Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Framhaldsskólinn á Laugum er 120 nemenda heimavistarskóli á fögrum og friðsælum stað. Reglulegar áætlunarferðir eru til og frá Akureyri (60 km) og 40 km akstur er til Húsavíkur. Góð aðstaða er til náms og tómstundastarfa: íþróttahús, sundlaug, gufubað, þreksalur og Ijósabekkir. Gott tölvuver og bókasafn er í skólanum. Aðstoð er veitt við heimanám. Algert áfengis- og vímu- efnabann. Á Laugum er öll almenn þjónusta svo sem banki, pósthús, verslun, bókabúð og heilsugæsla. Einnig er tónlistarskóli á Laugum. Námsframboð: Almennt bóknám íþróttabraut Ferðamálabraut 10. bekkur Umsóknarfrestur rennur út 3. júní. FRAMHALDSSKÓLINN LAUGUM 650Laugar, sími 96-43120 I DAG BRIPS U m s j ó n G ii ö m . P á 11 Arnarson Það er enginn á hættu og austur opnar á einu 15-17 punkta grandi og suður velur að dobla með þessi spil á eftir: Norður ♦ Á7 V KDG75 ♦ 73 ♦ ÁG75 Austur II; ♦ Suður 4 V ♦ ♦ Vestur passar og austur veitir viðvörun - segir pass- ið kröfu sem biðji um redobl. (Vestur hyggst þá annað hvort passa með góð spil eða flýja með veik.) Norður passar, en í stað þess að redobla segir austur tvo tígla. Suður ákveður að passa, það gerir vestur einnig, en norður doblar. A suður að sitja eða segja tvö hjörtu? Er doblið sekt, úttekt, eða eitthvað mitt á miili? Þetta er loðin staða, sem fæst pör hafa rætt í smáatr- iðum. Flestir spilarar myndu þó skilja doblið sem refsingu, eða a.m.k. tilboð þar að lútandi. Pass er því greinilega röklega valkost- ur. En nú ber að segja sög- una alla. Áður en norður doblaði tvo tígla, hugsaði hann sig lengi um og spurði mikið út í sagnir andstæð- inganna. Passið er ekki lengur eins freistandi, ekki satt: Norður ♦ KDG105 V 1093 ♦ D86 ♦ 106 Vestur Austur ♦ 832 ♦ 964 f 862 llllll *Á4 ♦ K52 111111 ♦ AG1094 ♦ 9754 ♦ KD2 Suður ♦ Á7 V KDG75 ♦ 73 ♦ ÁG83 Spilið er frá bandarísku svæðamóti. Suður ákvað að taka út í tvö hjörtu og norð- ur teymdi hann þá upp í fjögur, sem suður fékk að vinna. Út kom tígull og austur átti slaginn á níuna. En í stað þess að taka tígul- ás, skipti hann strax yfír í laufkóng. Sagnhafi drap, spilaði þrisvar spaða og henti niður tígli. Spilaði svo laufi og var öruggur með 10 slagi. AV kvöddu til keppnis- stjóra og vildu bætur, töldu suður ekki mega segja tvö hjörtu eftir umhugsun norð- urs. Málið kom til kasta dómnefndar og hún úr- skurðaði þannig: Skor NS skal breytt í +100 fyrir vöm í tveimur tíglum dobl- uðum, einn niður. Það er refsing sem suður fær fyrir að nýta sér óheimilar upp- lýsingar sem umhugsun norðurs gaf honum. Hins vegar sleppa AV ekki svo ódýrt. Austur gaf augljós- lega fjögur hjörtu í vörn- inni. Það var handvömm að taka ekki á tígulásinn. Skor AV var því látin halda sér, þ.e. -420 fyrir vörn í fjórum hjörtum. í þessum dómi felst sá boðskapur að það sé ekki sjálfkrafa trygging fyrir góðri skor að andstæðing- arnir gerist brotlegir. Menn verða líka að taka afleiðing- um af eigin mistökum. Vestur 4 ¥ ♦ ♦ Þau styrktu Rauða kross Islands ÞESSIR krakkar héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Rauða krossi Islands og varð ágóð- mn 2.006 krónur. Þau heita talið frá vinstri; Ásdis Egilsdóttir, Eva Finnbogadóttir, Hanna Lóa Skúladóttir og fyrir framan þær er Al- bert Finnbogason. Pennavinir BANDARÍSKUR háskóia- nemi með mikinn áhuga á tónlist Bjarkar og Sykur- molanna: Mark Blair, 1414 Arena Drive 205, Austin, Texas 78741, U.S.A. ÁTJÁN ára Gambíupiltur með margvísleg áhugamál: Alpha Khan, Bottrop Technical High School, Brikama Town, Kombo Central, Western Division, Gambia. TUTTUGU og tveggja ára Ghanastúlka með áhuga á söng, dansi, póstkortum, íþróttum og bréfaskriftum: Ivy Anang, c/o Samuel Adigbli, Box 50, Anfoega - V/R, Ghana. FRÁ Ghana skrifar 24 ára stúlka með áhuga á körfu- knattleik, hjólreiðum og kvikmyndum: Patricia Hagan, Oyster Str., P.O. Box 146, Elmira, Ghana. FJÓRTÁN ára þýskur piltur með áhuga á íþróttum, tón- list og kanósiglingum: Sebastian Schneider, Berliner Strasse 38, 33034 Brakel, Germany. VORTÓNLEIKAR DRENGJAKÓRS LAUGARNESKIRKJU VERÐA HALDNIR í LAUGARNESKIRKJU ÞRIÐJUDAGINN 24. MAI KL. 20.00 A efnisskrá eru m.a. verk sem kórinn flutti á kóramóti í Bandaríkjunum nýverið þar sem hann vann til verðlauna. Tvísöngur: Olafur F. Magnusson/Hrafn Davíðsson °g Jóhann Ari Lárusson / Laufey Geirlaugsdóttir sópran. Undirleikur: Davíð Knowles Játvarðsson píanó. Miðaverð er kr. 500.- fyrir fullorna, 200.- lyrir börn. Stjórnandi: Ronaid Vilhjálmur Turner Víkveiji skrifar... að er máski að bera í bakkafull- an lækinn að fjasa dulítið um lýðveldisárið, 1944, á þessu fimmtíu ára afmælisári íslenzka lýðveldis- ins. En það gerðist sitt hvað fleira þetta ár en lýveldisstofnun og kjör fyrsta forsetans, Sveins Bjömsson- ar, þótt þetta tvennt risi að sjálf- sögðu hæst. Það hefur margt breytzt í lýð- veldistímans rás. Það er máski ekki út í hött að rifja það upp fyrir þeim, sem ekki muna þessa tíma, að það geisaði heimsstyijöld á árunum næstum á undan lýðveldisárinu. Árið 1943 gerði þýzk orustuflug- vél, svo dæmi sé tekið, árás á strandferðaskipið Súðina, er hún var á siglingu utarlega á Skjálf- andaflóa á leið til Akureyrar. Af- leiðing árásarinnar varð sú, að tveir menn létust af sárum, tveir aðrir særðust hættulega og nokkrir minna. Þetta sama ár skaut varð- skipið Ægir á brezkan togara, sem ætlaði að stijúka til Englands með stýrimanninn af varðskipinu Sæ- björgu. Aðstæður allar voru því með öðr- um og dapurlegri svip en nú í dag, þótt fáfróðir tali hver sem betur getur um „hina síðustu og verstu tíma“. xxx að voru skin og skúrir í þjóðlíf- inu 1944 sem á öðrum tímum. Hér verður fyrst staldrað við nokkra hryggilega atburði: Fimm bátar fórust í ofsaverði. Fimmtán sjómenn fórust með þeim. Þýzkur kafbátur sökkti Goðafossi á Faxaflóa. Milli 20 og 30 manns létu lífið. Hótel ísland brann til kaldra kola. Einn maður brann inni. Lax- foss strandaði í blindbyl við Örfiris- ey. 80 manns voru um borð og tókst, sem betur fer, að bjarga þeim öllum. Ölfusárbrú féll niður, þegar nyrðri aðalstrengur hennar slitnaði. Tveir vörubílar voru á brúnni, er stengurinn slitnaði, og féllu þeir í ána. Bílstjórarnir björguðust naum- lega. xxx að gerðist og sitt hvað jákvætt þetta árið: Ólafur Thors, formaður Sjálf- stæðisflokksins, myndaði nýsköp- unarstjórnina, sem varð ein roesta framkvæmdastjórn í sögu þjóðar- innar. Halldór Laxness gaf út „Hið ljósa man“, Snorri Hjartarson „Kvæði“ og ðlafur Jóhann Sigurðs- son „Fjallið og drauminn", Leikfé- lag Reykjavíkur og Tónlistarfélagið sýndu „Pétur Gaut“ Ibsens og Björgvin Guðmundsson tónskáld lauk miklu tónlistaverki, „Friður á jörðu“, við söngtexta Guðmundar Guðmundssonar. Gefið var út rit- safn Einars H. Kvarans í sex bind- um. Frumsýnt var í Iðnó fyrsta óperettan, samin hér á landi, „Í álögum“. Sigurður Þórðarson samdi lögin og Dagfinnur Svein- björnsson textana. Húsmæðra- kennaraskóli. íslands útskrifaði fyrstu húsmæðrakennarana. Hafin var bygging vinnuheimils berkla- sjúklinga að Reykjum. xxx Já, margt hefur breytzt frá lýð- veldisárinu, ekki sízt í Reykja- vík. Þá voru íbúar höfuðborgarinn- ar rúmlega 44 þúsund. Nú eru þeir helmingi fleiri, reyndar gott betur, eða tæplega 102.000. Borgin hefur verið eins og segull, sem dregið hefur til sín fólk hvarvetna af landinu. Þeir sem litið hafa vöxt höfuðborgarinnar hornauga hafa jafnvel talað um byggðaröskun og að landið væri að sporðreisast! Landsmenn hafa í vissum skiln- ingi greitt atkvæði um höfuðborg- ina í þeirri byggðaþróun, sem orðið hefur; í þessum mikla vexti Reykja- víkur, sem við blasir. Veruleikinn talar hér skýru máli, sem ekki verð- ur með rökum á móti mælt. Víkverji dagsins hefur aldrei verið sáttur við málsháttinn „eng- inn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“. Hyggnir menn halda í það sem vel hefur reynzt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.