Morgunblaðið - 21.06.1994, Side 50

Morgunblaðið - 21.06.1994, Side 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ STJÖRNUBÍÓLÍNAN Sími 99-1065. Verð kr. 39.90 mín. DREGGJAR DAGSINS Sýnd ki. 6.55. KR. 400 Slml Frumsýnir gamanmyndina STÚLKAN MfN 2 Sumir eru krakkar. Aðrir eru fullorðnir. Svo er það árið þarna á milli... Það er einmitt árið sem Vada Sultenfuss er að upplifa. Það er nógu erfitt að vera dóttir útfarastjóra og eiga ólétta stjúp- mömmu án þess að gelgjuskeiðið hellist yfir mann og hormónarnir fari að flæða. Framhaldið af hinni geysivinsælu mynd um Vödu, furðufuglinn pabba hennar, stjúpmömmu, frænda og vini. Aðalhlutverk: Anna Chlumsky, Austin O'Brien, Dan Aykroyd, Jamie Lee Curtis og Richard Masur. Leikstjóri: Howard Zieff. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 16500 Gamanmyndin TESS í PÖSSUN FÍLADELFÍA ★ ★ ★ A.I.Mbl. Sýnd kl. 9.10 og 11. ★ ★ ★ Mbl. ★ ★ ★ Rúv. ★ ★ ★ DV. ★ ★ ★ Tíminn ★ ★ ★ ★ Eintak Sýnd kl. 4.45 og 11. NAKIN Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 9.10 BEINTÁSKÁ 331/b Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. BÖNNUÐ FÝLUPOKUM, KVIKINDAEFTIRLITIÐ. Hvað gerirðu ef þú ert hommi en foreldrar þínir eru stöðugt að leita að konu handa þér? Giftist stelpunni á neðri hæðinni! En ef foreldrarnir koma í brúðkaupið og vilja tryggja fæðingu barnabarns? Det er nu det... Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ALLIR VILJA KYSSA BRUÐINA - NEMA BRÚÐGUMINN! ★ ★★ ÓHT Rás 2 Ameríska, kínverska, danskur texti og grátur + grín = ótrúlegar vinsældir: $30 milljónir i USA BLA ft W? Siðustu forvöð að sjá þetta meistara- HASKOLABIO SÍMI 22140 Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. A1 Cowlings hef- ur verið handtek- inn fyrir að hjálpa O.J. Simpson á flótta undan lög- reglu. Hann ók bílnum í tveggja klukkustunda elt- ingarleik um Los Angeles. O.J. Simpson kemur úr yfirheyrslu lögreglunn- ar síðastliðinn mánu- dag. O.J. Simpson handtekinn eftir æsilegan eltingarleik ►O.J. SIMPSON var amer- íski draumurinn í hnot- skurn. Hann reis úr volæði skuggahverfanna í San Fransisco og varð ein vin- sælasta stjarna bandaríska fótboltans. Nú hefur sljarna hans hnigið svo um munar og hann hefur verið ákærður fyrir morðin á Nicole Brown Simpson fyrrverandi eiginkonu sinni og Ronald Goldman vini hennar. Hann situr í ein- angrun á svokallaðri sjálfs- morðsvakt þar sem þess er vandlega gætt að hann geti ekki stytt sér aldur. Ef hann verður dæmdur sekur í réttarhöldunum sem hann á yfir höfði sér blasir við honum allt frá þrjátíu ára afplánun til dauðadóms. Á frægðarárum sínum í fót- boltanum var hann kallaður O.J. af aðdáendum sínum en í dag er hann einfaldlega kallaður BK401397006179. Á föstudeginum 17.júní brá áhorfendum gervi- hnattasjónvarpsstöðva- rinnar SKY í brún þegar bein útsending af úrslita- keppninni í körfubolta milli Houston og New York var rofin og sjónvarpað var beint frá eltingarleik lög- reglunnar við O.J. Simpson. Hann flúði Iögregluna eftir að hafa skrifað sjálfsmorð- smiða að sögn lögfræðings síns. Eltingarleikurinn var æsispennandi um hrað- brautir San Fransisco og endaði við heimili Simpsons þar sem hann gafst loksins upp. Hann hafði þá sagt lögreglunni í gegnum síma að hann héldi byssu að höfði sér og ætlaði að binda enda á líf sitt. Talið er líklegt að Simpson muni játa á sig verknaðinn og lögfræðing- ar hans beri við stundar- brjálæði. Garcetti lögfræð- ingur ákæruvaldsins sagði þó að slíkur málatilbúnaður yrði ákæruvaldinu engin fyrirstaða. A1 Cowlings, fé- lagi og vinur Simpsons, hjálpaði honum með því að keyra flóttabifreiðina. Hann var látinn laus gegn tryggingu snemma á laug- ardaginn og hefur verið ákærður fyrir þátt sinn í flóttatilrauninni. Athygli vakti að aðdáendur Simpsons sneru ekki við honum baki þegar hann flúði heldur söfnuðust sam- an í hóp og hvöttu hann ákaft: „Áfram O.J., áfram!“ O.J. Simpson hefur undan- fariö haft atvinnu af því að lýsa fótboltaleikjum og leika í Beint á ská-kvik- myndunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.