Morgunblaðið - 07.08.1994, Síða 1

Morgunblaðið - 07.08.1994, Síða 1
72 SIÐUR B/C 176. TBL. 82. ÁRG. SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ^ Morgunblaðið/Árni Sæberg A Ströndum Bandaríkjamenn sakaðir um að standa á bak við andóf í Havana Kastró hótar að opna allar flóðgáttir á Kúbu Havana. Reutei. „Þjófnaðir og rán hf.“ BRASILÍSKUR bílaþjófur, Robson Augusto do Nascimento Araujo, í Sao Paulo sérhæfði sig í að stela dýrum BMW-bílum og reyndi ekkert að sigla undir fölsku flaggi. Hann auglýsti starf sitt með því að dreifa nafnspjöldum þar sem hann gaf upp starfsheitið „þjóf- ur“. Fyrirtækið nefndist „Þjófnaðir og rán hf.“ við Glæpagötu 666, Þrjótagörð- um. „Á 12 ára ferli mínum hef ég aldr- ei kynnst annarri eins ósvífni," sagði lögreglustjóri Sao Paulo. Krúnurökuð í flotaskóla CITADEL-flotaskólinn bandaríski í Suður-Karólínu hefur verið skikkaður til að taka við konu í fyrsta sinn í 162 ára sögu stofnunarinnar. 19 ára stúlka, Shannon Faulkner, vann mál gegn skól- anum sem ætlaði að hafna henni vegna kynferðis. Faulkner fær í sumum efn- um sérstaka meðhöndlun, þarf t.d. ekki að ljúka nema 18 armbeygjum á tveim minútum en ekki 40 beygjum eins og karlarnir. Hún þarf ekki að sofa í svefn- skála með hinum nemendunum 2.000, fær inni í sjúkraskýlinu. Oljóst er hvort því verður læst að næturlagi. Eitt verð- ur Faulkner, sem er með sítt, dökkt hár, þó að sætta sig við: Hún verður krúnurökuð — ella gæti hún að sögn lögmanns skólans ekki samlagast öðr- um nemendum. Kreppa tær - og skrökva KÖNNUN sem gerð var við háskólann í Utah undir stjórn dr. Charles Honts hefur valdið efasemdum um áreiðan- leika lygamæla en lengi hefur verið vitað að hægt er að beita þá ýmsum brögðum. 100 manna hópur var látinn „stela“ verðmætri mynt, síðan fengu 80 þeirra þjálfun I að leika á mælinn. Samkvæmt gildandi lygamælafræðum sýnir saklaust fólk streitueinkenni þeg- ar það svarar stöðluðum gátspurning- um eins og „Hefurðu nokkurn tíma skrökvað eftir að þú varðst fullorð- inn?“ Hont sagði þátttakendum að þeg- ar gátspurningarnar væru bornar upp ættu þeir að bíta í tunguna, kreppa tærnar eða telja aftur á bak í hugan- um, byija á nógu hárri tölu! Þetta tókst með ágætum; hálftíma þjálfun nægði til þess að helmingurinn slapp í gegn. FIDEL Kastró Kúbuforseti segir að Banda- ríkjamenn reyni að grafa undan stjórn sinni með stöðugum undirróðri og hafi stjórnvöld í Washington stutt „fimmtu herdeild“ er efni til óeirða í landinu. Að undanförnu hafa Kúbverjar, sem vilja komast úr landi, rænt þrem ferjum og á fimmtudag féllu tveir lögreglumenn í átökum við ferjuræn- ingja. Kastró segir Bandaríkjastjórn amast við löglegum innflytjendum frá Kúbu en nota alla flóttamenn í áróðursskyni. Hann hótaði á föstudag að opna allt upp á gátt og leyfa þeim að fara sem vildu en heimildar- menn telja að þá myndu hundruð þúsunda manna reyna að komast til Bandaríkjanna. Átök urðu í höfuðborginni Havana á föstu- dag, tugir manna köstuðu gijóti í lögreglu og brutu rúður í verslunum og hóteli. Talið er víst að óeirðinar tengist feijuránunum. Árið 1980 leyfði Kúbustjórn skyndilega um 100.000 manns að fara úr landi og sök- uðu Bandaríkjamenn Kastró m.a. um að hafa notað tækifærið til að losna við alla glæpamenn úr fangelsum og senda þá til andstæðinga sinna. Kúbverjum hampað Hart hefur verið deilt í Bandaríkjunum undanfarna mánuði um flóttamenn frá Ha- ítí sem flýja ógnarstjórn og sárafátækt í landi sínu en þeim er að jafnaði snúið við reyni þeir að komast inn í landið. Vegna áhrifa samtaka kúbverskra innflytjenda í Bandaríkjunum fá allir flóttamenn frá Kúbu hins vegar búsetuleyfi en Kastró segir að Bandaríkjastjórn notfæri sér flóttafólkið til að reka áróður gegn kommúnistastjórninni í Havana. „Það skiptir þá engu máli þótt fólk ræni flugvél, bát eða fleka, þótt fólk drukkni, það sem skiptir þá máli er áróður- inn,“ sagði Kastró á fundi með fréttamönn- um í sjónvarpi. Efnahagsþrengingat' í kjölfar hruns Sovétríkjanna, bakhjarls Kastrós, sverfa æ meir að almenningi og viðskiptabann Banda- ríkjanna, sem staðið hefur í meira en þtjá áratugi, bætir ekki úr skák. Borið hefur á hörgulsjúkdómum á'eyjunni og skortur er á ýmsum brýnum nauðsynjum. Flóttamönn- um hefur því ijölgað verulega síðustu árin. í sl. mánuði sökk dráttarbátur, sem flótta- menn höfðu rænt, eftir árekstur við gæslu- skip og drukknuðu 32. Stjórnvöld segja að um slys hafi verið að ræða en ekki ásetning en Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði at- burðinn dæmi um „fantaskap" Kúbustjórn- ar. Stríðsárasafn á Reyðarfirði Hulunni svipt aff yfirborði Mars 16 VIÐSKIPTI/AT VINNULÍF BETRA SEINT ENALDREI i s Fjársfóöur Islands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.