Morgunblaðið - 21.06.1994, Page 41

Morgunblaðið - 21.06.1994, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1994 41 FRETTIR Úr dagbók lögreglunnar í Reykjavík í DAGBÓK lögreglunnar eru færri færslur en um venjulega helgi, eða 340 talsins. Af þeim eru 75 beinlín- is vegna ölvunar, 26 vegna hávaða og ónæðis utan dyra og innan, 19 vegna umferðaróhappa og -slysa, þijár vegna heimilisófriðar, sex vegna líkamsmeiðinga, sex vegna ölvunaraksturs, fjórar vegna skemmdarverka og fimm vegna rúðubrota. Miklu færri umferðar- lagabrot eru skráð nú, eða 18 tals- ins, vegna anna við önnur verk- efni, s.s. vegna fylgda þjóðhöfð- ingja, og almennrar löggæslu vegna lýðveldisafmælisins. Um 3000 manns söfnuðust sam- an í miðborginni og nágrenni að- faranótt föstudags 17. júní. Um tíma varð lögreglan að koma í veg fyrir að fánastangir yrðu rifnar upp og blómabeð eyðilögð. Reyndist nauðsynlegt að handtaka 15 manns og í framhaldi af því að færa sjö þeirra í fangageymslu. Lítið bar á ungli.ngum undir 16 ára aldri. Um kvöldið og aðfaranótt laugardags er talið að um 30.000 manns hafi tekið þátt í hátíðarhöld- unum í miðborginni. Hegðun lang- flestra var til fyrirmyndar þó sjá mætti talsvert ölvaða einstaklinga innan um. Þurfti að handtaka 15 þeirra og færa á lögreglustöðina vegna ofurölvunar, meiðinga og slagsmála. Unglingar undir 16 ára aldri voru áberandi á svæðinu og var ölvun helst áberandi á meðal þeirra. Reyndist nauðsynlegt að fjarlægja 14 þeirra og koma þeim í vörslu foreldra sinna. Aðfaranótt Færri færslur en venjulega 17. - 20. júni sunnudags voru um 2.500 manns í miðborginni. Þá þurfti að hand- taka fímm og vista tvo þeirra í fangageymslunum. Að morgni sunnudags var til- kynnt um að rúmlega tvítugur maður hefði klifrað upp á Stjómar- ráðið við Lækjargötu og síðan fall- ið niður af þakinu. Hann virtist lítið meiddur, en var til öryggis fluttur með sjúkrabifreið á- slysa- deild. Skömmu síðar sást til manns reikuls í spori á Lækjartorgi þar sem hann bar plaststól yfir höfði sér. Aðspurður sagðist hann hafa komið með stólinn heiman frá sér og væri þarna til þess að fríka út. I ljós kom hins vegar að stólinn hafði hann tekið ófijálsri hendi á bak við veitingahús við Lækjar- götu. Við leit á manninum fannst lítill hassmoli. Um svipað leyti sást til ungs ölvaðs manns taka sig til og sparka af afli í rúðu einnar verslunarinn- ar. Sprakk fyrir, en rúðan brotnaði ekki, enda um öryggisgler að ræða. Þegar líða tók á sunnudags- morguninn sást til fullorðins manns á gangi milli húsa við Freyjugötu með hníf í hendi. Vegna þess að hann hlýddi ekki fyrirmæl- um lögreglumanna um að leggja frá sér vopnið reyndist nauðsynlegt að afvopna hann með aðstoð tárag- ass. I ljós kom að brotist hafði verið inn í bifreið í nágrenninu og hnífurinn tekinn úr verkfæratösku. Á laugardagskvöld kom snar- ræði tveggja manna í veg fyrir eldsvoða í húsi við Hringbraut. Þegar þeir veittu því athygli að reyk lagði út um glugga á'efstu hæð hússins ákváðu þeir að kanna málið. Komust þeir inn í íbúðina og tókst að slökkva eld sem logaði þar í potti á eldavél. Fiytja þurfti annan þeirra á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Snemma á laugardagsmorgun sást til ungs ölvaðs manns sem spígsporaði um Aðalstræti klæddur strigaskóm einum fata. Hann var handtekinn. 1 ljós kom að ástæða klæaleysisins var veðmál við kunn- ingjana. Á laugardagsnóttina þurfti að taka niður íslenska fánann fyrir fólk sem annaðhvort hafði gleymt honum við hún eða var ekki í ástandi til að geta tekið hann niður. Fjölmenni tók þátt í hátíðardag- skrá í miðborginni og í Laugardal. Þrátt fyrir nokkrar tafir á umferð á tímabili þann 17. júní vegna hátíðarhaldanna á Þingvöllum má segja að hátíðarhöldin hafi tekist með ágætum á starfssvæði lögregl- unnar í Reykjavík. Nýr ráðuneytisstjórí FORSETI íslands hefur skipað Jón Birgi Jóns- son ráðuneytisstjóra samgönguráðuneytisins frá 1. september 1994 að telja. Jafnframt hef- ur Ólafi S. Valdimars- syni verið veitt lausn frá því embætti að eigin ósk. ^ Um embætti ráðu- neytisstjóra í sam- gönguráðuneytinu, sóttu eftirtaldir: Halldór S. Kristjáns- son skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu, Jón Birgir Jónsson sett- Jón Birgir Jónsson ur ráðuneytisstjóri í samgönguráðu- neytinu og Ragnhildur Hjaltadóttir skrifstofustjóri í sam- gönguráðuneytinu. Jón Birgir Jónsson er fæddur í Reykjavík 23. apríl 1936. Hann stundaði nám í verk- fræði við Háskóla Is- lands, lauk prófi frá Danmarks Tekniske Hojskole 1962. Að námi loknu hóf Jón Birgir störf hjá Vegagerð ríkisins. Árið 1990 var hann ráðinn forstjóri tæknisviðs og aðstoðarvegamálstjóri frá 1. febrúar 1992. Jón Birgir Jónsson er kvæntur Steinunni Norberg og eiga þau þijá syni. skólar/námskeið tölvur 33% Tölvuskóli Reykiavíkur t.Vu-T.mi ■ Borganúni 28 sim| 6t6699 ■ Tölvunám í sumar Tölvuskóli Reykjavikur heldur 24 klst. námskeiö fyrir 10-16 ára og 6-10 ára. I þvi fyrmefnda er megináhersla lögð á að nýta tölvuna sér til gagns. Farið er í fingrasetningu og vélritun, Windows, stýrikerfi, ritvinnslu, teikningu, almenna tölvufræði, töflureikni og leiki. í því síð- amefnda eru kennd gmnnatriði í Windows og ýmis þroskandi forrit skoð- uð. Leikir fást gefins á báðum námskeið- unum. Innritun er hafm í síma 616699. ýmislegt ■ Námskeið í tréskurði Innritun fyrir haustönn (frá 1. septem- ber nk.) stendur yfir. Hannes Flosason, sími 40123, Kópavogi. nudd ■ Heilsunudd Ef þú ert þreytt(ur), með verki eða lang- ar bara í hvild frá amstri dagsins, þá er upplagt að fara í nudd. Býð upp á fjórar tegundir nudds. Tímapantanir í síma 623881. WHÆKWÞAUGL YSINGAR HÚSEIGENDUFt - HÚSFÉLÖG ÞARF AÐ GERA VIÐ í SUMAR? VANTAR FAGLEGAN VERKTAKA? í Viðgerðadeild Samtaka iðnaðarins eru aðeins viðurkennd og sérhæfð fyrirtæki með mikla reynslu. Leitið upplýsinga í síma 16010 og fáið sendan lista yfir trausta viðgerðaverktaka.. SAMTÖK IÐNAÐARINS NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Bjólfsgötu 7, 710 Seyðisfirði, föstudaginn 24. júní 1994. kl. 14.00, á eftirfarandi eign- um: Austurvegur 18-20, n.h., Seyðisfirði, þingl. eig. Jón Bergmann Ár- sælsson, geröarbeiðendur Iðnlánasjóður og sýslumaðurinn á Seyöis- firði. Hamrahlíð 15, n.h., + vélar og tæki, Vopnafirði., þingl. eig. Sauma- stofan Hrund hf., gerðarbeiöandi Iðnlánasjóður. Lóð úr landi Helgafells, Fellahreppi, þingl. eig. Bjarni Pálsson, gerðar- beiðandi Rammi hf. Tjarnarbraut 17, e.h., Egilsstöðum, þingl. eig. Guðrún Tryggvadótt- ir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Trygging hf. Sýslumaöurinn á Seyðisfirði, 20. júní 1994. Einbýlishús Til leigu glæsilegt 300 fm einbýlishús við sjávarsíðuna í Grafarvogi. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl., merkt: „Einbýli - 12745“, fyrir 28. júní. VEIÐI Laxá í Kjós Laus veiðileyfi til sölu. Upplýsingar í síma 887252 á skrifstofutíma. SmO auglýsingar Fjallið 501233 mannræktar- FJALLIÐ s,öð- Lindargötu 14, jarðhæð, símar: 12970/73552. Einkalestrar Ingibjörg Þengilsdóttir, miðill, er með einkalestra. Farið er inn í tilfinningar og gefin góð ráð um hvernig hægt er að leysa úr þeim. Upplýsingar í símum 12970 og 73552. Ingiþjörg Þengilsdóttir. FERÐAFELAG <§) ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Þriðjudaginn 21. júní: 1) KI. 20.00 Sólstöðuganga: Esja - Kerhólakambur - komið niður Þverfellshorn. Þátttakendur á eigin bílum velkomnir í hópinn. Verð kr. 900. Brottför frá Um- ferðarmiðstöðinni, austanmeg- in, og Mörkinni 6. Allir þátttak- endur fá Esjumerkið „Esjugang- an 1994“. 2) Sólstöðuferð í Viðey. Siglt frá Sundahöfn. Gengið um austureyjuna. Verð kr. 800. Miðvikudaginn 22. júnf: Heiö- mörk, skógræktarferð (frítt). Þetta verður siðasta vinnuferðin í reit Ferðafélagsins í Heiðmörk á sumrinu. Komið með - ókeyp- is ferð - létt og skemmtileg vinna! Miðvikudaginn 22. júníkl. 08.00 Þórsmörk. Kynnið ykkur hag- stæð kjör á dvöl í Þórsmörk. Dagsferð á kr. 2.700, kr. 1.350 f. börn 7-15 ára. Fimmtudagur 23. júní kl. 20.00 Jónsmessunæturganga - Flekkuvík-Keilisnes-Kálfatjörn. Verð kr. 1.000. Laugardaginn 25. júní kl. 10.30: Lýðveldisganga 7. áfangi end- urtekinn frá Botnadal að Skála- brekku (12 km). Verð kr. 900. Helgarferðir 24.-26. júní: 1) Jónsmessuferð til Þórs- merkur. Gist f Skagfjörðs- skála/Langadal. Gönguferðir um Mörkina. 2) Eiríksjökull. Gist í tjöldum i Torfabæli. 25.-26. júní kl. 10.00 Þingvellir. Gist í tjöldum. 1.-3. júlí: Fjölskylduhelgi í Þórsmörk. Margt til skemmt- unar. Ódýr ferð í tiiefni árs fjöl- skyldunnar og 40 ára afmælis Skagfjörðsskála. Uppl. og far- miðar á skrifstofu F.f. Sumarleyfisferðir: 23.-26. júni (4 dagar) Jóns- messuferð í Skagafjörð. Glst að bænum Lónkoti í Sléttuhlíð. Siglt frá Hofsósi í Málmey. Farið verður um innanverðan Skaga- fjörð og gengið á Mælifellshnúk. Jónsmessunæturganga á Tinda- stól. Húsferðir í Hornvík og Hlöðuvík (10 dagar): 28. júní - 7. júlí. Gönguferðir m.a. á Hornbjarg, f Látravik og á Hælavfkurbjarg og víðar. Ingjaldssandur á Vestfjörðum - nýr áningarstaður: Kynnist for- vitnilegu svæði - gönguferðirviö allra hæfi í umhverfi sem heillar. Fararstjórar: Jóhannes Krist- jánsson og Guðrún Kristjáns- dóttir. Fariö með flugi til ísafjarð- ar að morgni eða á eigin vegum að bænum Brekku á Ingjalds- sandi (svefnpokagisting) og þar veröur dvalið í 6 daga (má stytta feröina). Næstu feröir: 19.-24. júlf. 23.-28. ágúst. Leitið upplýsinga á skrifstofu F.í. Komið með og kannið nýjar slóðir - ferð um Vestfirði er óvið- jafnanleg! Upplýsingar og farmiöasala á skrifstofu F.í. Ferðafélag íslands. UTIVIST Hallvcigorstig 1 • simi 614330 Jónsmessunæturganga fimmtud. 23. júní kl. 20.00 Val er um göngu á Hengil eða í Marardal. Brottför frá BSi bens- ínsölu. Verð kr. 1.100/1.200. Helgarferðir 24.-26. júní 1. Snæfellsjökull á Jónsmessu. Ganga á jökulinn. Val er um tjald- gistingu eöa í svefnpokaplássi að Arnarstapa. Fararstjóri: Bót- hildur Sveinsdóttir. 2. Jónsmessunæturganga yfir Fimmvörðuháls. Gengið yfir Fimmvöröuháls aðfaranótt laug- ardags, um 8-9 klst. löng ganga. Fararstjóri: Árni Jóhannsson. 3. Básar við Þórsmörk. Fjöl- breyttar gönguferðir um Goöa- land og Þórsmörkina. Gist í tjöld- um eða skála. Fararstjóri: Ingi- björg S. Ásgeirsdóttir. 4. Fimmvörðuháls. Fullbókað er í ferðina. Fararstjóri: Höröur Haraldsson. Upplýsingar og miðasala á skrifstofu Útivistar. Útivist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.