Morgunblaðið - 23.08.1994, Síða 35

Morgunblaðið - 23.08.1994, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1994 35 MINNINGAR KARÍTAS KRISTÍN HERMANNSDÓTTlR + Karítas Kristín Hermanns- dóttir fæddist i Ögri við ísafjarðardjúp 10. nóvember 1927. Hún andaðist í Sjúkrahús- inu á Húsavik 5. ágúst siðastlið- inn og fór útförin fram frá Húsavíkurkirkju 15. ágúst. Hér hvflast þeir, sem þreyttir göngu luku í þagnar brag. Ég minnist tveggja handa, er hár mitt struku einn horflnn dag. (Steinn Steinar.) OKKUR systumar langar að kveðja elskulega vinkonu hinstu kveðju. Allt í einu er hún Kaja okkar öll, hún veiktist skyndilega og nokkrum dögum síðar er hún farin frá okkur. Fáeinum dögum áður en hún veikt- ist var hún með okkur á fjölskyldu- móti, hress og kát og lék við hvem sinn fingur. Engan gmnaði þá að mánuði síðar yrði hún látin. Kaja var stór þáttur í bemskuminningum okkar, sem besta vinkona mömmu. Hún kom oft í heimsókn og stundum kviðum við reyndar fyrir að fá hana í heimsókn á kvöldin því hlátur henn- ar hélt fyrir okkur vöku. Er við elt- umst lærðum við að elsku þessa stóm, hláturmildu konu og þegar árin liðu sáum við alltaf betur og betur að Kaja var kona með hjarta úr gulli. Þegar móðir okkar dó, fund- um við enn betur fyrir hlýhug henn- ar í okkar garð. Við vissum alltaf að Kaja var boðin og búin að gera allt fyrir okkur. Þegar við urðum stúdentar kom Kaja suður og sér- saumaði á okkur útskriftardragtir eins og ekkert væri sjálfsagðara og alveg ótilbeðin. Þegar við komum okkur upp fjölskyldum þá fylgdist hún vel með börnum okkar og tók þátt í gleði okkar og sorg. Þrátt fyrir ýmsi veikindi sem heijuðu á hana síðastliðin ár var alltaf stutt í hláturinn og brosið. Þegar við kom- um norður til Húsavíkur í heimsókn var alltaf farið niður í Hlyn, drukkið ótæpilega af kaffi, sem alltaf var nýlagað, og stundum var Kaja tilleið- anleg að spá í bolla fyrir okkur, en það var einstök upplifun. Þar sem Kaja var stödd var engin lognmolla og í mannfagnaði mynd- aðist alltaf hópur í kringum hana þar sem hún sagði sögur af fólki sem hún þekkti en enginn gat sagt eins skemmtilega frá og hún. Einnig átti hún auðvelt með að gera grín að sjálfri sér. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er, en minningin um hana Kaju okkar mun lifa. Við vitum að það er tekið vel á móti henni þar sem hún er stödd núna. Við vottum Steina, Birgi, Geira og fjölskyldum þeirra innilega samúð okkar. Helga og Ingibjörg. 00 Innilegar þakkirfyrir auðsýnda samúð og hlýju við andlát og jarðarför SKARPHÉÐINS ÓSKARSSONAR frá Haukabrekku. Guð blessi ykkur öll. Sigriður Sigurðardóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, KARITASAR INGIBJARGAR RÓSINKARSDÓTTUR, Túngötu 20, ísafirði. Lydia Rósa Sigurlaugsdóttir, Erling Sigurlaugsson, Halldóra Sigurgeirsdóttir, Ingibjörg Sigurlaugsdóttir, Helga Hermannsdóttir, Margrét Óskarsdóttír, Soffía Ingimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. SÆMUNDUR BJORNSSON + Sæmundur Björnsson fædd- ist í Vík í Mýrdal 7. maí 1972. Hann lést af slysförum 27. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Víkurkirkju 6. ágúst. AÐ MORGNI 28. júlí barst mér sú fregn að Sæmi væri dáinn. Var þetta mikið áfall og ég átti erfitt BRIPS Umsjón Amór Rajjnarsson Sumarbrids í Reykjavík ÞÁTTTAKA í Sumarbrids er stöðugt þetta í kringum 30 pör á kvöldi, flesta daga vikunnar. Auka þarf þetta í um 40 pör síðustu vikumar, ef greiðslu- markið á að nást. Er því skorað á bridsáhugafólk að fjölmenna og styrkja við bakið á húsakaupasjóði Bridssambandsins. Úrslit síðasta þriðjudag 16. ágúst (28 pör) urðu: N/S: AlbertÞorsteinsson/KristóferMagnússon 328 Guðmundur Páll Amarson/Þorlákur Jónsson 324 GuðlaugurSveinsson/SigurjónTryggvason 309 Ragnheiður Nielsen/Hjördís Sigurjónsdóttir 304 A/V: Láms Hermannsson/Sævin Bjamason 320 VignirHauksson/HaukurHarðarson 314 Birgir Öm Steingrimsson/Þórður Bjömsson 301 BjörnÞorláksson/JónBjömsson 298 Úrslit síðasta miðvikudag 17. ágúst (34 pör) urðu: N/S: Eirikur Hj altason/J ónas P. Erlingsson 566 ÞórðurBjömsson/Þrösturlngimarsson 507 Halldór Már Sverrisson/Halldór Guðjónsson 494 BjömÞorláksson/VignirHauksson 492 A/V: Helgi Sigurðsson/lsak Öm Sigurðsson 562 Vigfús Pálsson/Jón Ingólfsson 536 Guðmundur Baldures./Guðmundur A. Grétares. 473 Halla Bergþóredóttir/Vilhjálmur Sigurðsson 460 Aðeins vantar herslumuninn hjá báðum efstu pörunum, að bæta hæstu skorina (sem er 572, skoruð af þeim Jakobi Kristinssyni og Sveini Rúnari). Ánægjulegt er að margir af bestu spilurum landsins eru farnir að mæta til leiks í Sumarbrids. Þátttaka þeirra er lífsnauðsyn fyrir starfssemi Sum- arbrids, eykur áhuga þorra fólks að glíma við toppspilarana, í léttu og afsöppuðu andrúmsiofti, sem Sum- arbrids býður upp á. Sumarbrids er spilaður alla daga kl. 19 (nema laugardaga) og að auki kl. 14 á sunnudögum (hvemig væri að mæta þá?). Sérstök athygli er vakin á silfur- stigamótinu helgina 10.—11. septem- ber, sem verður með sveitakeppnis- sniði. Lágmarkskeppnisgjald, helm- ingur í verðlaun og allar bestu sveitir landsins mæta til leiks. Hafa ekki ein- hverjar utanbæjarsveitir áhuga? Stefnt er að því að fylla húsið þá helgi, eða 30 sveitir. Skráning á Skrifstofu BSÍ í Sumarbrids. með að gera mér grein fyrir_því að þetta væri raunveruleikinn. Eg var ósátt við að vinur minn hefði farið svona snögglega. Ég kynntist Sæma fyrir tveimur árum hjá Kristínu vinkonu minni í bænum og hér fyrir vestan þar sem þau voru oft heima hjá Kristínu. Við urðum fljótt góðir vinir. Ég myndi segja að við náðum ágætlega saman því við gátum talað um allt bæði í gamni og alvöru. Það var sjaldan sem maður sá Sæma iðjulausan. Hann var einn af þeim mönnum sem ekki gátu setið kyrrir ef óunnið verk lá fyrir. Öll vinna fórst honum vel úr hendi því hann var laginn við marga hluti. Bílar voru eitt af áhugamálum hans og hann grúskaði mikið í þeim. Ég man eftir síðasta sumri þegar hann og Viðar voru að þeysast í pollum og sprænum á Leikskálum á göml- um bíl sem Óli á og þeir höfðu lag- fært aðeins til að hann yrði ökufær. Sæmi var mjög stríðinn og hafði gaman af að atast í fólki á þann hátt. Þau voru ófá skotin sem ég fékk frá honum þegar við hittumst. Hann fann alltaf veikustu punktana á manni. Ég hef átt margar góðar stundir á Leikskálum með Kristínu, Sæma og fjölskyldu hennar. Hér fyrir vestan undi Sæmi sér vel og hann keyrði að austan næstum hveija helgi, ef hann var að vinna þar, til unnustu sinnar og fjölskyldu sem reyndist honum vel. Erfitt verð- ur að fylla það skarð sem Sæmi skilur eftir sig, því söknuðurinn er sár. Elsku Kristín og aðrir aðstand- endur, megi guð vaka yfir ykkur og styrkja í ykkar miklu sorg. Ég votta ykkur mína innilegustu sam- úð. Kæri vinur, ég þakka þér fyrir allar þær stundir og minningar sem ég á um þig, þeim mun ég aldrei gleyma. Megi þú hvíla í friði og blessuð sé minning þín. Hafðu þökk fyrir allt. Jóhanna Sigrún. KARÍTASINGIBJÖRG RÓSINKARSDÓTTIR + Karítas Ingibjörg Rósin- karsdóttir fæddist í Súðavík 17. september 1909. Hún lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði 9. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá ísa- fjarðarkapellu 16. ágúst. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefúr hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Elsku amma, ég vil þakka þér samveruna. Ég veit að þér líður vel. Guð blessi þig og minningu þína. Þóra Baldursdóttir. Birtíng afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfír eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví- verknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför HELGU STEINDÓRSDÓTTUR, Fitjum, Skagafirði. Steindór Sigurðsson, Kristfn Guðmundsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Eiríkur Sigurðsson, Anna Sigurðardóttir, Hörður Karlsson, Heiða Sigurðardóttir, Rúnar Gfslason, Sigurður Sigurðsson, Auður Sveinsdóttir, Sigmundur Sigurðsson, Alma Stefánsdóttir, Ástriður Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdasonar, tengdaföður og afa, SIGURBJÖRNS JÓNSSONAR slökkviliðsstjóra, Skagabraut 35, Akranesi. Sonja F. Jónsson, Hlynur Sigurbjörnsson, Petrína Ottesen, Bjarki Sigurbjörnsson, Erla Bjarnadóttir, Leiknir Sigurbjörnsson, Sigrún Fredriksen og barnabörn. t Innillegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS JÓNASSONAR, Grund, Hamarsgötu 8, Fáskrúðsfirði. Sigurbjörg Bergkvistsdóttir, Jóna Gunnarsdóttir, Agnar Jónsson, Bjarney Gunnarsdóttir, Sigurður Valgeirsson, Hörður Gunnarsson, Fanný Gunnarsdóttir, Helgi Þór Gunnarsson, Guðlaug Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Skrifstofur okkar, verslun og þjónustudeild verða lokuð miðvikudaginn 24. ágúst frá kl. 12.00 vegna jarðarfarar EINARS FARESTVEIT, forstjóra. Einar Farestveit & Co hf., Borgartúni 28. Hljóðvirkinn sf., Höfðatúni 2.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.