Morgunblaðið - 29.09.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.09.1994, Blaðsíða 56
WhpI hewlett mL'/ik PACKARD --------------UMBOÐIÐ H P A ISLANOI HF Höfdabakka 9, Reykjavík, sfmi (91) 671000 Frá möguleika til veruleika MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SlMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 86 FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Skipin í Tromsö fá 31 milljón í sekt Sektin mun hærri en í fyrri tilvikum Morgunblaðið/Sverrir Skipt um þak á A-álmu NORSK yfirvöld gerðu í gær út- gerðum Björgúlfs EA og Óttars Birtings að leggja fram rúmlega 30 milljóna króna bankaábyrgð vegna töku skipanna að meintum ólöglegum veiðum á Svalbarða- svæðinu. Að mati Jónasar Haralds- X sonar, lögfræðings LÍÚ, er þetta um helmingi hærri sektarfjárhæð en í sambærilegum tilvikum þegar skip hafa verið tekin í norskri land- Morgunblaðið/Hrefna B. Óskarsdóttir Rækja í öll- um koppum og kirnum Sandgerði. Morgunblaðið. ÞEIR voru kampakátir strák- arnir á Guðfinni KE 19 er þeir komu í land á þriðjudags- kvöld. Þeir voru að koma úr stærsta róðri sumarsins, með 10 tonn af Eldeyjarrækju, all- ir koppar og kimur um borð voru fullir af ra;kju og urðu þeir meira að segja að geyma rækju í trollpokanum sjáífum. Aflann fengur þeir í þremur hölum. Guðfinnur er 30 tonna stálbátur og hefur skipstjór- inn og útgerðarmaðurinn Sig- urður Friðriksson stundað rækjuveiðar við Eldey um árabil. Hann segist aldrei hafa upplifað aðra eins veiði og í sumar. Hann sagði þá á Guð- finni búna að fá u.þ.b. 250 tonn af rækju síðan þeir hófu yeiðarnar um mánaðamótin maí/júní. ÞRIGGJA lesta bátur, Gísli Jónsson BA 400, frá Patreksfirði brann laust fyrir klukkan 10 í gærmorgun út af Kópnum. Finnur Björnsson var einn um borð og var honum bjargað um borð í Garra BA 90 frá Tálknafirði. Finnur sagðist hafa verið að leggja línu þegar eldur blossaði upp helgi. Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, segir óvíst hvort norskir dómstólar dæmi um þjóð- réttarskuldbindingar Norðmanna. Björgúlfur hélt þegar úr höfn eftir að útgerð skipsins hafði lagt fram 13 milljóna bankatryggingu. Óttar Birting er enn í höfn í Tromsö þar sem útgerð skipsins tókst ekki að útvega tryggingu í gær. Elma Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri útgerðarinnar, sagðist gera sér von- ir um að tryggingarfé verði lagt fram í dag, en tryggingarupphæðin sem útgerðinni er gert að greiða er um 18 milljónir. Útgerðir skipanna höfnuðu boði norskra yfirvalda að Ijúka málinu með því að greiða sektirnar. Mál skipanna fer því fyrir dómstóla í Noregi og verða þau tekin fyrir í héraðsrétti í Tromsö 3. janúar. Sjávarútvegsráðherra sagði óvíst hvort norskir dómstólar myndu leiða þetta mál til lykta. „Þeir skoða fyrst og fremst hvort norsk lög standast norska stjórnarskrá og það er því óvíst að norskir dómstólar leysi úr réttarágreiningi milli þjóð- anna. Ef það mál leysist ekki með samningum þarf að fá úr því skorið fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag,“ sagði Þorsteinn. ■ Fiskveiðideilan/4 og6 TÆPLEGA 93,8 milljarða króna vantaði upp á að eignir lífeyris- sjóða starfsmanna ríkis og sveitar- félaga stæðu undir þeim réttindum sem sjóðfélagar höfðu áunnið sér með veru í sjóðunum samkvæmt tryggingarfræðilegum úttektum sem gerðar hafa verið á þessum sjóðum á árabilinu 1990 til 1992 utan ein sem gerð var 1988. Eignir sjóðanna samanlagt í lok þess árs sem úttektirnar voru gerð- í lúkar og leið skammur tími frá því hann varð eldsins var þar til hann hafði breiðst út. Þeir á Garra voru skammt undan og vissu af honum og voru því fljótir að bregð- ast við. Finnur var kominn í björg- unarbát þegar þeir komu. Gísli Jón sökk ekki og var hann dreginn til hafnar á Patreksfirði. ÞESSA dagana er verið að skipta um þak á A-álmu Borgarspítal- ans, en að sögn Ámunda Brynj- ólfssonar á skrifstofu Borgar- verkfræðings, sem hefur umsjón með verkinu, hefur þakið lekið til margra ára. Bráðabirgðavið- gerðir hafa verið unnar á þakinu ar námu 23,1 milljarði króna, en verðmæti þeirra réttinda sem sjóð- félagar höfðu áunnið sér nam rúm- um 116,9 milljörðum króna. Þessar upplýsingar má lesa út úr nýrri skýrslu bankaeftirlits Seðlabanka íslands um lífeyris- sjóðina. Miðað er við 2% ávöxtun eigna sjóðanna, sem í skýrslunni segir að sé eðlilegt þegar lífeyrir miðist við launabreytingar. Launa- greiðandi, ríki eða viðkomandi sveitarfélög eru í ábyrgð fyrir rétt- indum sjóðfélaga. Þeir lífeyrissjóðir sem hér um ræðir eru Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins, sem er langstærst- ur, með rúmlega 90 milljarða króna skuldbindingar, Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna og Iífeyrissjóðir eftirtalinna sveitarfélaga: Reykja- víkur, Akureyrar, Kópavogs, Hafn- arfjarðar, Keflavíkur, Húsavíkur, Neskaupstaðar og Vestmannaeyja. Lífeyrissjóður Akraness er ekki meðtalinn, þar sem tryggingar- fræðileg úttekt hefur ekki farið fram á sjóðnum, en starfsmenn annarra sveitarfélaga en að fram- eftir þörfum hingað til, en í byrj- un september var hafist handa við að skipta alveg um þakið. ístak annast verkið, og að sögn Ámunda er áætlaður kostnaður við það 23 milljónir. Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki um mán- aðamótin nóvember-desember. an greinir eiga aðild að Lífeyris- sjóði starfsmanna ríkisins. Tæplega 27.400 manns teljast hafa verið sjóðfélagar í þessum sjóðum á síðasta ári og lífeyrisþeg- ar voru rúmlega 6.200 talsins. Til samanburðar voru félagar í lífeyr- issjóðum á almennum vinnumark- aði rúmlega 100 þúsund, fjöldi líf- eyrisþega þeirra um 25 þúsund og eignir þeirra sem standa á móti réttindum sjóðfélaga um 185 millj- arðar króna, en halli á þessum sjóð- um er ekki á ábyrgð launagreið- enda. Um 200 launagreiðendur greiða til LSR Hallinn er hlutfallslega mestur á Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar, þar sem ná- lega þarf að tífalda eignirnar til þess að þær standi undir réttind- um. Næstmest vantar hlutfallslega upp á eignir Lífeyrissjóðs Vest- mannaeyja, en það þarf rúmlega að áttfalda eignir hans til að þær standi undir þeim réttindum sem lofað hefur verið. Raunar hefur Aformum að lækka framlag tilLÍN Stjórnarfor- maður andvígur INNAN menntamálaráðuneytis- ins eru uppi áform um að lækka framlag til Lánasjóðs íslenskra námsmanna á næsta ári um 150 milljónir. Gunnar Birgisson, for- maður stjórnar LÍN, segist vera algerlega andvígur þessum hug- myndum. Hann segist ekki ætla ,að beita sér fyrir frekari skerð- ingu á námsaðstoð til stúdenta. Niður fyrir 1.500 milljónir í ár fær LÍN 1.620 milljónir í óafturkræft framlag úr ríkissjóði. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er hugmynd menntamála- ráðuneytisins sú að lækka þetta framlag niður fyrir 1.500 milljón- ir. Ekki náðist í menntamálaráð- herra vegna þessa máls. Skerðing eða lán „Það er ekki hægt að bregðast við nema með tvennum hætti. Annaðhvort að skerða úthlutunar- reglurnar, sem ég er algjörlega mótfallinn og mun ekki standa að, eða að auka lántökur sjóðsins. Aukin lántaka gengur þvert á þá stefnu sem mörkuð hefur verið að hafa sjóðinn í þannig jafnvægi að hann eigi fyrir skuldbindingum sínum,“ sagði Gunnar Birgisson. verið tekin ákvörðun um að loka þeim sjóði fyrir nýjum félögum frá og með áramótum og hefur fjár- málaráðuneytið gefíð vilyrði fyrir breytingu á reglugerð sjóðsins í þá veru. Rúma 72 milljarða vantar í Líf- eyrissjóð starfsmanna ríkisins og þyrfti að fimmfalda eignir hans til að þær jafngiltu áunnum réttind- um. Um 200 launagreiðendur greiða til sjóðsins, þar á meðal um 50 sveitarfélög vegna starfsmanna sinna. Gera má ráð fyrir að ríkis- sjóður og opinberar stofnanir séu í ábyrgð fyrir um 70% skuldbind- inga sjóðsins, en ríkissjóður og stofnanir á B-hluta fjárlaga greiddu lífeyrisiðgjöld vegna um 16 þúsund starfsmanna á síðasta ári. Að auki nema skuldbindingar Lífeyrissjóða alþingismanna og ráðherra rúmum 2,6 milljörðum króna. Engar eignir eru í sjóðunum og koma lífeyrisgreiðslur úr ríkis- sjóði. Þær námu rúmum 115 millj- ónum króna í fyrra. Kominn í björgunar- bát þegar hjálp barst Rúmlega 27 þúsund félagar í lífeyrissjóðum ríkis- og bæjarstarfsmanna 93,8 milljarða vantar á aö eignir mæti réttindum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.