Morgunblaðið - 07.08.1994, Page 24
24 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
SKOÐUIM
EFTIR A AÐ HYGGJA,
FAGLEG UMRÆÐA OG NÝ-
BYGGING HÆSTARÉTTAR
~ Á ÚTMÁNUÐUM Og vordögnm
fór fram töluverð umræða um stað-
setningu væntanlegrar nýbygging-
ar fýrir Hæstarétt Islands. Úmræð-
an var að því leyti sérstök að í
henni tóku þátt nokkrir arkitektar,
þó ekki margir. Flestir þeirra mæltu
eindregið með þeirri staðsetningu
sem var til umræðu, þó með fá-
breyttum rökum væri.
Þar sem dómsmálaráðherra hef-
ur nú tekið af skarið með eftir-
minnilegum hætti og tekið fyrstu
skóflustunguna að væntanlegu að-
setri Hæstaréttar, tel eg ekki úr
vegi að líta yfir þær greinar sem
meðmæltastar voru staðsetning-
unni á hinni nýju lóð, Lindargötu
2, og máske hafa haft áhrif á dóms-
málaráðherra til hinnar hvatskeyt-
islegu ákvörðunar hans.
Fyrri áhugi og umræða
Þótt fiestum hafi verið ljós nauð-
syn þess að byggja nýtt húsnæði
fyrir réttinn þá hafa þau vanda-
mál, sem því tengjast, ekki náð inn
í hina almennu umræðu. Öðru hvoru
hefur þó verið á það minnst í skála-
ræðum embættismanna og lögfræð-
t inga en við það setið í gegnum ár-
in. Svo kom að því allt í einu að
upplýst var, að búið væri að frum-
kvæði dómsmálaráðherra að gera
uppdrátt að byggingu fyrir Hæsta-
rétt á stað, sem á staðfestum skipu-
lagsuppdrætti var ætlaður sem opið
svæði, þ.e. svæðinu milli Amar-
hvols og Safnahússins. Þótti þá
mörgum sem farið væri aftan að
siðunum og tóku til við andmæli í
blöðunum auk andmæla sem Guð-
rún Jónsdóttir arkitekt bar fram í
skipulagsnefnd borgarinnar. Skipu-
lagsstjóri ríkisins krafðist þess að
skipulagsbreytingin fengi með-
höndlun að lögum og var svo gert.
Forstöðumaður borgarskipulags-
ins, Þorvaldur S. Þorvaldsson, kom
með þau rök til málsins að alltaf
hefði átt að byggja fleiri hús á
svæðinu norðan Safnahússins sam-
kvæmt skipulagi. Þess ber að geta
að um skipulag í Reykjavík var í
raun ekki að ræða fyrr en 1927 er
skipulagsnefnd ríkisins, en í henni
átti Guðjón Samúelsson sæti, ásamt
fulltrúum frá Reykjavík, skiluðu
uppdrætti að skipulagi innan Hring-
brautar. Á þessum uppdrætti eru
lagðar til hliðar hugmyndir Kjör-
boes um opinberar byggingar á
Amarhóli, en Arnarhóll sýndur sem
opið svæði. Á uppdrættinum frá
1927 er á umræddri lóð gert ráð
fyrir randbyggð meðfram Ingólfs-
stræti og svo til austurs meðfram
Lindargötu til jafnlengdar við
Safnahúsið, þetta er sýnt sem
stækkun1 á Safnahúsinu. Úppdrátt-
ur þessi var svo numinn úr gildi
14. júlí 1933. Verð egað telja þenn-
an uppdrátt veika réttlætingu fyrir
því að taka lóðina til byggingar
núna 60 árum eftir að hann var
felldur úr gildi. Umferðarlegar for-
sendur eru gerbreyttar, þá var
reiknað með járnbraut er hafa
skyldi bæjarstöð við sjóinn rétt fyr-
ir norðan Safnahússlóðina. Rétt er
að benda á að á uppdrættinum er
byggð haldið í línu við vesturgafl
Safnahússins.
Borgarskipulagið ákvað að í sam-
keppninni skildi einnig iniða við þá
línu. Fyrstu verðlaunahafamir
höfðu það að engu og byggðu út í
byggingarlínu Arnarhvols við Ing-
ólfsstræti.
Skipulag á
Arnarhóli
Annað, sem stað-
hæfing forstöðumanns
borgarskipulagsins
mun byggja á, er upp-
dráttur sem varðveitt-
ur er í Þjóðskjalasafni
og sýnir opinberar
byggingar á Arnarhóli
og á svæðinu til aust-
urs milli Hverfisgötu
og Lindargötu, sem þá
var hugmynd um áð
framlepgja vestur að
læk. Á þessari teikn-
ingu er gert ráð fyrir
mjög stórri safnabygg-
ingu er ná skyldi milli Hverfísgötu
og Lindargötu. Afrit af þessum til-
löguuppdrætti fylgir grein þessari.
Þó litið sé til þessa uppdráttar
verður að telja staðhæfingu for-
stöðumannsins um aðrar byggingar
á svæðinu norðan Safnahússins vill-
andi og tæplega í samræmi við
skyldur arkitekts varðandi faglega
umræðu, en meir sem áróður fyrir
þegar tekinni ákvörðun.
Þórður Steingrímsson arkitekt
tekur þetta svo upp og gerir að
eigin innleggi í umræðuna, trúlega
án þess að hafa kannað málið sjálf-
ur. Má af því sjá hver ábyrgð fylg-
ir faglegri umræðu og þá sér í lagi
af hálfu embættismannsins.
Helgi Bollason Thoroddsen arki-
tekt endurtekur staðhæfinguna og
eignar Magdahl Nielsen bygging-
aráform á þessum stað. En í grein
hans segir: „Bæði arkitekt Lands-
bókasafnsins, Magdahl Nielsen, og
húsameistari ríkisins, Guðjón
Samúelsson, arkitekt Þjóðleikhúss-
ins, sem einnig var skipulagshöf-
undur, gerðu ráð fyrir húsi á þess-
um stað.“ Greinar þeirra Þórðar og
Bolla birtust í Morgunblaðinu 19.
feb. sl.
Taka verður fram að frá hendi
Magdahl Nielsens virðist ekki liggja
fyrir neitt sem styður staðhæfingu
Bolla, en viti hann um tilvist slíks
uppdráttar tel eg honum beri fagleg
skylda til að upplýsa það. Hins veg-
ar er til í vörslu Þjóðskjalasafnsins
tillöguuppdráttur að staðsetningu
opinberra bygginga á Arnarhóls-
svæðinu og austur milli Hverfisgötu
og Lindargötu eins og áður sagði.
Tillöguuppdráttur þessi er trúiega
gerður af arkitekt Fr. Kjörboe, en
hann var eftirlitsmaður við bygg-
ingu Safnahússins.
Um samband þeirra arktektanna
Magdahl Nielsens og Kjörboes hefi
eg ekki fundið neitt en með rann-
sókn á skjölum Magdal Nielsens og
ráðuneytisins íslenska er trúlegt að
eitthvað myndi upplýsast. Johannes
Magdahl Nielsen var konunglegur
„Bygningsinspektör" þ.e. umsjón-
ármaður opinberra bygginga í Dan-
mörku og því ekki ósennilegt að
Kjörboe hafi verið starfsmaður við
embætti hans, án þess að það verði
fullyrt án rannsóknar. Þó er rétt
að benda á að þegar Guðmundur
Hannesson ritaði stjórnarráðinu síð-
sumars 1913, sem rektor Háskól-
ans, til þess að reka á eftir ákvörð-
un um byggingu fyrir háskólann á
Arnarhólstúninu vitnaði hann til
uppdráttar Kjörboes og óskaði eftir
því að Háskólanum bærist afrit af
uppdrættinum en Kjörboe væri þá
búsettur í Höfn. Guðmundur minnt-
ist ekki á Magdahl Nielsen í þessu
Hannes Kr.
Davíðsson
sambandi. Það virðist
því að Kjörboe hafi
unnið með stjórnvöld-
um að þessari bygg-
ingaáætlun. Hvort það
hefur verið í umboði
Magdahls Nielsens eða
Kjörboe hafi haft það
sem sjálfstætt við-
fangsefni beint frá
ráðuneytinu verður
ekki fullyrt um án
frekari skoðunar.
Benda má þó á að á
reikningi Magdahl Ni-
elsens fyrir hönnunar-
vinnu við Safnahúsið
er ekki minnst á þenn-
an uppdrátt. Ekki er
minnst á eftirlitsstörf
þar heldur
Kjörboes.
Þá er rétt að vekja á því athygli
að uppdráttur þessi, í Þjóðskjala-
safni, er óundirritaður og ódagsett-
ur en Guðmundur heitinn Hannes-
son eignar hann Kjörboe.
Ef skoðuð er greinargerð með
frumvarpi til laga um stofnun bygg-
ingarsjóðs og byggingu opinberra
bygginga sem lagt var fyrir Alþingi
1905 og samþykkt lítið breytt, þá
sést að umrædd teikning er í sam-
ræmi við þær óskir sem þá hafa
verið uppi. En þær voru safnahús
svo stórt að rúmaði skjalasafn og
Landsbókasafn, svo og önnur söfn
landsins. Þá skildi byggja ráðherra-
bústað (residence), Landspítala og
byggingu fyrir Háskólann. Greini-
legt er því að tillagan er unnin í
samvinnu við ráðamenn hér heima.
Tillöguuppdrættir Magdahl Niels-
ens að Safnahúsinu sýna hinsvegar
Safnahúsið í sinni núverandi stærð,
og eru tímasettir 1905, án mánaðar
og undirritaðir af honum.
Haraldur Helgason arkitekt rit-
aði grein í Morgunblaðið þann 11.
mars sl. undir heitinu „Hús hæsta-
réttar-viðreisn“. Eftir inngang þar
sem hann reynir að víkja umræð-
unni yfir á pólitískan grundvöll lýs-
ir hann því yfir að í greininni verði
„leitast við að fjalla faglega um
málið og þá einkum um lóð þá, sem
Hæstiréttur ákvað að fá til þess að
reisa á byggingu undir framtíðar-
starfsemi sína. Eigi að síður verður
greinin að þræturöksemdum fyrir
því að á þessum stað hafi alltaf átt
að byggja og það sé réttlæting fyr-
ir því að byggja á staðnum. Raun-
verulegu mati á lóðinni og þeirri
Húsið virðist mér geta
verið á hvaða láréttri lóð
sem vill og mundi hik-
laust vinna á við að
komast á rýmra svæði
og í annað umhverfi,
segir Hannes Kr. Dav-
íðsson. Þá mætti meðal
annars ráða bót á erf-
iðri og klúðurslegri að-
komu og inngöngu í
Listaverkið.
ákvörðun að breyta henni úr opnu
svæði í byggingarlóð er hinsvegar
ekki til að dreifa hjá Haraldi enda
hann bundinn í báða skó af eigin
hagsmunum sem starfsmaður
Studio Granda, nú mitt í atvinnu-
leysinu.
Staðreyndin er hinsvegar sú að
aldrei var meiningin að byggja sér-
stakt hús fyrir norðan Safnahúsið.
Skipulagsuppdráttur Kjörboes sem
til hefur verið vitnað og Haraldur
vitnar til, um byggingu meðfram
Lindargötu með tengibyggingum
að Safnahúsinu, sýnir eina stóra
byggingu sem nær milli Hverfis-
götu og Lindargötu eins og áður
sagði og snýr göflum að báðum.
Að kalla það að byggingin sé lögð
meðfram Lindargötu tel eg æði
mikla lipurð. Haraldur leggur
áherslu á skipulagið frá 1927 til-
greinir samþykktar dag þess, svo
allt líti vel út í augum lesandans,
en í „faglegri umfjöllun" hefði verið
tilhlýðilegt að láta þess einnig getið
að þetta skipulag var numið úr gildi
14. júlí 1933. Ennfremur að taka
fram að það sýndi enga byggingu
norðan eða vestan við Safnahúsið
utan randbyggingarfyrirkomulags-
ins meðfram Ingólfsstræti og aust-
ur með Lindargötu til jafnlengdar
við Safnahúsið, og þá sem stækkun
á Safnahúsinu.
Það þarf mikið fijálsræði í túlkun
til að samsemja skipulagið frá 1927
því húsi Hæstaréttar sem nú hefur
verið staðsett á lóð Safnahússins,
og vilja samt flokka þær æfingar
undir faglega umræðu. Líka hefði
nú verið miklu skemmtilegra og
faglegra að Haraldur hefði kynnt
sig sem „arkitekt hjá Studio
Granda“ í greinarlok en ekki bara
sem „arkitekt í Reykjavík“.
Kynning með tölvumynd
Ég mun nú snúa mér að tölvu-
myndinni sem höfundar hússins
sendu frá sér til upplýsinga og
kynningar á sýningunni af teikning-
um hússins sem haldin var að
Hverfisgötu 6.
Eitt af því sem meðmælendur
staðarvalsins hafa klifað á er hinn
skjólgóði garður er verði fyrir sunn-
an Hæstaréttarhúsið, og til að sann-
færa áhorfandann um þennan garð,
þá er á tölvumyndinni sýnd sam-
felld grasflöt milli Hæstaréttar-
hússins og Safnahússins.
Kjallaragluggar Safnahússins
eru kaffærðir og tekin er burtu
akbraut sem á að liggja frá inn-
keyrslunni milli Þjóðleikhúss og
Safnahúss og vestur í Ingólfsstræti
samkvæmt byggingarnefndarupp-
dráttum. Einnig er tekinn burtu
hæðarmunurinn á Ingólfsstræti og
lóðinni sem Hæstiréttur á að vera
á. En hæðarmunurinn er umtals-
verður og eykst að Hverfisgötu frá
Lindargötu, á móts við inngönguna
í húsið er hann 1,1 m. Þar sem
þetta er ekki í samræmi við sam-
þykkta uppdrætti hjá byggingar-
nefnd borgarinnar verður að telja
að hér sé um vísvitándi blekkingar
að ræða af hálfu höfundanna.
Mér er ekki ljóst eðli þeirrar fag-
mennsku sem þarf á slíkum blekk-
ingum að halda og lætur sér þær
sæma. Það er refsivert að skrökva
fyrir dómi og eg held það hljóti að
minnsta kosti að vera ámælisvert
að skrökva að Hæstarétti, og þá
sjálfum dómsmálaráðherranum. En
hann hefur einhversstaðar orðið sér
úti um skilgreiningu á því hvað er
listaverk, samanber sjónvarpsviðtal
við hann í kvöldfréttum þann 13.
júlí sl. Eg hlýt að játa að eg er
ekki alveg ginkeyptur fyrir stað-
hæfingu ráðherrans og trúlega mun
hún reynast jafntraust og tölvu-
blekking Margrétar Harðardóttur
og Steve Crister.
Önnur staðsetning
Að lokum vil eg gera athugasemd
við þá staðhæfingu höfundanna að
þetta hús geti hvergi annars staðar
verið, það sé svo sérhannað fyrir
þessa Ióð. Húsið virðist mér geta
verið á hvaða láréttri lóð sem vill
og mundi hiklaust vinna á við að
komast á rýmra svæði og í annað
umhverfi. Þá mætti meðal annars
ráða bót á erfiðri og klúðurslegri
aðkomu og inngöngu í Listaverkið.
Þær byggingar sem standa þarna
núna umhverfis lóðina mundu einn-
ig vinna við að bílastæðunum yrði
breytt í skrúðgarð. Reykjavík þarf
vissulega á að halda vel ræktuðum
gróðurreitum til að milda svipmót
Opinberar byggingar á Arnarhólssvæði. Uppdráttur Fr. Kjörboes, sem Guðmundur Hannesson vitn-
ar til 1913.