Morgunblaðið - 23.08.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1994 33
fleiri en tölu var á komið. Afi kom
fram í forstofu og bauð gestkom-
andi inn. Þótt maður þættist vera
á hraðferð og teldi erindið lítið var
ekki við annað komandi en að
koma inn og þiggja veitingar.
Spurt var tíðinda á meðan amma
bar fram góðgerðir. Afi ræddi við
gestina í eldhúsinu eða inni í stofu.
Stundum sagði hann: „Komdu og
finndu mig nafni“ og þá fórum við
inn í hjónaherbergi þar sem afi
sýndi mér eitt og annað. Afi var
spaugsamur og sagði oft við mig:
„Segðu mér nú eitthvað skemmti-
legt.“ Það var líka gaman að heyra
afa segja frá, þá hlustuðu allir.
Hann mundi vel gamla tíma og
sérstaklega var gaman að heyra
hann segja frá ferðum sínum um
Fellaheiði við tófu- eða fjárleitir.
Stundin flaug því hratt og oft varð
stutt heimsókn löng. En þeim tíma
var vel varið.
Á síðustu árum eftir að ég flutt-
ist úr Fellunum fækkaði heimsókn-
unum í Staffell en þó reyndi ég
alltaf að koma til afa og ömmu
þegar færi gafst. En sambandið
hélst sterkt. Við töluðum oft saman
í síma og nokkur bréf gengu á milli.
Ég er sérstaklega þakklátur fyr-
ir það að við Stefanía Ósk skyldum
eignast barn meðan afi lifði. Afa
og ömmu var það mikil gleði að
sjá Bergdísi litlu og frétta af fram-
förum hennar. Það sýndi hugul-
semi afa vel að oft bað hann mig
að kyssa „konurnar mínar" frá
honum áður en við kvöddumst í
síma.
Það eru búnir að vera sólríkir
og yndislegir dagar á Héraði í sum-
ar, svo var einnig hinn 3. ágúst
þegar útför afa fór fram. Hann
hvílir nú í heimagrafreitnum á
Staffelli. Afi hafði fyrir nokkrum
árum óskað eftir því að jarðarför
hans færi fram í kyrrþey. Sú ósk
lýsir honum ef til vill best.
En nú er komið að leiðarlokum.
Samverustundirnar voru margar
og góðar. Söknuðurinn er sár og
missirinn mikill. Ég veit að afa
verður vel tekið þar sem hann er
nú og ég veit að hann lítur áfram
eftir fólkinu sínu sem honum þótti
svo vænt um. Ég bið Guð að styrkja
ömmu, afkomendur og vini afa í
sorginni. Vissan um að afi þarf
ekki að þjást meira hjálpar okkur.
Ég lýk þessu með orðum afa sem
hann notaði svo oft þegar við
kvöddumst og geri þau að mínum:
„Þakka þér fyrir allt.“
Sigfús Guttormsson
frá Krossi.
læknum og stýrði því af mikilli óeig-
ingirni og dugnaði frá 1962 og um
nokkurra ára skeið, en hvarf þá frá
því fýrirtæki og til eigin reksturs,
sem hann stundaði síðan til hinstu
stundar. Fundum okkar Kristjáns
bar fyrst saman á heimili foreldra
hans á Smiðjugötu 10 á ísafirði,
en ég hafði þá kynnst systur hans
Aðalheiði, síðar konunni minni. Við
Kristján ræddum mikið saman þetta
kvöld og talið barst að pólitíkinni
en fundum við lítinn samhljóm á
því sviði. En þegar við kynntumst
nánar fór ávallt vel á með okkur
og urðum við bestu vinir. Kristján
var mikill geðprýðismaður og þægi-
legur í allri umgengni. Ég vil ekki
gera honum svo á móti skapi að
bera frekara lof á hann, sem hann
á þó vel skilið. Við þessi kaflaskil
þakka ég honum ánægjuleg kynni
og samfylgd. Kristján kvæntist eft-
irlifandi konu sinni, Amdísi Bjarna-
dóttur, tannsmið, þann 30. septem-
ber 1950. Þau hafa eignast tvær
dætur: Aðalheiði Guðrúnu, verslun-
armann, fædda þann 28. febrúar
1955, og Birnu, textílhönnuð,
fædda þann 11. ágúst 1956. Vegna
fráfalls Kristjáns færa ég og kona
mín Arndísi og dætrunum, barna-
börnum og öllum ættingjum og
venslafólki okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Við eigum öll og varð-
veitum minninguna um góðan
dreng og heiðarlegan.
Guttormur Sigurbjörnsson.
BRAGIHARALDSSON
+ Bragi Haralds-
son fæddist á
Borgarfirði eystra
19. desember 1918.
Hann lést á dvalar-
heimili aldraðra á
Eskifirði 8. ágúst
síðastliðinn. Hann
var sonur hjónanna
Haraldar Ingvars-
sonar og Guðnýjar
Þorsteinsdóttur.
Bræður Braga voru
tveir og eru þeir báð-
ir látnir en samfeðra
hálfsystir hans, Dag-
björt Haraldsdóttir,
býr á Skjaldþingsstöðum á
Vopnafirði ásamt eiginmanni,
Pétri Ingólfssyni, og börnum.
Eftirlifandi eiginkona Braga er
Guðbjörg Þorsteinsdóttir. Bragi
og Guðbjörg eiga þijú börn og
eru barnabörnin 10 og barna-
barnabömin fjögur. Lengst af
bjuggu Guðbjörg og Bragi á
Eskifirði. Útför Braga fór fram
frá Eskifjarðarkirkju 12. ágúst
síðastliðinn.
í ÓDAUÐLEIKA hversdagslífsins er
dauði vinar áminning. Það verða
ekki fleiri samverustundir og rök-
ræðurnar verða ekki fleiri. Líf hans ■
er mér hins vegar jafn lifandi og
þeirra sem eru ofan moldar, fyrst
og fremst minning. Maður samgleðst
hinum látna að þjáningunum skuli
vera lokið og maður saknar samfund-
anna. Maður spyr sig hvað sé að
vera eilífur eða hvort framhald eigin
vitundar sé til. Er vinurinn allur eða
er hann með horfnum ástvinum?
Möguleikar tilviljunarinnar eru mikl-
ir en er ekki tilvistin einum of mikið
fyrir líkindafræðina. Í þeirri von kveð
ég nú tengdaföður minn, Braga Har-
aldsson.
Bragi Haraldsson fæddist inn í
fátæka sjómannsfjölskyldu á Borg-
arfirði eystra 19. desember frosta-
veturinn mikla 1918. „Hákarla-
Halli", faðir Braga, var meðal dug-
mestu sjósóknara enda dugði ekki
minna í lífsbaráttunni. Bragi varð
ungur sjómaður, fór á vertíðir á
Homafirði og Suðurnesjum enda
aðeins sumarveiðar á heimaslóðinni..
Hann vann hjá hemum suður í
Reykjavík um stríðstíma en eftir
nokkurra ára fjölskylduhald á
Vopnafirði fluttist hann til Eskifjarð-
ar árið 1956 ásamt Guðbjörgu, eftir-
lifandi eiginkonu og börnunum
Svani, Haraldi og Unni Sólrúnu. Þar
hafa þau hjónin búið síðan.
Bragi var alla tíð verkamaður. Ég
kynntist honum ekki fyrr en eftir að
hann var húsvörður í Valhöll á síldar-
árunum, en það er auðheyrt á öllu
að þá sem endranær var hann í verk-
og þjónustuhlutverki en ekki .stjóm-
unar. Ég varð tengdasonur Braga
eftir veru í Menntaskólanum við
Hamrahlíð á róstursárunum kringum
’68. Þar var nú margt fullyrt um
eðli og hagsmuni verkalýðsins og
alþýðuhetjumar vom á hveiju strái.
Það er erfítt að ná fótfestu þegar
upp kemst um „góða hermanninn" í
Saigon og þegar manngildismarkmið
bemskuáranna reynast byggð á
blekkingu. Hvað er þá satt, hvað er
þá rétt? Það var erfið spurning ungu
fólki. Kynni mín af Braga voru mér
mikil lífsreynsla. Hann stóð með
báða fætur á jörðinni, þá virkur Al-
þýðuflokksfélagi og gjaldkeri síns
verkalýðsfélags. Það
var hans yndi að ræða
stjórnmál. Mér lærðist
fljótt að þegar Bragi tók
afstöðu til mála þá var
það út frá þeim al-
menna rétti sem næðist
fram. Aldrei hvarflaði
að honum að hann
myndi njóta nokkurra
forréttinda þannig að
hans réttur var einungis
tryggður ef hann var
tryggður ollum. Þegar
verkamaðurinn hefur
öðlast . réttinn þá er
rétturinn að sönnu al-
mennur. Það var þess vegna sem
nannréttindafrömuðir 19. aldarinnar
tóku málstað verkafólks en ekki
vegna einhverrar ástar á puðinu og
púlinu. Meðan verkamaðurinn mis-
skilur ekki hagsmuni sína þá krefst
hann almannaréttar. í fræðilíkönum
skólaspekinga um frelsið og réttlætið
fást hins vegar ótal altækar spreng-
lærðar skilgreiningar á þessum hug-
tökum og merking þeirra í þjóðarvit-
undinni tekur breytingum eftir póli-
tískum vindum hverju sinni. Þessar
spurningar vöfðust hins vegar ekkert
fyrir Braga, frelsið sem hann barðist
fyrir er allra eign.
Ég man vel stoltan manninn eftir
ASÍ-þingið 1977 og sólstöðusamn-
ingana svonefndu. En það var ein-
mitt skömmu eftir sigurölduna 1977
að ég heyrði í fyrsta sinn markaðs-
frelsi skilgreint sem endanlegt og
algilt frelsi, að öll markaðshöft væru
óréttur og frelsisskerðing. Þetta var
þegar efnahagsráðgjafi herforingja-
stjómarinnar í Chile, einn „Chicago
drengja" Miltons Friedmans, lýsti því
yfír heimsbyggðina að Chile væri í
raun eina fijálsa ríkið í heiminum,
þar væri með öllu óheimilt að hefta
fijáls markaðsviðskipti. Við Bragi
ræddum þá oft þá algeru hugarfars-
breytingu þegar hugtakið frelsi fékk
á nokkrum árum þessa nýstárlegu
merkingu í þjóðarvitundinni. Bragi
færði sig yfir til allaballa þegar
kratarnir gerðust fánaberar hinnar
nýju frelsishugmyndar en nú eru öll
stjómmálaöfl landsins því miður
sammála um að markaðshömlur séu
frelsishöft.
Þegar manngildið er orðið mark-
aðsgildi, útreiknanlegt og vel skil-
greint í alþjóða samningum, þá er
gott að spila Olsen Olsen og það
gerðum við Bragi af vígamóð ámm
saman. Nóg var svo sem um heims-
viðburðina og íslenskt samfélag tók
stakkaskiptum á nokkrum ámm. Og
ekki vantar upplýsingaflóðið, það
fæst í síbylju auglýsinga, frétta, línu-
rita o.s.frv. Nú er hins vegar barátt-
an um athygli fólks orðin svo hörð
að upplýsingin er orðin skemmtiiðn-
aður, krassandi atburðaflóð. Félags-
leg meðvitund og skilningur er ekki
í beinu hlutfalli við það upplýsinga-
magn sem í einstaklinginn er troðið
heldur það heildarsamhengi sem til-
veran er sett í. Viskan er ekki flókin
jafna eða efni í doðrant. Hún er ein-
föld, enda almenns eðlis.
Síðustu vikumar dvaldi Bragi á
heimili aldraðra á Eskifirði. Umönn-
un starfsfólksins var einstök. Hlýja,
tillitssemi og virðing fyrir hinum
öldnu einkennir alla starfsemina.
Fyrir hönd aðstandenda þakka ég
starfsfólkinu hlýhug og gott starf
og óska Eskfírðingum til hamingju
með Hulduhlíð.
Sigurður Gunnarsson.
Sumarferð eldri borgara
í Dómkirkjusókn
Efnt verður til sumarferðar eldri borgara í Dómkirkjusókn
miðvikudaginn 24. ágúst nk. kl. 13.00 frá Dómkirkjunni. .
Ekið verður um Vatnsleysuströnd,
Kálfatjarnarkirkja skoðuð, þaðan að
Reykjanesvita um Grindavík.
Kaffi drukkið í Keflavík.
Þátttaka tilkynnist í síma 622755
mánudaginn 22. og þriðjudaginn
23. ágústkl. 10.00-12.00 f.h.
Þátttökugjald kr. 600.
Sóknamefnd
t
Bróðir minn,
GEORG INGVAR BJARNASON,
er látinn. Útför hefur farið fram.
Þórey Bjarnadóttir.
t
Móðir mín og tengdamóðir,
ÞURÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR
hárgreiðslumeistari,
Austurbrún 4,
lést í Borgarspítalanum 20. ágúst.
Emilia Jónsdóttir,
Björn Ágúst Einarsson.
t
Faðir okkár, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRÐUR GUÐMUNDSSON
frá Snartastöðum,
Víkurbraut 5,
Sandgerði,
lést sunnudaginn 21. ágúst.
Jón Pálmi Þórðarsson, Hrafnhildur Jóhannsdóttir,
Lovísa Þórðardóttir, Gfsli Arnbergsson,
Guðmundur Þórðarson, Guðrún Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar,
GUÐRÍÐUR M. PÉTURSDÓTTIR,
Suðurgötu 14,
Keflavík,
lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 19. ágúst.
Jaröarförin auglýst síðar.
Davfð Eyrbekk,
Gunnar Örn Gunnarsson,
Þórður Steinar Gunnarsson,
Pétur Meekosha.
t
Hjartkær eiginmaöur minn,
HAFSTEINN HJARTARSON
fyrrverandi lögregluþjónn,
Stóragerði 10,
Reykjavfk,
andaðist á hjartadeild Borgarspítalans aöfaranótt 20. ágúst.
Fyrir hönd barna okkar,
Jórunn S. Sveinbjörnsdóttir.
t
Eiginmaður minn,
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
byggingameistari,
Skildinganesi 16,
áður Logafold 87,
lést í Landakotsspítala 20. ágúst sl.
Jaröarförin auglýst síðar.
Anna Steindórsdóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
SIGURÐUR ÖRN HJÁLMTÝSSON,
Fannafold 10,
Reykjavík,
lést í Landspítalanum laugardaginn
20. ágúst sl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Erna Árnadóttir Mathiesen
og börn.