Morgunblaðið - 29.09.1994, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.09.1994, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Bestu þakkir til allra sem glöddu mig á 80 ára afmœli mínu, þann 16. ágúst. Guðbjörg Sigurðardóttir, Þangbakka 10. TRYGGINGASTOFNUN Ó7RÍKISINS Styrkir til bifreiðakaupa Tryggingastofnun ríkisins veitir viðtöku um- sóknum vegna styrkja sem veittir eru hreyfi- hömluðum til bifreiðakaupa. Nauðsyn bifreiðar vegna hreyfihömlunar skal vera ótvíræð. Umsóknareyðublöð vegna úthlutunar 1995 fást hjá afgreiðsludeild og lífeyrisdeild Tryggingastofnunar ríkisins, Laugavegi 114, og hjá umboðsmönnum hennar um land allt. Umsóknarfrestur er til 15. október. Tryggingastofnun ríkisins. tækniskóli islands Menntun - atvinnulíf Opinn fundur um tæknimenntun og atvinnulíf á 30 ára afmæli Tækniskóla íslands, föstudaginn 30. september kl. 13.30-16.30. Fundurinn verður haldinn í húsnæði skólans, Höfðabakka 9, Reykjavík. Allir áhugasamir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Dagskrá: Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra ávarp Margrét Björnsdóttir, aðstoðarmaður iðnaðar-, viðskipta- og heilbrigðisráðherra ávarp Sveinbjörn Björnsson, rektor Háskóla íslands Tækniskóli íslands í samfélagi skólanna, gamlar og nýjar hugmyndir. Guðrún Pétursdóttir, lífeðlisfræðingur og stjórnarkona í Aflvaka Nýsköpun og formleg menntun. Kaffihlé Davíð Lúðvíksson, verkfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins Tæknimenntun fyrir (slenskan iðnað. Alda Möller, matvælafræðingur, þróunarstjórl hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna Tæknimenntun hjá sjávarútvegsþjóð. Steinar Steinsson, fyrrverandi skólastjóri Iðnskólans í Hafnarfirði Framhaldsnám fyrir iðn- og verkmenntað fólk ÍTækniskóla íslands. Guðbrandur Steinþórsson, rektor Tækniskóla íslands. Sjábu hlutina í víbara samhengi! -kjarni málsins! ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Allir undir sömu sökina seldir ÞAÐ ER ekki annað hægt en undrast aðför fjöimiðla að Guðmundi Árna Stef- ánssyni þessa dagana. Minnir þetta um margt á brottför Alberts Guð- mundssonar úr íslenskum stjórnmálum. Vekur það furðu hvernig hægt er að taka einn ákveðinn stjórnmálamann út í þessari umfjöllun þegar vitað að þeir eru allir u.idir sömu sökina seldir, bæði ljóst og leynt. NN Hvar er gert við postulín og sokkabuxur? GUÐRÚN Pétursdóttir hringdi til Velvakanda með þessa fyrirspurn og vonast eftir svari sem fyrst. Tapað/fundið Gleraugu fundust GLERAUGU í brúnni um- gjörð fundust í Barmahlíð sl. mánudag. Eigandinn hringi í síma 18613 eftir kl. 19. Gleraugu fundust DÖKK gleraugu í gylltri umgjörð fundust á göngu- stígnum við elliheimilið Grund sl. föstudag. Eig- andinn hringi í síma 14706. Úlpa og leikfimidót týndist RAUÐ HM-úlpa með munstruðu fóðri á ca. átta ára og leikfimisdót í tau- poka tapaðist líklega í ná- grenni við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 53388. Jakki í óskilum RÚSKINNSJAKKI á karl- mann var nýlega skilinn eftir á ljósmyndastofunni Skyndimyndir, Templara- sundi 3. Eigandinn getur vitjað hans þar. Græna kortið GRÆNA kortið fyrir strætó fannst. Upplýsingar í síma 877563. Úr tapaðist GULLÚR af gerðinni Gucci á svartri ól tapaðist í Ing- ólfscafé aðfaranótt sl. sunnudags. Finnandi vin- samlega hringi í síma 671587. Gæludýr Páfagaukur fannst PÁFAGAUKUR fannst á Lambastaðabraut, Sel- tjarnarnesi, sl. mánudag. Eigandi er vinsamlega beð- inn að hafa samband í síma 612224. Týndur köttur GRÁBRÖNDÓTTUR 6 mánaða fressköttur týndist laugardaginn 24. sept- ember nálægt St. Jósefssp- ítala í Hafnarfirði. Finnandi vinsamlelga hringi í síma 52597 eða 694680, því hans er sárt saknað. Páfagaukur GULUR og grænn páfa- gaukur fannst við Lau- fengi 80 sl. föstudag. Eig- andi hringi í síma 875574. Kettlingar TVEIR sjö vikna ljósgráir síðhærðir kettlingar eru í heimilisleit. Upplýsingar í síma 876678. Týnt fress GRÁR fressköttur með hvíta bringu og bletti á afturfótum, tæplega árs- gamall, tapaðist frá Kringlunni sl. laugardag. Hafi einhver orðið ferða hans var er hann vinsam- lega beðinn að hringja í síma 811229. Svartur köttur SVARTUR hálfnorskur skógarköttur (síðhærður með mikið skott) hvarf frá heimili sínu á Leifsgötu fyrir rúmri viku. Hann sást síðast á Mánagötu og var þá með dökkrauða flauel- sól. Viti einhver um ferðir hans eftir það er hann vin- samlega beðinn að hringja í síma 12259. Fundarlaun- um er heitið fyrir kisa. BRIDS IJm.sjón (■uðmtindur l’nll Arnnrson Vestur komst yfir fyrstu hindrunina þegar hann valdi að spila út hjarta gegn sex tíglum. Meiri hugsuðir hefðu lagt niður spaðaás eftir svo villtar sagnir. „Hugsuðimir" hefðu ekki þurft að hugsa meira um þetta spil, því spaðaásinn gefur það í einu vetfangi. Hjartaútspilið virðist vera jafn afgerandi á hinn veginn, en sagnhafi er þó ekki alveg úrræðalaus. Hann drepur á hjartaás og spilar þremur efstu í laufi. Þegar austur fylgir lit í þriðja laufið, trompar suður með kóng. Og nú er slemman í húsi ef vestur hendir hjarta. Suður , t spilar spaðakóng og trompar „ þeM&s Uiurmiklu, verrút þe<JO*~ , út ásinn. Stingur svo lauf moÁUr 5Ír heÍLdarrrtyndiflOil' hátt og hendir hjarta niður Farsi Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♦ - V Á2 ♦ G9762 ♦ ÁKDG103 Austur ♦ 109875 V K65 ♦ Á8 ♦ 987 Suður ♦ KD432 y 87 ♦ KD103 ♦ 62 Vestur Norður Austur Suður 2 hjörtu 4 pönö' 5 hjörtu! 6 tíglar Pass Pass Pass Útspil: þjartadrottning. Vestur ♦ ÁG6 V DG10943 ♦ 54 ♦ 54 í spaðadrottningu. Vömin hefur auðvitað síð- asta orðið ef vestur hendir strax spaða. Hann getur þá losað sig við tvo spaða í lauf- in og stungið í spaðadrottn- inguna þegar þar að kemur. Víkveiji skrifar... Fyrir nokkru birtist frétt um það í Morgunblaðinu að óprúttnir kartöflu- og grænmetisþjófar hefðu farið í garða krakka í skólagörðun- um og hirt sumaruppskeruna. Ekki þarf að hafa mörg orð um sorg barnanna sem urðu fyrir þessu og hversu ómerkilegt athæfi sem þetta er. Um svipað leyti kynntist skrif- ari raunum annarra ungra garðeig- enda. Ung vinkona hans hafði beðið í ofvæni eftir að geta tekið upp úr garðinum sínum og ekki þarf að hafa að mörg orð um vonbrigði hennar er í ljós kom að uppskeran var meira og minna ónýt. Ef rétt er munað átti það bæði við kartöfl- ur og rófur. Skorkvikindi höfðu orðið á undan garðeigendum og tekið stóran toll af uppskerunni. Rófurnar reyndust ormétnar og þó kartöflurnar litu fallega út urðu þær svartar og óætar nokkrum dögum eftir upptöku. Þetta fannst krökk- unum eðlilega súrt í brotið og þeg- ar þau leituðu svara var þeim sagt að þetta hefði gerst áður, það væri alls konar óværa í garðinum, ekki dýgði lengur að eitra og garðinum yrði sennilega lokað næsta sumar. xxx Fréttir hafa birst um það undan- farið að landinn hyggi í stór- um stíl á utanlandsferðir í haust og vetur; verslunarferðir alls konar, golfferðir og sólarreisur til Kanarí- eyja eru ofarlega á blaði. Smugu- veiðar og góður loðnuafli hafa skil- að dijúgu í launaumslög víða um land og sjávargullið er fljótt að berast í þéttbýlið á Suðvesturhorn- inu. Frá áhuga Vestfirðinga á utan- landsferðum er greint í BB á Isafirði fyrir nokkru og segir í fyrirsögn: „Hundruðir Vestfirðinga á leið í verslunarferðir". Skrifari geturekki látið hjá líða að benda þeim kolleg- um á BB á að þarna hefði átt. að standa „Hundruð Vestfirðinga..." Þessi villa er síður en svo einskorð- uð við vestfirska blaðaútgáfu, hún hefur sést á bestu bæjum, en er ekkert betri fyrir það. xxx Knattspyrnuvertíðinni er um það bil að ljúka og glæsilegur árangur kvennalandsliðsins kórónar ágætt knattspyrnusumar. Reyndar eiga landsliðin nokkra leiki eftir og þar á meðal á a-landsliðið eftir að leika við HM-lið Sviss og Tyrki á útivelli. Eins og venjulega hafa margir verið kallaðir á þessu sumri, en aðeins fáir útvaldir. íslands- meistarar eru Akranes og Breiða- blik og bæði lið vel að sigrinum komin. Víkveiji hefur alltof oft séð og heyrt talað um sigurvegara í deild- um sem íslandsmeistara. Þannig sagði í blaði Borgnesinga að Skalla- grímur væri íslandsmeistari í þriðju deild. Þetta er ekki rétt. Með fullri virðingu fyrir glæstum árangri Borgnesinga eru þeir sigurvegarar í deildinni, en aðeins Skagamenn eru Islandsmeistarar í karlafótbolt- anum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.