Morgunblaðið - 23.08.1994, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 23.08.1994, Qupperneq 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1994 UNGLINGAR MORGUNBLAÐIÐ Það er spurning Myndir þú vilja vera eldri en þú ert? Inga Mæja, 15 ára. Nei. Ingvar, 15 ára. Já, svona tveim árum. Birgitta, 16 ára. Já, ég vildi vera þrem árum eldri. V arð heltekinn af fótbolta sem unglingur Knattspyma hefur alltaf verið vinsæl íþróttagrein á íslandi og margir fótboltamenn hafa gerst atvinnumenn í greininni erlendis. Ragnar Margeirsson fótboltakappi úr Keflavík er einn af þeim. Samhliða því að spila fótbolta vinnur ______hann sem lögregluþjónn á_ Keflavíkurflugvelli. Eg var bara týpískur unglingur myndi ég segja. Ég byrjaði snemma í boltanum og upp úr fermingu byijaði þetta vanalega, stelpu- standið og þessi venjulegu vanda- mál. Ég fór að vera lengi úti og kom jafn- vel ekki heim fyrr en daginn eftir. Fótbolt- inn byrjaði svo hjá mér fyrir alvöru þegar ég var sextán ára gam- all, og ég fór fljótlega að spila með meistara- flokki og gekk mjög vel. Ég vakti athygli erlendra liða fljótlega og var svo að þvælast út mikið í atvinnumennsku og aftur heim. Svoleiðis gekk það í nokkur ár þangað til ég fór til Belgíu í tvö ár í atvinnuspila- mennsku. * * * Unglingsárin eru mjög merkileg, maður ætlar að gera svo margt og það er svo gam- an að vera til, engin ábyrgð eða neitt, lífið leikur við mann. Það var ágætt að vera unglingur hérna í Keflavík, við marséruðum Hafnargötuna fram og til baka, eins og unglingar hérna gera enn þann dag í dag. Það voru klíkur í gangi og ég var í einni slíkri, þeirri stærstu í Keflavík. Æskulýðs- heimilið var svo staðurinn sem við gátum sótt um helgar. Við fórum ekki að kíkja Reykjavíkur fyrr en við vorum orðin að minnsta kosti sextán ára. * * * Ég var ágætis námsmaður þegar ég byrjaði í skóla en þegar ég fór í gagn- fræða- skóla heltók fótbolt- inn mig alveg og námið fór að liggja á milli hluta og varð númer þijú í forgangsröðinni. Ég varð svo heltek- inn af fótboltanum að ég hætti í skóla eftir skyldunámið og það eitt komst að hjá mér að komast í atvinnumennsku í fótbolta. Mér finnst reyndar að það hefði mátt betur fara þar, hefði mátt vera meiri skynsemi í þessu hjá mér. Kannski hefði ég átt að einbeita mér meira að náminu því það bitnar á manni síðar meir að vera menntunarlaus. Þjóðfé- lagið er bara að breytast svo mikið að ef maður er ekki með menntun eru möguleikar til atvinnu svo litlir. * * * Ég ráðlegg ungum mönnum sem stendur til boða að fara í atvinnumennsku að staldra við og íhuga vel alla mögu- leika. Ef þeir hafa ákveðið að læra eitthvað ættu þeir að gera það, en það getur verið erfitt að hafna góðu tilboði frá góðu liði. Það er oft erfitt að segja nei. * * * Þjóðfélagið er orðið þannig í dag og kröf- urnar svo miklar að mikilvægi menntunar verður ekki ofmetið. Það má samt ekki gleymast í öllu því sem boðið er uppá að lífið á að vera skemmtilegt svo við verðum stundum að gefa okkur lausan tauminn og njóta þess bara að vera til. STJÖRNUift G S 6 F_S R Bensíntittur, bíldæl- ingnr eða slöngutemjari Nafn: Ingþór Hallsson. Heima: Borgarnesi. Aldur: 16 ára. Skóli: Grunnskólinn í Borgarnesi. Sumarstarf: Bensíntittur — bíldælingur — slöngutemjari. Helstu áhugamál: Ja, þau eru fá. Ég hef eiginlega engan tíma fyrir annað en að dæla á bíla. Annars eru það veiðar og að skemmta mér um helgar. Laxveiðar og böll. Uppáhalds hljómsveit: Ætli það sé ekki Morrisey og U2. Uppáhalds kvikmynd: Það er ekki spurning, það er Shining. Já, og Taxi Driver, ég hef, hana alitaf 1 með mér og ég get ekki talið I skiptin sem ég hef horft á hana. Mér finnst skemmtilegast að horfa á sálfræðiþrillera sem hægt er að pæla í eftir á. Uppáhalds sjónvarpsefnið: Ég horfði alltaf á Limbóþætt- J ina þegar þeir voru, en nú • horfi ég aðallega á gamanþætti helst breska eins og Hale og Page. Síðan horfi ég á bíómyndirnar. Besta bókin: Það er líklega Stephen King bókin Shining. Mér finnst samt myndin betri af því að Jack Nicolson lék það vel. Hver myndir þú vilja vera ef þú værir ekki þú? Julio Iglesias, hann fær svo mikið af kvenmönnum. / ingu f\'NN Hvernig er að vera unglingur í dag? Ef maður skemmtir sér ekki nóg þá bara mygl- ar maður og verður leiðinlegur. Og þá fær maður skítkast frá öðrum. Maður verður alltaf að reyna að skara fram úr, sko. Vera ofaná. Það er mín heimspeki. Annars er kannski ekki gert nógu mikið fyrir ungl- inga. Það má ekki vera í miðbænum um helgar, þá er löggan komin að böggast í manni og draga mann heim. Það ætti að gefa unglingum meira frelsi og gera meira af því að segja frá jákvæðum hlutum í fjöl- miðlum. Hverju myndir þú vilja breyta í þjóðfélaginu? Það mætti byggja stærri sundlaug í Reykja- vík, með almennilegum renni- brautum. Það er það eina sem mér dettur í hug. Jú, og hafa tívólí allt árið um kring. Það er minn draum- ur. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að veiða og vera með lax á. Það er mesta spennan. Og reyna að landa honum, mér hefur nú ekki enn tekist það, ég missi hann alltaf. En það skemmtilegasta sem hægt er að gera er að fara með vinum sínum á ball og skemmta sér verulega, sletta úr klaufunum. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Það sem er leiðinlegast er að Geiri og Maggi henda mér of oft út að dæla á bílana. Og þegar ég er settur í skítverkin, eins og að fara út með rusl og svoleiðis. Líka þegar ég lendi illilega í stelpunum í sjoppunni, þegar þær eru á blæðingum eða eitthváð og eru óþarflega skapvondar. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ef ég get ekki orðið heilbrigðisráð- herra eða Julio Iglesias þá myndi ég bara vilja vera ég sjálfur. Það er eiginlega sama hvað ég væri að vinna við, ég myndi bara vera ... ég, skemmtanadýrið. Hvað viltu ráðleggja þeim sem umgang- ast unglinga? Að tala svolítið meira kúl við þá, svo þeir skilji almennilega, koma með aðeins meiri slettur. Og leyfa þeim meira, ekki vera að halda þeim inni eða ofvernda þá. Unglingar eiga að ráða hvað þeir gera, þeir gera engar vitleysur. Hvað viltu segja að lokum? Party on.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.