Morgunblaðið - 29.09.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.09.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 11 FRETTIR Vinnuveitendasambandið vill fara hægar í sakirnar í vegaframk væmdum Varað við áhrif- um á verðlagið FRAMKVÆMDASTJÓRN Vinnu- veitendasambands íslands telur að ekki beri að fara jafnhratt í upp- byggingu samgöngumannvirkja á næstu þremur árum og hugmyndir þær, sem Davíð Oddsson forsætis- ráðherra og Halldór Blöndal sam- gönguráðherra hafa kynnt, gera ráð fyrir. VSÍ telur að þær hugmyndir geti stefnt verðlagsmarkmiðum í tvísýnu og ýtt undir vaxtahækkun. VSI hvetur þó til þess að flýtt verði arðsömustu framkvæmdunum, þ.e. á höfuðborgarsvæðinu. Forsætis- ráðherra segir sjálfsagt að fara yfir hugmyndirnar á ný en sagðist telja að aðgerðir sem þessar væru vel innan allra hættumarka í þeim stöðuleika sem nú er og samdrætti í lánsfjáreftirspurn ríkisins. Hugmyndir ráðherranna, sem kynntar voru fyrir skömmu, miðuðu við að allt að sjö milljarðar króna bættust við fjárveitingar til fyrir- hugaðra nýframkvæmda sam- kvæmt vegaáætlun á næstu þremur árum. Fjár til þessa yrði aflað með hækkun benzíngjalds sem þessu næmi á næstu tíu árum, en fram- kvæmdirnar sjálfar yrðu að mestu fjármagnaðar með lánsfé. Gert hef- ur verið ráð fyrir að viðbótarskatt- tekjunum verði ráðstafað í hlutfalli Nær óhugs- andi að far- aldurinn nái hingað VIÐ þær aðstæður sem hér ríkja má telja óhugsandi að svartadauða- faraldur nái útbreiðslu hér á landi, segir í frétt frá Landlæknisembætt- inu. Þá er ekki talin ástæða til að hindra fólk að ferðast til Indlands. Heilsustofnun þjóðanna hefur sent Landlæknisembættinu tilkynn- ingu vegna svartadauðafaraldurs sem geisar á Indlandi. Þar kemur fram að um tvennskonar faraldra er að ræða í ríkjunum Maharashtra og Gujarat. Fram kemur að sjúk- linga með einkenni eigi að með- höndla með sýklalyfjum en til er bóluefni gegn svartadauða. Ónæm- ið endist stutt auk þess sem bólu- efnið hefur aukaverkanir og er því ekki ráðlagt fyrir aðra en þá sem eru í miklum áhættuhóp. Er það eingöngu notað til að hindra svarta- dauða en er ekki notað þegar far- aldur er hafinn. Áhersla er lögð á að ekki er ástæða til að hindra fólk að ferðast til Indlands. Er þeim sem koma frá hugsanlega smituðum svæðum ráð- lagt að leita læknis ef einkenni koma innan sex daga frá dvöl á svæðinu. Ekki er talin þörf á frek- ari varúðarráðstöfunum að sinni. --------» ■♦ ♦ Þróunar- samning- urvið Namibíu ÍSLAND mun veita fjórar milljónir Bandaríkjadala eða rúmlega 270 millj. fsl. kr. á næstu fjórum árum vegna þróunarsamstarfs íslands og Namibíu en nýr samningur um sam- vinnu landanna var undirritaður í Wipdhoek 23. september sl. í nýja samningnum, sem er að mestu endurnýjun á samstarfs- samningi landanna frá 1990/91, verður aukin áhersla lögð á aðstoð við kennslu og þjálfun skipstjórnar- manna. við íbúafjölda einstakra kjördæma og meirihluti fjárins fari þannig til framkvæmda á höfuðborgarsvæð- inu. Arðsemi ráði forgangsröð í samþykkt framkváemdastjórnar VSÍ segir að tekið sé undir mikil- vægi þess að flýta brýnum og arð- sömum vegagerðarframkvæmdum, en þungi þeirra sé á höfuðborgar- svæðinu. Framkvæmdum beri að forgangsraða eftir arðsemi. „VSI telur æskilegt að opinberir aðilar auki við fjárfestingar á sam- dráttartímum og dragi úr á upp- gangstímum í efnahagslífi. Á þeim grundvelli eru að mati VSÍ forsend- ur fyrir auknum framkvæmdum á allra næstu misserum," segir í sam- þykktinni. „Það samræmist á hinn bóginn illa hugmyndum um sveiflu- jöfnunarhlutverk opinberra fram- kvæmda að ákveða umfang þeirra STJÓRN Læknafélags íslands hef- ur ákveðið að eftirleiðis verði frjáls verðlagning á almennuin læknis- vottorðum. En samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra, sem tekur gildi 1. október, þurfa sjúkra- tryggðir að greiða 300-700 krónur fyrir læknisvottorð á eyðublöðum Tryggingastofnunar ríkisins vegna almannatrygginga eða bóta félags- legrar aðstoðar. Jafnframt er ein- staklingum gert að greiða fyrir öll almenn læknisvottorð önnur en vottorð vegna örorkumats. Sverrir Bergmann, formaður Læknafélags íslands sagði að stjórn Læknafélagsins hefði einnig mót- mælt því að verið væri að leggja aukin gjöld á fólk sem er veikt og á oft í félagslegum erfiðleikum og þarfnast þessara vottorða. Hann sagði að í samningi við heilsugæslulækna frá árinu 1991 kæmi fram að Tryggingastofnun ríkisins skuldbyndi sig til að greiða fyrir almenn læknisvottorð. Samn- ingurinn féll úr gildi um síðustu til margra ára, a.m.k. ekki þegar framkvæmdunum'-er öðrum þræði ætlað að vinna upp slaka í atvinnu." Hætta á verð- og vaxtahækkun VSÍ segir að skattahækkun vegna framkvæmdanna muni valda því að verðlag hækki um u.þ.b. 0,25%. „Þetta eru mikil verðlags- áhrif, ekki sízt í ljósi markmiða um að halda verðbólgu undir 2% á næstu árum. Allt að 7 milljarða lánsfjáröflun til viðbótar öðrum áformum getur ýtt undir vaxta- hækkun. VSÍ telur því að takmarka beri umfang framkvæmda við það, að lántökur leiði ekki til hækkunar vaxta eðaþensluáhrifa á afmörkuðu sviði atvinnustarfsemi ogjafnframt að enga þá áhættu megi taka, sem stefnt geti verðlagsmarkmiðum í tvísýnu." Framkvæmdastjórn VSÍ telur því „ekki þénanlegt að fara jafnhratt í áramót og hefur ekki verið samið á ný en samkvæmt ákvæði í al- mannatryggingalögum skal samn- ingur vera milli aðila. Einhliða ákvörðun „Þessi samningur gildir því frá degi til dags þar til um semst," sagði Sverrir. „Við lítum svo á að þetta sé ekki hliðstætt því þegar ráðherra ákveður hvað sjúklingar eigi að borga mikið af sérfræði- gjaldi, heldur sé einhliða verið að taka út ákvæði sem búið er að semja um. Þetta eru því vanefndir sem Tryggingastofnun er gert að fram- kvæma. Við mótmælum því þar sem þetta er að okkar mati ekki rétt aðferð þegar verið er að fjalla um ákvæði í samningum tveggja aðila. Við vonumst til að reglugerðin verði dregin til baka og að samningar haldi áfram,“ sagði hann. „Þá vakn- ar sú spurning hvort þetta ákvæði kæmi inn aftur með í'ormlegum hætti eins og var. Á meðan þetta er svona þá verður unnið eftir uppbyggingu samgöngumannvirkja og umræddar hugmyndir miða að.“ Guðni Níels Aðalsteinsson, hag- fræðingur VSÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið að leggja bæri áherzlu á arðsömustu framkvæmd- irnar, þ.e. á höfuðborgarsvæðinu, en ekki að gera áætlanir til fleiri ára um framkvæmdir um allt land. Bensínnotkun Forsætisráðherra sagði að fyrir skömmu hefði komið í ljós að VSÍ teldi of stórt hugsað og eðlilegast að eingöngu yrði framkvæmt á höfuðborgarsvæðinu. „Ég hafði gert ráð fyrir því að framkvæmda- hlutfallið yrði í hlutfalli við bensín notkun landsmanna, það er að mest yrði framkvæmt þar sem mest er keypt,“ sagði Davíð. „Taldi líkleg- ast að það gæti orði sátt um þessa aðferð en það er nauðsynlegt að sæmileg samstaða sé um aðgerðir af þessu tagi áður en menn fara í svona lántöku. Hins vegar er það mat manna að það reyni á þol efna- hagslífsins að fara svona hratt fram og þá þarf að fara vandlega yfir það. Það mætti hugsa sér örlítið aðrar útfærslur og smærri áfanga, sem menn geta orðið sáttari við,“ sagði forsætisráðherra. ákvæðum samningsins en þessi ákvæði sem einhliða eru tekin út leiða til fijálsrar verðlagningar hjá læknum." Kosið á Hólmavík KOSIÐ verður til sveitarstjórnar í Hólmavík nk. laugardag, 1. október, en sem kunnugt er voru kosningarn- ar í vor úrskurðaðar ógildar. Á kjör- skrá eru 343. Þrír listar eru í kjöri, H-listi almennra borgara, L-listi framfarasinnaðra borgara og N-listi nýs framboðs sjálfstæðismanna og óháðra. Kosið er í tveimur kjördeildum, í Hólmavík og á Nauteyri. Kjörfundur hefst kl. 10. Ný sveitarstjórn tekur við á Hólmavík 15. október. Fráfarandi sveitarstjórn hefur þá stjórnað sveit- arfélaginu í tæplega fjögur og hálft ár. AKUREYRl Listasafnið á Akureyri Sýnir verk Guðmundar frá Miðdal í Grænlandi SÝNING á verkum Guðmundar Einarssonar frá Miðdal verður opn- uð í Ammassalik Museum á Græn- landi næstkomandi laugardag, 1. október. Sýnd verða verk sem hann hefur gert af grænlensku lands- lagi, dýrum og öðrum grænlenskum fyrirmyndum. Sýningin er á vegum Listasafnsins á Ákureyri í samvinnu við fjölskyldu Guðmundar og bygg- ir að miklu leyti á sýningu á verkum hans sem var í Listasafninum í apríl á síðasta ári. Á sýningunni mun Ari Trausti Guðmundsson flytja fyrirlestur um Guðmund Einarsson og Haraldur Ingi Haraldsson flytja fyrirlestur með myndasýningu um íslensk þjóðsagnadýr. Sýningin í Ammassalik er að til- efni þess að bærinn heldur upp á 100 ára afmæli sitt og er hún styrkt af Grænlandssjóðnum. Sigurður Árni sýnir í Lista- safninu SIGURÐUR Árni Sigurðsson opnar sýningu á verkum sínum í öllum þremur sölum Listasafnsins á Akur- eyri á laugardaginn, 1. október. Hann er fæddur á Akureyri árið 1963, nam við Myndlistaskólann á Akureyri 1983-1984 og við Mynd- lista- og handíðaskóla Islands árin 1984-1987. Þá hélt Sigurður til framhaldsnáms í Frakklandi við École Nationale d’Art de Cergy- Pontoise 1987-1990 og við Institut des Hautes Études en Arts Plastiqu- es, París 1990-1991. Sýningin í Listasafninum á Akur- eyri er 10. einkasýning Sigurðar en hann hefur verið iðinn við sýn- ingarhald bæði hér heima og erlend- is. Hann hefur tekið þátt í 14 sam- sýningum, gefið út þijú bókverk og verk hans eru í eigu safna á ís- landi, í Frakkiandi, Sviss og Þýska- landi. Sigurður Árni hefur undanfarin ár búið í Frakklandi og starfað að list sinni og þar hafa verk hans vakið athygli líkt og víðar i Evrópu þar sem hann hefur sýnt. Sýningin í Listasafninu á Ak- ureyri stendur til 2. nóvember. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Barparið aftur á fjalirnar SÝNINGAR Leikfélags Akureyrar á leikritinu BarPar eftir Jim Cartw- eight undir leikstjórn Hávars Sigur- jónssonar hefjast aftur annað kvöld, föstudagskvöldið 30. september í Þorpinu, Höfðahlíð 1 og verður það 53. sýning þessa verks. Þessi tveggja manna kabarett sló í gegn á síðasta leikári, en þá bryddaði LA upp á þeirri nýjung að innrétta lítið leikhús sérstaklega fyrir þessa sýningu sem gekk fyrir fullu húsi frá janúar fram í maí en þá var barinn settur niður á Listahátíð í Reykjavík. Sunna Borg og Þráinn Karlsson fara með öll hlutverk leiksins, 14 að tölu og hafa þau hlotið lof fyrir túlkun sína á Barparinu og gestum þeirra. Guðrún J. Bachmann þýddi leik- ritið, Ingvar Björnsson hannaði lýs- ingu og leikmynd og búningar eru eftir Helgu I. Stefánsdóttur. Læknafélag Islands sendir frá sér ályktun Frjáls verðlagning á almenn læknisvottorð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.