaði vissulega fyrir sjálfstæði á Samtíðarlistasafninu, en því er trúlega ekki nægilega fylgt eftir. Sýning Boltanskis hafði hins vegar svip af hinu tilbúna og var eins og tilsniðin fyrir söfn og fræð- inga. Minnti á leiksvið, eða frekar það sem gerist á bak við og til hliðar við leiksvið mannlífsins og hafði ekki svo lítinn svip af gyð- ingasöfnum. Hér voru áhrifameðul notuð til hins ýtrasta og rýmið mjög vel hagnýtt. Ennþá er það norrænum lista- mönnum nauðsynlegt að vinna í háborgum Evrópu til að sanna sig, þótt nú sé naumast klukkutíma- flug til þeirra frá höfuðborgum Skandinavíu, og upplýsingar á milli berist með hraða ljóssins! Eitthvað mjög mikilvægt virðist óneitanlega hafa mætt afgangi í öllum þessum hraða og tækni- framförum. „Astrup Farneley Museet of Modern Art“ er í næsta nágrenni við samtíðarlistasafnið, eða við Grev Wedels Plass 9, og það er svo nýtt að opnunarsýningin stóð enn yfir, og er raunar nýlokið er þetta er sett á blað. Safnið opnaði í október sl. ár og meðal nafn- kenndra alþjóðlegra listamanna sem áttu verk á sýningunni má nefna norðurlandabúana Erró og Per Kirkeby, en þeir hafa báðir sótt frægð sína til útlanda, og þótt Kirkeby sé heimilisfastur í Danmörku, vinnur hann hálft árið eða Iengur í Suður-Frakklandi. Frægð sína sótti hann þó til þýska- lands. Maður spyr sjálfan sig aftur og aftur þeirrar spurningar hvenær Norðurlönd fari að lyfta sínum eigin listamönnum á stall. Mark- aðssetja þá af þeirri útsjónarsemi, hugdirfsku og frekju sem til þarf. Það er að segja, þeim sem vinna og starfa á Norðurlöndum fyrst og fremst. Raunar var búið að taka mynd- ir Errós og einhverra annarra nið- ur og rýma fyrir sérsýningu á verkum Synnöve Anker Aurdal veflistakonu, en sjálfri opnunar- sýningunni í heild var vel fyrir komið í húsakynnum sem eiga sér vart hliðstæðu á Norðurlöndum. Safnið er ekki ýkja stórt en ákaf- lega vel hannað og engu hefur verið til sparað í innréttingu þess, allt er þannig „últra moderne" í hólf og gólf. Forsvarsmenn safnsins virðast mjög hrifnir af Anselm Kiefer miðað við fjölda verka hans og þeir hafa fest sér hinar umdeildu bókahillur úr blýi. Og gott ef ekki flugskutluna líka auk risastórra málverka. Þá eiga þeir drjúgt safn mynda eftir R.B. Kitaj og fleiri brezkra málara og virðast upp- teknir af þeirri listastefnu sem hefur hlotið nafnið „figuration narrative“, sem hefur með frá- sagnarlega fígúratíva list að gera. Má það vera meira en skiljanlegt í ljósi erfðavenju þeirra í myndlist- inni og bókmenntahefðar. Kannski er fullmikið nýjabrum af safninu ennþá, en það sem kom skemmtilega á óvart var hve vefir hinnar frábæru listakonu Synnöve Anker Aurdal nutu sín vel á veggj- unum. Og vegna þess hve hrifínn ég var af verkum hennar spanaði Erlingur síðla næsta dags beyglu sinni upp að húsdyrum listakon- unnar og bónda hennar, hins snjalla myndlistarmanns Ludvigs Eikaas. Þau tóku vel á móti okkur þó illa stæði á vegna veikinda dóttur hennar frá fyrra hjóna- bandi. í notalegum húsakynnum hjónanna, er höfðu yfír sér listræn- an og fornan menningarblæ, fór fljótlega að flökta að mér hug- mynd um skrif um Aurdal og helst einnig Eikaas í Lesbók við fyrsta tækifæri. Það var einmitt Aurdal sem lagði hönd að þjóðhátíðarteppi því sem norska ríkið gaf íslendingum og mun væntanlega prýða Þjóðar- bókhlöðuna, og telst það mikil gjöf- Að sjálfsögðu voru nokkrir sýn- ingarsalir heimsóttir og ber þá fyrst að nefna sýningu á verkum Henriks Sörensens (1882-1962) í Kunstnerenes hus. Hann var af sömu kynslóð og Jón Stefánsson og samtíða honum hjá Matisse í París og dó meira að segja sama ár. Hann var einn af hinum mjög þjóðlegu í norskri list og staða hans var mjög sterk um langt skeið, var nánast þjóðsagnaper- sóna er við Guðmundur Erró vor- um við nám í Osló. Þá voru þegar komnir fram á sjónarsviðið áhrifa- miklir andstæðingar þjóðlegra við- horfa er héldu slíkum utangarðs lengi vel. Nú virðist vegur þeirra hafa farið vaxandi, en þá helst fyrir það hve vel þeir máluðu sum- ir hveijir og meðal þeirra verður að telja Henrik Sörensen einna fremstan meðal jafningja. Bestu verkum hans er óhætt að skipa til öndvegis í norskri myndlist um lanjga framtíð. I Gallerí Riis, sem heldur fram nýlist, var sýning á verkum sænska málarans Rolfs Hansons (f. 1953), og var ég við opnunina í fylgd með þeim nafnkennda ljós- myndara Tom Sandberg. Þetta var dálítið undarleg opriun, því hún var fámenn, en samt hafði um helmingur verkanna selst fyrir- fram sem ber vott um gott skipu- Ljósmynd af John Cage eftir hinn snjalla Tom Sandberg, f. í Narvik 1953. Býr og starfar í Osló. lag. Hanson málar stór og litrík málverk, en þau þættu naumast bera keim af mikilli nýlist hér heima. Geta skal þess að í Gallerí Riis voru til sölu myndverk eftir þá bræður Kristján og Sigurð Guðmundssyni og jafnvel fleiri ís- lenzka myndlistarmenn. Helming- ur myndanna var einnig seldur á sýningu þeirra Inge Jensen (f. 1961) og Pers Mortens Karlsens (f. 1952) í hinu nafnkennda Gall- erí Haaken, sem nú er flutt á Lille Frogner Allé 6. Þá var ég við opn- un sýningar Boge Bergs (f. 1944), fyrrum skúlptúrprófessors við akademíuna í Galerí J.M.S., en hann tók við af Per Palle Strorm, sem var eini skúlptúrprófessorinn við stofnunina í heil 34 ár! Þar hitti ég m.a. Franz Widerberg, en sýningar hans í Kunstnerforbund- et gat ég áður. Undarleg sýning, sem ég áttaði mig ekki fyllilega á en listamaðurinn Svein Boge Berg fremur einhvers konar jafnvægisl- ist á milli skúlptúrs og hönnunar eins og margur gerir í dag. Mér hefur alltaf verið hlýtt til listakademíunnar í Ósló frá því ég stundaði nám þar, og löngu áður vissi ég af góðu orðspori hennar. Vissi að stofnunin hafði því miður þanist út og var löngu farin úr sínum gömlu húsakynnum. Um skeið var hún á mörgum stöðum, en er nú loks komin á einn stað í gamla en veglega byggingu. Lék mér forvitni á að skoða húsakynn- in, en er okkur Erling bar að má segja að starfsemin væri rétt haf- in eftir vetrarólympíuleikana í Lillehammer, en á meðan á þeim stóð var frí í öllum skólum, einnig listakademíunni! Ber það óneitanlega vott um að skólinn sé alfarið kominn inn í almenna skólakerfíð líkt og MHÍ og hafi þar með misst sjálfstæði sitt og sérkenni. Ég hef alltaf ver- ið fastur í því, að listaskólar séu sérstakar stofnanir sem lúta eigin lögmálum og þurfa mikið svigrum til sjálfstæðis, og eigi að starfa samkvæmt sínum sértæku þörf- um, en þær eru allt annars eðlis en í almennum skólum. Því miður er meðaljónum og sameignaröflum að takast að gera alla listaskóla eins á Norðurlönd- um, og er það afdrifarík öfugþró- un. Kannski voru þeir síðasta vígi mannlegra gilda sem hafa verið við lýði um aldir, en sem kennslu- fræðingum, pappírsliði og fundar- haldafíklum heftir tekist að valta yfír í grunnfærðum hofmóði. Skólinn, sem var stofnaður 1909, var lengstum í höndum ör- fárra prófessora, og mun ég alltaf minnast hins óþvingaða andrúms- lofts sem ríkti þar er ég var við nám og hinna verðmætu kynna af lærimeisturunum. Nú virðist skólinn orðinn að yfirþyrmandi bákni og það sem nemendur eru að gera er í litlu frábrugðið því sem maður sér víðast hvar, og svo er þetta gert undir kjörorði breyt- inga, framúrstefnu og nýlista! Við gengum um ótal ranghala með fulltrúa skólans og komum á mörg vel útbúin verkstæði, en urð- um ekki mikið varir við vinnandi nemendur nema að við sáum þeim bregða fyrir í ýmsum hugguhorn- um (cosy corner) að sötra kaffí og borða vínarbrauð. Við rákumst á eldri mann í kjall- aragöngunum og skrifstofu- maðurinn heilsaði honum og tók hann tali. Eitthvað fannst mér ég kannast við hann og er Erlingur segir við mig að maðurinn hafí verið starfsmaður á Akademíunni í áratugi rann upp fyrir mér ljós. Spyr hvort hann hafí ekki verið í skólaferðinni kringum Spán vorið 1953, eða fyrir 41 ári, og Erlingur spyr aftur manninn sem hafði ver- ið að gjóa á mig augum. Þá færð- ist bros yfir allt andlitið og hann segir, er þetta Bragi, já Bragi, ég man eftir honum! Minnir mig að hann hafí verið eins konar handlangari hjá Per Palle Storm, og mætti ég honum oft í stigagangi Akademíunnar. Kynni okkar voru annars lítil sem engin, þótt við heilsuðumst kump- ánalega er leiðir okkar skárust, en hann vakti athygli mína í Spánarferðinni fyrir merkilega sérvisku. Má segja að hann hafí þrammað allan liðlangan daginn á eins konar þykksóluðum sjömílna- skóm milli safna og sýninga, og við skoðun bygginga, en aldrei nýtti hann sér almenningsvagna, og því síður að hann tæki sér leigu- bíl. Tveir jafnfljótir dugðu honum best. En þetta ófyrirséða atvik í göngunum var sem ljósblik úr dag- bók lífsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.