Morgunblaðið - 23.06.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.06.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1994 31 MIIMNIIMGAR hjálpar öðrum og hugsaði þá aldrei um eigin hag, hlúði að þar sem þörfin kallaði hverju sinni með dyggri aðstoð Eiríks. Þannig tókst þeim saman að umbera hið óumflýj- anlega án þess að láta bugast. Það sýnir gerð Ásu að þegar sonur hennar var jarðsettur í Danmörku óskaði hún þess að íslensk mold yrði flutt utan og látin í legstað hans; sú ósk hennar var uppfyllt. Við Rannveig, sem getum því miður ekki fylgt Ásu vinkonu okk- ar síðasta spölinn, þökkum henni löng og góð kynni, órofa tryggð og vináttu. Hugur okkar er hjá þeim feðgum, Eiríki og Eyvindi, tengdabörnum hennar og barna- börnum, auk systkina og annarra ástvina. Við biðjum þeim blessunar Guðs og þess æðruleysis sem hún sjálf átti svo mikið af. Kristinn Kristmundsson. Þeim fer nú fækkandi húsmæðr- unum sem bjuggu að Laugarvatni þegar ég kom þangað til starfa. Ein þeirra var Ásbjörg Teitsdóttir en hún hefur nú kvatt, langt um aidur fram. Hún var frá Eyvindar- tungu, næsta bæ við Laugarvatn, og gift Eiríki Eyvindssyni frá Útey. Þau höfðu mæst á miðjum vegi á milli nágrannabæja og sest að á Laugarvatni. Þar byggðu þau sér hús og eignuðust þijú myndarleg börn. Þegar vorsólin virtist verma vanga þeirra sem heitast, knúði sorgin dyra. Með stuttu millibili misstu þau tvö af börnum sínum, Teit og Sigríði sem bæði voru gift og áttu börn. Ása var ein af þessum yfirlætis- lausu og hæglátu húsmæðrum sem vinna verk sín í hljóði, með fórn og ósérhlífni. Þegar bróðir Ásu sem býr í Eyvindartungu varð fyrir þeirri miklu sorg að missa konu sína frá þremur börnum, var rómað hve Ása hefði reynst honum og börnunum vel. Vegna starfs Eiríks sem var eril- samt, en hann er framkvæmda- stjóri sameigna skólanna á Laugar- vatni, varð Ása fyrir miklu ónæði af símhringingum og öðru sem fylgir umsvifamiklu starfí. Ávallt svaraði hún með sömu ró og góð- mennsku hvort sem kvabbið barst snemma að morgni eða seint að kveldi. Ása var fríð kona og höfðingleg þegar hún birtist á mannamótum og tekið var eftir henni fyrir mynd- arskap. Margir fundir vegna sam- eigna skólanna voru haldnir á heimili Ásu. Að setjast að kaffi- borði hjá henni var sérstök athöfn sem ekki gleymist. Allar veitingar unnar með nostursemi af henni sjálfri, þar var hvorki blettur né hrukka á neinu. Gestum leið vel í návist Ásu, hún var hlý og um- hyggjusöm og vakandi yfir að svo mætti vera. Allur ytri búnaður heimilisins var fágaður og bar vott um afburða snyrtimennsku, jafnvel stéttin fyrir utan húsið svo fáguð að maður tímdi varla að ganga innfyrir garðshliðið á skónum. Yfir allan glæstan umbúnað gnæfði Ása sjálf hæst með hlýju handtaki og aðlaðandi viðmóti. Ég þakka Ásu allar ógleyman- legar stundir er ég naut á heimili hennar. Um leið votta ég nánustu aðstandendum hennar djúpa hlut- tekningu. Guð blessi minningu Ásbjargar Teitsdóttur. Jensína Halldórsdóttir, fyrrv. skólastjóri. Þegar síminn hringdi seint um kvöld og ég heyrði að systir mín var á línunni, grunaði mig strax hvert erindið væri. Hún Ása frænka var dáin. Eftir mikla baráttu við erfíðan sjúkdóm þurfa slíkar fréttir ekki að koma á óvart, en samt er alltaf erfítt að missa góðan ástvin, eins og Ása frænka var. Minningarnar þyrlast upp og söknuður ríkir í hjartanu. Ása, eða Ásbjörg eins og hún hét fullu nafni, var elsta systir ömmu minnar, og strax sem lítil stelpa fann ég hvað þeim þótti vænt hvorri um aðra, svo mér þótti líka vænt um Ásu frænku á Laugarvatni. Það var líka auðvelt, eins hlý og góð kona og hún var. Það var svo gaman að fara þang- að í heimsókn sem barn. Það var alveg eirís og ég ímyndaði mér út- lönd að sjá tijágróðurinn og vatnið og fallega, gróna garðinn hennar Ásu. Og ekki spillti fyrir að fá að sofa uppi á lofti og leika sér að dótinu sem Ása átti alltaf tiltækt handa börnum sem komu í heim- sókn. Ég man tilhlökkunina þegar kassi kom frá Laugarvatni fyrir jólin, fullur af góðgæti og alls kyns glaðningi. Og ég man eftir heimsókn Ásu og Eiríks, manns hennar, til okkar að Hjarðarfelli að sumarlagi. Það var ákveðið að fara með Baldri út í Flatey, en ég átti að vera eftir heima, þar sem það þótti of langt ferðalag fyrir litla stelpu. Eins og börnum hættir til var ég döpur í bragði yfir þessu og Ásu og Éiríki rann það svo til riija, að fyrir þeirra tilstilli fékk ég að koma með. Ég man líka þegar ég var 14-15 ára í skólaferðalagi um Suðurland. Það átti að fara í sund á Laugar- vatni, en ég fékk leyfi kennarans til að heimsækja Ásu og Eirík á meðan. Mér var tekið opnum örm- um og ekki um annað talandi en að gefa mér allt það besta sem til var i búrinu. Kennarinn var orðinn hálfórólegur þegar ég loks birtist södd og sæl eftir heimsóknina. Seinna, eftir að ég giftist og flutti austur á land, reyndum við hjónin að heimsækja Ásu ef við vorum á ferðinni um Árnessýslu. Þar áttum við alltaf gott athvarf. Og Ása fylgdist með fæðingu barn- anna okkar og sendi þeim gjafir, því alltaf var hún að hugsa um aðra og vildi gleðja alla, éinkum börn, því þau skipuðu sérstakan sess í hjarta hennar. Hún var alltaf að senda mömmu hverabrauð sem hún bakaði niður við Laugarvatn, eða heimatilbúna sultu úr rifsbeijum úr garðinum eða blábeijum sem hún tíndi sjálf. Allt var þetta svo gott og fínt hjá henni. Lífið var samt ekki alltaf dans á rósum hjá þeim Ásu og Eiríki. Fyrir nokkrum árum misstu þau tvö af þremur börnum sínum, með fárra ára millibili, þau Teit og Sig- ríði Erlu. Eftir lifir Eyvindur, yngsti sonur þeirra. Þau létu þó ekki bug- ast við slíkt mótlæti og breiddu elsku sína enn frekar yfir ástvini sína. Það eru því margir sem eiga um sárt að binda, nú þegar Ása er farin. Við Erlendur vottum þér, Eirík- ur, og öðrum ástvinum Ásu, okkar innilegustu samúð. Guð blessi minningu Ásu frænku. Þorbjörg Gunnarsdóttir. Elsku Ása, þakka þér fyrir sam- veruna. Við systkinin komum inn í fjölskylduna þegar móðir okkar, ung ekkja með þijú böm, giftist Jóni Teitssyni í Eyvindartungu. Tæpu ári síðar dó mamma. Við kynntumst því strax hvern mann þú hafðir að geyma. I mörg ár eft- ir að mamma dó komst þú a.m.k. einu sinni í viku til okkar, eldaðir góðan mat, bakaðir, gerðir hreint húsið, og þvoðir þvottinn okkar. Heimili þitt stóð okkur opið sem okkar eigið. Þú hugsaðir alltaf svo vel um ömmu. Þakka þér fyrir alla umhyggjuna seint og snemma. Orð Jesú í Matt. 25:34-40 eiga svo sannarlega við um þig: „Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, sjúkur var ég og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín.“ Þannig var lífsstarf þitt, þú lifð- ir mest fyrir aðra eins og Eiríkur sagði við kistuna þína. Eiríkur, þú stóðst henni við hlið í öllu þessu. Þakka þér fyrir. Guð blessi ykkur Eirík og Eyvind og styrki ykkur í sorginni. Sigurður, Laufey og Helga. Fleiri minningargreinar um Ásbjörgu Teitsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. t Jarðarför SIGRÍÐAR STEFÁNSDÓTTUR fyrrverandi húsmóður á Sjónarhóli, Vatnsleysuströnd, síðar Rauðarárstíg 9, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 23. júní kl. 15.00. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Ásdís Erlingsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL SVEINSSON frá Stóru-Tungu, Bárðardal, Bröttuhlíð 17, Hveragerði, verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 25. júní kl. 14.00. Sigríður Jónsdóttir, Birgir Pálsson, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Geirþrúður Pálsdóttir, Sveinn Pálsson, Sigrún Arndal, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi ÓLI VESTMANN EINARSSON prentari, Hagamel 20, Reykjavík, sem lést á gjörgæsludeild Borgarspítal- ans 19. júní, verður jarðsunginn frá Neskirkju á morgun, föstudag 24. júní, kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavend. Jóna Einarsdóttir Álfheiður Óladóttir, Skúli Nilsen, Eygló Björk Óladóttir, Kristinn Þorsteinssqn, Sigrún Óladóttir, Ingimundur Hákonarson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS ENOK GESTSSON, Ofanleiti 15, Reykjavík, sem lést í Landspítalanum 13. júní sl., verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 24. júnf kl. 13.30. Sesselja Gunnarsdóttir, Sævar Magnússon, Stefanía Guðmundsdóttir, Theodór Magnússon, Helga M. Guðmundsdóttir, Brynjar Ómar Magnússon, Gunnar Magnússon, Snjólaug Nielsen og barnabörn. Tjaldadagar í Skátabúðinni Alla fimmtudaga í sumar sýnum við þær 49 tegundir af tjöldum sem fást í Skátabúðinni. Þá færðu tjaldið sem þig vantar með allt að 10% staðgreiðsluafslætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.