Morgunblaðið - 21.06.1994, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1994 27
AÐSENDAR GREINAR
Grundvöllur máls er,
segir Haukur Eggerts-
son, að hugsun komist
óbrengluð og fullkom-
lega til skila.
ísland í dag.)
En þetta gefur tilefni til frekari
hugleiðinga. Þegar Jónas Jónsson
frá Hriflu var menntamálaráðherra,
gaf hann út reglugerð, dags. 25.
febr. 1929, um rithátt; þ.e. stafsetn-
ingu og merkjasetningu. Viti ég rétt,
þá voru hinar nýju reglur í aðalatrið-
um staðfesting á þeim rithætti, sem
flestir á þeim tíma tileinkuðu sér.
Fyrirmælin voru stutt, einföld og til
þess að gera auðskiljanleg, þeim sem
á annað borð vildu eða gátu skilið
íslenskt mál, og um þau var, að því
er ég best veit, sæmilega góð sátt.
Að læra þær reglur krafðist nokkurs
skilnings á uppbyggingu málsins;
þ.e. að sá sem skrifaði, varð að gera
sér grein fyrir setningaskipaninni;
hvað voru aðalsetningar og svo
auka- eða innskotssetningar, og
hvernig skyldi aðgreina þær. Þá var
einnig: „Rita skal z fyrir uppruna-
legt ds, ðs, ts, bæði í stofni og end-
ingum“, eins og segir í reglugerð-
inni. Z-an krafðist einnig þekkingar
á eðii stafsetningar og fól því sjálf-
krafa í sér fyllri skilning á málinu.
Þessu var öllu kastað fyrir róða og
umbylt á árunum 1973-1974, og
það tel ég, að hafi verið hin versta
aðför að íslensku máli. Og svo var
göslugangurinn mikill við þá fram-
kvæmd, að gefnar voru út 4 auglýs-
ingar (reglugerðir), og sumar þeirra
aðeins til breytinga á þeim reglum,
sem þá höfðu nýlega verið settar.
Hér kemur stutt yfirlit.
-1. „Auglýsing um afnám Z“, dags.
4. sept. 1973.
2. „Auglýsing um íslenska staf-
setningu", dags. 3. maí 1974,
og þar er m.a. z sett inn aftur
að nokkru.
3. „Auglýsing um greinarmerkja-
3M
Plástrar
ÚTSALA
Útsalan er hafin.
50-70% afsláttur
aðeinsþessa viku.
v/Austurvöll,
Pósthússtræti 13 - sími 23050
Vkterkurog
k-J hagkvæmur
auglýsingamiöill!
; Pnrjimilhfahiíh
setningu", dags. 3. maí 1974.
Þar er kommusetning á milli
aðalsetninga og aukasetninga,
o.s.frv. mjög takmörkuð.
4. „Auglýsing um greinarmerkja-
setningu", dags. 24. júní 1974.
Þetta er viðauki (breyting) við
auglýsingu 3 hér að ofan.
Þá neyðist næsti menntamálaráð-
herra (Viihjálmur Hjálmarsson), sem
tók við „fortíðarvanda“ þeirra fyrri,
til að gefa út nýja auglýsingu:
5. „Auglýsing um breytingu á aug-
lýsingu nr. 132/1974 um ís-
lenska stafsetningu“ dags. 28.
júní 1977, (þ.e. til að lagfæra
mestu ambögurnar á Augl. nr.
2 hér að ofan).
En víkjum aðeins aftur að athuga-
semd málfarsráðunautar Ríkisút-
varpsins; hann skrifar: „hið rétta er
að í pistli um margæsir, sem lesinn
var í hádegisfréttum 21. maí sl.,
stóð þetta:“. (Leturbr. mín H.E.).
Hér er athyglisvert, að málfarsráðu-
nauturinn afmarkar innskotssetn-
inguna (tilvísunarsetninguna) með
kommum, en það er ekki gert í
fréttapistlinum sjálfum. Ég get þó
ekki séð nokkurn eðlismun á þessum
tveimur setningum; þ.e. að í báðum
er tilvísunarsetningu skotið inn í
aðalsetningu, en aðeins í öðru tilfell-
inu er hún afmörkuð. Fyrir því sé
ég hvorki rök né ástæðu.
í reglunum um greinarmerkja-
setningu frá 1974 segir m.a.: Inn í
setningum eða í lok setningar skal
afmarka eftirfarandi liði með komm-
um (kommu). . .. Innskotssetningu,
sem fleygar aðra setningu, skal af-
marka með kommu, hvort sem um
er að ræða aðalsetningu eða auka-
setningu. Hér er skýrt tekið fram,
að innskotssetningu skuli afmarka,
og svo einnig, að setningin sjálf, í
auglýsingunni, er rituð samkvæmt
þeirri reglu. Eg sé því ekki annað,
en að málfarsráðunautur útvarpsins
hafi fullnægt þessum reglum í því,
er hann sjálfur ritar þarna í Morgun-
blaðið; hann afmarkar sína tilvísun-
arsetningu, en fréttamaðurinn ekki.
Er þar ekki komin ástæðan fyrir
því, að séra Jón hafi heyrt „þágu-
fallssýki" í fréttinni, þ.e. að hún
hafi verið lesin „í belg og biðu“, því
að rithátturinn býður upp á það?
Svona fjólur, að mínu áliti, finnast
næst um því á annarri hverri blaðs-
íðu í dagblöðunum og víðar. Lítum
t.d. á bls. 2 í Mbl. 5. júní 1994 (sama
dag): „Lögfræðingar mannsins í
Svíþjóð vinna nú samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins að könnun á
því hvort hægt sé að koma í veg
fyrir .. .“. Og aftur: „Lögfræðingar
mannsins í Svíþjóð vinna nú, sam-
kvæmt upplýsingum Morgunhlaðs-
ins, að könnun á því hvort hægt sé
að koma í veg fyrir Og hvað
þýðir eftirfarandi? „Á elliheimilum
hefur gleymskan tekið sér bólfestu
hjá pijónandi konum. Nú minnast
þær þess sem aldrei hefur verið í
björtum litum. (Heiti myndar á sýn-
ingu).
Að lokum þetta: I augiýsingu
Menntamálaráðuneytisins um grein-
armerkjasetningu frá 3. maí 1974
segir m.a. um kommur: „Heimilt er
að setja kommur milli liða í setn-
ingu, þótt þær hrjóti í bága við þess-
ar reglur, ef nauðsynlegt er til að
koma í veg fyrir misskilning (marg-
ræðni). Að hugsa sér: Það er heim-
ilt að láta texta þannig frá sér, að
hann skiljist, en það er víst ekki
nauðsynlegt!
Höfundur er fv. iðnrekandi.
Maestro
Maestro
Maestro
Maestro
Maestro
Visa-kreditkorthafar!
Tvöfaldið möguleika ykkar
- með því að velja Maestro debetkort!
Það er snjall leikur að hafa kreditkort frá einu
fyrirtæki - en debetkort frá öðru. Með því móti
tryggið þið ykkur aðgang að fleiri en einu
greiðsluneti um allan heim.
Fáið ykkur Maestro debetkort í næsta banka eða sparisjóði.
Maestro
DEBETKORT
MEISTARIÁ SÍNU SVIÐI!
Maestro
Maestro
Maestro
Maestro
Maestro