Morgunblaðið - 07.08.1994, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 07.08.1994, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1994 25 SKOÐUN SKOÐANAKÖNNUN TÖLVUMYND af nýja Hæstaréttarhúsinu. Myndin er villandi að því leyti að á hana vantar aðalinn- gangströppur frá Ingólfsstræti og þar með hæðarmun á Ingólfsstræti og „garðinum." Einnig er búið að kaffæra kjallaraglugga Safnahússins. Þar að auki vantar að sýna akbraut sem á að verða á Ióð Hæstaréttar frá innkeyrslu við Þjóðleikhúsið og vestur í Ingólfsstræti. ÚTDRÁTTUR úr skipulagi Reykjavíkur frá 1927 af Arnarhóls- svæðinu. Safnahúsið er fyrir miðri mynd. borgarinnar, og hjálpa til að draga úr streitu manna með því að bjóða þeim til notalegs sætis. Eg hefi fyrir satt að formaður fráfarandi skipulagsnefndar Reykjavíkur hafi spurst fyrir um lóð við Suðurgötu sunnan Þjóðarbók- hlöðu á háskólasvæðinu og verið tekið heldur vinsamlega af háskóla- rektor en rektor ekki heyrt af því meira, sér til nokkurrar furðu. Hvernig væri nú að dómsmála- ráðherra tæki þessa fyrirspurn upp aftur í allri friðsemd og til rólegrar yfirvegunar? Ég fullvissa hann um að það hús sem nú hefur verið teikn- að fyrir réttinn mun sóma sér betur í nálægð við Þjóðarbókhlöðu, en í þröng við þær byggingar þar sem því hefur verið ákveðinn staður. Þetta mundi ekki leiða til mikilla fjárútláta, því borgin þyrfti að leggja í kostnað við jarðvegsskipti í væntanlegum garði og gæti því yfirtekið útgröftinn. í samkeppnisútboðinu var lögð rík áhersla á sjálfstæði réttarins og þessvegna ætti að skilja á milli húsa. En mér sýnist nú að miðað við aðrar lóðir, svo ekki sé talað um lóðina fyrir sunnan Þjóðarbók- hlöðuna, að dómsmálaráðherra hafi tekist að tjóðra kálfinn við bæjar- helluna. Ýmis atriði í meðferð málsins benda ekki til djúprar virðingar fyrir Hæstarétti íslands þegar skoð- uð eru, en það verður annarra að kryfja það þótt seinna verði. Manni sýnist að í vinnu fyrir Hæstarétt hefði átt að skila málsmeðferð sem benda hefði mátt á til fyrirmyndar. Og eins hefði verið æskilegt að hin faglega umræða hefði verið á hærra plani en ekki einkennst af stagl- kendum endurtekningum sem hver hafði upp eftir öðrum. Og sem í sumum tilvikum virtust opinbera atvinnuhagsmuni. I raun átti Hæstiréttur íslands betra skilið. Höfundurínn ersjálfstætt starfandi arkitekt. Hausttilboð til Benidorm aðeins kr. 39.900,- Nú er allt uppselt út ágústmánuð til Benidorm og við seljum síðustu sætin til Benidorm 7. og 14. september. Nýi gististaðurinn okkar, Acuarium II, hefur reynst afar vel, frábærlega staðsettur með góðum garði og veðrið á Benidorm er eins og það gerist best, um 30 gráður yfir daginn. Verð kr. 30.900, "* pr. mann m.v. hjón með 2 börn, 2 vikur. HEIMSFERÐIR hf. Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600 * Flugvallaskattar og forfallagjöld kr. 3.660,- f. fullorðna, kr. 2.405,- f. börn. Verð kr. 49 •«)()() 9 " pr. mann m.v. 2 í studio, Acuarium II. Allir komu þeir aftur... Könnun Hagvangs leiddi í ljós, að 93,5% ^ þeirra sem eiga DUX-dýnur myndu velja DUX aftur, ef þeir þyrítu að kaupa nýja dýnu. 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100% Aðra sögu er að segja af þeim sem eiga ekki DUX-dýnur. Mun lægra hlutfall þeirra myndi fá sér samskonar dýnur aftur og þeir eiga nú. Þetta segir sína sögu um gæði DUX-dýnanna. Stærð úrtaks: 1000 manns. Framkvæmdamáti: Símleiðis. Gerð úrtaks: Slembiúrtak. Búseta: Allt landið. Aldur: 18 - 67 ára. Framkvæmdatími: 24.-31. maí 1994. DUX - gerir svefninn að sérstakri nautn. DUX —& GEGNUM GLERIÐ Faxafeni 7 (Epalhúsinu). Sími: 689950 BACKMAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.