Morgunblaðið - 29.09.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FIMMTUDAGUR 29,'SEPTEMBÉR 1994 7
Ný skilti í
borginni
GATNAMÁLASTJÓRI og Bíla-
stæðasjóður eru um þessar
mundir að setja upp ný skilti víða
um borgina. Embætti Gatna-
málasljóraleggur um 11 milljón-
ir á þessu ári til merkinga í borg-
inni og Bílastæðasjóður 1,5-2
milljónir til merkinga á bíla-
stæðahúsum sjóðsins. Að sögn
Sigurðar Skarphéðinssonar
gatnamálastjóra hefur undanfar-
in ár verið unnið að því að bæta
merkingar í borginni með
áherslu á stofnbrautir, helstu
umferðaræðar og miðborgina.
Þá hefur verið unnið að því að
merkja betur einstakar götur
inni í íbúðarhverfum. „Við höfum
á hverju ári varið nokkru fé til
að merkja stofnbrautir fyrst og
fremst og þetta er áframhald
þeirrar vinnu. Það eru 5-6 ár síð-
an við byijuðum að setja upp
skiltabrýr og síðan höfum við
unnið markvisst að því að merkja
gatnakerfið," sagði Sigurður.
----♦ ♦ ♦-
Hlutverk
Safnahúss-
ins óvíst
ENGIN ákvörðun hefur verið tekin
um hvert hlutverk Safnahússins
við Hverfisgötu verður í framtíð-
inni eftir að Landsbókasafnið flyt-
ur í Þjóðarbókhlöðuna, en að sögn
Einars Sigurðssonar landsbóka-
varðar, hafa safnamenn áhuga á
að húsið verði notað áfram sem
safnahús en fari ekki undir aðra
starfsemi.
Þjóðskjalasafnið er ennþá til
húsa í hluta Safnahússins, og verð-
ur svo eitthvað áfram, að sögn
Einars, þar sem ekki hefur verið
gengið endanlega frá húsnæði
safnsins við Laugaveg þar sem
Mjólkurstöðin var áður til húsa.
„Þá hafa verið óskir ura það frá
aðilum Þjóðarbókhlöðunnar að þeir
haldi hlutdeild í húsinu að minnsta
kosti fyrst um sinn. Síðan yrði að
takast nánar á við hvernig það
yrði notað þegar það verður laust
til ráðstöfunar," sagði Einar.
Bókakostur Landsbókasafnsins
verður ekki fluttur í Þjóðarbók-
hlöðuna í einum vettvangi, að sögn
Einars, og óskir eru um það að
jafnvel til frambúðar verði í Safna-
húsinu svokölluð varaeintök af ís-
lenskum ritum, bæði vegna þess
að ekki væri endalaust rými í nýja
húsinu, og svo þætti ekki skynsam-
legt að hafa allan bókakostinn á
einum stað.
Aflvaki hf. kaupir hlut í ímúr hf. til að styrkja innlenda framleiðslu
Aukaatríði að fram-
leitt sé á Akranesi
RAGNAR Kjartansson, fram-
kvæmdastjóri Aflvaka Reykjavíkur
hf., segir áð fyrirtækið hafi fest
kaup á hlutabréfum í ímúr hf. til
að stuðla að innlendri framleiðslu
í samkeppni við erlenda. Honum
finnst aukaatriði að hluti fram-
leiðslunnar sé á Akranesi. Baldur
Hermannsson, eigandi og fram-
kvæmdastjóri Fínpússningar sf.,
hefur gagnrýnt hlutbréfakaupin
enda hafi Aflvaki verið stofnaður
til að lyfta undir iðnað í Reykjavík.
„Ástæðan fyrir kaupunum og
því að ímúr kaupir framleiðslurétt-
inn af Sérsteypunni, dótturfyrir-
tæki Sementsverksmiðjunnar og
fleiri fyrirtækja, er að þarna er
verið að þróa og koma með á
markað tækni og múrblöndur í
beinni samkeppni við innfluttar
tegundir. Á undanförnum allmörg-
um árum hefur íslensk múrþjón-
usta verið á undanhaldi vegna
tæknframfara erlendis sem m.a.
hafa skilað sér í auknum innflutn-
ingi hingað til lands.
Þar af leiðandi hefur tapast
mikill fjöldi starfa úr landi en hlut-
verk ímúr er meðal annars að
sporna gegn því,“ sagði Ragnar.
Hann lagði áherslu á að megin-
hluti starfsemi ímúr, s.s. markaðs-
og sölustarf, færi fram í Reykja-
vík. Honum þætti aukaatriði þó
hluti framleiðslunnar væri á Akra-
nesi. „Við getum ekki hugsað
svona þröngt í þessu mikla fá-
menni á landi okkar. Kjarni máls-
ins snýst um að snúa vörn í sókn.
Heija framleiðsluna hér og ná
störfum að nýju inn í landið."
VOLVO440/460
kaupin!
Argerð 1995
Mjög kraftmiklar vélar
Vökvastýri/veltistýri
Mynd: Volvo 440, álfelgur og vindskeið ekki innifaliö í verði sem er frá:
1.448.000kr.
Staðgreitt kominn á götuna
Betra verð en nokkru sinni!
Enn og aflur kemur Volvo á óvart með því að
kynna nýja útfærslu af Volvo 440/460 árgerð 1995
á Iægra verði en árgerð 1994. Þetta er ótrúlegt en
satt en við hvctjum þig til að koma og sannfærast.
Reynsluakstur tekur af allan vafa. Þetta eru bestu
kaupin af árgerð 1995.
Öryggið áfram í fyrirrúmi
Volvo er leiðandi bílaframleiðandi á sviði öryggis.
Uppfinningar á borð við 3-punkta bílbeltið,
styrktarbita í hurðum, öryggisbúr um farþega,
bóbeltastrekkjara og innbyggðan barnastól í
aftursæti segja sína sögu.
Sænsk gæðahönnun!
Volvo 440/460 er hannaður af sérfræðingum Volvo
í Gautaborg og gefur stóru bræðrum sínum lítið
eftir hvað varðar öryggi, endingu,
aksturseiginleika, vélarafl og þægindi.
Volvo 440/460 er fáanlegur með 1.81 eða 2.0 1 vél,
báðar með beinni innspýtingu. Hann er sérlega vel
búinn aukabúnaði og má þar helst nefna
vökvastýri, samlæsíar hurðir, veltistýri. upphiluð
framsæti, bílbeltastrekkjara, sjálfvirka
hæðarstillingu bflbelta, stillaníega hæð framsæta,
dagljósabúnað, fellanlegt aftursætisbak, litað gler,
læst bcnsínlok, 14" felgur og 185/65R14 hjólbarða,
pluss áklæði á sætum og margt fleira.
Volvo 440/460 er framhjóladrifinn og sparneytinn
fjölskyldubfll.
Góðir dómar!
Bílagagnrýnendur eru á einu máli unt Volvo
440/460 og m.a. gaf Bílablað DV bflnum
sérstaklega góða umsögn og þá einkum hvað
varðar vélarafl og hversu hljóðlátur hann er.
VOLVO
BIFREIÐ SEM ÞÚ GETUR TREYST
FAXAFENI 8 • SÍMI 9!- 685870