Morgunblaðið - 23.08.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.08.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1994 23 LISTIR ATRIÐI úr gamanmyndinni „Clean Slate“ í Bíóborginni. Spæjarinn sem missti minnið KVIKMYNPIR Bíóborgin ÚTI Á þEKJU - „CLEAN SLATE“ ★ ★ ★ Leikstjóri: Mike Jackson. Handrit: Robert King. Framleiðendur: Rich- ard og Lili Fini Zanuck. Aðalhlut- verk: Dana Carvey, Valeria Golino, James Earl Jones, Kevin Pollak, Michael Cambon. MGM. 1994 HELSTU gamanmyndir frá Hollywood hin síðustu ár hafa verið sérlega uppteknar af því að gera grín að öðrum myndum, yfirleitt svo hlægilega vitlausum að það hefur varla tekið því að gera sérstakar grínmyndir uppúr þeim. Eða þær hafa snúist um heimskuhúmor Billa og Tedda og Ace Ventura og Wayn- es og félaga. A méðan hafa hefð- bundnar gamanmyndir eins og Úti á þekju eða „Clean Slate“ með Dana Carvey úr „Waynes World“ myndunum þurft að víkja. Hún er óvæntur glaðningur, góð, gamal- dags gamanmynd frá Hollywood sem hægt er að hlægja að án þess að skrapa greindarvísitöluna upp af gólfinu þegar maður labbar út, byggð á snjöllu og skemmtilega skrifuðu handriti sem útfærir góða hugmynd í fína skemmtun. Maður hefur ekki hlegið jafnmikið að bandarískri gamanmynd síðan „Quick Change" var sýnd hér um árið. í myndinni, sem gæti verið unnin eftir hvaða einkaspæjaramynd sem er, leikur Carvey spæjara er orðið hefur fyrir losti svo hann man aldrei neitt deginum lengur í bókstaflegri merkingu. Þegar hann vaknar á morgnana man hann ekki hver hann er og þarf því að tala inn á segul- band til að minna sig á hvað gerð- ist deginum áður og hlusta á það strax og hann vaknar. Sem er ansi mikil fötlun í hans stöðu því hann er á kafi í allskonar máium: í hvert sinn sem hann segist hafa hitt kon- una sína — glæsilega skutlu sem Valeria Golino leikur — er hann minntur á að hún er látin, hann er aðalvitnið í málsókn gegn stærsta glæpamanni borgarinnar en tekur hann fyrir leigusalann sinn næst þegar hann hittir hann; hann sefur hjá eiginkonu saksóknarans; man ekki hvernig mamma sín lítur út og á í brösum með að fá eineygða hundinn sinn til að hitta í matar- skálina. Framleiðendur eru Lili Fini og Richard Zanuck, sem einnig eru ábyrg fyrir Ekið með Daisy, og þau hafa tryggt vandað útlit og góðan leikarahóp. Carey fer ágætlega með rullu minnislausa spæjarans og tekst vel að lýsa því algera myrkri sem yfir hann kemur þegar hann helst þarf á minninu að halda. Gol- ino er líka vel innstillt á femme fatale myndarinnar og breski leik- arinn Michael Gambon er óborgan- legur í hlutverki óþokkans. Atriðið •þegar Carey tekur hann ásamt morðingjum hans í misgripum fyrir leigusala er eitt það besta sem sést hefur lengi. James Earl Jones er fyrrverandi yfirmaður spæjarans og aðrar rullur eru einnig vel skipaðar. Gamansemin gengur vitaskuld mikið út á minnisleysi Careys og misskilninginn sem stöðugt mynd- ast og opnast áhorfandanum alltaf betur og betur. En að baki góðum húmornum býr líka lymskulega hnyttin persónusköpun og glæpa- saga sem nær hámarki í átaka- miklu réttarhaldsdrama. Þetta er svosem ekkert meistarastykki en maður þarf að vera ansi djúpt niðri til að hlæja ekki. Arnaldur Indriðason Bókhaldsaðstoð Dísu kynnir nýja þjónustu — reikningaútskrift með viðfestum gíróseðli. Sími 885136. Uppþvottavél gerö LP 770 tf 5 þvottakerfi. ■ Gljáefnahólf. ■ Hljóðlát — aðeins 45 db. ■ Innrabyrði úr ryðfríu stáli. ■ Þreföld sía á vatnsinntaki. ■ Sparnaðarkerfi/hraðþvottakerfi. ■ Tekur borðbúnað fyrir 12 manns. Staðgreiðsluverð kf. 41.900. Tqkö þvottavélar og uppþvottavélar frá Italíu. verði! Fxafen 9, sími 887 332 opiö mánud.-föstud. 9-18 og iaugard. 10-14 Staðgreiðsluverð kf. 38.900. ■ 14 þvottakerfi. ■ Tekur 5 kg af þvotti. ■ Orkusparnaðarrofi. ■ Fjórskipt sápuhólf. ■ 600 snúninga vinduhraði. ■ Tromla og belgur úr ryðfríu stáli. Þvottavél gerö LP 550P Götustrákurinn og glæpaforinginn KVIKMYNDIR Laugarásbíó SAGAÚRBRONX „A BRONX TALE“ ★ ★ ★ Leikstjóri: Robert De Niro. Handrit: Chazz Palminteri byggt á hans eigin leikriti. Framleiðendur: Jane Rosent- hal, Jon Kilik og De Niro. Aðalhlut- verk: Robert De Niro, Chazz Pal- minteri. Tribeca. 1993. ÞAÐ gerist æ algengara að vin- sælir leikarar sem náð hafa eins langt og hægt er, komist á þá skoðun að þeir geti gert eitthvað meira en bara leikið. Þá fara þeir að leikstýra bíó- myndum. Og merkilegt nokk, þeim ferst það talsvert vel úr hendi. Til dæmis Jodie Foster í „Little Man Tate“. Mel Gibson gerði einnig ágæta mynd um strák sem kynntist sködd- uðum manni á sál og líkama. Og nú hefur Robert De Niro gert fína mynd úr strætum Bronxhverfisins í New York á sjöunda áratugnum um strák sem kynnist mjög náið glæpaforingja götunnar sinnar. Eins og Foster og Gibson leikur De Niro líka í þessari fyrstu mynd sem hann leikstýrir. Hann er frábær að venju og leikurinn er yfirleitt góður en það er leikari að nafni Chazz Palminteri sem á það til að stela senunni. Palminteri skrif- aði handritið uppúr leikriti er hann byggði á atburði sem hann upplifði í æsku. Aðalpersónan er strákur sem verður vitni að mafíumorði en neitar að benda lögreglunni á hver framdi það. Morðinginn er höfuð mafíunnar í hverfinu og tekur drenginn undir sinn verndarvæng og verður honum sterk föðurímynd. En drengurinn á réttsýnan og heiðarlegan föður sem líst ekki á að stákurinn hans skuli hanga með glæpaliðinu og togstreit- an þarna á milli magnast eftir því sem árin líða. Handrit Palminteris er ákaflega vel skrifuð og heilsteypt þroskasaga með sterkri persónusköpun sem vaknar til lífsins í kunnáttusamlegri og öruggri leikstjórn De Niros. Saga úr Bronx lítur ekki út fyrir að vera neitt byijendaverk en leikarinn býr vel að samstarfinu við Martin Scor- sese í gegnum árin. Ber Saga úr Bronx ekki síst keim af fyrstu mynd- inni sem þeir unnu að saman, „Mean Streets". Hér er lýst aðdáun á glæpa- mennsku og því stöðutákni sem hún veitir og virðingu sem fyrir henni er borin. Einnig strákum sem alast upp við hana, glæpamönnum framtíðar- innar, sem fá útrás í kynþáttahatri. Og hér er lýst hinum valmöguleikan- um sem foreldrar stráksins hafa kos- ið, heiðarlegt fjölskyldulíf sem býður ekki uppá neinn glanslifnað en gerir þér kleift að lifa í sátt við sjálfan þig. Þetta er gömul saga og ný en myndin finnur á henni nýja fleti og hefur heilmikið fram að færa. í leik- stjórn De Niros er hún laus við allan predikunartón en leggur spilin á borðið eins og þau eru. Sjálfur er De Niro glansfínn sem strætóstjórinn faðir drengsins og lýsir því vel hve honum er umhugað um strákinn án þess að vilja njörfa hann niður. Og Palminteri er frábær sem konungur götunnar uppfullur af lífspeki þess sem veit að hann getur engum treyst og má engum treysta. Arnaldur Indriðason SJÁLFSKIPTUR SUZUKIVITARA Einstakur bíll á viðráðanlegu verði VITARA er búinn 4ra þrepa sjálfskiptingu með vali um sparnaðar- og aflstillingu. Þessi sjálfskipting fer sérlega vel með kraftmikilli og þýðgengri 16 ventla vélinni í SUZUKI VITARA. Bensíneyðslan er líka í algjörum sérflokki, frá 9 lítrum á 100 km. Hafðu samband og kynntu þér verð og kjör. Við bjóðum nokkra bíla á einstökum vildarkjörum í ágústmánuði. SUZUKI - MEST SELDIJEPPINN f EVRÓPU SÍÐASTLIÐIN 3 ÁR $ SUZUKI ..-....... SUZUKI BÍLAR HF SKEIFUNNI 17 SÍMI 68 51 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.