Morgunblaðið - 23.08.1994, Page 49

Morgunblaðið - 23.08.1994, Page 49
ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1994 49 1 i I I I I 3 < 4 4 ( ( ( ( ( ( < ( i ( ( i ( ( ( < ( ( ( MORGUNBLAÐIÐ _____________________________________ UNGLINGAR Frjálsar hendur „Allt annað“ Hæ. Við erum hér nokkrir „kakka- lakkar“ i sumarfríi úr klúbbnum „Allt annað“. Langar okkur til að segja aðeins frá klúbbnum. Klúbbur- inn var stofnaður síðasta haust og þeir sem vildu vera með í honum skrifuðu bara nafn sitt á miða og svo var dregið úr. Þó fékk enginn að vera með nema klára sex vikna prógramm. Þar áttum við að kynn- ast, tala saman og læra að vinna saman sem hópur. Við hittumst reglulega í félagsmiðstöðinni Pjörg- yn í Grafarvogi á þriðjudögum og fimmtudögum og tölum saman. Markmiðið hjá okkur er að fara í ferðalög saman, út að borða og í bíó og margt, margt fleira. Þetta er al- veg æðislega gaman. Við söfnum peningum í sjóð með því að taka að okkur ýmis verk. í vor héldum við páskaball í Fjörgyn, á sumardaginn fyrsta og á lýðveldishátíðinni máluð- um við andlit daginn út og daginn inn. Við stefnum hátt, því við stefn- um að því að fara saman til útlanda næsta sumar. Guðrún og Magnea eru báðar í klúbbnum „Allt annað“ og eftir- farandi viðtal tók Guðrún við Magneu. Magnea, af hveiju fórstu í klúbbinn „Allt annað“? „Mig langaði til að prufa eitthvað annað.“ Hvert er uppáhalds skordýrið þitt? „Fiðrildi.“ Hvað fannst þér mest spennandi við að fara í klúbbinn í upphafi? „Að komast að því hvemig klúbbur þetta er.“ Og hvernig er klúbburinn? „Þetta er öðruvísi klúbbur. Við ger- um ekki eitthvað eitt visst.“ Hvað finnst þér skemmtilegast? „Að gera eitthvað saman.“ Hvað er eftirminnilegast frá síðasta vetri? „Þegar við fórum út að borða og ég fékk kónguló í pizzuna mína. Það var „really, really groooose“!“ Eitthvað að lokum? „Hvað á ég að segja að lokum??“ Kveðja frá öllum í Allt öðru. Sendum við hanskann í Félagsmið- stöðina á Egilsstöðum! Mér dettur ___________ í hug kraftur, j Karóll eða krani ) Ræma með freku kái Birgltta (Eitthvað krassandi Hvar eru þau og hvað eru þau að gera Vinnur 1 bláa lóninu á sumr- in og er í Versló á veturna Jóel Kristinsson vinnur í sum- ar eins og síðustu sumur í Bláa lóninu við Grindavík. Hann hefur lokið einu ári í Verslunarskóla íslands og hefur áhuga á að læra eitthvað tengt læknisfræði í framtíðinni. Ég vinn við allt hérna, í sjoppunni og við afgreiðslu og svo má segja að maður sé lífvörður útivið. Þetta er svolítið eins og fiskvinnslufyrir- tæki, það er vaktmaður sem út- hlutar okkur verkefnunum sem við eigum að gera þann daginn. Það er mjög gaman að vinna héma, sérstaklega ef maður kemst í lónið sjálfur, og svo auðvitað að skoða stelpurnar. Utlendingamir sumir geta verið mjög erfiðir, þeir sem ekki tala ensku, þeir skilja mann ekki og ég skil þá ekki svo það liggur stundum við rifrildi. Sumir einfald- lega móðgast og labba út aftur. íslendingarnir haga sér mjög vel, það kemur stundum fyrir að ein- hver þarf að kvarta yfír einhvetju, en það er svoleiðis á öllum stöðum. Hingað koma ekki margir ungling- ar, nema ef það eru góðir sólardag- ar. Ég ætla að halda áfram að vinna hérna, kem aftur næsta sum- ar þegar skólinn er búinn. Fáir unglingar í plássinu Hafnimar eru lítið þorp á Suðurnesjum og þar býr Guðný Sóley Ásbjarnar- dóttir 15 ára. Hún hefur búið þar alla ævi og sótt skóla inn í Njarðvík, en næsta vetur ætlar hún á heimavistarskólann að Laug- um í Reykjadal. Það búa mjög fáir hérna í Höfnun- um og mér finnst þetta ekki sér- lega spennandi staður, það eru ekki nema u.þ.b. fimmtán ungling- ar hérna og það er ekki nóg. Það er fátt við að vera, ég fer í göngu- ferðir og heimsæki vinkonu mína hérna í næsta húsi. Ég geng í skóla > Njarðvík, en núna er ég orðin svolítið leið á þessum stað svo ég ætla á Laugar næsta vetur og klára grunnskólann þar. Ég var í unglingavinnunni hérna í sumar, við vorum ekki nema tíu í henni og það var rosalega gam- an. Mér finnst gaman að skemmta mér og vera með vinum mínum. Um helgar förum við oft til Kefla- víkur, rápum um Hafnargötuna eða förum í partý og svoleiðis. Það getur verið erfitt að komast heim á næturnar, en það eru alltaf ein- hvetjir strákar sem nenna að keyra mann heim. Næsta sumar er ég svo að hugsa um að fara til Nor- egs og vinna sem Au-per. Ég held að ég eigi ekki eftir að sakna þess að búa héma, ég er svo nýjunga- gjörn og svo er ég meira fyrir stærri staði. Dularfulli bletturinn Nýlega upplýsti vikuritið The Sun lesendur sína um dularfullan blett í hægri lófa Hill- ary Rodham Clinton. Blaðið leggur áherslu á að innan Hvíta hússins sé lagt allt kapp á að breiða yfir tilvist hans. En þetta er ekkert venjulegt ör. Ymsir sérfræðingar telja að bletturinn sé sönnun þess að eiginkona for- seta Bandaríkjanna hafí verið krossfest í fyrra lífí þar sem bletturinn líkist verulega kross- festingarsári Jesú. Þetta leyndardómsfulla ör Hillary varð sýnilegt þegar hún ávarpaði .ÚC stefnu um heil- brigðismál Washington. Meðan á ræðunni stóð rétti hún upp hægri hendi þegar hún lagði sérstaka áherslu á lykilatriði í áætlun Clinton og um leið varð örið sýnilegt. Flest dagblöð í Bandaríkjunum birtu mynd af Hillary með hendi á lofti þar sem umræddur blettur hafði verið fjarlægður með tæknibrellum. En The Sun svíkur ekki lesendur sína. „Lesendur Sun eiga skilið að heyra sann- leikann“. Þess vegna birti blað- ið myndina ósn- erta. Blaðamenn vikuritsins leit- uðu til Dr. Drew Hayers til að fá álit sérfræðings á þessu leyndar- dómsfulla öri forsetafrúarinnar. Eftir nákvæma athugun á ljós- myndinni með sérstökum innfra- rauðum hátæknibúnaði komst Dr. Hayers að því að Hillary væri mjög greinilega með koss- festingarmark í lófanum. Honum fannst auk þess líklegt að forset- afrúin hafi verið krossfest í fýrra lífí fyrir að beijast fyrir réttind- um kvenna löngu á undan sinni samtíð. Og því til staðfestingar bendir Dr. Hayers á að frú Ciint- on hafí barist dyggilega fyrir kvenréttindum í núverandi lífi. „Það er engin tilviljun að hún er valdamesta kona veraldar í dag og hún notar stöðu eigin- mannsins til að beijast fyrir málefnum kvenna. Þetta eru ör- lög hennar og ástæðan fyrir því að hún hefur fengið þessa stöðu í dag. Hún er mjög sterk, ákveð- in og mjög andlega þenkjandi, og það kæmi mér ekki á óvart ef hún hefur ör á vinstri hendi og á fótum eins og Jesú fékk við krossfestingu sína“. ALGJÖR S TEYPA | ■i 1 •' ...........................................................................................................................................................................~ ................................................................................................. ’ " "

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.