Morgunblaðið - 07.08.1994, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Skuldir Svía aukast
með ógnarhraða
baksvið
Ríkisfjármálin eru mál málanna í Svíþjóð
í dag segir Steingrímur Sigurgeirsson
en kosningar verða haldnar í Svíþjóð í
næsta mánuði. Þrátt fyrir að stjómin hafí
skorið niður meira en hún ætlaði sér í
upphafi Iqortímabils nægir það ekki til.
Sænska kerfíð virðist stefna í þrot.
URBAN Backström seðlabankasfjóri og Ann Wibble fjármála-
ráðherra sitja fyrir svörum I þinginu.
Miklar vaxtahækkanir
og ör skuldasöfnun
ríkisins eru það sem
mest er um rætt í
Svíþjóð fyrir kosningarnar í næsta
mánuði. Þrátt fyrir töluverðan
hagvöxt og mikinn útflutning ein-
kennist efnahagsmálaumræðan
af neikvæðni og áhyggjum varð-
andi framtíðina. Nær allir stjóm-
málamenn eru sammála um að
stórhættulegt væri að auka ríkis-
útgjöld frá því sem nú er og þora
því ekki að gefa út nein kosninga-
loforð. Kosningarnar munu ekki
snúast um það hvort skera beri
niður heldur væntanlega öðru
fremur um það hveijir eigi að
axla byrðarnar.
Helsta hættumerkið í sænsku
efnahagslífi er hversu opinberar
skuldir aukast gífurlega hratt.
Skuldir sænska ríkisins nema um
þessar mundir um 1.300 milljörð-
um króna (sem samsvarar tæp-
lega 12 þúsund milljörðum ís-
lenskra króna) og áætlaður fjár-
lagahalli þessa árs er um 160
milljarðar. Þegar allt hefur verið
týnt til er því búist við að lánsfjár-
þörf sænska ríkisins verði 206
milljarðar á þessu fjárlagaári. Á
síðasta ári nam fjárlagahallinn
193 milljörðum eða um 13% af
þjóðarframleiðslu. Heildarskuldir
hins opinbera nema nú rúmlega
80% af þjóðarframleiðslu og búist
er við að þær fari yfir 100% mark-
ið á næsta ári.
Þetta hrikalega ástand ríkis-
fjármála Ieiddi til þess fyrr í sum-
ar að margir stórir fjárfestar, með
Bjöm Wolrath, forstjóra Skandia,
í broddi fylkingar, byijuðu að
sniðganga ríkisskuldabréf með
þeim afleiðingum að vextir hækk-
uðu verulega og hafa haldist háir.
Skuldbindingar umfram
afkastagetu
Urban Báckström, seðlabanka-
stjóri Svíþjóðar, greindi í síðasta
mánuði fjárlaganefnd sænska
þingsins frá stöðu efnahagsmála.
Hann var ómyrkur í máli. Ef
gengið væri út frá þeirri forsendu
að vaxtastigið héldist óbreytt frá
því sem nú er myndi hagvöxtur á
næsta ári verða tæplega tvö pró-
sent í stað þriggja prósenta, líkt
og spáð hefur verið til þessa. Ári
síðar yrði hagvöxtur kominn niður
í rétt rúmlega eitt prósent. At-
vinnuleysi myndi aukast verulega
og skatttekjur ríkisins dragast
saman með þeim afleiðingum að
staða ríkissjóðs myndi versna um
tugi milljarða sænskra króna á
ári.
Lagði hann ríka áherslu á nauð-
syn þess að ríkisútgjöld yrðu skor-
in verulega niður. Vaxtakreppuna
sagði hann að mestu heimatilbúna
og eina leiðin til að lækka lang-
tímavexti væri að koma ríkisfjár-
málunum í betra horf. Markmiðið
væri jöfnuður í ríkisfjármálum og
því markmiði bæri að ná fyrst og
fremst með niðurskurði en ekki
skattahækkunum. „Skuldbinding-
ar hins opinbera hafa einfaldlega
verið of umfangsmiklar miðað við
hverju efnahagslífið getur staðið
undir,“ sagði Báckström.
Vextir haldast háir
Anne Wibble fjármálaráðherra
sat einnig fyrir svörum hjá nefnd-
inni og tók í svipaðan streng og
seðlabankastjórinn. Hún sagði að
það versta sem gæti gerst væri
að vextir héldust háir út allt næsta
ár. Þá myndi draga úr fjárfesting-
um, húsbyggingum, einkaneyslu
og í raun þjóðarframleiðslunni í
heild sinni. Ef hagvöxtur yrði pró-
sentustigi lægri en áætlað er
myndu skatttekjur dragast saman
og útgjöld vegna atvinnuleysis-
bóta aukast um allt að tólf millj-
arða króna. Þá myndu háir vextir
auka greiðslubyrði ríkisins af lán-
um um aðra tólf milljarða. Jafn-
vel þó að vextir myndu byija að
lækka þegar í haust myndu vaxta-
hækkanirnar í vor og sumar hafa
slæm áhrif á afkomu ríkissjóðs,
sagði Wibble.
Ríkisstjórnin hefur fylgt
strangri aðhaldsstefnu allt kjör-
tímabilið og ríkisútgjöld verið
skorin töluvert niður, raunar
meira en stjórnin ætlaði sér í
upphafi kjörtímabils. Haustið
1992 náðist þar að auki þverpóli-
tísk samstaða um verulegan
niðurskurð á mörgum sviðum,
t.d. varðandi lífeyrisskuldbind-
ingar. Nú er aftur á móti komið
í ljós að allar aðgerðir til þessa
duga skammt. Hefur jafnvel ver-
ið bent á að þótt allar niðurskurð-
artillögur stjórnarinnar (sem
ganga undir nafninu Nathalie-
áætlunin) myndu ná fram að
ganga næmi fjárlagahallinn rúm-
lega níu prósentum af þjóðar-
framleiðslu út öldina, ef hagvöxt-
ur á sama tíma væri 2%.
Hátekju- og
fjármagnsskattur
Carl Bildt forsætisráðherra
óskaði fyrir skömmu eftir því við
Ingvar Carlsson, formann Jafnað-
armannaflokksins og fyrrum for-
sætisráðherra, að þeir myndu gefa
út sameiginlega viljayfirlýsingu
um ríkisfjármálin. Þetta boð var
sett fram með óformlegum hætti
á bak við tjöldin en Carlsson gerði
það opinbert og sagðist hafna
samstarfi við hægrimenn. Jafnað-
armenn hafa raunar gefið út
nokkuð misvísandi yfirlýsingar
um ríkisfjánnálin. Göran Persson,
talsmaður þeirra í ríkisfjármálum
og fjármálaráðherraefni, boðaði
þannig að jafnaðarmenn myndu
leggja fram tillögur í ríkisfjármár-
um þann 19. ágúst en þá verður
kosningastefnuskrá þeirra gefin
út. Carlsson lýsti því hins vegar
yfir skömmu síðar að engin þörf
væri á slíku. Tillögur flokksins til
þessa nægðu til að koma Svíþjóð
út úr kreppunni. Hafa jafnaðar-
menn m.a. lagt til 20 milljarða
króna „örvunaraðgerðir" sem
myndu að þeirra mati skapa 90
þúsund ný atvinnutækifæri og þar
með draga úr fjárlagahallanum.
Þá hafa þeir lagt til minniháttar
niðurskurð í varnar- og landbún-
aðarmálum.
Jafnaðarmenn virðast einnig
ætla að heyja kosningabaráttu
sína á þeim nótum að „fjármagns-
eigendur“ og hinir betur stæðu
eigi að bera hitann og þungann
af því að ljármagna ríkissjóðshall-
ann. Þeir hafa boðað hátekjuskatt
á tekjur yfir 200 þúsund krónur
á ári (um tvær milljónir íslenskra
króna) og hækkun fjármagns-
skatta.
Ekki „breiðu bökin“
Það er þó fátt sem bendir til
að það verði í raun „breiðu bökin“
sem beri byrðarnar, ef þessar til-
lögur verða framkvæmdar. Anita
Lignell Du Rietz, við þjóðhag-
fræðideild Handelshögskolan í
Stokkhólmi, ritaði fyrir skömmu
grein í dagblaðið Dagens Nyhet-
er, sem vakti mikla athygli í Sví-
þjóð. Þar færir hún rök fyrir því
að tillögur jafnaðarmanna muni
gera það að verkum að kaupgeta
meðallaunamanns í Stokkhólmi,
með um 160 þúsund króna árs-
tekjur, muni minnka um 15.600
krónur. Ef um hjón með svipaðar
tekjur væri að ræða myndi kaup-
geta fjölskyldunnar minnka sam-
tals um 30 þúsund krónur á ári.
Að hennar mati er það „tómt
tal“ að það verði hátekjumenn,
sem muni þurfa að taka á sig
skattahækkanir. Heildartekjur
þeirra, sem hafa yfir 200 þúsund
króna árstekjur, nemi einungis
80 milljörðum króna og þar af
renna nú þegar 50 milljarðar í
ríkissjóð gegnum beina og óbeina
skatta. Jafnvel þó að þeir 30 millj-
arðar, sem eftir eru, yrðu skattað-
ir upp til agna myndu þeir ekki
duga til að loka fjárlagagatinu.
Því hljóti skattahækkanirnar að
bitna á þeim, sem eru með með-
al- og lágar tekjur.
Saka jafnaðarmenn um
tvískinnung
Hægrimenn saka jafnaðar-
menn um tvískinnung í ríkisfjár- '
málum og segja þá ekkert nýtt
hafa til málanna að leggja. Bildt
segir í nýlegri blaðagrein að það
séu jafnaðarmenn sem beri
ábyrgð á útþenslu hins opinbera
og skattahækkunum frá því eftir
stríð, sem dregið hafi allan kraft
úr sænsku efnahagslífi. Sakar
hann jafnaðarmenn um að vera
enn fasta í hugmyndafræði fortíð-
arinnar, sparnaðartillögur þeirra
séu neyðarlegar og í raun boði
þeir ekkert annað en gamaldags
útþenslustefnu og skattahækkan-
ir.
Porystumenn í sænsku atvinnu-
lífi hafa hins vegar kvartað yfir
því að ríkisstjórnarflokkarnir hafi
ekki lagt fram neinar haldbærar
tillögur sjálfir í ríkisfjármálum.
Einungis Þjóðarflokkurinn (flokk-
ur Wibble fjármálaráðherra) hefur
útfært slíkar tillögur og hafa þær
verið gagnrýndar fyrir að byggj-
ast fyrst og fremst á skattahækk-
unum.
I ræðu á kosningafundi um síð-
ustu helgi sagði Bildt að til að
koma böndum á ríkisútgjöldin fyr-
ir árið 1998 yrði að styrkja fjár-
lögin um 5-15 milljarða til viðbót-
ar við Nathalie-áætlunina. Kynnti
hann sjálfur tillögur sem hann
taldi að myndu þýða 30-40 millj-
arða sparnað. Meðal þess sem
hann lagði til var að afnema
blaðastyrki með öllu og skera nið-
ur framlög til stjórnmálaflokka
um helming. Það væri að hans
mati skynsamlegra en niðurskurð-
ur í varnar- eða menntamálum.
Þá reifaði hann breytingar á regl-
um um lífeyrisgreiðslur fyrir tím-
ann og ýmsum öðrum bótum (s.s.
barnabótum þeirra tekjuhæstu),
sem myndu spara allt að 20 millj-
arða.