Morgunblaðið - 23.08.1994, Page 1

Morgunblaðið - 23.08.1994, Page 1
64 SÍÐUR B 189. TBL. 82. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Erlendir eftirlitsmenn segja kosningarnar í Mexíkó hafa farið vel fram Forsetaefni stjómarliða lýsir yfír sigri Mexíkóborg. Reuter. FORSETAEFNI Byltingarflokks- ins (PRI) í Mexíkó, Ernesto Ze- dillo, lýsti í gær yfir sigri en þegar talin höfðu verið 35% atkvæða var hann með 47,9% fylgi. Flestir er- lendir eftirlitsmenn, sem fylgdust með kosningunum á sunnudag, segja að þær hafi að mestu farið vel fram en ýmislegt hafi verið illa skipulagt. Sumir stjórnarandstæð- ingar eru á öðru máli, telja að brögð hafi verið í tafli. Sá sem komst næst Zedillo í forsetakjörinu, Diego Fernandez úr Flokki þjóðareflingar (PAN), með um 30%, var þó ánægður og sagði kosningamar hafa verið „sigur fyrir alla“. Erlendir eftirlitsmenn hafa ekki áður fengið að fylgjast með kosn- ingum í jandinu, þeir voru alls um 1.000. „Ég hef ekki séð neitt, eng- in tæknileg atriði í sambandi við þessar kosningar sem gætu hafa haft umtalsverð áhrif á niðurstöð- una,“ sagði John McCain, repúblik- anaþingmaður frá Bandaríkjunum. Kosningaþátttaka er talin hafa ver- ið 75%. Ókyrrt hefur verið í Mexíkó frá því í janúar er blóðug uppreisn hófst meðal indíána í einhveiju fá- tækasta héraði landsins, Chiapas. Forsetaefni PRI, Luis Donaldo Co- losio, var myrtur í mars og hafa margir óttast að borgarastríð gæti brotist út. Þetta eru fyrstu kosningar í landinu frá því að samningur um fríverslunarbandalag N-Ameríku, NAFTA, tók gildi, hin aðildarríkin eru Bandaríkin og Kanada. Talið er að sigur stjórnarandstæðinga hefði m.a. valdið því að erlendir fjárfestar hefðu haldið enn frekar að sér höndum af ótta við pólitíska upplausn. Breytt stefna Kosið var til ýmissa héraðs- stjórna og þings auk forsetaemb- ættis en óljóst er hver staðan verð- ur á þingi. PRI hefur verið við völd í Mexíkó í 65 ár og þrátt fyrir lýð- ræðislegt yfirbragð hefur flokkur- inn verið nær einráður. Hann var upprunalega vinstrisinnaður en síð- ustu árin hefur Carlos Salinas de Gortari forseti fylgt fast eftir breyt- ingum í átt til fijálsra viðskipta og minnkandi ríkisumsvifa. Er hann var kjörinn 1988 var PRI sakaður um stórfelld kosningasvik. ■ Með litla persónutöfra/19 Reuter REIÐIR kjósendur í Mexíkóborg veifa skilríkjum sínum fyrir utan aðalstöðvar kosninganefndar landsins. Mikla reiði vakti að kjörseðlar reyndust of fáir og munu þúsundir manna hafa orðið frá að hverfa af þeim sökum. Innlendir eftirlitshópar, sem margir eru óháðir flokkunum, segja að víða hafi fólk fengið að kjósa tvisvar, á allmörgum kjörstöðum hafi ekki verið til blek sem notað er til að merkja fingur þeirra er hafa kosið til að hindra að þeir komi á ný. Reuter BERND Schmidbauer (t.v.) og Sergej Stepashín undirrita samning um samstarf gegn smygli á geislavirkum efnum. Vilja hindra smygl á geislavirkum efnum Bonn. Reuter. Nýrri efnahagsáætlun sænskra jafnaðarmanna vel tekið Gengið hækkar og vextir lækka Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Þýskir póstlistar Einokun verði aflétt Bonn. Reuter. EIGENDUR þýskra póstlistafyrir- tækja hafa skorað á Wolfgang Boetsch, póstmálaráðherra landsins, að aflétta ríkiseinokun á póstútburði ellegar fá sér góðan lögfræðing. Segist hópur slíkra fyrirtækja ætla að setja á fót eigið póstburðarfyrir- tæki. f hópnum eru sjö fyrirtæki, stærstu póstlistar Þýskalands og útgáfufyrirtæki. Segir talsmaður hópsins að fyrirtækin vonist til að póstþjónustan hefji starfsemi í tveimur borgum á næsta ári en ætl- unin sé að þjónusta síðar allt Þýska- land. Þátttaka Quelle Fyrr á þessu ári lofaði Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, forsvars- mönnum stærsta póstlista Evrópu, Quelle Schickedanz, að samkeppni yrði leyfð innan póstþjónustunnar. Quelle er meðal fyrirtækjanna sjö sem ætla að standa að póstþjón- ustunni nýju, sem talið er að geti skapað allt að 25.000 störf. ÞJÓÐVERJAR og Rússar ákváðu í gær að leyniþjónustur landanna myndu skiptast á uppiýsingum í þeim tilgangi að reyna að koma í veg fyr- ir smygl með geislavirk efni. Samkomulagið náðist í Moskvu eftir tveggja daga fundi Sergejs Stepashíns, yfirmanns rússnesku leyniþjónustunnar, og Bernds Schmidbauers, fulltrúa Helmuts Kohls Þýskalandskanslara. Gert er ráð fyrir að Þjóðveijar opni skrifstofu í Moskvu og Rússar í Berlín þar sem starfsemi leyniþjón- ustanna gagnvart smygii með geisla- virk efni verður samræmd. Á fundinum fékkst ekki niðurstaða í deiiu Rússa og Þjóðveija um upp- runa þriggja plútonsendinga og einn- ar úransendingar sem gerðar hafa verið upptækar í Þýskalandi. Grunur leikur á að efnunum hafi verið smygl- að frá Rússlandi en að sögn Itav- Tass-fréttastofunnar hefur Þjóðveij- um ekki tekist að sýna fram á að svo sé með afdráttarlausum hætti, eins og Rússar hafi farið fram á. Hafi rússneskur embættismaður sagt að eiginleikar efnanna væru allt aðr- ir en þeirra sem Rússar notuðu. GENGI sænsku krónunnar hækkaði á gjaldeyrismarkaði í gær og bæði skammtíma- og langtímavextir lækkuðu i Svíþjóð. Þetta er í fyrsta sinn eftir vaxtahækkun þar fyrir um tveimur vikum að gengi og vextir hreyfast í þessar áttir. Það ‘var lang- tímavon sænska Seðlabankans að málin þróuðust í þessa átt eftir vaxtahækkunina. Hreyfingarnar nú stafa fyrst og fremst af horfum á áframhaldandi aðhaidi í sænskum efnahagsmálum eftir kosningar, því sænski Jafnaðannannaflokkurinn kynnti áætlun sína í þessa átt fyrir helgi. Strax og það spurðist út á fimmtu- daginn að Jafnaðannannaflokkurinn hygðist stefna að sparnaði og að- haldi i ríkisfjármálum, tók gengi sænsku krónunnar að styrkjast heima fyrir og vextir að lækka. Sú þróun hefur haldið áfram eftir að efnahagsáætlun flokksins var kynnt á föstudaginn. Samkvæmt henni er geit ráð fyrir niðurskurði innan ríkis- kerfisins, einnig gjalda- og skatta- hækkunum, sem nema um 610 millj- örðum íslenskra króna. Bæði Olof Johansson, formaður Miðflokksins, og Bengt Westerberg, fonnaður Þjóðarflokksins, fögnuðu því að áætlun jafnaðarmanna tæki mjög mið af stefnu þessara tveggja stjórnarflokka. Carl Bildt forsætis- ráðherra sagði það til bóta að jafn- aðarmenn hygðust draga úr opin- berri skuldasöfnun, en harmaði fyr- irliugaðar skattahækkanir, sem eyði- legðu skattkerfisbreytingar rík- isstjórnarinnar. Kjóseudur ánægðir Þrátt fyrir að jafnaðarmenn geri ráð fyrir skattahækkunum og öðrum óvinsælum aðgerðum eins og auknu framlagi almennings til sjúkrasam- lagsins, lægri barnabótum og skerð- ingu ellilífeyris hefur efnahagsáætl- unin mælst vel fyrir meðal kjósenda og fylgi flokksins vex stöðugt. Þing- kosningarnar verða í Sviþjóð 18. september.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.