Morgunblaðið - 21.06.1994, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1994 25
en eftir það bað Björk viðstadda um
einnar mínútu þögn til að minnast
hljómsveitarinnar geðþekku Ham,
þá kom stef úr Akkerislaginu og
Síðan Fuil flugvél, Play Dead, sem
hún söng á ensku, enda ekki eftir
jiana eina, Grátur, Hamingusöm
sprengja, en í því lagi skellti líflegur
bassaleikarinn uppúr þegar hann
heyrði Björk syngja hamingjusöm
sprengja en ekki Violently Happy,
Það er meira að gera hér og Allur
tilfinningaskalinn, sem var iokalag.
Kftir mikinn hamagang, stapp og
söng viðstaddra kom Björk aftur á
svið og flutti tvö ný lög, Her af
mér og Nútímahlutir og þar með
lauk einkar skemmtilegum, vel
heppnuðum tónleikum sem .höfðu á
sér iétt og sumarlegt yfirbragð; tón-
leikum sem uppfylltu allar vænting-
ar og léku á allan tiifinningaskala
viðstaddra. Þó heyra mætti á áheyr-
éndum að þeir vildu meira voru
þeir greinilega sælir með það sem
þeir höfðu fengið og vissu að í vænd-
um væri danshljómsveitin magnaða
Underworld, þó margir hafi látið
sitja við svo búið og haldið heim á
Jeið.
fc Tónleikar Bjarkar voru afbragðs
dæmi um það að þrátt fyrir heims-
frægðina hefur hún ekki glatað nið-
ur þeim metnaði að vera íslenskur
listamaður, eins og hún hefur alla
tíð sannað. Vissulega hefði verið
auðveldara fyrir hana að syngja á
ensku, líkt og hún hefur gert á tón-
leikum sínum hingað til, sem allir
hafa verið erlendis, en það er dæmi-
gcrt fyrir Björk Guðmundsdóttur
að fara ekki auðveldustu leiðina,
heldur að fara þá leið sem er trú-
verðug og sönn. Sú staðfesta að
vera sjálfri sér trú hefur komið
Björk Guðmundsdóttur á þann stall
sem hún er á í dag og á eftir að
lyfta henni enn hærra.
Árni Matthíasson
|
i
I
I
I
Sumarbústaða
eigendur
Gott úrval
Efna til vatns- og hitalagna úr
járni, eir eöa plasti.
Einnig rotþrær o.m.fl.
Hreinlætistæki, stálvaskar
og sturtuklefar
yy VATNSVIRKINN HF.
■Jfl Ármúla 21, Símar 68 64 55 & 68 59 66
Í
I
I
0 0j0gjBjgjMgj5fMgjBj@j0BjgjBf0Bj00l[5
MARKAÐSSTJÓRI Morgun-
blaðsins, Margrét Kr. Sigurð-
ardóttir, afhendir Björk
blómvönd og þakkar henni
fyrir samstarfið, en Morgun-
blaðið átti samstarf við fyrir-
tæki Bjarkar og Sykurmol-
anna, Smekkleysu, sem hélt
tónleikana.
eitt lag fyrir grúann sem safnast
hafði saman, en á áttunda þús-
und manns hafði komið þar sam-
an öðrum þræði tii að líta Björk
og heyra.
Þegar þessu var lokið var stutt
hlé, en þá var kominn tími til
að fara aftur niður í Laugardal,
að þessu sinni niður í Laugars-
dalshöll til að leika á tónleikum
fyrir fullri Höllinni. Að tónleik-
unum loknum, um hálftólfleytið,
tók Björk síðan á móti gestum í
sal uppi í Laugardalshöllinni og
tók á móti blómvendi frá mark-
aðsstjóra Morgunblaðsins, Mar-
gréti Kr. Sigurðardóttur, sem
einnig færði henni allar greinar
sem birst hafa um Björk og Syk-
urmolana frá 1986 innbundnar,
en síðan hófst hóf henni til heið-
urs á sama stað og stóð fram
undir morgun.
VISA
21.6. 1994 Nr 388
VÁKORT
Eftirlýst kort nr.:
4507 4500 0021 1919
4507 4500 0022 0316
4543 3700 0008 7588
4543 3718 0006 3233
ÖLL ERLEND KORT
SEM BYRJA Á:
4550 50** 4560 60**
4552 57** 4941 32**
Afgreiðslufólk vinsamlegast takið qfangreind
toft úr umferö og sendií VISA íslandi
sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000,-
tyrir að klófesta kort og visa á vágest.
Álfabakka 16 - 109 Reykjavík
Sími 91-671700
Nýir tímar eru runnir upp í framleiðslu á gólfefnum
■ , ’ ’■
-
List í Linoleum - Litrík tímamót
Artoleum frá Forbo-
Krommenie markar tímamót.
Með markvissu þróunarstarfi
í mörg ár, hafa sérfræðingar
hjá þessum stærsta linoleum-
framleiðanda í heimi skapað
nýja línu; ARTOLEUM SCALA.
Hinir nýju eiginleikar eru
einstæðir. Þeir eru fólgnir í
aukinni endingu, mun minni
viðloðun óhreininda en áður
hefur þekkst og síðast en ekki
síst gjörbyltingu í hönnun þar
sem djarflega er gengið til
móts við nýja tíma.
Nýja hönnuninni byggir á 6
munsturflokkum sem hver
býður upp á 5 litasam-
setningar.
Þetta gefur ótrúlega marga
spennandi möguleika í litavali
við hönnun gólfa og
heildarhönnun húsnæðis.
ARTOLEUM -L!ST í LINOLEUM,
náttúruefni sem veitir betri
endingu, meira slitþol, minna
viðhald.
Komið og skoðið, fáið nýjan,
glæsilegan litabækling.
KJARAN
GÓLFBÚNAÐUR
SfÐUMÚLI 14, 108 REYKJAVÍK, SlMI 813022