Morgunblaðið - 23.06.1994, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Tekur myndir
fyrir tímarit
í Boston
KATRÍN Elvarsdóttir lauk námi
úr Listaháskóla í Boston árið 1992
og hefur unnið við tískuljósmynd-
ún í Boston og París. Hún tekur
að sér allskyns verkefni á því sviði
og hafa ljósmyndir hennar m.a.
birst í nokkrum tímaritum í Bos-
ton.
„Eftir að ég útskrifaðist var ég
dugleg við að ganga á milli fyrir-
tækja og sýna ljósmyndamöppuna
mína. Þegar ég fór síðan að fá
úthlutað verkefnum varð auðveld-
ara að koma sér að. Markaðurinn
í tískuljósmyndun í Boston er það
lítill að eftir að maður er búinn
að fá birtingu nokkrum sinnum
hefur maður fest sig nokkurn veg-
inn í sessi, að því gefnu að eitt-
hvað sé í það varið.“
Katrín hyggst dvelja í Boston
allavega á næstunni eða þar til
eiginmaður hennar Kristinn R.
Þórisson hefur lokið námi. Eftir
það er allt óráðið.
Efst til vinstri má sjá ljósmynd
Katrínar sem hún tók fyrir
tímaritið „Stuff Magazine" en
innfellda myndin er af búðar-
gluggaútstillingu sem unnin
var eftir ljósmyndinni. Myndin
til hægri sýnir aprílhefti „Stuff
Magazine" en ljósmynd Katrín-
ar prýðir forsíðuna.
FOLK
George Michael tapar
dómsmáli gegn Sony
►GEORGE Michael tapaði máli
sem hann höfðaði fyrir dómstól-
um í Bretlandi til að reyna að
losna undan samningi sínum við
útgáfufyrirtækið Sony. Líklegt
er að réttarhöldin hafi kostað
poppstjörnuna um 320 milljónir
ísl. króna. Astæðan fyrir máls-
höfðuninni var sú að hann taldi
samninginn hefta listamanns-
frelsi sitt og hann fengi of lágt
hlutfall af hagnaðinum í sinn
hlut. George Michael samdi við
Sony til fimmtán ára, árið 1988.
Við réttarhöldin kom það fram
að Michael taldi Sony ekki hafa
stutt við bakið á sér sem skyldi
þegar hann reyndi að varpa af
sér kyntáknsímyndinni og segja
skilið við gelgjupoppið árið 1990.
Þegar hann hefði neitað að gera
tónlistarmyndbönd við plötuna
„Listen Without Prejudice,"
hefði það valdið því að Sony hefði
ekkert sinnt henni í kynningum
sínum og með því hefði Sony
hreinlega „drepið" plötuna.
Dómarinn sagði í dómsúrskurði
sínum að hann teldi forsendur
samningsins frá árinu 1988 full-
nægjandi og skilmálar hans væru
að öllu leyti raunsæir og sann-
gjarnir.
A fréttamannafundi sem hald-
inn var eftir dómsúrskurðinn
sagðist George Michael ætla að
áfrýja dómnum og halda áfram
baráttunni fyrir réttindum tón-
listarmanna sem væru arðrændir
George Michael á gelgjuárum
sínum sem poppari.
af stórum útgáfufyrirtækjum.
Hann sagði kjarna málsins vera
þann að tónlistarmenn hefðu
engin réttindi, jafnvel ekki til að
segja upp og fæstir hefðu tíma
eða efni til þess að standa fyrir
máli sínu eins og hann væri að
gera. „Jafnvel þó að ég semdi,
spilaði og borgaði fyrir tónlist
mína, myndi ég aldrei eiga neitt
í henni,“ sagði Michael við frétta-
menn. David Hughes talsmaður
hljómplötufyrirtækisins EMI
sagði hinsvegar að enginn hefði
hagnast á sigri Michaels: „Það
hefði verið þungt högg fyrir tón-
listariðnaðinn."
GEORGE Michael á leið til réttarhaldanna.
Á morgun: Veröld Waynes 2
ÞETTA ER NÁTTÚRULEGA BILUN EN WAYNE OG
GARTH ERU MÆTTIR AFTUR.
HÁSKÓLABÍÓ, BORGARBÍÓ AKUREYRI,
WAYNESTOCK.
LIÐ Flugleiða, efri röð frá vinstri: Einar Guðlaugsson einnig liðs-
stjóri, Gylfi Magnússon og Sturla Frostason. Neðri röð frá vinstri:
Ómar Arason, Þorsteinn Geirharðsson og Snorri Ómarsson.
Héldu
uppi merki
Islands
►FLUGLEIÐIR sigruðu í Evr-
ópukeppni flugfélaga í golfi
sem haldin var á Oberaula-golf-
vellinum í Þýskalandi 17. júní
síðastliðinn. Þetta var frækileg-
ur sigur því til þessa hafa stóru
flugfélögin verið allsráðandi í
keppninni. Það sem gerði sigur-
inn jafnvel enn sætari var að
flugfélagið Cargolux lenti í
öðru sæti en Islendingar voru
í meirihluta í keppnisliði þeirra.
Þorsteinn Geirharðsson úr liði
Flugleiða gerði sér síðan lítið
fyrir og sigraði einstaklings-
keppnina. Sturla Frostason
söng við góðar undirtektir á
lokaathöfninni. Það vekur at-
hygli að í liði Flugleiða voru
feðgar, þeir Omar Arason og
Snorri Omarsson.