Morgunblaðið - 23.08.1994, Page 44

Morgunblaðið - 23.08.1994, Page 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Frumsýn- ing á Flint- stones í London KVIKMYNDIN Flintstones var frumsýnd í London í lok júlímán- aðar. Á meðal frumsýningar- gesta var margt stórmennið, þ. á m. Karl Bretaprins, Elle MacP- herson, Kyle MacLachlan með eiginkonu sinni Lindu Evange- listu, Sylvester Stallone, John Goodman, Brian Levant leikstjóri og Rosie O’Donneli. Ekki er annað sjá af meðfylgj- andi myndum en að glatt hafi verið á hjalla í veislunni. Mikið mæddi þó á John Goodman sem bæði þandi raddböndin og sýndi hæfni sína í keiluíþróttinni. Flestir voru sammála um að honum hefði tekist hreint ágæt- lega upp, a.m.k. við að fá fólk til að brosa. SIGURÐUR Rúnarsson, rútubílsljóri Austurleiða, bjargar fólki upp úr Steinólfsá fyrr í sumar. Kærar þakkir fyrir alla hjálpina ÞÝSKIR ferðamenn komu þökk- um á framfæri til Sigurðar Rún- arssonar, rútubílstjóri Austur- leiða, á sérstakan hátt, eftir að hann hafði hjálpað fólki á jeppa- bifreið upp úr Steinólfsá í sumar. Þeir sendu Halldóri Blöndal sam- gönguráðherra bréf, þar sem þeir báðu hann að finna leið til að þakka Sigurði frækilega fram- göngu. I bréfinu stendur: „Við erum komin aftur til Þýskalands eftir að hafa ferðast um ísland og við viljum koma innilegri hrifningu okkar á íslenskri þjóð og náttúru á framfæri. Rútubílstjórinn sem ók leiðina Hvolsvöllur - Þórsmörk 19. júlí er ágætt dæmi um hjálp- semi íslendinga. Ég veit ekki hvað hann heitir, en allir farþegar rút- unnar sem við ferðuðumst með voru hrifnir af því sem hann gerði. Hann stakk rútunni niður í ánna til að ná upp jeppa sem var fastur í henni miðri. Honum tókst að koma bílnum að landi og bjargaði þar með bíistjóranum úr hættu. Það eina sem við gátum gert var að lána honum þurr föt. Eg held að þú getir fundið leið til að heiðra þennan rútubílstjóra fyrir framlag sitt.“ Sigurður Rúnarsson er rútubíl- stjórinn sem um ræðir. Hann seg- ir Steinólfsá hafa verið sérstak- lega erfiða yfírferðar í sumar og hann sé búinn að hjálpa fjórum rútum og fáeinum bílum upp úr ánni. „Þetta getur verið hættulegt þegar mikill vatnsflaumur er í ánum og vatnið er orðið djúpt.“ Hann segir það hafa komið nokkr- um sinnum fyrir í gegnum tíðina að hann fengi send bréf og mynd- ir, enda æki hann þessa leið dag- lega öll sumur, „... en það er nú kannski ekki algengt að maður fái þakkarbréf sent til Halldórs Blöndals“, segir hann kankvís- lega. KYLE MacLachlan og Linda Evangelista ásamt Elle MacPher- son og fylgisveini hennar, viðskiptajöfrinum Tim Jefferies. Á meðfylgjandi mynd sést í hvirfilinn á Karli Bretaprins þar sem hann heilsar leik- stjóranum Steven Spielberg. Lengst til vinstri á myndinni sést Rosie O’Donnell sposk á svip en á innfelldu myndinni sést John Goodman taka lag- ið fyrir frumsýningargesti. Pfeiffer eignast barn ■LEIKKONAN Michelle Pfeiffer og framleiðandinn David Kelley eignuðust sitt annað barn 5. ágúst síðastliðinn. Syninum var gefið nafnið John Henry, en þyngd hans fékkst ekki uppgefin. Þau eiga þegar eina dóttur að nafni Clau- dia Rose, en hún er sautján mán- aða gömul. Leikstjórarnir Bille August og Oliver Stone bíða báðir eftir leikkonuninni í næstu kvik- myndir sínar, en hún segist ætla að eyða tíma með syni sínum fyrst um sinn. Gleðibomba ársins 30.000 manna veisla... Enn er nóg af kampavíni og kransakökum í gleðileiknum guðdómlega. Við minnum á að tónlistin með vinsælasta lagi landsins er komin aftur í verslanir Skífunnar. , Xjöynr brúðkaup og jarðarfór Iman lumbraði á Rosie O’Donnell ■FYRIRSÆTAN Iman, sem giftist söngvaranum David Bowie árið 1992, er við tökur á myndinni Exit to Eden um þess- ar mundir. Það er erótísk kvik- mynd sem verðiir frumsýnd í haust, með henni, Dan Aykroyd og Rosie O’DonnelI í aðaíhlut- verkum. í myndinni lendir hún í slagsmálum við Rosie O’Donn- ell og áður en tökur fóru fram sagði Rosie, sem er öllu meiri um sig, Iman að hafa ekki áhyggjur, hún myndi ekki þjarma að henni. Rosie gerði sér enga grein fyrir því að Iman lyftir lóðum hvern dag. „Ég er mjög sterk,“ segir Iman. „Eftir að okkur var sagt að byrja, þurfti bæði hana og Dan til að halda mér niðri. Daginn eftir var hún öll blá og marin, en ekki sást skráma á mér.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.