Morgunblaðið - 23.08.1994, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 23.08.1994, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1994 15 LANDIÐ •5TXXT Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir BÚIÐ ER að leggja fyrsta hluta brúargólfs í nýju brúna á Jök- ulsá á Brú, en eftir er að steypa slitlag þar ofan á. Samgöngubót við Jökulsá á Brú Hæsta brú lands- ins í byggingu Velheppnuð Töðugjalda- hátíð í blíðskaparveðri Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir HESTAKERRAN var vinsæl meðal barnanna en félagar úr Hestamannafélaginu Geysi sáu einnig um hestaleigu á staðnum og fóru margir í reiðtúr að Ægissíðufossi. Egilsstöðum - Byggingafram- kvæmdir ganga vel við nýju brúna á Jökulsá á Brú og sl. fimmtudag var lokið við lagningu hluta brúar- gólfs. í þessum verkþætti voru settar forsteyptar einingar í gólfið, en síðan er eftir að steypa annað eins lag ofan á það. Brúin er 7 m á breidd og 125 m á lengd, og er því gólfflötur um 900 ferm. Brúin er mikið mannvirki og er sú hæsta á landinu, því um 40 m cru frá gólffleti niður að vatnsborði Jök- ulsár. Framkvæmdir standast áætlun, en bygging brúarinnar hófst um mánaðamót apríl/maí, og eru áætluð verklok í lok september. Þá er að vísu eftir að ganga frá vegi að brúnni svo aka megi yfir hana. Brúin stendur á nýju brúar- stæði og er búið að byggja upp veg sem liggur þar að, en frá- gangi við vegagerðina lýkur í lok október. ístak hefur unnið að byggingu brúarinnar og hafa 12-14 menn unnið á byggingar- stað, en Héraðsverk annast lagn- ingu vegarins. Hellu - Talið er að nokkur þús- und manns hafi lagt leið sína á töðugjöld rangæskra bænda um helgina, en góða veðrið átti stóran þátt í hversu vel heppnuð hátíðin þótti. Töðugjöldin stóðu yfir í þijá daga þar sem margháttuð kynning á frumframleiðslu héraðsins fór fram, m.a. með opnum búðum og matarveislum þar sem allt hráefni var fengið úr héraðinu. Opin hús og Heklugos Margvísleg atriði voru í boði um helgina en á föstudagskvöldið var sælkeraveisla bænda og stórdans- leikur að Laugalandi í Holtum þar sem KK-sextett með Ragnari Bjamasyni og Ellý Vilhjálms lék fyrir dansi. Hljómsveitin kom sér- staklega saman eftir áratuga hlé af þessu tilefni. A laugardaginn var opið hús hjá Landgræðslu ríkisins í Gunn- arsholti og minjasafninu á Keldum og lögðu margir leið sína þangað en auk þess voru opin nokkur bú í sýslunni. Gengið var á Heklu með leiðsögn Flugbjörgunarsveit- arinnar á Hellu. Á Gaddstaðaflötum við Heklu var starfrækt markaðstorg bænda og hestaleiga en yfir svifu listflug- vélar og Landgræðsluflugvélin Páll Sveinsson. Mikla athygli vakti valkyijukeppni Suðurlands sem Magnús Ver stjórnaði og raf- magnsgirðingastökkkeppni MR- búðarinnar. Á laugardagskvöldið var mikil þátttaka í grillveislu sem Meistarinn hf. sá um en hráefnið var allt úr nágrenninu. Mótshald- arar telja að grillað hafi verið ofan í um þúsund manns í þessari stærstu grillveislu ársins. Töðugjaldahátíðinni lauk á sunnudag er sóknarpresturinn í Odda, sr. Sigurður Jónsson mess- aði undir berum himni á flötunum, Qöldi manns sótti messuna sem fór fram í einstakri veðurblíðu sem einkenndi reyndar hátíðarhöldin alla helgina. Vonast er til að töðugjöldin geti orðið að árvissum atburði í héraðinu en framkvæmdanefndin er afar ánægð með hversu vel tókst til með þessa frumraun en aðsókn fór fram úr björtustu von- um en talið er að um 5-6 þúsund manns hafi tekið þátt í hátíðinni á einn eða annan hátt þessa þrjá daga. Nefndina skipa Drífa Hjart- ardóttir, Birgir Þórðarson, Ragnar J. Ragnarsson, Erna Sigurðardótt- ir, Egill Sigurðsson og Jórunn Eggertsdóttir. URVAL NOTAÐRA BILA SUZUKI SWIFT 1000, árg. ‘90, 5 gfra, 3ja dyra, grár, ek. 55 þ. km. Verð 530 þús. LADA STATION 1500, árg. ‘91, 5 gíra, 5 dyra, rauður, ek. 50 þ. km. Verð 350 þús. LADA LUX 1500, árg. ‘93, 5 gíra, 4ra dyra, hvrtur, ek. 6 þús km. Verð 500 þús. LADA SPORT 1600, árg. ‘93, 5 gíra, 3ja dyra, rauður, ek. 15 þ. km. Verð 740 þús. MMC LANCER GLX 1500, árg. ‘87, sjálfsk., 4ra dyra, grár, ek. 130 þ. km. Verð 390 þús. Greiðslukjör til allt að 36 mánaða án útborgunar MMC LANCER 1500, árg. ‘89, sjálfsk., 4ra dyra, grænn, ek. 91 þ. km. Verð 670 þús. SEAT IBIZA, árg. ‘88, 5 gíra, 3ja dyra, rauður, ek. 49 þ. km. Verð 220 þús. HONDA CIVIC 4x4, árg. ‘87, 6 gíra, 5 dyra, blár, ek. 110 þ. km. Verð 440 þús. LADA SPORT 1600, árg. ‘89, 4 gíra, 3ja dyra, drapplitur, ek. 57 þ.km. Verð 360 þús. LADA SAMARA 1500, árg. ‘92, 5 gíra, 5 dyra, blár, ek. 26 þ. km. Verð 520 þús. Opið virka daga kl. 9-6, laugardaga kl. 10-14. SHMíCV NOTADIR f Jk Fb Jk BIIAR LADA _______314060/681200________________ MAZDA 323 1300, árg. ‘87, 4 gíra, 4ra dyra, grár, ek. 113 þ. km. Verð 330 þús. DAIHATSU CHARADE SG 1300, árg. ‘93, 5 gfra, 4ra dyra, grænn, ek. 4 þ. km. Verð 940 þús. MMC LANCER GLXi 1500, árg. ‘91,5 gfra, 5 dyra, brúnn, ek. 42 þ. km. Verð 980 þús. SUZUKI SWIFT GA 1000, árg. ‘89, 5 gíra, 3ja dyra, hvítur ek. 66 þ.km. Verð 390 þús. MMC GALANT GLSi 2000, árg. ‘91, sjálfsk., 4ra dyra, vínrauður, ek. 61 þ. km. Verð. 1.190 þús.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.