Morgunblaðið - 07.08.1994, Síða 13

Morgunblaðið - 07.08.1994, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ i I I I ) I ) I í I í ► I > i i i I b Ofbeldi og einræði HERMAÐUR fylgir Luc Desire, fyrrum yfirmanni öryggislög- reglunnar, Tontons Macoutes, eftir að hann var handtekinn í höfuðborginni, Port Au Prince. Öryggislögreglan laut stjórn Duvalier-feðganna, einræðisherra sem ríktu á Haítí í um 30 ár. komið er hann lýsti yfir því að borgarastéttin samanstæði af óseðj- andi hundum sem hver héldi sína leið án tillits til annarra. Áður hafði hann fordæmt „manninn í Róm“ og lýst þeirri skoðun sinni að valdakerf- ið innan kaþólsku kirkjunnar væri gjörspillt: „Þeir bentu á syndarana, á fátæku ræflana sem stálu sér til matar eða voru mökum sínum ótrú- ir en kusu að leiða hjá sér heildar- skipulag spiilingarinnar. Þeir upp- hófu hið smáa og gerðu bandalag við djöfulinn." Yfirboðarar Aristide sendu hann í þriggja ára „endurhæf- ingu“ til Kanada eftir þetta. Þessi herför í nafni kærleika og mann- úöar breyttist í martröð, sem bandaríska þjóðin vill ekki endurtaka Artistide hefur ævinlega neitað að kannast við hann sé haldinn per- sónulegum metnaði. Hann kveðst vera verkfæri fólksins og sam- þykkti á þeim forsendum að bjóða sig fram í forsetakosningunum. Eft- ir að honum var steypt af stóli virð- ist hann þó einkum hafa beint kröft- um sínum að því að komast á ný til valda. Hann hefur dvalist í Bandaríkjunum og einkum reynt að höfða til áhrifamanna á vinstri vængnum og í röðum bandarískra blökkumanna. Clinton-stjórnin, sem ekki hefur þótt sýna sannfærandi framgöngu á vettvangi utanríkis- mála, hefur nú látið undan þrýstingi þessara afla. Aristide hefur af einhveijum ástæðum ekki viljað hvetja alþýðu manna á Haítí til að rísa upp gegn herforingjastjórninni sem styðst ein- göngu við um 7.000 manna liðsafla. Hann hefur ýmist hvatt til innrásar eða fordæmt öll slík áform. Hefur þetta orðið til að styrkja þá skoðun margra að hann sé ekki með öllum mjalla. Á meðan Jean-Bertrand Aristide unir sér við gítarleik og ljóðagerð í íbúð sinni í Washington D.C. logar allt í deilum innan höfuðborgarinnar vegna þeirra stefnu sem Clinton forseti hefur mótað gagnvart Haítí. Þingheimur hefur lýst yfír því að forsetinn geti ekki fyrirskipað hern- aðaraðgerðir án þess að fyrir liggi samþykki þings og þjóðar. Þetta deilumál hefur jafnan komið upp þegar forseti Bandaríkjanna hefur hótað aðgerðum í krafti þess að nann er æðsti yfirmaður heraflans og kom ekki í veg fyrir herferðir þeirra Reagans og Bush. Almenn- ingur fær ekki skilið hvers vegna beita á herafla landsins, ef nauðsyn krefur, til að koma á lýðræði í ná- lægu smáríki og hið sama gildir almennt um þingmenn. Deilur eru uppi innan sjálfrar ríkisstjórnarinn- ar. Hvernig snertir ástandið á Haítí hagsmuni Bandaríkjanna? Sjálfur sagði Clinton á miðvikudagskvöld að hagsmunir Bandaríkjannan fæl- ust í því að þúsundir Bandaríkja- manna væru búsettar á Haítí. Um ein milljón manna frá Haítí byggi í Bandaríkjunum og það snerti við- skiptahagsmuni Bandaríkjanna að tryggja að lýðræði, friður og stöð- ugleiki ríkti í þessum heimshluta. Margir urðu til að gagnrýna þessa skilgreiningu forsetans og benda má á að hún gæti átt við flest ríki heims. Að auki hefur dregið mjög úr flóttamannastraumnum frá Haítí til Bandaríkjanna að undanförnu. Afstaða forseta Bandaríkjanna hefur einnig verið á reiki í þessu máli sem svo mörgum öðrum. í kosningabaráttunni hét Clinton því að opna Bandaríkin fyrir flótta- mönnum frá Haítí þar til lýðræði hefði verið komið á. Þessa stefnu sína, sem flestum þótti strax í upp- hafí fráleit, neyddist forsetinn síðar til að afturkalla. Aukin harka tók þess í stað að einkenna málflutning hans og nú krefjast bandarísk stjórnvöld þess ekki einungis að herforingjamir á Haítí gefist upp. Þeir munu ennfremur þurfa að fara úr landi. Clinton í klemmu Þótt unnt kunni að reynast að færa rök fyrir slíkum skilgreining- um á hagsmunum verður ekki betur séð en að Bill Clinton sé kominn í nokkurn vanda vegna herskárra yfirlýsinga sinna um að lýðræði verði innleitt á ný á Haítí. Þegar til lengri tíma er litið grefur það undan þeirri yfirburðastöðu sem Bandaríkjamenn hafa notið á vett- vangi alþjóðamála reynist forsetinn ekki tilbúinn til að standa við yfírlýs- ingar sínar. Bandaríska utanrík- isstefnu er ekki unnt að reka í krafti marklausra hótana. Vera kann að hótanimar dugi og herforingjarnir gefíst upp en ekki þykir sæmandi að taka slíka áhættu. Þá þykja hern- aðaráformin ýmist óljós eða van- hugsuð. Spurt er hvernig afla beri stuðnings við þau, hvernig setja eigi saman alþjóðlegt gæslulið eftir bandaríska innrás og hversu lengi erlendar sveitir skuli halda til í land- inu. Vinsældir forsetans em í lág- marki, þingheimur er í óða önn við að tæta í sig frumvarp Clintons um endurbætur á heilbrigðiskerfinu, forsetinn sætir linnulausum per- sónulegum árásum og flokkur hans mun að öllu óbreyttu verða fyrir verulegu áfalli í þingkosningunum í haust og jafnvel tapa meirihluta sínum í öldungadeildinni. Verulegar efasemdir hafa nú þegar vaknað vestra um að Clinton verði endur- kjörinn 1996. Ætli forsetinn sér að leiða athygli almennings frá þeim erfiðleikum sem hijá hann með því að láta til skarar skríða gegn rib- böldum í smáríki, sem á sér enga lýðræðishefð, mun það ekki takast. SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1994 13 | Pulihoinlega frjáls \ M eð Freeway 450 frá simonsen Uóiastói vasaiais\m\ qq bWas\m tyrá \s\ensV.a \a\s'\n\aV,eráó lýMT 4B0\ Sterá\i\,\óWut og rá\o<5 meóiæráeijut \ Ua\Q« \\æq\\eQu e\<j\ráe\Va\ \ Uq\sV,V\ó\\\\u\\oq \ - úapönsV, gæóa \\am\e\ós\a \ Y'jwráuþfet V,QS\\wa Síöumúla 37 - 108 Reykjavík S. 91-687570 - Fax.91-687447 NYR LADfl Með þessum nýja Lada Sport færöu kærkomió tækifæri til að’eignast kraftmikinn og góöan bíl sem hefur alla buröi á vió margfalt dýrari jeppa. Bíllinn er þægilegur í akstri. meö rúmgóöu farangursrými og í alla staði mun betur útbúinn en áöur. Littu á Lada Sport áöur én þú heldur lengra. Það borgar sig... ... í beinhörðum peningum. SPORT Öflugri og betur útbúinn Stærra og aógengilegra farangursrými Ný og kraftmeiri 1700 cc ué! Betri sæti • meó ullaráklæói Ný og breytt innrétting Léttara stýri < < < < < 4* ,s\\ng by99a*hyg^ ,40 Aukabunaöur a mynd: altelgur og toppgrind ASMÚLR 13 • SÍMl: 68 12 00 • BEINN SfMI: 3 12 36

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.