Morgunblaðið - 23.08.1994, Side 20

Morgunblaðið - 23.08.1994, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ Fagott er sjaldgæft einleiks- hljóðfæri Argentínski fagottleikarínn Andrea Merenz- on kynnir, ásamt Steinunni Bimu Ragnars- dóttur, píanóleikara, verk samlanda sinna á tónleikum í kvöld. Súsaima Svavarsdóttir kynnti sér efnisskrána og forvitnaðist um verkin, sem hafa sprottið frá tangóhefðinni. Á TÓNLEIKUM í norræna húsinu í kvöld verður góður gestur, argent- ínski fagottleikarinn Andrea Mer- enzon, sem kynnir tónskáld þjóðar sinnar — auk þess, sem hún leikur nokkur verk, sem evrópsk tónskáld hafa samið fyrir fagott sem ein- leikshljóðfæri. Fyrstu verkin á tón- leikunum verða sónötur eftir Vi- valdi og Hindemith og eftir það flyt- ur Andrea tangó eftir Astor Piazz- olla og verk eftir argentínsk og brasilísk tónskáld. Tónleikarnir enda á „Ævintýri Rollants" eftir Þorkel Sigurbjörnsson og er það hér flutt í fyrsta skipti á fagott og píanó. Tónleikamir hefjast klukkan 20.00 og meðleikari Andreu er Steinunn Bima Ragnarsdóttir. Andrea Merenzon er þekktur ein- leikari á fagott og hefur leikið með hljómsveitum víða um heim. Nýver- ið lék hún með hljómsveitinni Sin- fonietta í París, verk eftir Villa Lobos. Auk þess að flytja hefðbund- in verk, samin fyrir fagott, fmm- flytur hún oft nútímaverk sérstak- lega samin fyrir hana. Þá hefur hún hljóðritað geislaplötur, þar á meðal með argentínskri tónlist svo og hefðbundinni. Hún er fyrsti fagott- leikari við Fflharmóníuhljómsveit- ina í Buenos Aires og hefur auk þess safnað saman verkum fyrir fagott frá ýmsum löndum. Það er óhætt að segja að Andrea opni dyr að nýjum áttum fyrir okk- ur íslendinga með tónlist sinni. Þegar diskar hennar em leiknir heyrast stef og taktar, sem ekki em algeng í þeirri tónlist, sem við eigum að venjast. En hvað ber hana til íslands? „Ég er svo hrifin af öllu, sem er framandi," segir Andrea. „Þegar ég fór til Bandaríkjanna var allt nýtt þar og svo ólíkt Argentínu. Svo fór ég til Evrópu — og þá til þessara gömlu menningarlanda, eins og Bretlands, Frakklands, ítal- íu og Spánar og þar opnaðist mér nýr heimur, gerólíkur þeim sem ég hafði kynnst áður. Núorðið fínnst mér mest gaman að fara til landa utan alfaraleiðar; landa sem hafa mjög sterk sérkenni og ég get lært eitthvað nýtt af. Ég hef hitt íslend- inga í Argentínu og varð mjög for- vitin um landið og menninguna. í Tákngildi ávaxta MYNPLIST Listhúsið Grcip ÞÓRA ÞÓRISDÓTTIR Opin daglega frá 14-18 nema mánudaga, til 2. september. Aðgangur ókeypis. VIÐFANGSEFNI Þóm Þóris- dóttur hafa sl. þrjá mánuði verið táknmyndimar borg (fólkið) og ávextir (gæðin), svo og hugtökin góður og vondur. Myndverkin em eins konar markorð í umræðu um siðfræði biblíunnar og afstöðu manna til hennar á seinni tímum. Þóra telur að í umræðunni sé hægt að byggja á þeim myndræna lík- ingaleik sem gjaman er notaður í biblíunni, hvort heldur sem líkingin er notuð um veraldlega eða andlega hluti. Þegar við stöndum frammi fyrir því að skilgreina hvað er vont og hvað er gott á almennum grund- velli, lendum við stundum í vand- ræðum, en ef við flokkum ávexti þá em það einfaldlega skemmdu ávextimir sem em vondir og heilu ávextimir sem em góðir. Það er síðan smekksatriði hvort fólki bragðast ein tegund ávaxta betur en önnur. Ávöxturinn getur verið heill að utan en skemmdur að inn- an. Þegar ávaxtar er neytt eða hann skorinn í sundur, kemur ann- að I ljós. Skilgreiningin er rétt svo langt sem hún nær, en höfðar þá öðm fremur til eins skilningarvits, sem að sjálfsögðu er bragðið að við- bættu mati manna á gæðum ávaxta. Hins vegar er skemmdur ávöxtur ekki alvondur að því leyti að hann getur verið býsna fagur fyrir augað, og fáir litir bera í sér jafn mikla fyllingu og það sem er að tærast sbr. gijót, ryð og myglu. En Þóra er auðvitað á allt öðmm nótum í myndsköpun sinni, en þetta leiðir hugann að því hve alhæfingin er jafnan varasöm. Og svo getur matur, sem er ljótur og lyktar illa, verið lostæti í munni margra sbr. kæst skata og kæstur hákarl! En það má vera Ijóst af sýningar- skránni, að Þóra er öll í siðfræði biblíunnar og vill skilgreina afmark- að svið hennar á sinn hátt. Þetta gerir hún með því að fylla tvær LISTIR STEINUNN Birna Ragnars- dóttir seinustu viku var ég að leika á tón- leikum í París og ég vildi endilega nota tækifærið til að koma hingað. Það hefur auðvitað mikið að segja að ég er stöðugt að leita að nýjum verkum eftir nútímatónskáld — og hér hef ég fundið eitt, eftir Þorkel Sigurbjömsson, sem ég leik á tón- leikunum." - En þú leikur líka verk eftir nútímatónskáld frá Suður-Amer- íku. Hver em helstu sérkenni þeirra og hvaðan koma þau? „Tónlist argentínskra tónskálda er mikið sótt í stef og hrynjandi tangótónlistarinnar. Þau sækja líka í alþýðutónlist. Sjálf er ég óskap- lega hrifín af tangó og þótt ég sé að leika fagott-tónlist, þá hefur leik- ur minn alltaf í sér þessi tangóele- ment. Ég ólst upp við þessa tónlist. Hún er hluti af persónuleika mínum og í rauninni hluti af hinni argent- ínsku þjóðarsál. Tónskáldin okkar reyna til dæmis ekkert mikið að brjótast frá þessari arfleifð. Það er þó ekki þar með sagt að við eigum ekki tónskáld, sem byggja á aka- demískum grunni eingöngu og hafna hefðinni. Auðvitað fara menn ólíkar leiðir." - Hvers vegna valdirðu þér fag- ott? „Það var nú ekki flókið val,“ seg- ir Andrea. „Faðir minn lék á fag- ott. Hann var fyrsti fagottleikari \ Sinfóníuhljómsveit Argentínu. Á heimilinu vom til þijú fagott og þegar ég var 5-6 ára hélt ég hrein- lega að allir spiluðu á fagott og fannst sjálfsagt að ég gerði það líka. En það var hreint ekki þannig ANDREA Merenzon að allir spiluðu á fagott — því þetta er alls ekki einu sinni algengt ein- leikshljóðfæri og það er mjög sjald- gæft að fagottspilarar leggi fyrir sig einleiksferil." - Hvers vegna gerðir þú það? „Ég hreinlega elska að koma fram sem einleikari. Ég nýt vinn- unnar í Fílharmóníuhljómsveitinni en ég leik þar auðvitað fyrst og fremst til að vinna fyrir mér. Þar sem ég er fyrsti fagottleikari, hef ég dálítið meira frelsi til að stunda tónleikahald — og það þykir alveg sjálfsagt að ég fái frí til að koma fram á tónleikum erlendis." Þær Andrea og Steinunn Birna höfðu ekki kynrtst hvor annarri áður en Andrea kom hingað til að undirbúa tónleikana í Norræna hús- inu í kvöld. „Það er þó skemmtileg tilviljun að okkur skuli teflt sam- an,“ segir Steinunn Bima, „vegna þess að tónlist Andreu er mér síður en svo framandi. Hún er náskyld spænskri alþýðutónlist, sem ég kynntist vel þau ár sem ég bjó á Spáni og þessi efnisskrá er mjög skemmtileg tilbreyting frá því sem ég fæst helst við. Hún er líka mjög íjölbreytt og það er gaman að vera með verk fyrir þá sem vilja hlusta á klassík og með verk fyrir þá sem vilja heyra eitthvað alveg nýtt í nútímatónlist og tengja það að lok- um við okkar eigin tónlistarhefð. Auk þess er fagottið hljóðfæri, sem ég hef ekki spilað mikið með og mér fínnst gaman að vinna að þessu litla yfírliti yfír efnisskrá, sem til er fyrir það hljóðfæri.“ ÞÓRA Þórisdóttir, krukkur af ávöxtum, annars vegar heiíum en hins vegar skemmdum, og setja á stall hlið við hlið. Jafn- framt hefur hún skorið niður ávexti í sneiðar og sett á milli gleija, en ferlið byggist þó aðallega á því að mála niðursneiddar appelsínur og sítrónur svo og kjama epla, sem hún hefur skorið í sundur á ýmsa vegu. Ferskastur er árangurinn í verk- unum þrem í kjallaranum, með ávaxtasneiðarnar á milli gleija, en hins vegar er einnig margt vel gert í máluðu myndunum, og þær geta auðveldlega staðið einar sér. Á stundum eru myndirnar vel málað- myndlistarkona. ar, og kalla að því leyti á viðbrögð, t.d. myndin sem er á veggspjaldinu og sama er um flest verkin á enda- veggnum. Segja má, að eplakjarninn eins og listakonan málar hann, hafi mjög sterka erótíska skírskotun, en það gerir nú margt í biblíunni og for- dómamir eru mannanna verk. Hvemig hin táknræna skírskotun virkar á fólk mun svo vera mjög einstaklingsbundið, en sem mynd- efni er hún að sjálfsögðu fullgild. En hvað sem öðru líður er hug- myndafræðin hrein og klár og vel fram borin, og það er styrkur sýn- ingarinnar. _ . ; Bragi Asgeirsson Kirkjurit- ið gefið út í 60ár ANNAÐ hefti þessa árs af Kirkjuritinu er komið út en það hefur nú komið út í sextíu ár samfellt. Meðal efnis er viða- mikil grein um samband ríkis og þjóðkirkju sem er skoðað út frá embætti sóknarprests- ins. Rekur úttektin sig aftur til einveldistímans og varpar það ekki síst ljósi á framvind- una á þessari öld og lýðræðis- þróun í krikjunni fram til árs- ins 1994. Höfundar eru Guð- mundur Guðmundsson og dr. Siguijón Ámi Eyjólfsson. Tveir greinar eru í heftinu um sálgæslu aldraðra eftir þá dr. Pétur Pétursson og Tómas Guðmundsson. Dr. Gunnlaug- ur A. Jónsson leitast við að skýra hvort yfírleitt sé hægt að tala um guðfræði Gamla testamentis eða hvort ein- göngu eigi að skoða þessar gömlu bækur út frá trúarlegu sjónarmiði. Grein er um guðfræði pred- ikunarinnar út frá kenningu Reiner Preuls, óhefðbundnar lækningar og hefðbundnar eft- ir Þórhall Heimisson, bóka- dómar eftir Kristján Björns- son, og bókaumfjöllun eftir Hrein S. Hákonarson, auk fréttabrota héðan og þaðan úr heimi kirkjunnar. Ritstjóri er Kristján Björns- son, sóknarprestur á Hvamms- tanga. Kirkjuritið er gefíð út af Prestafélagi Islands. Áskrift og lausasala er í Kirkjuhúsinu við hlið Dóm- kirkjunnar í Reykjavík. Tjarnar- kvartettinn með tón- leika TJARNARKVARTETTINN heldur sína fyrstu tónleika í Reykjavík á Sólon íslandus miðvikudagskvöldið 24. ágúst klukkan 21.00. Kvartettinn skipa: Rósa Kristín Baldurs- dóttir sópran, Kristjana Am- grímsdóttir alt, Hjörleifur Hjartarson tenór og Kristján Hjartarson bassi. Kvartettinn flytur allt sitt efni a capella, þ.e. án undir- leiks. Á efnisskránni eru ís- lensk og erlend sönglög, madr- igalar, leikhústónlist, djass og dægurlög. Tjamarkvartettinn kemur norðan úr Svarfaðardal. Hann hefur starfað í fímm ár og hefur á því tímabili komið víða fram og haldið tónleika norðan heiða. Nú em þau loksins kom- in til Reykjavíkur og munu á tónleikunum á Sólon flytja efni sem væntanlega kemur út á geisladiski síðar í haust. Ný sýning í Stöðlakoti SÝNING á nokkrum verkum Kristjáns H. Magnússonar list- málara (1903-1937) verður opnuð í Stöðlakoti laugardag- inn 27. ágúst. Það er sonur listamannsins, Magnús H. Kristjánsson, sem stendur fyr- ir sýningunni en hann hefur unnið að söfnun og skráningu á verkum föður síns undanfar- in ár hér heima og erlendis. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18. Sýningunni lýkur 11. september.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.