Morgunblaðið - 29.09.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.09.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 23 Kúrekar í kröggum KVIKMYNPIR Iláskólabíö KÚREKAR f NEW YORK „THE COWBOY WAY“ ★ ★ Leikstjóri: Gregg Champion. Hand- rit: Bill Wittliff. Framleiðandi: Brian Grazer. Aðalhlutverk: Woody Harr- elson, Kiefer Sutherland, Dylan McDermott, Emie Hudson, Cara Buono. Universal. 1994. KRÓKÓDÍLA-DUNDEE hefur undanfarin ár getið af sér ófáar eftirlíkingar þar sem hinn strang- heiðarlegi sveitamaður lendir í vill- um í stórborginni. í Kúrekum í New York með Woody Harrelson og Kiefer Sutherland segir af kúrekum tveimur frá Nýju-Mex- íkó sem halda til New York í leit að vini sínum og dóttur hans og þykir borgarmenningin held- ur framandleg. Eins og tíðkast í þessum mynd- um er siðmenningin öll í borgum en villi- mennskan upp til sveita og reynt er að spila á þær andstæður en „Kú- rekum“ tekst ekki að gera neitt nýtt úr því og þótt Woody reyni hvað hann getur að halda uppi fjör- inu dugar það ekki til. Þetta er gamanhasarmynd sem ekki er nógu fyndin og býður ekki upp á almenni- legan hasar fyrr en rétt í lokin. Stærsti gallinn liggur í handrit- inu eftir Bill Wittliff sem er glopp- ótt og gersamlega laust við allan frumleika. Hér er stuðst við fyrir- fram gefnar formúlur. Woody og Kiefer mynda klassískan gríndúett þar sem annar (Woody) er í trúðs- hlutverkinu en hinn er alvarlegi náunginn með ábyrgðarkenndina. Þeim kemur illa saman í byijun, svosem eins og klisjan hljóðar uppá, vegna atburða í fortíðinni en hætt- urnar í New York, sem er enginn kántríbær, þjappar þeim saman. Þetta er margþvælt efni hvort sem í ævintýramyndum eins og „Rom- ancing the Stone“ eða nútímavestr- um eins og þessum. Þótt Woody og Kiefer séu engir Robert Redford og Paul Newman komast þeir að mestu klakklaust frá hlutverkun- um. Woody er í bragðmeiri rullunni eins og gefur að skilja. Hún að lík- indum sérsaumuð á hann því hann gæti sem best verið fjörugri tví- burabróðir Woodys í gamanþáttun- um Staupasteini. Þeir félagar komast á slóð Dyl- ans McDermotts sem er óþokkinn í sögunni og stundar hvíta þræla- sölu en er ekkert sérstaklega ógn- vekjandi í sínum svarta leðurfrakka og með sitt snyrtilega þriggja daga skegg. Talandi um skort á frum- leika! Kúrekar í New York kemur þann- ig í fáu á óvart en heldur sig við troðnar slóðir afþreyingariðnaðar- ins; þess var ekki langt að bíða að Woody og Kiefer þeystu á hestum um stórborgina. Gamansemin er ekki upp á marga fiska og hasarinn ekki heldur en Woody og Kiefer bjarga því sem bjargað verður. Arnaldur Indriðason ATRIÐI úr bandarísku gamanmyndinni „The Cowboy Way“. Margt býr í tölvunni KVIKMYNPIR Saga Bíó („GHOST IN THE MACHINE") ★ ★ Leikstjóri Rachel Talalay. Handrit William Davies og William Osbome. Tónlist Graeme Revell. Aðalleikend- ur Karen Allen, Chris Mulkey, Ted Marcoix. Bandarísk. 20th Century Fox 1994 ÞAÐ hlaut að koma að því að gerð yrði hátæknidraugamynd, það er komið fram á síðasta áratug ald- arinnar. Fjöldamorðingi gengur laus í borginni, hefur þann sið að ræna minnisbókum fórnarlamba sinna áður en hann lætur til skarar skríða. Tekst að nappa einni slíkri frá frá- skilinni móðir (Karen Allen), sem býr ein með syni sínum, 13 ára tölvu- snillingi. Sjálfur telst morðinginn í þeim hópi, en áður en honum tekst að kála AUen og syni lendir kauði í bílslysi og gefur upp andann í snið- myndatökutæki á spítala. Þar lendir sálin svört í hugbúnaði spítalans, sem aftur tengist umfangsmiklu tölvuneti og nú gerir hann Allen allan þann miska sem hann getur og með aðstoð tölvutækninnar virð- ast honum flestar leiðir færar. Það hefur engan tilgang fyrir Allen að kalla á særingamann af gamla skól- anum, heldur útsmogið, landsfrægt tölvuséní (Chris Mulkey) og hefst hann handa við að særa ófögnuðinn úr tækjunum. í tölvuheiminum er vel þekktur hópur manna sem kallaðir eru hack- ers á ensku, en hafa hlotið, a.m.k. í þessari þýðingu, heitið „hjakkari", á íslenskunni. Þeir gera sér það til dundurs að komast inní tölvubanka og einkatölvur almennings og gera fólki oftast lífið leitt með framferði sínu. Hreinsa útaf bankareikningum, fella úr gildi kreditkort, ökuskír- teini, geta haft áhrif á allar tölvu- færslur viðkomandi. Hjakkarinn hér er dauður og þarf hátækniklókindi til að koma fyrir þessari nútímalegu afturgöngu. Öll er tæknivinnan í myndinni vel unnin, tölvugrafíkin og brellurnar með ágætum og kemur þessi smámynd talsvert á óvart. Bæði er efpið frumlegt, hnyttið og úrvinnslan mikið betri en maður átti von á. Hins vegar eru höfundar og leikstjóri Ghost in the Machine, sem mætti flokka eins vel undir fantasíu og hrollvekju, full uppteknir við galdra tölvugrafíkurinnar, persón- urnar lítið spennandi. Hér er tví- mælalaust komin mynd sem gleðja mun tölvufrík þjóðarinnar og hefði með meiri yfirlegu getað orðið at- hyglisverð tímamótamynd. Það er engin spurning að leikstjórinn, Rac- hel Talalay, sem á að baki síðustu myndina um Freddy karlinn Krueger og kenndur er við martraðir í Alm- stræti, á eftir að gera betur. Sæbjörn Valdimarsson t P.S. Náðu þér strax í miða - síðast varð uppselt! Við vonum svo sannarlega að það verði til miðar handa öllum fyrir þáttinn á laugardaginn, því það gleður okkur ekkert meir en að sjá vinningana streyma út tii þeirra sem spila með og styrkja í leiðinni uppbyggingarstarf á Hrafnistuheimilinum. Vinsældír BINGÓLOTTÓSINS eru slíkar að fjölmargir hafa ekki enn átt þess kost að spila með vegna þess að allir miðar hafa selst upp. Náðu þér I miða strax því sölu lýkur kl. 16:00 á laugardögum og þá getur orðið biðröð. Góða skemmtun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.