Morgunblaðið - 07.08.1994, Síða 26
.26 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1994
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
MALEN G. KRÖYER,
Keldutandi 7,
andaðist fimmtudaginn 4. ágúst sl.
Guðiaug Kröyer, Jón Björnsson,
Elín Kröyer, Þorsteinn Þórarinsson,
Sigrún Kröyer, Jón Haraidsson
og barnabörn.
t
•“J Elskuleg móðir mfn, tengdamóðir, amma og langamma,
NÝBJÖRG JAKOBSDÓTTIR,
sem lést á hjúkrunardeild Hrafnistu, Hafnarfirði, 27. júlí sl., verð-
ur jarðsungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 8. ágúst kl. 13.30.
Hanna Marta Vigfúsdóttir, Björn K. Örvar,
Björg Örvar,
Kjartan B. Ön/ar, Anna Birna Björnsdóttir,
Björn Lárus Örvar, Unnur Þorsteinsdóttir
og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar,
ÞORGERÐUR JÓNSDÓTTIR,
Byggðarholti 21,
Mosfellsbæ,
lést f Landspítalanum 3. ágúst.
Jón Þorgeirsson
Vilborg Þorgeirsdóttir,
Friðgeir Þór Þorgeirsson,
Guðmundur Skúli Þorgeirsson.
Ástkær uppeldisdóttir mín,
EBBA KRISTÍN EDWARDSDÓTTIR,
talmeinafræðingur,
Framnesvegi 28,
verður jarðsungin frá Kristskirkju,
Landakoti, þriðjudaginn 9. ágúst kl.
13.30.
Sigríður Halldórsdóttir.
■f Útför systur okkar og mágkonu, ■
HÖLLU BACHMANN,
kristniboða,
sem andaðist 2. ágúst verður gerð frá Dómkirkjunni miðvikudag-
inn 10. ágúst kl. 13.30.
Jón G. Hallgrímsson, Þórdís Þorvaldsdóttir,
Helgi Bachmann, Kristfn Sveinsdóttir,
Helga Bachmann, Helgi Skúlason,
Hanna Bachmann, Jón K. Ólafsson.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á
Minningasjóð KFUM og K til styrktar kristniboði, s. 888899.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANNES STRAUMLAND,
frá Skáleyjum,
Kaplaskjólsvegi 63,
verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 9. ágúst
kl. 13.30.
Gunnar J. Straumland,
Sævar Straumland, Inga L. Hansdóttir,
Ólafur J. Straumland, Katrfn Marísdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Skrifstofa garðyrkjustjóra Reykjavíkur verður
lokuð eftir hádegi mánudaginn 8. ágúst vegna
jarðarfarar INGVARS AXELSSONAR.
Garðyrkjustjórinn í Reykjavík.
STEINUNN
HERMANNSDÓTTIR
+ Steinunn Her-
mannsdóttir
fæddist 24. sept-
ember 1921 í Vík.
Hún lést á Hrafn-
istu 27. júlí síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Do-
rothea Högnadótt-
ir frá Vík og Her-
mann Friðrik
Hjálmarsson, vél-
stjóri, frá Aðalvík
á Ströndum. Systk-
ini Steinunnar eru:
Högni Haukur d.
1930, Guðmundur
Magnús, Halldór Jón, Jóhann
Halldór og Ásta, d. 1993. Eftir-
lifandi eiginmaður Steinunnar
er Sturla Pétursson. Börn
þeirra eru fjögur og heita:
Haukur Dór, Dorothea, Pétur
Rúnar og Hrafnhildur Oddný.
Utför Steinunnar fór fram frá
Fossvogskapellu föstudaginn
29. júlí síðastliðinn.
NÚ ER hún Gógó okkar farin í
eina ferðina enn. Þessi er svolítið
öðruvísi, hún er farin án Pálínu
og við vitum að Gógó kemur ekki
til baka.
Fyrir 28 árum kynntist ég Gógó.
Auðvitað vissi ég af þessari frænku
minni og hafði séð hana með pabba
en ekki mikið meir. Hún var gjarn-
an nefnd í sömu andrá og Lína
frænka, föðursystir mín. Báðar
áttu það sameiginlegt að vera
hörkuduglegar en gátu hvesst sig
þegar þeim fannst þurfa en máttu
ekkert aumt sjá. Báðar höfðu svip-
aða fjármálapólitík, Gógó vann
■ REYKJAVÍKURDEILD RKÍ
gengst fyrir námskeiði í almennri
skyndihjálp, sem hefst mánudag-
inn 8. ágúst. Kennt verður frá kl.
20 til 23 og eru kennsludagar 8.,
9., 15. og 16. ágúst. Námskeiðið
telst vera 16 kennslustundir og
verður haldið í Fákafeni 11, 2.
hæð. Þátttaka er heimili öllum 15
ára og eldri.
■ NÁMSKEIÐIÐ Jóga gegn
kvíða verður endurtekið hjá Jóga-
stöðinni Heimsljósi 9. ágúst
næstkomandi.
oftast kauplaust að
sínum saumaskap og
ef Lína átti einhvern
afgang þá var hann
notaður til gjafa.
Gógó hafði aldrei
mikinn fyrirvara og
ekki heldur í það
skiptið sem hún ákvað
að koma vestur. Móðir
mín var á sjúkrahúsi
og pabbi einn með
okkur systkinin, þá er
hringt frá Reykjavík,
stutt símtal: „Sæll
frændi, landshorna-
flækingurinn hér. Ég
er að koma. Tekurðu á móti mér?“
Ekki var laust við að pabbi brosti
þegar hann sagði að Gógó frænka
mín væri að koma vestur.
Þessi tími okkar með Gógó verð-
ur mér ætíð minnisstæður, það var
svo margt öðruvísi heima. Bræðúr
mína kallaði hún Stapakóngana
sína, sérstaklega ef þeir höfðu
staðið sig vel. Kaffikönnuna kall-
aði hún Fínu eftir einhverri fínni
könnu úr Vík og saumavélina Pál-
ínu.
Eitt skipti man ég að mér
sinnaðist við frænku og það var
þegar við Dóra systir mín höfðum
undirbúið jarðarför þriggja hana
sem pabbi hafði slátrað en Gógó
varð á undan okkur einhverra hluta
vegna og hélt veislu þá um kvöld-
ið. Ég var nokkuð lengi að sættast
við hana eftir þessa „viili-
mennsku". Annað atvik frá þessu
sumri er mér líka ofarlega í minni
og það var þegar sjómaður á staðn-
um hafði hallað ótæpilega á Stapa-
kóngana hennar. Þá hvessti heldur
betur hjá frænku en ekki náði hún
í sjómanninn þá um kvöldið. Til
að rétta hlut sinna manna dreif
hún sig á fætur kl. sex næsta
morgun og stóð bísperrt á bryggj-
unni og tók á móti kauða er hann
hugðist róa. Þegar hún sagði frá
þessu síðar um daginn sá ég ekki
betur en hún kættist og héldi niðri
í sér hlátrinum. En einkennilegast
af öllu fannst mér að frænka kall-
aði manninn alltaf vin sinn upp frá
því en nefndi hann aldrei með
nafni.
Gógó mína sá ég síðast í Vík-
inni og kvöddumst við þar í hinsta
sinn. Stapakóngarnir kysstu hana
og föðmuðu og gamli glampinn í
augunum og brosið voru enn á sín-
um stað. Hún kvaddi svo eins og
hennar var von og vísa, án óþarfa
formála, og trúlega er hún komin
keik og sperrt á sinn síðasta
áfangastað.
Við systkinin þökkum Gógó
samfylgdina og biðjum algóðan
Guð að leiða hana og styrkja.
Björk Högnadóttir.
KRISTINN SVANSSON
+ Kristinn Svansson fæddist
í Reykjavík 27. júní 1955.
Hann lést af slysförum 23. júlí
síðastliðinn og fór útför hans
fram frá Fossvogskirkju 29.
júlí sl.
FÓLK virðir fyrir sér og dáist að
sólaruppkomu og sólarlagi, blessar
nýtt líf, er fæðist, en staldrar við
og syrgir sárt , er dauðinn knýr
á. Elsku Vera mín. Ég skrifaði
minningargrein sem byijaði á þess-
um orðum þegar þú misstir bróður
þinn, sem þá var aðeins 19 ára,
fyrir tuttugu árum. Nú aftur,
hörmulegt áfall. Þú aðeins 37 ára
og missir mann þinn aðeins 39
ára. Þegar ég fékk þessar fréttir
dofnaði ég upp, og gömlu góðu
minningarnar helltust yfir mig. Þó
er mér sérstaklega efst í huga
þegar við fórum austur á gamla
t
Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÍÐUR VALDÍS ELÍASDÓTTIR
frá Rauðsdal,
andaðist í Sjúkrahúsi Patreksfjarðar 2. ágúst.
Útförin fer fram frá Brjánslækjarkirkju þriðjudaginn 9. ágúst
kl. 14.00.
Bjarni Ólafsson,
Svanhvft Bjarnadóttir, Sigurjón Árnason,
Ólafur Bjarnason, Arndís Sigurðardóttir,
Björg Bjarnadóttir, Karl Höfdal,
Samúel Bjarnason,
Elsa Bjarnadóttir, Sigurður Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og fósturfaðir,
ÞÓRÐUR RUNÓLFSSON
fv. öryggismálastjóri,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
þriðjudaginn 9. ágúst kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jakobína Þórðardóttir,
Runólfur Þórðarson,
Hildur Halldórsdóttir,
Þórður Jónsson.
„Ramblernum“ ykkar og tyggjó
var notað til þess að stöðva bensín-
lekann og komumst samt. Rakel
og Gummi voru lítil þá og þið ný-
byijuð að búa. Allar stundirnar
sem við áttum saman í Asaparfell-
inu, þar sem ég kynntist Kidda,
vil ég þakka fyrir. Eg man alltaf
þegar Kiddi sagði við mig: „Gunna
nú skil ég þig“, þar sem bíl-
hræðsla var oft rædd þegar ég
vann á gjörgæslunni og Kiddi þá
farinn að keyra sjúkrabíl.
Síðan deyr þessi fallegi ungi
maður í bílslysi. Leiðir okkar skild-
ust svo að mestu undanfarin ár,
því miður. Þó hittumst við oft á
förnum vegi og í Kolaportinu um
helgar. Síðasta brosið hans Kidda
sá ég 17. júní þegar við vorum að
ræða um „eftirlitsferð“ á ungling-
unum okkar. Þá lá þér svo á Vera
mín og Kiddi sagði við okkur:
„Jæjá ég verð að passa að týna
ekki Veru hún er svo lítil“, og
brosti sínu fallega brosi.
Elsku Vera mín, geymdu þetta
falleg bros í hjarta þínu um ókom-
in ár. Ég og fjölskylda mín vottum
þér og bömunum innilega samúð.
Og einnig ykkur elsku Sigga, og
Jón Geir. Megi Guð styrkja ykkur
og styðja í þessari miklu sorg.
Guðrún Hákonardóttir,
æskuvinkona.
Jóga gegn kvíða
Þann 9. ágúst verður þetta
námskeið endurtekið vegna
mikillar aðsóknar og fjölda
áskorana. Það er einkum
ætlað þeim sem eiga við
kvíða og fælni að stríða.
Kenndar verða á nærgætinn
hátt leiðir Kripalujóga til að
stíga út úr takmörkunum ótta
og óöryggis til aukins frelsins
og lífsgleði.
I lok námskeiðs verður
stofnaður stuðningshópur.
Engin þekking eða reynsla af
jóga nauðsynleg.
Leiðbeinandi Ásmundur f
Gunnlaugsson, jógakennari. «
JÓGASTÖÐIIV
HEIMSLJÓS,
Skeifunni 19, 2. haeð,
s. 889181 (kl. 17—19).