Morgunblaðið - 23.06.1994, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1994 19
Ný mynd eftir Sossu.
Sossa
sýnir í
Gallerí
Borg
MARGRÉT Björnsdóttir, Sossa,
opnar sýningu í Gallerí Borg við
Austurvöll á laugardaginn. Hún
sýndi þar síðast 1984 og hefur
haldið fleiri einkasýningar og tekið
þátt í samsýninginum hér heima,
og erlendis. Nefna má sýningu í
Museum of Fine Arts í Boston
1990 og einkasýningar í fyrra í
Köge Galleriet í Danmörku, Loven
í Kongsberg í Noregi og Koppel-
man Gallery í Boston. Jafnframt
McGowan Fine Art, Concord í New
Hampshire árin 1990 og 1994.
Sossa er fædd 1954. Hún nam
við Myndlista- og handíðaskóla
íslands 1977-79, Skolen for
Brugskunst í Kaupmannahöfn
1979-85 og School of the Museum
of Fine Art/Tufts University í
Boston. Þaðan útskrifaðist hún
með mastersgráðu 1992.
Fyrir fimm fékk Sossa framlag
úr Listskreytingarsjóði ríkisins en
verk eftir hana eru í eigu margra
banka og opinberra stofnana hér-
lendis og erlendis. Þar má nefna
Norræna Ijárfestingabankann,
Eimskip, First New Hampshire
Bank USA og Borgarbókasafnið í
Kongsberg í Noregi.
Sossa hefur frá 1989 aðallega
unnið með olíu á striga en þar
áður var hún nær eingöngu í graf-
ík. Sossa sýnir nú um 25 ný mál-
verk í Gallerí Borg og er sýningin
opin alla virka daga frá 12-18 og
um helgar frá 14-18. Henni lýkur
þriðjudaginn 5. júlí.
WfrHBHIHMMBI
Dieter Roth sýnir í Nýlistasafn-
inu, John Greer í Gallerí 11, Sig-
urður Guðmundsson á Sólon Is-
landus, Uja Kabakov í sýningar-
salnum Annarri hæð, Rudy Antio
í Gallerí Úmbru, Krislján Guð-
mundsson í Gallerí Sævars Karls
og Joel Peter Witkin á Mokka.
A Kjarvalsstöðum stendur yfir
sýningin íslensk samtímalist en
Listasafn Íslands speglar tímabilið
frá alþingishátíð til lýðvelsis-
stofnunnar. íslandsmerki og önnur
súlnaverk Sigurjóns Ólafssonar
eru í safni hans og verk Jóns Engil-
berts í FÍM-salnum og í Norræna
húsinu. í sama húsi eru einnig verk
sex ungra gullsmiða. Leifur
Kaldal gullsmiður sýnir í Stöðla-
koti og loks er ný finnsk glerlist
í Ráðhúsi Reykjavíkur. í Ásmundar-
sal sýna íslenskir akrkitektar hug-
leiðingar sínar um Mannvirki-
landslag-rými.
Dagskrá Klúbbs Listahátíðar á
kaffihúsinu Sólon íslandus heldur
áfram. í kvöld leikur Blúsband
Andreu.
Sumarsæluvika
í Skagafirði
Skagafirði - Sumarsæluvika hófst
á Sauðárkróki og í Skagafirði 19.
júní sl. Hún hófst með Kvenna-
hlaupinu. Sama dag var opnuð í
Safnahúsinu við Faxatorg yfirlits-
sýning á verkum tveggja skagfir-
skra listamanna, þeirra Sölva
Helgasonar og Hjálmars Jónssonar
frá Bólu. Á sýningunni eru sautján
útskornir munir eftir Hjálmar, auk
margra handrita. Um fimmtíu núm-
eraðar myndir eru á sýningunni
eftir Sölva, auk margra ónúmeraðra
mynda og handrita.
Við opnunina ávarpaði sr. Hjálm-
ar Jónsson sýningargesti og ræddi
um skáldskap og list nafná síns,
Þá lásu Sigurður Hansen og Bragi
Haraldsson úr verkum Bólu Hjálm-
ars. Örn Ingi fjöllistamaður, fram-
kvæmdastjóri Sumarsæluvikunar,
minntist Sölva Helgasonar.
Sýning á fornum heyskaparhátt-
um var einnig við Byggðasafnið í
Glaumbæ 19. júní. Þangað komu
um 400 manns til að fylgjast með.
Morgunblaðið/Björn Björnsson
FRÁ sýningu á fornum heyskaparháttum á Sumarsæluviku.
Of langt yrði að telja upp öll þau
svið þar sem Macintosh LCIII kemur
að notum, því þessi tölva hentar í
næstum alla tölvuvinnslu.
Hún er með mikla stækkunar-
möguleika. Vinnsluminni má auka í
36 Mb og án aukabúnaðar má tengja
við hana ýmiss konar jaðartæki, s.s.
prentara, mótald, harðdisk, mynd-
skanna og geisladrif.
Macintosh LCIII er, eins og aðrar
Macintosh-tölvur, með innbyggt net-
tengi og því má með sáralitlum til-
kostnaði tengja hana við aðrar
Macintosh-tölvur og á þann hátt vinna
í sameiginlegum gögnum, senda skjöl
upplýsingar og skilaboð á milli tölva,
auk þess að samnýta t.d. prentara.
Og svo er stýrikerfi Macintosh-
tölvanna auðvitað allt á íslensku !
Aukalega má fá Apple StyleWriter II-
bleksprautu-prentara með 360 x 360
punkta upplausn á 39.000,- kr. eða aðeins
37.050,- kr. stgr.
Sértilboð á Macintosh LCIII-
töhoinni er 113.684,- kr. eða aðeins
108.000,-
Sé tölvan keypt með Staðgreiðslusamningi Glitnis er t.d. hægt að greiða 9-327,- kr.
sem fyrstu greiðslu og svo aðeins 5-321,- kr. á mán. miðað við greiðslu til 24 mánaða.
Umboðsmenn:
Haftækni, Aknreyri
Póllinn, ísafirði
r
HJ
o
7
Q
n
r-
Apple-umboöið hf.
L L Skipholti 21, sími: (91) 624800 Fax: (91) 624818
taþUteteh.ctuwt tt Ithut h>jk I