Morgunblaðið - 07.08.1994, Side 15

Morgunblaðið - 07.08.1994, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ Hvar verður stríðsárasafnið? STRÍÐSÁRASAFNIÐ verður í gömlum kampi ofan við Reyðar- fjörð. Á svæðinu er stórt hús sem byggt var löngu eftir stríð sem frystihús og nokkrir braggar, sem Bandaríkjamenn reistu árið 1943 og hugðust nota sem hersjúkra- hús, en var aldrei tekið í notkun. Stefnan er sú að yfirlitssýning verði í gamla frystihúsinu en í bröggum verði striðsárakaffihús, jafnvel gistiaðstaða eða sýning á aðbúnaði hermanna. Einn braggi gæti hýst farartæki og lóðin yrði notuð fyrir stærri minjar. Menn velta fyrir sér af hverju þetta mikla sjúkrahús var reist þegar farið var að halla á óvinina og allt útlit fyrir að stríðinu færi að ljúka. Að sögn þjóðfræðinem- anna Jóns Jónssonar og Valdi- mars Tr. Hafstein eru uppi hug- myndir um að þessu sjúkrahúsi ásamt því á Seyðisfirði hafi verið ætlað að taka við mönnum frá Noregi, þ.e.a.s. innrásinni í Nor- egi sem aldrei varð. Reyðarfjörður var á stríðsár- unum aðalbækistöð landhersins á Austurlandi. í kauptúninu og umhverfi þess höfðu hersveitir margra þjóða aðsetur. Þar voru allt í senn Bretar, Bandaríkja- menn, Kanadamenn og flugsveit Norðmanna, auk „íslenska setul- iðsins“ sem svo var nefnt, en það voru menn sem flykktust hvað- anæva að í setuliðsvinnuna. SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1994 15 BBSBBBB Glæsilegar og vandaðar þvottavelar á góðu verði. Fagor þvottavélar hafa sannað ágæti sitt hérlendis sem og víðar í Evrópu. Fjöldi ánægðra viðskiptavina er okkar besta viðurkenning. FE-54 39.900 kr. stgr. FE-83 48.900 kr. stgr. Munalán, Visa og Euro-raðgreíðslur RONNING BORGARTÚNI 24 SfMI 68 58 68 l’VOTTAVKl.AR ÚPPÞVOTTAVÉLAR Hl.DUNARTÆKI KÆLISKÁl’ÁR S.IÓNVÖR1’ MYNDBANDSTÆKl SENNILEGA er myndin af breskum hermanni sem hét Ernest. Hann var einn af þeim níu hermönnum sem urðu úti í vonsku veðri á heræfingu á Eskifjarðarheiði í janúar 1942. Myndin er tekin á Seyðisfirði og er í eigu Kristins Ásgeirssonar. að sprengja hana þannig að hún lít- ur úr eins og heil.“ — Nú eru þið fæddir löngu eftir stríð. Hvernig er tiifinning ykkar gagnvart þessum tíma? „Það hefur verið mjög gaman að skoða stríðsárin, sem voru auðvitað tími geysilegra breytinga. Við fórum nánast frá steinöld yfir í tækniöld á þessum tíma. Það er raunar stór- merkilegt að hér hafi verið stofnað lýðveldi í hers höndum," segir Valdi- mar. „Vinnan við þetta verkefni hefur verið mikil upplifun fyrir menn eins og okkur sem höfðum nánast enga hugmynd um þennan tíma. Mér finnst tilfinningin vera fyrst og fremst „blessað stríðið", því hér var aldrei stríð einungis her. Að frátöld- um þeim hörmungum þegar skip voru skotin niður virðist þetta hafa verið skemmtilegur tími fyrir íslend- inga. Árekstrar milli herliðs og ís- lendinga voru fátíðir úti á landi, hins vegar voru þeir meiri á höfuðborgar- svæðinu." Húsnæði ekki frágengið Að sögn ísaks Ólafssonar sveitar- stjóra hefur ekki enn verið gengið frá kaupum á því húsnæði í kampin- um sem er ekki fyrir í eigu bæjarfé- lagsins. „Það liggja fyrir ákveðnar tillögur frá vinnuhópnum um hvern- ig safnið eigi að líta út og hvernig verði staðið að framkvæmdum á næstunni. Hvort tveggja er til um- fjöllunar hjá sveitarstjórninni núna.“ — Telst ekki mikil bjartsýni að ætla að opna safnið næsta sumar þar sem framkvæmdir við húsnæði eru ekki ejnu sinni hafnar? „Jú, jú, það er þessi venjulega íslenska bjartsýni," svarar ísak. „Húsnæðið er í þokkalegu ástandi og það er aldrei svo að svona safn sé opnað fullbúið. Það verður tekið í notkun í áföngum á einhveiju ára- bili. í gamla húsinu ofan við bragg- ana er t.d. vinnslusalur sem hægt verður að setja í stand sem sýningar- sal með tiltölulega litlum tilkostn- aði. Hins vegar mun það ekki koma í ljós fyrr en um áramót hvort tíma- setningar standast." — Hvernig er rekstur safnsins hugsaður?. „Safnið verður væntanlega rekið sem sjálfseignarstofnun sem hafi þó fast framlag frá sveitarfélaginu á hveiju ári. Að öðru leyti er stefnt að því að fá safnið viðurkennt af Þjóðminjaráði, sem þýðir að ríkið muni greiða hálf laun safnvarðar. Að vísu hefur hið opinbera verið fremur tregt til þessa og má því kannski segja að mikil bjartsýni ríki hjá okkur varðandi rekstur safnsins. Hins vegar verður væntanlega leitað til innlendra og erlendra aðila um styrki. Verði safnið gott og fjölsótt koma inn tekjur af aðgangseyri, en einnig með sölu bæklinga, minja- gripa og rekstri kaffihússins," segir Isak. Nemendavinna og fræðimannaíbúð í tillögum vinnuhópsins kemur einnig fram að hugmyndin sé að bjóða nemendum á Austurlandi upp á aðstöðu til að vinna verkefni í tengslum við nám í sögu og sam- félgsfræðum. Jafnvel sé í athugun að koma síðar meir upp fræðimanna- íbúð í tengslum við safnið. „Okkur hefur fundist einstaklega gaman að fá tæki til að vinna að þessum málum. Við teljum þetta gott framtak hjá Reyðfirðingum og sveitarfélaginu til sóma. Ef vel verð- ur staðið að málum hefur stórhugur- inn alla burði til að breytast í rismik- ið safn sem verður skemmtilegt að sækja heim. Safnið er líka ómetan- legt framlag til varðveislu á íslenskri menningarsögu og ætti að verða stolt allra bæjarbúa,“ voru lokaorð þeirra Jóns og Valdimars þegar við höfðum gengið um kampinn og þeir útskýrt uppbyggingu safnsins. iópferð 28. október - 12. nóvember, 16 dagar Ferðatilhögun: Flogið til Fort Lauderdale 28. október og gist 2 nætur í Fort Lauderdale. 30 október verður lagt í 7 daga siglingu frá Miami um Karíbahaf. Við-komustaðir eru Playa Del Garmel og Cozumel í Mexíkó, Montego Bay a Jamaica og Grand Cayman. Komið er til Miami 6. nóvember. Gist verður í 6 nætur á hinu glæsilega svítuhóteli, Guest Quarters í Fort Lauderdale. Flogið verður til Keflavíkur 12. nóvember. Verð kr. 8U. 700\ miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-16 ára). Kr. 129.400 Innifalið: Flug, gisting, 7 daga sigling með fullu fæði, flugvallaskattar, hafnarskattar, þjórfé um borð, akstur til og frá flugvelli og skipi, fararstjóri. á mann í tvíbýli, Okkar vinsæla verksmiðju-útsala heldur áfram! Herraföt frá kr. 9.900,- Stakir herrajakkar frá kr. 6.900,- Stakar herrabuxur frá kr. 2.900,- Flauelsbuxur frá kr. 3.500,- Dömujakkar frá kr. 6.900,- Dömubuxur, fínni frá kr. 2.900,- Dömupils___________frá kr. 2.900,- Einnig innfluttur fatnaður á kostnaðarverði. Gallabuxur, úlpur, regnjakkar, regnbuxur, herraskyrtur, peysur o.m.fl. NYBYLAVEGUR DALBREKKA Toyota AUÐBREKKA SAUMASTOFA-HEILDVERSLUN nd/l/RÁd/iii« riAsbiMi Opið mánud. - föstud. kl. 9-18, lauaard. frá kl. 10-14.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.