Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ - 1 Sævar Karl Ólason verslunareigandi. Morgunbiaðið/Svemr VEÐJAÐÁ GAMLA BÆINN Eg er ekki að draga saman seglin en það hefur hins vegar aldrei verið mark- mið mitt að vera stærst- ur eða mestur. Ég vil einfaldlega vera bestur," segir Sævar Karl þegar við erum búin að koma okk- ur fyrir á glæsilegu heimili hans á Laufásveginum. Aður höfðum við komið við í verslunum hans í Kringlunni og í Bankastrætinu og það gekk ekki átakalaust að koma verslanaeigandanum þaðan út. „Ég er að fara út í kvöld og þarf að fá mér fallegt bindi við þessi jakka- föt, hvað fínnst þér að ég eigi að velja?“ spurði einn viðskiptavinur- inn og annar vildi fá að vita hvern- ig skyrtu hann átti að fá sér fyrir ákveðið tilefni. Á leiðinni á Laufásveginn segist Sævar Karl hafa mesta ánægjuna af þessu persónulega sambandi við viðskiptavinina. „Eg er farinn að hlakka til að komast á einn stað í stað þess að reyna að skipta mér á milli tveggja. Éftir að hafa byggt upp þessa ímynd að ég sé á staðn- um til að aðstoða viðskiptavinina býst fólk við mér uppi í Kringlu þegar ég er í Bankastrætinu og öfugt. Frá og með haustinu vita menn hvar þeir geta gengið að mér.“ Á kaffíhúsi I jakkafötum Flutningamir úr Kringlunni móta að sögn Sævars Karls engin VIÐSKIPn AIVINNUIÍF ÁSUNNUDEGI eftir Hönnu Katrínu Frióriksen ► SÆVAR Karl Ólason, einn af frumherjunum í Kringlunni, hefur ákveðið að hætta verslunarrekstri þar og ætlar að veðja öllu sínu á gamla miðbæinn. Þar hefur hann verið í tvo áratugi, fyrst eingöngu með herrafatnað og síðan kvenfatnað. í haust hyggst hann bæta um betur og opna nýja verslun í húsnæði sem hann hefur fjárfest í á horni Hverfisgötu og Ing- ólfsstrætis svo til við hlið þeirra verslana sem hann rekur á horni Ingólfsstrætis og Bankastrætis. í nýju versluninni er ætlunin að mæta breyttum tíðaranda og ná til þess hóps fólks sem vill vera afslappað í klæðaburði en leggur jafnframt áherslu á vandaðan fatnað og hefur efni á að klæða sig samkvæmt því. kaflaskipti í rekstrinum. „Við opn- um aðra verslun í staðinn og erum í raun að flytja Kringluna nær okkur. Þar verð ég með nýja línu vegna þess að ég fínn hvernig breyttur tíðarandi hefur áhrif á smekk manna í fatnaði jafnt sem öðru. Menn sitja til dæmis ekki á kaffihúsum í stífpressuðum jakka- fötum með bindi. Með þessari nýju verslun verð ég kominn með gott úrval þar sem allir ættu að fínna eitthvað við sitt hæfi.“ Andrúmsloftið í Kringlunni hefur að sögn Sævars breyst mikið frá því að hún var opnuð árið 1986. Fyrstu árin kom fólk þangað prúð- búið til að versla og eyddi miklu, í fatnað jafnt sem annað. „Nú má segja að Kringlan sé farin úr tísku, að minnsta kosti meðal þess hóps sem mín vara höfðar mest til og ég hef ekki fengið að njóta mín þar. Ég var orðinn nokkurs konar „fenomen" og taldi flutninga það réttasta í stöðunni." Uppsveiflan gat ekki varað endalaust Aðspurður segir Sævar Karl að veltan hafi dregist saman síðustu árin. „Uppsveiflan gat heldur ekki varað endalaust. Við reynum bara að stýra þessu með minni innkaup- um sem reyndar er ekki svo ein- falt því við þurfum að gera áætlan- ir langt fram í tímann. Það er mik- il vinna sem fer í að reyna að finna rétta jafnvægið." Sævar Karl segist hafa ákveðið að bregðast ekki við samdrætti í þjóðfélaginu með því að fara út í sölu á ódýrari og óvandaðri fatnaði heldur halda sínu striki. „Við- skiptavinir mínir eiga að geta treyst því að fá hjá mér þá vöru sem þeir hafa vanist. Ég vil finna aðra leið til að bregðast við veltusam- drætti en að breyta þeirri ímynd sem ég hef lagt metnað minn í að byggja upp. Okkur hefur tekist að vera frum- kvöðlar á þessu sviði og hafa áhrif. Eðlilega hafa síðan aðrir komið í kjölfarið með svipaða vöru og nú eru komnar verslanir sem eru mun betri en þegar ég var að byrja. Mér finnst hins vegar að þetta hafi verið aðeins á niðurleið síðustu árin. Þar spilar ýmislegt inn í, minni ijárráð margra og breyttur tíðar- andi almennt." Klæðnaður á kústskafti Afskipti Sævars Karls af verslunarrekstri hófust árið 1974 þegar hann keypti klæðskeraverk- stæði Vigfúsar Guðbrandssonar & Co. sem hafði verið í rekstri frá síðustu aldamótum. Sævar Karl rak verkstæðið með nokkrum sauma- konum á Vesturgötu 4 en fljótlega jukust umsvifin. „Það gekk hreinlega ekki upp að vera með klæðskeraþjónustu og viðskiptavinunum fækkaði jafnt og þétt. Ég sá að eitthvað varð að gera og naut þess að hafa fylgst vel með því sem var að gerast er- lendis í þessum málum. Hér var ákveðin smuga á markaðnum þar sem skortur var á vönduðum fatn- aði í dýrari kantinum og ég ákvað að prófa hvort grundvöllur væri fyrir slíkri verslun hér. Fyrst flutti ég inn tíu jakkaföt ásamt fimm stökum jökkum sem ég setti á kúst- skaft í verkstæðinu. Þetta seldist á skömmum tíma og næst tvöfald- aði ég pöntunina. Þannig vatt þetta upp á sig og smám saman náði ég að skapa mér sérstöðu á markaðn- um.“ Árið 1978 flutti Sævar sig um set í miðbænum, fór af Vesturgöt- unni á Laugaveginn og fimm árum síðar í núverandi húsnæði í Banka- strætinu. Þar hefur hann rekið verslun fyrir karlmenn á efri hæð hornhússins og Etienne Aigner verslun fyrir kvenfólk á neðri hæð- inni. Þar verður nú einnig breyting á því í vor hefur verið unnið að því að endurinnrétta kvenfataverslun- ina þar sem nú er boðið upp á breið- ari línu en áður. Feimni við innréttingar Erla Þórarinsdóttir, eiginkona Sævars Karls, sér um rekstur kven- fataverslunarinnar. „Á þessum árum sem við vorum að byija vant- aði líka vandaðan fatnað fyrir kven- fólk og við sáum þar möguleika á að bæta við okkur. Þetta byijaði smátt eins og með karlmannafatn- aðinn og þróaðist síðan áfram. Við gerðum tíu ára samning við Eti- enne Aigner og opnuðum sérstaka verslun sem var innréttuð í þeirra stíl. Við erum enn með samninginn en höfum aukið við úrvalið," segir Sævar Karl. „Ég hef alltaf lagt mikið upp úr því að innrétta verslanir mínar fallega og jafnframt þannig að fólki líði vel inni í þeim,“ segir Sævar. Það er óhætt að segja að það séu orð að sönnu, en Sævar Karl lagði til dæmis mikið á sig við innrétt- ingu verslunarinnar í Kringlunni. Hann fór til Ítalíu og skoðaði sig um þar og hafði síðan upp á þeim sem hannaði þá verslun sem honum þótti mest til um. Sá á heiðurinn af útkomunni í Kringlunni sem er bæði hönnuðinum og eigandanum til sóma. Húsnæðið er nú til sölu, 173 fermetrar, sem metnir eru á 50 milljónir króna með innrétting- um. „Stundum heyri ég af fólki sem finnst það þurfa að klæða sig upp til að koma inn í búðirnar hjá mér. Það er alveg fráleitt því það er tekið jafn vel á móti öllum, sama hvemig þeir koma fyrir. Þetta er svolítið í íslendingum, þeir eru feimnir og bregðast því stundum undarlega við.“ - Eru menn þá feimnir við að kíkja inn og skoða það sem þið bjóðið upp á? „Já, ég hef fundið fyrir því. Við leggjum mikið upp úr því að bjóða faglega þjónustu og stundum misskilur fólk það. Þá viljum við vera á persónulegu nót- unum og þó flestir kunni vel að meta það eru sumir feimnir við það. Hjá okkur fá allir sömu þjón- ustuna og sama viðmótið mætir mönnum hvort sem þeir eiga við okkur viðskipti eða detta bara inn > > i > > * i > i 1 \ i i i i í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.