Morgunblaðið - 23.06.1994, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1994
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Flokkur Helmut Kohls nýtur mun meiri stuðnings en jafnaðarmenn
Scharping
gagnrýndur fyr-
ir stefnuleysi
Halle. Reuter.
ÞÝSKIR jafnaðarmenn hafa að un^anförnu gagnrýnt leiðtoga sinn, Ru-
dolf Scharping, fyrir að bjóða ekki í raun upp á aðra stefnu en helsti
keppinauturinn, Helmut Kohl, kanslari. Scharping reynir nú hvað hann
getur til þess að ná aftur þvi fylgi, sem flokkurinn hefur tapað að undan-
fömu samkvæmt skoðanakönnunum, fyrir þingkosningar, sem haldnar
verða þann 16. október. Staða Kristilegra Demókrata (CDU), flokks Kohls,
er inun hagstæðari en staða jafnaðarmanna, samkvæmt nýbirtum niður-
stöðum úr skoðanakönnun.
Fulltrúar á þingi jafnaðarmanna-
flokksins, sem haldið var í borginni
Halle í gær, voru ánægðir með
ræðu Scharpings, sem talaði um
að þörf væri á breytingum í Þýska-
landi, og að Kohl hlyti að víkja.
Fulltrúarnir voru samt ekki vissir
um hvort aukin sókndirfska leiðtog-
ans muni duga til þess að beina
flokknum úr þeim ógöngum sem
hann hefur ratað í á undanförnum
mánuðum. Slagorð flokksins,
„störf, störf, störf!“, sem er mjög í
anda Bills Clintons, Bandaríkjafor-
seta, dugði ekki til í Evrópukosning-
unum, þegar flokkurinn fékk ein-
ungis 32,2% fylgi. Jafnaðarmenn
velta því nú fyrir sér hvort annað
slagorð, „breytinga er þörf“, einnig
innflutt frá Bandaríkjunum, geti
aukið bjartsýni kjósenda í Þýska-
landi. A mánudaginn hlýddu um
Reuter
RUDOLF Scharping brosir til þingfulltrúa, sem klöppuðu leið-
toga sínum lof í lófa eftir ræðu hans í Halle í gær.
átta þúsund manns í miðborg Halle
á ræðu Kohls um aukna bjartsýni
og efnahagsbata, en daginn eftir
voru einungis um 4.000 áheyrendur
að ræðu Scharpings.
Vilja heldur bjartsýnistal
Jafnaðarmenn í Halle, sem er í
austurhluta Þýskalands, segja að
leiðtoginn sé ekki nógu líflegur til
þess að falla kjósendum í þeim
landshluta í geð. Þar vilji fólk held-
ur heyra bjartsýnistal Kohls um
efnahagsbata, en gagnrýninn ,já,
en ...“ tóninn í Scharping.
Fyrir hálfu ári leit út fyrir að
Kohi yrði undir í kosningunum, og
næði því ekki endurkjöri í fjórða
sinn. En nú benda niðurstöður skoð-
anakannana til þess að flokkur
Kohls, Kristilegir demókratar, hafi
rétt úr kútnum og fái 48% fylgi,
en jafnaðarmenn einungis 35 pró-
sent.
Reuter
Danska stjórnin
sögð styðja Dehaene
við embætti af Delors.
„Það er allt opið enn,“
sagði Rasmussen.
Lubbers sagði við
fréttamenn í gær að
það væri af og frá að
hann hygðist hætta við
að bjóða sig fram.
Bæði hann og Deha-
ene, sem greindi ekki
frá framboði sínu fyrr
en á föstudaginn, eru
Kristilegir demókratar.
Sagði Lubbers að þeir
myndu ræða málið á
Korfú, en ógerningur
væri að segja til um
hver tæki við af Delors.
Kaupmannahöfn, Brussel. Reuter.
DANSKA stjórnin hefur ákveðið að
styðja Jean-Luc Dehaene, forsætis-
ráðherra Belgíu, er valinn verður
eftirmaður Jacques Delors, forseta
framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins (ESB). Danska fréttastof-
an Ritzau greindi frá þessu í gær,
en Poul Nyrup Rasmussen, forsæt-
isráðherra Danmerkur, vildi ekki
kveða upp úr með hvort stjóm hans
hefði komist að þessari niðurstöðu.
Leiðtogar ESB-landanna 12 hitt-
ast á grísku eyjunni Korfú á föstu-
dag og laugardag. Eitt helsta efni
fundarins verður val á eftirmanni
Delors, sem lætur af embætti í jan-
úar, eftir 10 ára setu. Þeir þrír
stjórnmálamenn sem koma helst til
greina eru Dehaene,
Ruud Lubbers, forsæt-
isráðherra Hollands, og
Sir Leon Brittain, fram-
kvæmdastjóri viðskipt-
aráðs ESB, og fyrrum
ráðherra í Bretlandi.
Ritsau hafði eftir
stjómmálamönnum að
Danir myndu styðja
Dehaene, vegna þess að
hann nyti stuðnings
Frakka og Þjóðverja og
gæti frekast unnið ein-
róma fylgi. Rasmussen
sagði að ekki hefði
náðst víðtækt sam-
komulaer um hver tæki
Jean-Luc
Dehaene.
Sexmennt
á mótorhjóli
FJÖLSKYLDUR eru oftast stór-
ar í Pakistan og farartæki af
skornum skammti. Af þeim sök-
um er reynt að ná sem bestri
nýtingu úr þeim sem fyrir hendi
eru og var myndin tekin er hluti
fjölskyldu, sex manns, fór leiðar
sinnar í bænum Multan í gær.
-----» ♦ ♦---
Austurríki
Rifist um
undinitun
og ESB-
fundarsetu
Vín. Reuter.
THOMAS Klestil, forseti Austurrík-
is, og Franz Vranitzky, kanslari
landsins, rifust í gær fyrir opnum
tjöldum um það hver ætti að ávarpa
fund Evrópusambandsins (ESB)
sem hefst á Korfú á morgun en
Austurríkismenn sitja þá sinn fyrsta
fund sem aðildarþjóð ESB. Kemur
þetta nokkuð á óvart, þar sem búist
var við átakalitlu upphafi að aðild
Austurríkis að ESB en hún var
samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu
fyrr í mánuðinum. Þá deildu leiðtog-
arnir einnig um hver ætti að undir-
rita hinn formlega aðildarsamning
við ESB.
Krefst fundarsetu
Klestil staðhæfði að hann hefði
fengið Vranitzky og öðrum ráðherr-
um umboð til undirritunar en krafð-
ist þess hins vegar að vera viðstadd-
ur fund ráðherraráðs ESB. Franco-
is Mitterrand, Frakklandsforseti, er
eini þjóðarleiðtoginn sem mun sitja
fundinn, að frátöldum Klestil. Þar
sem aðeins tveir fulltrúar hverrar
þjóðar sitja fundinn, útilokar krafa
Klestils Alois Mock, utanríkisráð-
herra og hetju Austurríkismanna í
aðildarviðræðunum, þar sem Vran-
itzky situr fundinn einnig.
Dagblöð í Austurríki hafa gagn-
rýnt harðlega framgöngu stjórn-
málamannanna, sem þau segja bera
vott um sveitamennsku. Er málið
ekki talið Klestil til framdráttar,
því aðeins er hálft ár frá því að
ástarævintýri hans og aðstoðarkonu
hans vakti heimsathygli.
Kebitsj
spáð sigri
HINUM íhaldssama forsætis-
ráðherra Hvíta-Rússlands,
Vjateslav Kebitsj, er spáð sigri
í forsetakosningum, sem fram
fara í landinu í dag. í gær sök-
uðu andstæðingar hans hann
um að hafa einokað fjölmiðla í
landinu, og sögðu hann fá
margfalt lengri útsendingar-
tíma í sjónvarpi en þeir til að
koma skoðunum sínum á fram-
færi. Kebitsj hefur einkum beitt
sér fyrir gjaldeyris- og varnar-
samstarfi við Rússa.
Fortíðin lesin
úr eyrum
BRESKIR og
hollenskir
vísindamenn
segjast hafa
uppgötvað
nýja leið til
að segja til
um hvenær
forfeður
mannsins
gengu fyrst
uppréttir. Felst aðferðin í því
að líta á eyrun. í grein í Nat-
ure segjast vísindamennirnir
hafa kannað innra eyrað með
tillit til jafnvægisskynsins.
Segja þeir rannsóknirnar stað-
festa að Homo Erectus, sem
talið er að hafi verið uppi fyrir
um 100.000 árum, hafi verið
fyrstur til að ganga, eins og
nafnið, Hinn upprétti maður,
bendir til.
Ometanlegum
fornminjum
stolið
ÞJÓFAR brutust á þriðjudag
inn í Mesgard-safnið í Arósum
og höfðu á brott með sér ómet-
anlegan dýrgrip, 1100 ára
gamalt gullhálsmen, Tisso-
menið, sem vegur 1,8 kg. Ótt-
ast yfirmenn danska þjóðminja-
safnsins að þjófamir bræði það
niður, þar sem það er óseljan-
legt, og heita því um 1,3 millj-
ónum ísl. kr. í fundarlaun.
Utlendinga-
hatri andmælt
HUNDRUÐ ungra Svisslend-
inga fóru í gær í einnar klukku-
stundar verkfall til að mótmæla
einangrun Sviss og útlendinga-
hatri. Boðað var til verkfallsins
í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu
12. júní, þar sem felld var til-
laga um að taka þátt í friðar-
gæslu Sameinuðu þjóðanna og
að veita börnum innflytjenda
ríkisborgararétt.
Láta ekki
unmdan verk-
fallsmönnum
MICHAEL
Heseltine,
viðskiptaráð-
herra Bret-
lands, sagði í
gær að
breska stjórn-
in væri
ákveðin í því
að láta ekki
að kröfum
járnbrautarstarfsmanna, sem
eru í verkfalli og krefjast 11%
launahækkunar. Hafa ferðir
járnbrauta raskast mikið vegna
verkfallsins.
Heseltine
Homo
erectus