Morgunblaðið - 21.06.1994, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.06.1994, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þetta verður ekkert mál, maður kennir bara embættismannakerfinu um ... íþróttavöllurinn á Laugarvatni Framkvæmd- ir hafn- ar að nýju TVEIR sérfræðingar eru á leið til landsins til að leggja gerviefni á fijálsíþróttavöllinn á Laugarvatni. Framkvæmdir voru sem- kunnugt er stöðvaðar í byrjun síðustu viku vegna gjaldþrots þýska fyrirtækisins Balsam sem útvegar efni í völlinn. Góðar líkur eru nú taldar á að íþróttavöllurinn verði tilbú- inn fyrir keppm 14. júlí þegar landsmót IJMFÍ hefst. Að sögn Áma Þórs Áma- sonar, framkvæmdastjóra Austurbakka, er talið ólíklegt að völlurinn verði að öllu leyti tilbúinn 14. júlí. Hann sagði að líklega tækist ekki að leggja nema annað lagið af gerviefninu, en seinna lagið yrði lagt síðar. Hann sagði að þetta ætti ekki að þurfa að koma að sök því að keppnin gæti farið fram eftir sem áður. Tveir flugumfer ðar stj órar leystir tímabundið frá stöfum Flugleiðir tveggja þotna skárust FLUGMÁLASTJÓRN rannsakar nú hvers vegna flugleiðir tveggja þotna skárust í 35 þúsund feta hæð um 60 sjómílur norðvestur af Hornafirði. Að sögn Einars Einars- sonar, framkvæmdastjóra flugum- ferðarþjónustu hjá Flugmálastjóm, var fjarlægðin á milli þeirra um 2 sjómílur, sem eru um 3,7 kílómetr- ar. Fyrstu athuganir benda til þess að um mistök tveggja flugum- ferðarstjóra hafí verið að ræða og hafa hlutaðeigandi verið leystir timabundið frá störfum á meðan rannsókn málsins fer fram. Atvikið átti sér stað 13. júní og um var að ræða tvær Boeing 767 flugvélar, önnur frá skandinavíska flugfélaginu SAS en hin frá banda- ríska flugfélaginu United Airlines. SAS-vélin var á leið frá Ósló til Newark í Bandaríkjunum en vél United Airlines frá París til San Francisco í Bandaríkjunum. Einar segir að önnur vélin hafi komið úr austri en hin úr suðaustri. Ekki árekstrarhætta Einar segir að Flugmálastjórn álíti að ekki hafí verið hætta á ferðum og í fréttatilkynningu frá henni segir að atvik sem þessi flokkist í þijá flokka eftir því hversu alvarleg þau séu. Alvarleg- ast sé þegar um árekstrarhættu er að ræða. Síðan séu brot eða gallar á vinnuaðferðum, en þó ekki árekstrarhætta, og loks bilanir á flugöryggisbúnaði jarðstöðva, þó ekki árekstrarhætta. Atvikið 13. júní flokkist undir brot og galla á vinnuaðferðum, en þó ekki árekstr- arhættu. Málið er enn í rannsókn og er eitt þeirra atriða sem verið er- að rannsaka hversu mikil fjarlægð hefði átt að vera á milli vélanna. Einar segir að ef vélar séu innan við 60 sjómílur frá radarstöð eigi að vera minnst fimm sjómílur á milli vélanna, en utan 60 sjómílna eigi að vera minnst 10 sjómílur. GRILLYIÐGERÐIR Grillþjónustanl S. 64 19 09 Yfirhalning á gasgrilli kostar aðeins 5950 krónur. Innifalið í henni er: Fitu og sóthreinsun, hitaþolið lakk á pott, lakk á uppistöðugrind, tréverk fúavarið að nýju, festingar Qf ^3 iyfi|famar og grillið sótt og sent á staðinn. Látið ekki dýrt tæki grotna niður Ummæli Stoltenbergs á ráðstefnu Veija alþjóðafrið en efna til ófriðar á heimaslóðum Brynjólfur Jónsson Aráðstefnu Skóg- ræktarsambands Norðurlanda sem haldin var í Noregi í lok seinustu viku var samþykkt að halda upp á 50 ára afmæli sambands- ins með ráðstefnu hérlendis árið 1996. Brynjólfur Jóns- son, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags íslands og ritari íslandsdeildar sambandsins, Sat fundinn sem haldinn var í Lilleham- mer og segir hann að allt að 1.000 manns sæki ráð- stefnur sem þessar, og sé undirbúningur fyrir sam- komuna hér á byijunar- stigi. Aðalræðumaður ráð- stefnunnar var Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanrík- isráðherra Noregs og núverandi sáttasemjari Sameinuðu þjóð- anna í ríkjum fyrrverandi Júgó- slavíu. Hann ávarpaði fund- armenn sl. föstudag og ræddi aðallega um alþjóðleg mál og mál Evrópu, meðal annars fisk- veiðideilu Norðmanna og íslend- inga á Svalbarðasvæðinu. Brynj- ólfur segir að Stoltenberg hafi lýst yfir undrun sinni vegna þeirrar stefnu sem deilan hafi tekið. „Hann lagði út frá þeirri stefnu Norðmanna að semja um frið á alþjóðlegum vettvangi, sem tengdist meðal annars hans starfi, en jafnframt væri greini- legt að Norðmönnum hefði aukist kraftur á sama tíma því þeir væru farnir að beija á þeim smáa,“ segir Brynjólfur. Verja frið og efna til ófriðar „Stoltenberg sagði það þver- sagnarkennt að landar sínir semji um og veiji friðinn á'alþjóðavett- vangi á sama tíma og þeir efna til ófriðar á heimaslóðum. Norð- menn myndu vitaskuld ekki reyna að beija á Rússum eða öðrum sterkum þjóðum sem sækja á svipuð mið og íslending- ar, en ef andstæðingurinn væri nægilega lítill á borð við íslend- inga, þá slægju þeir til að beita því valdi sem hægt væri. Stolten- berg sagði núverandi stöðu mála forkastanalega og mál sem þessi yrðu aldrei leyst nema við samn- ingaborðið," segir Brynjólfur. Hann kveðst telja að skeytum Stoltenbergs hafí leynt og ljóst verið beint að núverandi utanrík- isráðherra, og telur sýnt að sæti Stolten- berg enn í embætti ráðherra hefði þróun mála orðið önnur. „Stoltenberg bar þetta mál líka saman við sáttaumleitanir sínar í Bosníu, og sagði ekki sæta furðu að þjóðarbrotin ólíku á því svæði bærust á banaspjót, þegar jafn nánar þjóðir og Norð- menn og íslendingar kýta um mál sem þessi. Þótt íslendingum væri afhentur t.d. sex þúsund tonna kvóti á Svalbarðasvæðinu, væri það svo lítill hlutur af heild að einkennilegt væri að jafn mik- il harka hlypi í málið og raun ber vitni. Þetta sýndi vel veikleika mannskepnunnar." Brynjólfur segir að fundarmenn hafi tekið málflutningi Stoltenbergs afar vel og kveðst hann finna að málstaður Islendinga njóti sam- ► Brynjólfur Jónsson er fædd- ur á Núpi í Dýrafirði árið 1957. Hann lauk námi frá Flensborg- arskóla í Hafnarfirði árið 1977 og hóf skömmu síðar nám í fisk- tækni við Fiskvinnsluskóla ís- lands, sem hann lauk 1980. Hann starfaði um tíma sem verkstjóri í fiskvinnsluhúsum víða um land, hjá Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins og einn- ig til sjós og lands. Hann hélt síðan til náms í skógfræði við Landbúnaðarháskólann í Ási í Noregi árið 1983. Árið 1988 var hann ráðinn framkvæmdastjóri Skógræktarfélags íslands. Brynjólfur á fjögur börn og er kvæntur Ingbjörgu Jóhönnu Gunnlaugsdóttur. úðar víða í Noregi, fyrir utan nyrstu héruð landsins sem eiga mestra hagsmuna að gæta. Þing Verkamannaflokksins hófst seinasta laugardag og fylgdist Brynjólfur með upphafi þess í sjónvarpi. Hann segir að málflutningur Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra hafi, öfugt við bollaleggingar Stoltenbergs, borið vitni hörku í garð veiða íslenskra skipa á Sval- barðasvæðinu. „Sjónarhorn Stoltenbergs virtist alþjóðlegra en sjónarhorn Brundtland, sem er kannski frekar að físka at- kvæði á heimaslóðum," segir Brynjólfur. Skógrækt sækir í sig veðrið Að sögn Brynjólfs hafa ráð- stefnur þessar verið haldnar fjórða hvert ár og hafa Norðurlöndin skipst á um að hýsa þær, að íslandi undanskildu. „Einn helsti hvatinn fyrir því að bjóða ná- grönnum okkar hing- að 1996 er sú umræða sem verið hefur í gangi hérlendis um eflingu ferða- mannaiðnaðar og fjölgun ráð- stefna. Þrátt fyrir að við höfum lítið að bjóða upp á í skógrækt af sömu stærðargráðu og þekkist í Skandinavíu, hefur skógrækt sótt í sig veðrið á undanförnum árum þannig að við teljum okkur geta boðið upp á ýmislegt for- vitnilegt fyrir gesti, þó að íjöldinn nái kannski ekki 1.000 manns. Við reynum eflaust að hafa hóp- inn smærri í samræmi við þá aðstöðu sem við höfum yfir að ráða hér heima,“ segir Brynjólf- ur. Fiskveiðideil- an aðeins leyst við samninga- borðið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.