Morgunblaðið - 23.06.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.06.1994, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Margrét Sig- urðardóttir Hermannsson var fædd á ísafirði 4. maí 1915. Hún lést í Helsingborg 23. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Sig- urðsson, sýslumað- ur Skagfirðinga og bæjarfógeti á Sauð- árkróki, og kona hans Guðríður Stefanía Arnórs- dóttir. Systkini hennar eru Sig- urður listmálari, Stefanía Guð- ríður skrifstofumaður (látin), Arnór verðlagseftirlitsmaður á Sauðárkróki, Stefán lögfræð- ingur (látinn), Hrólfur listmál- ari, Guðrún listmálari, gift Jens Urup listmálara, búsett í Dan- mörku, Arni, sóknarprestur á Blönduósi, og Snorri skógfræð- ingur. Margrét fór til Dan- merkur haustið 1939 og vann sem hjúkrunarkona á St. Hans- sjúkrahúsinu í Hróarskeldu. Hún fór til Svíþjóðar haustið 1940 og starfaði á sjúkrahúsinu í Gávle og háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum. Margrét giftist 26. mars 1942 Olle Hermansson cand.jur. Voru þau gefin saman í ráðhúsinu í Uppsölum. Þau fluttust þá til Helsingborgar þar sem þau bjuggu upp frá því. Börn þeirra fjögur eru Nanna Stefanía, borgarminja- vörður í Stokkhólmi, Gunnar, skipulagsarkitekt i Lands- krona, Anders Snorri, starfs- mannastjóri i Stokkhólmi, og Sigurður, hjúkrunarfræðingur í Stokkhólmi. Margrét gegndi ýmsuni trúnaðarstörfum á veg- um Helsingborgar. Hún var borgarfulltrúi 1961-62 og 1967-82, fyrsti varaforseti borgarstjómar 1980-1982, í skólanefnd 1956-73 og í hafnar- stjóm 1974-82. Hún beitti sér innan borgarstjómar Helsing- borgar fyrir fjölmörgum líkn- ar- og menningarmálum, var formaður í samtökunum „Um- hyggja fyrir öldruðum" og for- maður Kvennadeildar Rauða krossins í Helsingborg. Arið 1967 kom hún þvi m.a. til leiðar í borgarstjóm, að ákveðið var að stafsetning á nafni Hálsing- borgar yrði breytt til hins upp- runalega horfs: Helsingborg. Fyrir störf sín i þágu borgar- innar hlaut Margrét gullheið- ursmerki árið 1983. Hún var formaður í Félagi hægri kvenna/íhaldsflokkskvenna 1964-76. Hún beitti sér innan flokksins fyrir hinu fyrsta raunvemlega kvennaframboði í Svíþjóð árið 1973 og hlaut efsta konan á kvennalista flokksins þingsæti. Af 57.000 atkv. Hægri flokks- ins komu 14.000 í hlut kvennalistans. Aska Margrétar verður jarðsett í kirkjugarðinum á Sauðárkróki i dag. LÁTIN er í Svíþjóð frænka mín, Margrét Þórunn Sigurðardóttir, eftir löng veikindi. Við vorum þremenningar í föður- ætt okkar beggja frá Heiði í Göngu- skörðum og ólumst bæði upp í stór- um systkinahópi á Sauðárkróki. Hún var dóttir Sigurðar Sigurðssonar frá Vigur, sýslumanns Skagfirðinga um langa tíð, en ég var sonur Jóns Þ. Bjömssonar skólastjóra á Sauðár- króki og vom þeir samtímamenn og systkinasynir. Eg fer ekki öllu nánar út í ætt- færslu og æviferil Margi’étar þar sem ég veit að það mun annar grein- arhöfundur gera, og til að fyrir- byggja að fólk haldi að ég hafi gam- an af að skrifa um sjálfan mig vil ég taka fram að þess var farið á leit við mig af bömum og eigin- manni Margrétar að ég skrifaði um Krókinn og sameiginlegar minning- ar okkar þaðan. Margréti kynntist ég er ég var á fjórða árinu en hún þá stúlka á tán- ingsaldri og þó nær tvítugu. Kannað- ist við hana sem frænku mína og vinkonu systra minna sem voru henni jafnaldra. Eg hafði sem barn farið að heiman og tapað áttum. Allt þorpið leitaði í fleiri klukku- stundir á haustkvöldi en hún varð svo lánsöm að finna mig og færa mig heim. Þetta atvikaðist þannig, að ég kom að tali við aðra frænku mína, jafnöldru og leiksystur, Heiðu Þorvaldar og vildi taka hana með í berjamó þó áliðið væri dags, og ekki bara það, ég vildi fara til vínbeija. Hafði líklega fengið vínber um jólin og saknaði bragðsins góða. Hún var hins vegar raunsærri en ég og hló að mér. Ég reiddist og rauk af stað með beijabaukinn upp kirkjustíginn og upp á Nafir, tautandi við sjálfan mig að fyrst hægt væri að fara til beija væri alveg eins hægt að fara til vínbeija. Virðist hafa hugsað út frá málkerfinu frekar en náttúru- fræðinni. Labbaði svo suður Nafirn- ar framhjá túni föður míns og að Skógarhlíð á beijasvæðið. Ég gekk lengi að mér fannst og hljóp stund- um, stakkst á hausinn ef ég rak tærnar í þúfur, varð heitur og sveitt- ur en alltaf lengdist leiðin í beijamó- inn. Rökkrið færðist yfír og Skógar- hlíðin færðist undan. Áhuginn dvín- aði og nokkur uggur var kominn í lítinn mann, sem datt í hug að snúa við. Hélt þó áfram eftir fjárgötum, framhjá rofabörðum og þótti það allt merkilegt. Það var að vakna nýr áhugi, nefnilega fyrir landslaginu og þá gerðist undrið. Ég stóð skyndi- lega framan við lítinn þríhyrndan grasbala, rennisléttan. Hann var eins og örvaroddur sem vísaði til fjalls og örlaði fyrir malarbrúnum beggja vegna við. Eg var kominn að upptökum nýrr- ar klaufar eins og þær gerast í Nöf- unum ofan við Sauðárkrók. Þarna hafði ég aldrei komið og þurfti að athuga þetta nánar. Rambaði niður þessa flöt en þá tók önnur við og vísaði í aðra átt og svona koll af kolli. Nýjar grundir eða hvammar, vísandi ýmist í norðaustur eða suð- austur, neðar og neðar og eins og tröppur á milli þeirra, allt grasi gró- ið. Alltaf hækkuðu Nafírnar til beggja handa þar til loks að ég kom í klaufarmynnið og sá austurfjöllin, Blönduhlíðina og Hegranesið. Það þekkti ég vel. Komið var myrkur en stjömubjart og farið að hema á poll- um. Nú var þrautin þyngri því engar grundir voru fram undan heldur stærðar tjöm og líklega djúp, sam- safnað leysingavatn. Nafimar gengu þar beint niður í vatnið, engir stallar eða stígar en grasbrekka neðan við, sem reis ofar vatninu, girti fyrir klaufarmynnið og myndaði stíflu. Ég réðst í Nafarskriðuna hægra megin og rótaðist um á fjórum fót- um. Mölin skreið stöðugt undan mér svo ég færðist neðar og nær tjöm- inni við hvert fótmál og eitthvað áfram um leið. Tók hvíldir því ég rann þó ekki í kyrrstöðu. Gerði aðra tilraun, byijaði á að príla upp, svo áfram þar til allt fór í sama farið. Endurtók þetta nokkrum sinnum þar til ég komst á grasbalann og þá var þrautin unnin. Kannski hafði ég blotnað eitthvað í fætuma. Nú var karl orðinn þreyttur og steinsofnaði í grasbrekkunni. Sá í svefnrofunum þijá menn ríðandi með ljós í luktum fram Skagfirðingabraut. Hugsaði með mér að þetta væru pabbi, Stef- án og Sigurgeir, bræður mínir á Jarp, Skol og gráu merinni. Ekki datt mér í hug að kalla til þeirra. Ekki veit ég hvað ég svaf lengi, en var að vakna þegar stúlka á hjóli kallaði til mín neðan frá brautinni og ég svaraði kallinu. Hún lagði hjól- ið í vegkantinn og óð í áttina til mín yfir 'Sauðána, sem dreifðist í margar smákvíslar yfir breiðan mel, sem var á milli okkar. Yfirleitt rann áin þama á broti og var ekki djúp. Stúlkan kom til mín alla leið og þreif mig í fangið og setti mig á bak sér og óð svo með mig til baka nið- ur á veg. Ég var skömmustulegur og fann að ég hafði gert eitthvað ekki gott, einnig hálf feiminn við þessa stóru, glæsilegu stúlku, rauð- hærða með fléttur, bjarteyga og dálítið freknótta. Þetta var Magga sýslumanns. „Nonni minn, hvar hef- urðu verið allan þennan tíma. Það er fjöldi fólks búinn að leita að þér“. Mér hefur víst orðið svarafátt því hún setti mig strax upp á hjólsætið og lét mig halda utan um sig og hjólaði svo, standandi á pedölunum, hratt út í Krókinn. Mér fannst hálf sneypulegt að sitja svona á kven- mannshjóli. Var vanur að sitja á slánni hjá Stefáni bróður mínum og fannst það karlmannlegra. Fátt eða ekkert fólk var á göt- unni og komumst við hindrunarlaust heim, þar sem móðir mín tók á móti mér og hafði legið fyrir á bekk á kontórnum. Mikill var sá fagnaðar- fundur og trúlega tár á hvörmum. Eldri systir mín á fjórtánda ári var einnig heima en pabbi og bræður mínir á engjum niðri við Héraðs- vötn, svo ekki voru þeir ríðandi á Skagfirðingabraut. Ég hefí svo verið látinn borða eitthvað, settur í rúmið og sofnað strax, því ég man ekkert frekar um þetta. Ekki varð mér meint af þessu, eflaust verið vel klæddur. Nú er vatnasvæði Sauðár löngu komið undir byggingar og ánni veitt, suður í Áshildarholtsvatn, - íþróttasvæði, sundlaug og skólar sem teygja sig upp í Gijótklaufina. Hefi líklega sofnað á grunni Fjöl- brautaskólans, sem nú er að rísa. Margréti hafði ég svo lítið af að segja á uppvaxtarárum mínum. Hennar biðu námsár í MA og síðar hjúkrunarnám. Nánari tengsl urðu hins vegar við systkini hennar, sem áfram voru á Króknum og þá helst tvo yngstu bræður hennar, Árna og Snorra, sem voru nánast jafnaldrar mínir. Margrét fór til Danmerkur, stund- aði þar hjúkrun um tíma og þaðan til Svíþjóðar þar sem hún hitti verð- andi eiginmann sinn ,Oile Her- mannsson lögfræðing. Þau eignuð- ust fjogur börn og bjuggu mest í Helsingjaborg. Elst barna þeirra er Nanna Hermannsson, fornleifafræð- ingur, er var hér lengi safnstjóri í Árbæjarsafni. Þekki ég hana best af þeim systkinum, enda vorum við nábýlingar hér í Árbæjarhverfí all- lengi. Margrét og Olle heimsóttu oft ísland á löngu árabili og litu þá oft- ast inn til mín á vinnustofuna og heimili mitt í Heiðarbænum. Eitt sinn kom hún ásamt Nönnu dóttur sinni og keypti af mér myndir, stórt olíumálverk frá Vigur og nokkrar litkrítarmyndir litlar. í Vigur hafði hún dvalið löngum sem barn og unglingur og það gerðum við fleiri af þessum frændsystkinum. Bjarni bóndi þar var bróðir sýslumanns og Björg húsfreyja var systir pabba. Nú langaði Möggu í eina litla mynd í viðbót, en búin að eyða of miklu. Ég áttaði mig ekki strax á stöðunni og einhveijar vöflur urðu á okkur öllum. Þá segir Magga: „Viltu ekki bara láta þessa fylgja með. Þú segir að ég hafi bjargað lífi þínu“. Ég skammaðist mín, þreif nokkrar myndir og stillti fram fyrir hana og bauð henni að velja það sem hún vildi. Hún var svo hæversk að velja bara þessa einu, hefðu mátt vera fleiri og hlógum við öll að þessu. Bjargaði hún lífi mínu? Hvað veit maður um það? Þó stutt væri í Krók- inn og þorpið hefði blasað við er ég kæmi út úr klaufinni, hefði ég kannski þurft að vaða ána eða farið mér að voða á annan hátt. Margrét var mikil mannkostakona, ljúf og blíð og nærgætin, hreinskilin með fastar skoðanir og gat verið smá- stríðin. Af þessu öllu varð hún skemmtileg í viðræðu qg alltaf líf í kringum hana. Ég man hvað hún var skelegg og ákveðin á Sauðár- króki á ættarmóti fyrir tíu árum síð- an. Við stóðum öll á kirkjutorginu í blíðuveðri eftir messu og vorum að slíta mótinu. Læknishúsið gamla blasti við, fyrrum ein höfuðprýði staðarins, en nú í nokkurri niður- níðslu og átti að rífa eða brenna vegna nýrrar byggingar, sem rísa skyldi á lóðínni. „Við björgum húsinu," sagði Magga, „stofnum samtök hér og nú,“ og það gekk eftir. Fengum húsið gefins ásamt fallegri lóð ef við vildum kosta til flutnings og endurbóta á réttan hátt. Húsið stendur nú undir Nöfunum, norðan og ofan við kirkjuna í gömlu gróðrar- stöðinni, sómir sér vel og er í góðum höndum. Arnór bróðir hennar, sem býr á Króknum átti þarna stóran hlut að máli sem og Ottó A. Michels- en, mágur minn. Margrét vann mikið starf á mörg- um sviðum í Svíþjóð. Hún var hús- móðir, borgarstjórnarfulltrúi í Hels- ingjaborg, í forsvari fyrir „Moder- ata“ kvennasamtökin og kom þar fram með ýmsar nýjungar er fram- kvæmdar voru og voru til bóta fyrir bæjarfélagið. Stofnaði kvennalista til þingkosninga með góðum árangri o.m.fl. Jafnframt vann hún að heil- brigðismálum og þjúkrun. íslands- ást hennar var mikil, svo ekki sé talað um hug hennar til Skagafjarð- ar, Króksins og Vigur og þangað fór hún oftast er hún heimsótti landið. Nú er hún komin í sína síðustu ferð og aska hennar jarðsett í kirkju- garðinum á Nöfunum á Sauðárkróki. Fel ég hana Guði á vald og sendi innilegar samúðarkveðjur til fjöl- skyldu og vina. Jóhannes Geir Jónsson listmálari. t Útför VIGDÍSAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Urðarstig 16a, Reykjavík, verður gerð frá kapellunni við kirkjugarð Hafnarfjarðar föstudag- inn 24. júní kl. 13.30. Jarösett verður í Hafnarfirði. Systkini hinnar látnu. t Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts eiginmanns míns, BERGS EYDAL VILHJÁLMSSONAR, Aðalstrœti 71, Patreksfirði. Guð blessi ykkur öll. Guðlaug Fjeldsted og aðrir aðstandendur. MARGRET SIG URÐAR- DÓTTIR HERMANSSON Andlátsfregn Margrétar frænku Sigurðardóttur kom okkur skyldfólki hennar ekki á óvart. Við vissum, að hún hafði átt við variheilsu að stríða síðustu árin — í heimahúsum framan af, þar sem hún naut frábærrar umönnunar og nærgætni eigin- manns síns, Olle Hermansson, mál- flutningsmanns í Helsingjaborg, en þar lést hún á sjúkrahúsi 23. maí sl. 79 ára að aldri. Margrét var elst sonarbarna afa okkar og ömmu í Vigur, séra Sigurð- ar Stefánssonar og Þórunnar Bjarnadóttur, konu hans. Að loknu lögfræðiprófi starfaði Sigurður, fað- ir Margrétar sem lögfræðingur í nokkur ár'á ísafirði og þar fæddist honum og Stefaníu Arnórsdóttur konu hans þeirra fyrsta barn, dóttir- in Margrét og þau næstu þijú: Sig- urður, Stefanía og Arnór. Sigurður var síðan mestan hluta starfsævi sinnar sýslumaður Skagfirðinga, en á ísafjarðarárum hans var náið og gott samband fjölskyldu hans við Vigur, og Margrét dvaldi þar gjarn- an í lengri eða skemmri tíma á sumr- in. Æ síðan hafði Margrét — og raun- ar systkinin öll, hlýjar taugar til ættarstöðvanna vestur við Djúp, þótt vík skildi milli vina eftir að hún giftist út til Svíþjóðar. Að hjúkrunar- námi loknu starfaði hún um tíma á Sjúkrahúsi ísafjarðar. Þá vildi svo til, að Björg húsfreyja í Vigur, frænka hennar, þurfti að gangast undir uppskurð, að vísu ekki alvar- legan, en þó nóg til þess, að við systurnar, þá smástelpur, vorum dálítið hrelldar yfir þessari uppá- komu. Margrét brá sér þá einfaldlega í fáeina frídaga, sem hún átti, heim í Vigur til að vera okkur til halds og trausts og stappa í okkur stálinu. Það tókst henni sannarlega, og ég minnist þess enn, hve glaðværð hennar og hlýja hafði hressandi og upplífgandi áhrif á okkur öll. Þetta var að vorlagi, birta í lofti, æðarfugl- inn farinn að vappa upp á eyjuna í hreiðurleit, náttúran öll að vakna af vetrardróma. Okkur fannst gott að vita mömmu í umsjá þessarar góðu frænku okk- ar. Hlýtt og uppörvandi viðmót eru vafalaust hvað dýrmætastir eðlis- kostir í fari þeirra, sem sinna hjúkr- unarstörfum. En það var ýmislegt fleira en hjúkrunarstarfið á áhugasviði Mar- gTétar. Þegar börnin hennar fjögur voru komin á legg, hellti hún sér út í sveitarstjórnarmál og pólitík í Sví- þjóð. Þótti hún þar hörkudugleg og fylgin sér og gegndi um langt ára- bil fjölda ábyrgðarstarfa á vegum Helsingjaborgar. Henni var umhug- að um, að konur sinntu í auknum mæli almennum þjóðfélagsmálum og stjórnmálum, tækju þar virkan þátt. Hún lét þar ekki sitja við orðin tóm. Jarðneskar leifar Margrétar frænku, Möggu Sigurðar eins og við kölluðum hana jafnan í okkar hópi, verða jarðsettar í íslenskri mold í blóma vorsins norður á Sauðárkróki í fallega kirkjugarðinum uppi á Nöf- unum, þar sem foreldrar hennar hvíla, og Skagafjörðurinn skín við sólu, meðan Tindastóll, Mælifells- hnjúkur og Drangey standa vörð um hið fagra hérað. Það fer vel á því. Þótt hún væri bundin Svíþjóð sterk- um tryggðaböndum í gegnum sína góðu sænsku fjölskyldu, þá varð hún aldrei rótslitinn íslendingur. — Nú er hún alkomin heim. Það eru þijú ár síðan ég hitti Margréti frænku síðast. Þá dvaldi hún í fáeina daga heima í Vigur ásamt Nönnu dóttur sinni, sem um árabil var safnvörður Árbæjarsafns hér heima, en er nú borgarminja- vörður Stokkhólmsborgar. Hún naut þessara daga „heima“, þótt greini- lega væri lífsþróttur hennar og heilsa ekki söm og áður. Við, frænd- fólkið í Vigur, þökkum svo að leiðar- lokum Margréti frænku fyrir góða frændsemi og kynni fyrr og síðar. Eiginmanni hennar og bömum, systkinum og öðrum aðstandendum sendum við innilegar samúðarkveðj- ur. Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.