Morgunblaðið - 07.08.1994, Side 19

Morgunblaðið - 07.08.1994, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1994 19 keppnisaðila á heimaslóðunum sjálfum. Já, það er vikurvinnsla í Þýskalandi. Fyrir mörg þúsund árum voru þar einnig mikil vikur- gos. Þá er auk þess á markaðnum vikur frá Ítalíu, Grikklandi, Tyrk- landi og Azoreyjum. Og þá er ótal- in samkeppnin frá öðrum einangr- Fyrirtækid Jarðefnaiðnadur hf. var stofnað árið 1976. Það er í eigu sveitarfélaga á Suðurlandi og 280 einstaklinga, sem flestir eru einnig búsettir á Suðurlandi. an og vestan Þjórsár. Vikurinn er úr gosi sem varð fyrir 2.800 árum og úr gosi sem varð fyrir 4.000 árum. Það er all nokkur aukning á vinnslu væntanleg og meginregla okkar og skylda er að ganga vel um námurnar. Vinna í þeim skipu- lega til þess að nýta vikurinn sem best. Til þess að hann endist sem lengst. Rannsóknir sýna að við er- um að vinna úr námum sem hafa að geyma um 28 milljónir rúm- metra af vikri. Það ætti að eridast okkur í allmörg ár,“ svarar Árni. Þú talar um að ganga vel um námurnar. Hvernig lítur landið út þar sem búið er að taka vikurinn. Sviðin jörð? „Nei, nei, ekki sviðin jörð. Það er að vísu aldrei hægt að slétta alveg út þar sem búið er að taka mikið magn af jarðefnum. En við þurfum alls staðar að byija á því að ýta ofanálagi í burtu. Þegar við erum búnir að ná vikrinum, ýtum við ofanálaginu aftur yfir og slétt- um það út eins og frekast er kost- ur. Það er ekki um neinar gróður- skemmdir að ræða, einfaldlega vegna þess að námurnar eru á nán- ast gróðurlausum auðnum. Það hef- ur komið upp sú umræða að sá í landið, en við teljum það ekki snið- ugt. Þá myndi gróðurinn breiðast þar út og þá væri fyrst hægt að tala um gróðurskemmdir. Vikurinn yrði heldur ekki eins góður, t.d. til ræktunar, því jarðvegur og fræ myndu blandast við hann. Og svona þar fyrir utan, þá er landið á þess- um slóðum dökkt og gróðurlaust. Mér finnst það fallegt þannig og við skiljum við það í sinni uppruna- legu mynd.“ Að halda sínu striki Hvernig tilfinning er það að hafa staðið af sér svo langan og erfiðan storm og sigla nú lygnan sjó? „Það þarf ekki að hafa mörg orð um það. Það er frábær tilfinning. Fyrirtækið hefur siglt út úr skulda- súpu og eigendur þess geta nú horft fram á bjartari tíma. Þessu má þakka fyrst og fremst óbilandi þrautseigju ýmissra stjórnarmanna sem hafa látið tíma sinn og peninga renna endalaust í verkið. Gengið í persónulegar ábyrgðir. Einnig elju sveitarfélaganna að gefast ekki upp. Þetta fyrirtæki hefur oft verið nærri því að stranda fyrir fullt og allt, en alltaf hafa menn barist áfram fullir bjartsýni. Nú nýtur fyrirtækið þess og það er góð til- finning. Og það er í rauninni aðdáunar- vert hvernig menn hafa haldið festu sinni þegar dæminu er skipt upp og skoðað nánar. Það er 210 kíló- metra hringur sem ekinn er til að sækja vikurinn og færa hann þang- að sem hann er sigtaður, malaður og þveginn. Því næst er siglt með hann til Rotterdam eða Dordrecht í Hollandi, 1.100 sjómílur. Þar er vikurinn umskipaður, settur í smærri fljótabáta sem fara með hann inn í Evrópu og mitt Þýska- land. Þar sigla skipin m.a. fram hjá vikurnámum og verksmiðjum sam- andi byggingarefnum! Að beijast áfram við þessar kringumstæður og standa svo í þeim sporum sem við stöndum í dag hlýtur að vera lítið kraftaverk," segir Árni. Sérðu þig í sömu sporum eftir tíu ár? „Ég vil ekkert um það segja. Ég er bara framkvæmdastjóri. Bara skrifstofublók. Hvað ég verð og hvar eftir áratug verður tíminn bara að leiða í ljós.“ En svona í lokin, er ekki rétt að álykta að þú hafir verið sjaldséður sem hvítur hrafn á heimilinu síð- ustu árin á meðan orrustan stóð yfir? „Það má segja að það sé ekki ofsögum sagt. Það er slæmt, vegna þess að ég nýt þess að veija tíma með Brynju konu minm og drengj- unum okkar þremur. Ég hef líka ótai áhugamál sem hafa orðið að víkja. Ég er til dæmis með mikla veiðidellu, en hef lært að láta mér nægja að horfa á aðra, fylgjast með fréttum og rifla upp liðna daga. Ég er líka mikill áhugamaður um ljós- myndun, en hún kostar mikinn tíma sem er ekki til. Lögfræði er einnig mikið áhugamál og ég reyni að grípa í bækurnar af og til. Hér áður var ég einnig í handknattleik, en er löngu steinhættur því. Reyndi að vísu að byija aftur í fyrra, mætti þá á æfíngu , en það lá við að þyrfti að bera mig heim aftur. Kannski að það rofi eitthvað til í þessum málum nú þegar betur horfir fyrir fyrirtækið en nokkru sinni fyrr?“ Haföu samband viö sölusknfstoiiir okkíir, umboðsmcnn um allt land, ferðaskrtfstoíumar cða í síma 690300 (svarað mánud-föstud. frá kL 8-19 ogálaugaríLírákl. 8-16). FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi NÝKOMIN MJÖO VÖNDUÐ, OEONHEIL REYRHÚSCÖCN Á FRÁBÆRU VERÐI. Verð: 3ja sæta sófi 2ja sæta sófi stóll sófaborð sófasett, 3+1+1 kr. 39.000,- stgr. kr. 26.000,- stgr. kr. 15.000,- stgr. kr. 9.600,- stgr. kr. 69.000,- stgr. Valhusgögn Ármúla 8, símar 812275 og 685375 "jrt* Fararttjóri Fluýleióa Glasgowbýðurgestum sínumgóð imikaup, skemmtun og aflireyingu, gróskumikið lista- og menningarlíf og að auki nálægð við stórbroma náttúrufegurð Skotlands. IPHpl Okkar vinsæii fararstjóri, Anna Þorgrímsdóttir, tekur á móti farþegum á flugvelli, íylgir þeim á hótel, skipuleggur íjölbrcyttar skoðunarferðir, verður farþegum tii aðstoðar og fylgir þeim út á flugvöll við brottför. Brottfarardagar Ágúst-tilboð 5% afsláttur efgengið erfrá greiðslu fyrir 1. september. Á þiiðju- og togardögum. í okt. og nóv. er einnig flug á fimmtu-og sunnudtigimi. Heimkotnudagan Áþriðju- og kiugaidögum. I okt. og nóv. cr einnig hefmkoma á Dmmm- og sunnudögum. Llgnwiksdvöler 1 nótt()gliámaik.sdvöler7nænir. Hópaisláttur 2.000 kr. afsláttur á mann ef 20 eða fleiri ferðast saman. 40.000 kr. sparnaður fyrir 20 manna hóp. O Textavarp Nánari upplýsingar á bls. 670 í textavarpi. Meðal mjöggóðra hótela sem Flugleiðir bjóða gistingu á í Glasgow má nefiia Glasgow Hilton, Hospitaiity Inn, Hie Copthome og Glasgow Marriott Böm 2ja -11 ára fá 10.000 kr. afsLátt Gildirfrá 15. september til 31. mats. Innifalið: Flug, gisting, nioigunveröur og ílugvallarekattar. Bókunarfyrirvari er enginn. Verð miðast viðgengi 22. júlí 1994. * 10£flugvallarskatturbætistviðGl:isgowfrá l.nóvcmber. Ven)flá28.700kr. ámann í tvíbvli í 3 nætur á Hotel Hospitality Inn Haust-vetur 94/95.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.