Morgunblaðið - 23.06.1994, Blaðsíða 20
|iii•1111111iiiiiiiiiim■111111111iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
20 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1994
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Er á tali?
Missir þú a£ viðsklptum?
Símkerfin okkar eru áhrifarík lausn
- og ódýrari en þú heldur!
Mismunandi stærðir
Alhliða
símaþjónusta
Ymsir valmöguleikar:
■ Langlínulæsing
■ Símfundir
■ Hringiflutningar innanhúss
og í heima- og bílasíma
■ Tengimöguleikar f. útvarp
hátalarakerfi, dyrasíma,
neyðarkerfi o.fl.
■ Skilaboða- og kallkerfi
B Og margt fleira!
SÍNWIRKINN
Símtczki fi.f.
Hátúni 6a, sími 614040
Allar gerðir símtækja
símsvara o.fl.
..................................
Það er ódýrara að
selja bílinn hjá okkur! {
20% lægrí sölulaun, einfrí auglýsing í Morgunblaðinu,
góður sýningarsalur, ekkert innigjald, mjög gott útisvæði. :
Seljum nokkra bíla á tilboðsverði.
Greiðslukjör við allra hæfi.
Saab OOOi, árg. '87, 5 gíra, ek. 114 þús. km., Mazda 626 GLX 2.0I, órg. '89, sjálfsk.,
sóllúga, álfelgur. Tilboösverð 600.000,-. ek. 115 þú. km. Tilboðsverð 600.000,-.
MMC Colt 1.5, árg. '88, 5 gíra, vökvast Toyota Celica Supra, árg. '85, sjálfsk.,
ek. 82 þús. km. Tilboðsverð 400.000,-. ek. 91 þús. km. Tllboösverð 590.000,-.
Renauft19 RTI,árg.‘83,5gíra,ek.22þús.km.,8ÓI- Skoda Forman, árg. *93,5 gtra, ek. 15 þús. km.,
lúga,átfeig.,Qstsamlæs.o.fl.Verö 1 >120.000,-. átfelgur, dráttarbeisli o.fl. Verð 780.000,-.
MMC Galant GLSl 4x4, árg. '92,5 glra, ek. 31 Suzuki Swift GU, árg. '91,5 glra, ek.
þús. km„ álfelgur, sóllúga. Verð 1.650.000,-. 31 þús. km. Tilboflsverð 690.000,-.
OPIÐ LAUGARDAGA 10-16
fAv.
BÍLASALAN
HÚSGAGNA-
HÖLLIN
___ g __________ W
l S HÖFÐABAKKI 3
.? ----------—--- m
©91-879333!
HÖFÐABAKKA 9
112 REYKJAVÍK
Sumartónleikar
í Skálholti að hefjast
SUMARTÓNLEIKAR verða í Skálholti í júlí og ágúst og mun
tónlistarfólkið á myndinni koma við sögu.
NÚ ERU Sumartónleikar í Skál-
holtskirkju, þessi árlega tónlistar-
hátíð að hefjast í 20. sinn. Sumar-
tónleikarnir hafa verið starfræktir
frá árinu 1975 svo næsta sumar,
árið 1995, verður haldið upp á 20.
afmælisár þeirra. Um helgar í júlí
og byrjun ágúst verður boðið upp
á tónleika á þeim sögufræga stað
sem Skálholt er. Sumartónleikamir
hafa einkum verið vettvangur bar-
okk- og nútímatónlistar og verða
það einnig nú.
Margir góðir tónlistarmenn
munu koma við sögu í sumar.
Staðartónskáld þessu sinni er Mist
Þorkelsdóttir og af öðru listafólki
mætti nefna semballeikarana Helgu
Ingólfsdóttur, Guðrúnu Óskarsdótt-
ur og Önnu Magnúsdóttur. Bach-
sveitin verður á sínum stað en hún
gaf út sinn fyrsta geisladisk í fyrra.
Þeir erlendu listamenn sem þátt
taka að þessu sinni eru: Hollenski
fiðluleikarinn Jaap Schröder,
sænski fiðluleikarinn Ann Walls-
tröm, Ulf Söderberg orgelleikari,
Laurence Dreyfus cellóleikari og
Manuela Wiesler flautuleikari.
Tvö námskeið á vegum Sumar-
tónleikanna verða í lok júní. Ian
Partridge mun veita leiðsögn í bar-
okksöng dagana 26.-29. júní og
28.-30. júní mun Jaap Schröder
veita tilsögn í leik á barokkfiðlu.
Fyrirlestrar um ýmís hugðarefni
verða kl. 13.30 á laugardögum og
tvennir tónleikar þar á eftir kl. 15
og 17. Aðrir laugardagstónleikamir
em svo endurfluttir kl. 15. á sunnu-
dögum en kl. 17. verða messur með
tónlistarívafi.
Dagskrá sumartónleikanna að
þessu sinni verður eftirfarandi:
Fyrsta helgi, 2. og 3. júlí.
Laugardaginn 2. júlí fjallar hol-
lenski fiðluleikarinn Jaap Schröder
um sónötur J.S. Bachs fyrir fiðlu
og sembal en síðan mun hann ásamt
Helgu Ingólfsdóttur semballeikara
fiytja þær allar sex. Fyrstu þrjár á
fyrri tónleikum laugardagsins og
þær seinni þijár á síðari tónleikun-
um. Þá verða fjórar sónötur endur-
teknar á tónleikum sunnudagsins.
Messa verður kl. 17 með þáttum
úr tónverkum helgarinnar og ein-
leik Jaap Schröders.
Önnur helgi, 9. og 10. júlí.
Önnur helgi Sumartónleikanna
hefst með því að sr. Guðmundur
Óli Ólafsson sóknarprestur í Skál-
holti flytur erindi: „Hús Guðs og
helgur söngur". Kl. 15 leika Ann
Wallström fiðluleikari og Ulf Söder-
berg orgelleikari ítölsk verk frá 17.
öld og síðan mun Bachsveitin í
Skálholti ásamt einleikurum flytja
hljómsveitarverk og einleikskon-
serta eftir J.S. Bach, H.I.F. Biber
og G.F. Hándel. Á sunnudagstón-
leikunum verður úrval úr efnis-
skrám laugardagsins endurflutt.
Messa með þáttum úr tónverkum
helgarinnar verður kl. 17.
Þríðja helgi, 16. og 17. júlí.
Þriðju helgina verða eingöngu
flutt verk eftir J.S. Bach. Enn er
það Bachsveitin sem mætt er til
leiks en nú ásamt söngvurum og
undir handleiðslu Laurence Dreyf-
us. Laugardaginn 16. júlí kl. 13.30
heldur Laurence Dreyfus fyrirlestur
um kantötur Bachs en á tónleikum
kl. 15 leikur hann Svítur nr. II og
III fyrir celló, á barokkcelló. Kl. 17
verða kantötur BWV 5 og 42 og
mótetta BWV 228 á dagskrá.
Sunnudaginn 17. júlí verða endur-
fluttar svítur fyrir celló eftir J.S.
Bach. Helginni lýkur með kantötu-
messu kl. 17.
Skálholtshátíð stendur yfir helg-
ina 23. og 24. júlí.
Fjórða helgi, 30. og 31. júlí.
TVær listakonur, Mist Þorkels-
dóttir staðartónskáld og Manuela
Wiesler flautuleikari, forma fjórðu
helgi Sumartónleikanna. Þorkell
Sigurbjömsson flytur erindi að
þessu sinni: „Fyrri menn er fræðin
kunnu". Verk eftir Mist Þorkels-
dóttur fýlla tvær dagskrár laugar-
dagsins. Kl. 15 verða flutt kammer-
verk og nokkur þeirra frumflutt.
Kl. 17 verður trúarleg tónlist, m.a.
frumflutningur verks við nýjan sálm
Sigurbjörns Einarssonar. Gunn-
steinn Ólafsson mun stjóma kamm-
erkór. Kl. 21.30 sama dag mun
Manuela Wiesler flytja verk tileink-
uð henni eftir Bo Andersen og
Hjálmar Ragnarsson auk verka frá
18. öld. Á tónleikum sunnudagsins
leikur Manuela Wiesler verk eftir
Bo Andersen, Hjálmar Ragnarsson
o.fl. Kl. 17 verður messa með flutn-
ingi trúarlegra verka eftir Mist
Þorkelsdóttur.
Fimmta helgi, 6. og 7. ágúst.
Fimmta helgi Sumartónleikanna
og sú síðasta hefst laugardaginn
6. ágúst kl. 13.30 með erindi Þor-
steins Gylfasonar: „Er tónlist mál?“
Kl. 15 flytur Sönghópurinn Hljóm-
eyki fjölradda kirkjuverk frá Bret-
landi og kl. 17 leikur Guðrún Ósk-
arsdóttir semballeikari sembaltón-
list frá 17. öld eftir Chambonniér-
es, D’Anglebert og L. Couperin.
Sunnudaginn 7. ágúst leikur Guð-
rún Óskarsdóttir einleik á sembal
og í messunni mun sönghópurinn
Hljómeyki flytja trúarleg verk.
Aðgangur að Sumartónleikunum
í Skálholtskirkju er ókeypis og
bamagæsla er á staðnum. Veitingar
em seldar í Skáiholtsskóla.
Aðstandendur óska gestum í
sumar góðra stunda.
Vandað-ur og sparneytinn 5 dy
1 Beinskiptur/sjálfskiptur
SUZUKIBÍLAR HF
SKEIFUNNI 17 - SlMI 68 51 00
Vökvastýri
M.. :& ^