Morgunblaðið - 23.08.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.08.1994, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Innbrot í heilbrigðiseftirlit Suðurnesja Stálu lífshættu- legum dýralyfjum LYFJUM, sem notuð eru til að aflífa dýr, var stolið í innbroti í dýralæknisaðstöðu heilbrigðiseftir- lits Suðurnesja á sunnudagskvöld eða í fyrrinótt. Lyfín eru mjög sterk og talið hætt við að hver sem taki þau inn eigi á hættu að bíða bana. Einnig var m.a. stolið í inn- brotinu methadon, lyfi sem m.a. er notað við meðferð heróín-neyt- enda. Að sögn Magnúsar Guðjónsson- ar, dýralæknis og starfsmanna heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, voru lyfin geymd í lyfjaskáp í að- stöðu sem Magnús hefur sem dýra- læknir á svæðinu til að deyða dýr og sinna lækningum. Dygði til að deyða 15 hunda Um er að ræða 60-70 millilítra af lyfínu mebumal í 20% lausn í fljótandi formi. Það magn dygði til að deyða a.m.k. 15 hunda en Magnús sagði að þegar hundur væri aflífaður væru notaðir um 4 millilítrar sem væri svo stór skammtur að öruggt væri talið að hann dygði til að aflífa dýrið og kvaðst Magnús telja líklegt að sá skammtur nægði einnig til að bana manni. Að sögn Magnúsar hefur mebu- mal verið þekkt sem róandi lyf og svefnlyf ætlað fólki en þá í marg- falt veikari upplausn og í töflu- formi, hér væri því alls ekki um sambærilegt efni að ræða þótt nafnið væri hið sama og ástæða væri til að óttast að þeir sem reyndu að nota þetta lyf færu sér að voða. í samtali við Morgunblaðið hafði lögreglan í Keflavík eftir lækni sem hún hafði ráðfært sig við að litlar líkur væru á því að innbrotsþjóf- amir gerðu sér grein fyrir hve hættulegt efni þeir væru með í höndunum þar sem mebumal væri í þessum styrkleika. Einnig voru teknir í innbrotinu 33 millilítrar af methadon, sem er lyf með lík áhrif og heróín og not- að við meðferð heróínneytenda, og einnig 50 töflur af fenemal. Hvort- tveggja lyfíð er róandi. Farið inn í hundahólf Innbrotið var framið með þeim hætti að farið var inn í lokað hólf bak við hús heilbrigðiseftirlitsins þar sem hundar eru geymdir. Þar var spennt spónaplata frá glugga og farið inn. Lyfín voru í lyfja- skáp, sem var læstur en lykill stóð í skránni og að sögn Magnúsar hefði verið auðvelt að spenna skáp- inn upp með skrúfjámi. Skemmdir voru ekki unnar. Magnús sagði að strax í gær hefðu verið gerðar ráðstafanir til að setja upp þjófa- vamarkerfi í húsinu og verður það beintengt við slökkvistöðina í Keflavík. Ekki var í gær vitað hveijir höfðu staðið að innbrotinu, en málið er til rannsóknar hjá rann- sóknarlögreglu í Keflavík. Morgunblaðið/Kristinn Skólastarf að hefj ast SUMARIÐ er senn á enda hjá grunnskólabörnum. Með lækk- andi sól lifna skólarnir við og bókaverslanir fyllast af nauð- synjavörum nemandans. Syst- urnar Tinna og Alda Svansdætur tóku forskot á sæluna og kynntu sér úrvalið snemma þetta haust- ið. Skrautlegar skólatöskur eru dálæti yngstu kynslóðarinnar og systurnar kynntu sér það sem er á boðstólum á þeim markaði. Starraþing HÓPUR starra hafði sest á símal- ínur við Keldur í Grafarholti, er ljósmyndarinn átti leið hjá. Að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar, áhugamanns um fugla, nátta starrarnir ekki á símalínum held- ur er um að ræða áningarstað áður en þeir taka á sig náðir. Hann segir, að starrar sofi ávaht í tijám og bendir á að rótgróinn náttstað þeirra sé að finna í tijám í Svartaskógi og Hermannslundi, sem eru í landi Skógræktarinnar í Fossvogi. Hann veit ekki um slík tré í námunda við Keldur. Bíll valt í Nesjahreppi ENGAN sakaði þegar bíll valt í Nesjahreppi í gærdag. Að sögn lög- reglunnar á Höfn voru tildrög slyss- ins þau að ökumaður missti stjóm á bíinum skammt frá brúnni yfír Hof- fellsá. Grunur leikur á að sprungið hafí á framdekki og endaði bíllinn á hliðinni eftir að hafa oltið í tvígang. Maður og kona sem voru í bílnum voru fiutt á Heilsugæslustöðina á Höfn en fengu að fara heim að lok- inni rannsókn. Bíllinn mun vera tölu- vert skemmdur. Morgunblaðið/Einar S. Einarsson Flugleiðaþotur nær lentar í árekstri á bresku flugstj órnars væði Niðurstöðu ekki að vænta fyrr en eftir nokkra mánuði Ekki tilefni til efasemda um öryggi, segir yfirmaður skosku flugumferðarþjónustunnar NIÐURSTÖÐU úr rannsókn breskra flugmálayfírvalda á þremur tilvikum undanfamar þijár vikur, þar sem of lítið bil var milli véla Flugleiða og annarra véla á bresku flugumsjónarsvæði, er ekki að vænta fyrr en að liðnum nokkrum mánuðum, að sögn John Norboe, yfírmanns skosku flugumferðar- þjónustunnar á Prestwick, þar sem tvö atvikanna þriggja áttu sér stað. Hann segir atvikin ekki gefa tilefni til efasemda um öryggi á breska flugumferðarsvæðinu. I atvikunum tveimur, sem urðu á Prestwick-svæðinu sama dag skömmu fyrir sl. mánaðamót, komu fjórir flugumferðarstjórar við sögu og hefur frumskýrsla um atvikið verið send til öryggiseftirlits breskra flugmálayfírvalda, sem nú stjómar frekari rannsókn á því. Þriðja tilvikið, sem varð sl. föstudag og snerti vél á leið til Amsterdam og tvær breskar herflugvélar, varð á Lundúnasvæðinu og kvaðst Norboe ekki geta tjáð sig um það, en búast við að rannsókn þess væri í sama farvegi. John Norboe sagði að í tilvikum sem þessum stjómaði sérstakur ör- yggiseftirlitshópur rannsóknum. Yfirleitt liðu nokkrir mánuðir þar til niðurstöður hans lægju fyrir og þá tæki við meðferð málsins hópur skipaður fulltrúum flugumferðar- þjónustunnar og flugmanna, sem legði mat á alvarleika málsins og tæki ákvörðun um til hvaða aðgerða yrði gripið. Norboe sagði, að það þekktist ekki í breskum flugörygg- ismálum að flugumferðarstjórar væru beittir agaviðurlögum eða höfðað mál gegn þeim; hins vegar væru þeir iðulega teknir úr störfum um tíma, prófaðir og sendir í endur- þjálfun ef niðurstaða rannsóknar væri sú að ekki hefði verið farið að starfsreglum. John Norboe sagðist ekki hafa tiltækar upplýsingar um tíðni hlið- stæðra atvika á skoska flugumferð- arstjórnarsvæðinu, þar sem um 250 þúsund flugvélar fljúga um árlega í millilandaflugi, auk 350 þúsund véla í innanlandsflugi. John Norboe kvaðst veijast frétta um efnisatriði mála sem enn væru til rannsóknar og sagðist aðspurður telja, að umfram allt væri það tilvilj- un að tvö tilvik á Prestwick-svæðinu hefðu komið upp þar sem Flugleiða- vélar kæmu við sögu. Hann sagði kerfí það sem breska flugumferðar- þjónustan starfaði eftir þrautreynt og fullkomlega samhæft kerfi, sem stjornaði í senn almennri flugum- ferð og umferð herflugvéla. Ákveðnum starfsreglum væri fram- fylgt og í samræmi við þær yrði brugðist við atvikunum þegar niður- stöður rannsókna lægju fyrir. \ I I : 1 I I i I I \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.