Morgunblaðið - 23.08.1994, Page 25

Morgunblaðið - 23.08.1994, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1994 25 Bamaskapur eða hræsni? ÞANN 24. maí 1994 féllu þessi orð í þætti Páls Heiðars Jónssonar í Ríkisútvarpinu: «Ég er kommún- isti til að beijast fyrir réttlæti.» Þessu var lýst yfir, að því er virt- ist, af einlægri sannfæringu. Og sá sem það gerði var hvorki auli né bjáni, heldur eitt af eftirtektar- verðari ljóðskáldum samtímans og kennari ungra barna. Sá sem lýsir því yfir, að hann sé kommúnisti, hlýtur að vita vel, hvernig kommúnistar hafa farið að því að fram- fylgja réttlætinu. Kommúnistar að- hyllast hugmyndir, sem settar voru fram af tveim vel þekktum lærifeðrum þeirra. Þeir hétu Karl Marx og Vladimír Úljanoff (Lenín). Marx fyrirleit ein- staklinginn sem slíkan og færði að því fræði- leg rök, að þessum einstaklingi bæri að útrýma. Það yrði bezt gert með því, að þeir sem ekkert eiga og enga eða litla menntun hafa, taka höndum sam- an um að afnema ekki aðeins rétt manna til eignar heldur og þá, sem mótaðir eru af því að eiga eitt- hvað. Þessir síðastnefndu voru kallaðir burgeisar í fyrirlitningar- tón, og áttu ekkert annað skilið en dauðann. Sagan er grimm gyðja, sagði félagi Karls Marx, F. Engels, og leggur veginn til sigurs yfir haug af líkum. V.í. Lenín útfærði þessar grunnhugmyndir, og þær urðu að hugmyndafræði stjórnmálaflokks, sem hann stofnaði og stýrði. Sá flokkur kenndi sig við kommún- isma (en annað heiti hans var bolsivikkar). Fyrir furðulega duttlunga sög- unnar tókst flokki Leníns að sölsa undir sig völd í Rússlandi árið 1917. Hann fékk tækifæri til að koma kenningum sínum í fram- kvæmd. Kommúnistar og fjöldi fylgifiska þeirra um allan heim fylgdust náið með og fylltust hrifn- ingu og lotningu. Aðferðin, sem Lenín fékk að láni hjá Marx til að koma á nýju réttlæti, heitir stéttabarátta. Hvernig háðu bolsivikkar þá bar- áttu? Með ofbeldi. Ofbeldi, sem er fólgið í því að fara að náunganum og skera hann á háls fyrir það eitt að hann tilheyrir stétt, sem kenningin segir að eigi ekki til- verurétt. Hér verða nú tilfærð nokkur dæmi úr ritum Leníns um það, hvernig hann framfylgdi réttlæt- inu: «Það verður að beita miskunn- arlausu fjöldaofbeldi gegn stór- bændum, prestum og hvítliðum. Þá sem vafi leikur á um ber að loka inni í fangabúðum utan borg- arinnar. Símið um framkvæmd- ina» (9.8. 1918). «Það þarf að ganga fram með ofbeldi af enn meiri krafti og láta það ná til Jjöldans* (26.11. 1918). «Ef ekki verða gerðar hetjuleg- ar ráðstafanir, þá mun ég sjálfur taka að mér í Varnarmálaráðinu og í Miðstjórninni að handtaka þá sem bera ábyrgðina og einnig aftökur. Það er ekki hægt að þola aðgerða- leysi og vanrækslu. — Með kommúnístískri kveðju, Lenín» (18.7. 1920). «Þið skuluð skilyrð- islaust finna þá seku, svo að þessir þijótar geti rotnað í fangelsi» (13.9. 1921). Eftir að kommún- istaflokkur Leníns komst til valda í Rúss- landi miðaði hann að því að útrýma eftirfarandi tegundum fólks: Sjálfseignarbændum, mennta- mönnum, atvinnurekendum, prestum. Á dögum Leníns tókst allvel að koma hinum þrem síðast- nefndu fyrir kattarnef. Arftaki Leníns, Stalín, tók svo til við að ljúka verkefninu með því að út- rýma bændum sem stétt. Það var alls ekki nauðsynlegt að menn tilheyrðu þessum stéttum til að vera drepnir. Það var nóg að vera grunaður um óæskilegt hugarfar. Dæmi þessa eru örlög N. Gúmiljovs. Hann var ungt og upprennandi skáld. En þar að auki var hann sakaður um að vera í slagtogi með mönnum sem höfðu ýmigust á Lenín. Hann var tekinn og skotinn. Tugir milljóna manna féllu í valinn. Sögu Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna lauk með því, að stjórn- lagadómstóll Rússlands dæmdi hann að hafa verið glæpaflokk. Þetta er öllum kunnugt, sem vilja vita. Því er það ömurlegt til að vita að maður sem hefur helgað líf sitt uppfræðslu barna skuli geta lýst því yfir frammi fyrir alþjóð að hann telji að réttlætið nái fram að ganga með aðferðum kommún- ismans. En þessi ummæli varpa ljósi á hugsunarhátt óhugnanlega margra manna af tveim — jafnvel þrem — kynslóðum íslendinga. Enga miskunn — lifi einræðið! Laugardaginn þann 16. júlí 1994 birtu nokkrir valinkunnir íslendingar áskorun til íslenzkra stjórnvalda um að stuðla að því, að viðskiptabanni (eða „hóprefs- ingum“, eins og það er nefnt) verði aflétt af írak, Líbýu og Serbíu. Um hvað er verið að biðja? Ekkert annað en það, að íslenzk stjórnvöld eru beðin um það að stuðla að því á alþjóðavettvangi að þrír blóðugir einræðisherrar geti hindrunarlaust kúgað og Þegar Sameinuðu þjóð- imar reyna með frið- samlegum hætti að koma viti fyrir þrjá ein- ræðisherra, segir Arn- ór Hannibalsson, em ------------?------------ til menn á Islandi sem rennur blóðið til skyldunnar! drepið íbúana í þessum löndum. Hafa höfundar áskorunarinnar einhverja samúð með Kúrdum? Sú þjóð hefur barizt hetjulega fyrir rétti sínum til að lifa sem ein þjóð, fyrir sjálfsforræði sínu. Fyrir það hefur árum saman verið heijað á Kúrda og reynt að þurrka þjóðina sem heild út. Aðgerðir Sameinuðu þjóðanna hafa dregið úr hörku aðgerða einræðisherra Iraks gegn þeim. Nú vilja hinir íslenzku áskor- endur hleypa einræðisherranum lausum til að drepa Kúrda að vild. Og hvað um fenjaarabana, sem hafa mátt sæta atlögum, sem miða að því að útrýma þeim? Hinir ís- lenzku áskorendur hafa enga sam- úð með þeim. Ef samúðin væri það, sem hrinti þeim af stað, myndu þeir biðja stjórnvöld að efla stuðning við þetta fólk sem má sæta blóðugum ofsóknum, við lýðræðissinna í þeim þrem löndum, sem nefnd voru. Um það er ekki orð. Einræðisherrarnir eiga að fá að hafa fijálsar hendur. Hverskonar stjórnarfar er það, sem Slobodan Milosevic stendur fyrir í Serbíu? Hann var leiðtogi kommúnistafloksins, en á einni nóttu breyttist hann í þjóðernis- sinna, þegar kommúnisminn missti allt bit. Stjórn hans styðst við þau sömu öfl, sem áður stóðu að kommúnistastjórn Júgóslavíu. Þau hafa einungis málað sig felu- litum. Undir kjörorðinu: Þar sem er Serbi, er Serbía! hefur hann staðið fyrir einhverri blóðugustu borgarastyijöld sem um getur. Nú vilja hinir íslenzku áskorendur og mannvinir gefa honum fijálsar hendur til að afla sér vopna og vista til að geta haldið manndráp- unum áfram. ÁskoPendurnir sýna enga samúð með fórnarlömbum hans. Hvernig hefði verið að áskor- endurnir hefðu skorað á stjórnvöld að gera það sem í þeirra mætti stendur til að styðja við bakið á lýðræðis- og friðarsinnum í Serb- íu? Nei, samúðin er öll með einræð- isherranum. Til er eitt land í heiminum, sem er risavaxnar fangabúðir — Norð- ur-Kórea. Það er rétt hægt að ímynda sér þá miklu sorg sem settist að í bijóstum þessa fólks við fráfall hins mikla valdavitrings Kim II Sungs. Hverjir eru þeir stjórnvitringar, sem þetta fólk sér ekki sólina fyr- ir? Maó Tze Dong, Hó Sí Mín, Daniel Ortega, Mengistu Haile Miijam, Fídel Castró. Hjarta þess slær hraðar af hrifningu, hvenær sem fréttist af kúgurum, sem ná einræðisvöldum og keyra fólk nið- ur í hyldýpi örbirgðar, ofbeldis og réttindaleysis. Muhammar Ghaddafi, einræðis- herra Líbýu, heldur hlífískildi yfír þeim sem sprengdu farþegaflugvél yfir Lockerbie í Skotlandi. Með því að lýsa því yfir, að létta beri af þessum einræðisherra öllum þvingunum, er verið að lýsa yfír stuðningi við hryðjuverk. Hvenær hafa höfundar nefndrar áskorunar lýst yfir samúð með fórnarlömbum einræðis og kúgunar? Lýstu þeir yfír samúð með þeim sem fórust í Gúlagi sovétveldisins? Með þeim Víetnömum, sem lögðu á haf út á feysknum fleytum frekar en að þola lífíð undir kommúnistastjórn? Með þeim sem fórust í hungurs- neyð í Eþíópíu? Með þeim frelsi- svinum sem rotna í dýflissum Fíd- els Castrós? Ekki hefur frétzt um neinar slíkar yfirlýsingar. En þegar Sameinuðu þjóðirnar reyna með friðsamlegum ráðum að koma vitinu fyrir þijá einræðis- herra, þá rennur þessum mannvin- um á íslandi blóðið til skyldunnar. Það á ekki að taka fram fyrir hendur þeirra. Einræðisdýrkun Alla þessa öld hafa verið til stór- ir hópar manna, sem hafa ekki mátt vatni halda af hrifningu á bófum og mannhöturum, sem hafa náð völdum víða um heim. (Hafa þó menn þessir búið sjálfír í lönd- um, sem hafa í heiðri mannrétt- indi og kristna menningu.) Það er undarlegt, að enn skuli vera uppi á Islandi flokkur manna sem skip- ar sér í þennan hóp. Höfundur er prófessor í heimspeki við Háskóla Islands. Arnór Hannibalsson Reyklaus Háskóli Það hlýtur að telj- ast til grundvallar- réttinda að þurfa ekki að anda að sér meng- uðu lofti að óþörfu. Það er líka staðreynd að tóbaksreykur andrúmslofti skaðar þá sem honum anda að sér. Því hefur þró- unin verið sú að sí- fellt víðar er verið að banna reykingar, og er það raunar bundið í lög að þær skuli ekki leyfðar þar sem al- menningur leitar af- greiðslu eða þjónustu. Því miður hefur þessum málum ekki verið sinnt sem skyldi í Háskóla íslands. Þar hafa reykingar verið stundaðar víða, í trássi við áður- nefnd lög. Nú hefur hins vegar Háskólaráð einróma samþykkt tillögu okk- ar stúdenta að reyk- ingar skuli bannaðar í húsum skólans frá og með upphafi skólaárs ’94-’95 og þykir ýms- um kominn tími til. Vegna hlutverks Há- skólans sem æðsta menntastofnun þjóð- arinnar er ótækt ann- að en hann standi í fararbroddi þeirra sem vilja draga úr reyking- um fólks og vernda hagsmuni hinna sem ekki reykja. Því á ég von á að nemendur og kennarar taki þessari breytingu Andri Már Þórarinsson Það eru grundvallar- réttindi að þurfa ekki að anda að sér reyk- menguðu lofti, segir Andri Már Þórarins- son. Háskólaráð hefur einróma samþykkt að banna reykingar í hús- um skólans frá og með skólaári 1994-95. vel, og þeir sem ekki gera það, þá sem hveiju öðru hundsbiti. Vissulega væri ákjósanlegt að hafa aðstöðu í byggingum skólans fyrir þá sem reykja. Slík aðstaða er víðast hvar ekki fyrir hendi og þyrfti skólinn að leggja í kostnað sem svarar 15-20 milljónum króna svo viðunandi væri. Meðan framkvæmdafé skólans er jafn lít- ið og raun ber vitni er augljóst að skólanum er ómögulegt að leggja út í slíkar framkvæmdir. Því hlýtur ódýrasta og besta lausn- in að vera sú sem Háskólaráð hef- ur nú ákveðið. Það er von mín að yfirvöld ann- ara skólastofnana sem ekki eru reyklausar nú þegar fylgi þessu góða fordæmi Háskólans. Reyk- laust skólakerfi gæti orðið liður í kynningu landsins sem heilsupara- dísar, lands ómengaðs lofts og hreinnar náttúru auk þess sem það yrði án efa æsku landsins til heilla. Ég óska stúdentum og öðru starfsfólki HI til hamingju með reyklausan Háskóla. Höfundur erfulltrúi stúdenta í Háskólaráði. Hotpuint Snýst í báöar áttir, 5kg, 2 hitastillingar. Ryðfrí stáltromla. Barki fylgir. ...at>OVsrioasto<i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.