Morgunblaðið - 07.08.1994, Page 32

Morgunblaðið - 07.08.1994, Page 32
32 SUNNUDAGUR 7- ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ 'Pátj 6/>ýr / t//h r-r &gum svoUtío\\ Huað, 5fW&6lNLEGrt\ l/onortcH he/cfar X eÍJu; aðjni fcomi l. ueg ] fyriroð fe? StQ/iqi haswij s Grettir Smáfólk Bíbí segir ailtaf svo dapurlegar sögur. Snökt. Hundar eiga ekki vasaklúta. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Skolpræsi Banda- ríkjahers á Fitjum í Njarðvík Frá Skarphéðni Hinrik Einarssyni: STUNDUM á góðum degi sit ég í sólstofu þeirri sem er áföst stofu minni þar sem ég bý í Grænás- hverfi í Suðurnesjabæ. Þetta er einn af þessum yndislegu sólríku dögum þegar lundin verður létt og öllum áhyggjum er ýtt til hliðar. Ég fínn ilminn af grasinu frá ný- sleginni grasflötinni. Fjallasýnin er dásamleg. Þar gnæfa Fagra- dalsfjall og Keilir og háheiðin fyrir ofan Vatnsleysuströnd. Þarna er Hemphóll, þar var skipt í leitir við smalamennsku sem ég tók þátt í í æsku á Ströndinni, ég sé fleiri fjöll Reykjanesskagans. Mannshöndin Hér nær er Skógfell og Kallfell. Það er fallegt fjall, Fag-radalsfjall, þar sem það gnæfír yfir Skagan- um. í bók sem liggur hér á borðinu hjá mér og ég er nýbúinn að kaupa, Virkið í norðri IV eftir Gunnar M. Magnússon, er sagt frá flug- slysi þar 3. maí 1943 er 11 her- menn létu lífíð. Meðal þeirra látnu var Frank M. Andrews hershöfð- ingi, yfírmaður allra heija Banda- ríkjamanna í Evrópu, kvikmynda- hús flotans á Vellinum er nefnt eftir honum. En aftur í nútímann. Það er margt fallegt hér á skagan- um ef að er gáð, en því miður margt ljótt. þar er mannshöndinni um að kenna, ekki skaparanum. Ég sé í þakið á rústum sem Banda- ríkjaher skildi eftir 1959, íslend- ingar stálu öllu sem hægt var að taka, jafnvel þungum stálbitum, mörg hundruð kíló, sem hafa verið brenndir burt með logskurðartækj- um, en tóttin æpir á umhverfið. Hún er til mikillar óprýði, en hún er á mörkum Vatrisleysustrandar- hrepps og hins nýja Suðurnesja- bæjar (300 m innan hans). Vænt- anlega mun innan tíðar koma skilti við veginn þar sem áður stóð Njarðvík: „Velkomin í Suður- nesjabæ." Miki væri gaman ef þá yrði búið að jafna þessar rústir við jörðu og laga þar í kring með jarð- ýtu. Meðan ég hef verið hér í mínum þönkum hefur fallið út svo að nú er háfjara og í 500 metra fjarlægð blasir við mér skolpræsi Banda- ríkjahers. Það er nú á þurru og út úr því stendur tveggja metra kolmórauður strókur frá herstöð- inni. Grænt slý hefur myndast á stórum kafla í kringum þetta bandaríska hunangsrör. Þarna er geysilega blómlegt fuglalíf og mik- ið um að vera hjá veiðibjöllunni og greinilega veisla, því að nú er sunnudagur og trúlega hefur verið gott á borðum hja bandaríska herl- iðinu og skylduliði þess um helg- ina. Það hefur ugglaust ekki verið vistvænt íslenskt nautakjöt. Ég var vanur að hjóla um Fitjarnar og stundum gekk ég um fjörur hér, en er nú hættur því sökum ólyktar sem leggur þarna yfír. Einnig hef ég orðið var við sæg af rottum sem draga vömbina af góðu viðurværi því að allar matarleifarnar úr klúbbnum hersins og aðalmötu- neyti hersins og skyndibitastöðum eru nú hakkaðar í þar til gerðum matarúgangskvörnum, síðan er því dælt í holræsakerfi flotastöðvar- innar sem flytur til sjávar. Áður tók svínabú eitt á Vatnsleysu- strönd þessar matarleifar en hætti því fyrir 15 árum. Var einhver að tala um smithættu af innfluttum 1 andbúnaðarvörum. Er fellur að taka rottur og fugl- ar á sig náðir og liggja á meltunni en Karíus og Baktus eru trúlega í sólbaði yfir sig þreyttir. Vonandi rofar til í sálum þeirra er sitja i V arnarmálanefnd og Hollustu- vemd ríkisins, því að svona við- bjóður er ekki í anda slagorðanna „Island sækjum það heim“ eða „íslenskt, já takk“. En ég held bara áfram að lesa Ofvitann eftir meistara Þorberg Þórðarson því sólin skín enn. Ég spyr sjálfan mig: ef Þorbergur væri enn á lífi, hvað mundi honum finnast um hið mikla mannvirki hér í Njarðvík, skolpræsi Bandaríkjahers? SKARPHÉÐINN HINRIK EINARSSON, Grænási lb, 260 Suðurnesjabæ. Þjónustan í Viðey Frá Sigrúnu Guðmundsdóttur: MIG langar að koma óánægju minni á framfæri. Þannig er mál með vexti að ég fór út í Viðey með fjölskyldu minni um helgina, sem er kannski ekki í frásögur færandi. Nema hvað við slysuð- umst til að fara í Viðeyjarstofu til að kaupa okkur kaffí og með því. Ég segi slysuðumst, því að þjónust- an og framkoma starfsfólksins var fyrir neðan allar hellur. Þjónustu- fólkið var ekki að hafa fyrir því að flýta sér að tæma óhreint leir- tau af borðunum hvað þá að koma strax með hreint í staðinn. Það þurfti að biðja um allt á borðið, svo sem gaffla, skeiðar og svo framvegis. Svo var nú meðlætið komið löngu á undan drykkjunum og svona gekk þetta. Þegar kom að því að greiða reikninginn mætt- um við ókurteisi og leiðindum frá þjónustufólkinu. Það var búið að biðja um að reikningnum yrði skipt í tvennt en það virtist ekki hafa náð til eyrna þjónustustúlkunnar, sem var bara hin fúlasta. Við hefð- um betur farið í kaffi hjá Viðey- ingafélaginu í gamla vatnstankn- um austast á eyjunni og fengið betri móttökur og þjónustu þar. Ég hélt bara að maður gæti geng- ið að þjónustunni vísri í sjálfri Við- eyjarstofu, en aldeilis ekki. Ég og mín fjölskylda verðum allavega ekki kaffígestir þar aftur, það er bókað mál. SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Lautarsmára 31, Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.